Þjóðólfur


Þjóðólfur - 03.03.1899, Qupperneq 3

Þjóðólfur - 03.03.1899, Qupperneq 3
39 á landskjálftasvæðinu gamla, hafi orðið nein brögð að þessum jarðskjálfta sem betur fer. Fyrirlestur um íslenzka kvennbáninga að lomu og fram á þennan dag hélt frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir í Iðnaðarmannahúsinu 26. f. m. Býndi hún stúlkur í gömlum búningum, er fengn- ir höfðu verið að láni á Forngripasafninu. Fyr- Irlesturinn var fremur láklega sóttur. Veðurátta hefur verið ómunalega góð allan febrúarmánuð og síðari hluta janúarmán- aðar, fyrst stillur og hægt frost, síðar þeyr með allmikilli úrkomu. Nú er veðuráttan aptur að spillast. Þilskip Reykvíkinga og Seltiminga em nú flest komin hingað á höfnina úr vetrarlægi, búin til brottferðar. Er það allmikill floti og ásjáleg- ur. Aflabrögð. Guðmundur Jóhannesson í Miðhúsum, hinn eini formaður hér í bænum, er enn stundar bátfiski að staðaldri, fékk um 70 í hlut af allvænum fiski suður í Miðnessjó dagana 15.—17. f. m, Er fiskur sagður þar nógur fyrir •en nokkuð djúpt. En eigi er það heiglum hent né fyrirhafnarlaust að sækja þann afla á opnum bátum héðan af Innnesjum um þetta leyti árs, •enda munu fáir freista þess. Ógild fundarsamþykkt. Sakir formgalla •eða misritunar hjá sýslumanninum í Kjósar- og ■Gullbringusýslu, kvað amtmaður hafa neitað staðfestingar á fundarsamþykktinni í Hafnarfirði 22. f. m. um afnám fiskiveiðasamþykktarinnar við Faxaflóa (sbr. síðasta blað Þjóðólfs), svo að hún er því ekki enn »dauð og grafin«. Enhver gat varað sig á því, að sýslumaðurinn mundi ekki búa þetta í hendurnar á amtmanni, eins og vera ætti? Hefði eigi svona slysalega til tekizt var staðfestingin sjálfsögð, með því að þessi »inn- ■siglun« amtmannsins er að eins til málamynda, svo að öllu »formi« sé fullnægt. En til undir- ■skripta verða skjölin auðvitað uð vera »formleg«, því að allt er ónýtt ella. Þótt eitthvað gangi rétta boðleið eptir öllum krákustígum neðan frá hreppsómaga upp til amtmanns eða landshöfð- ingja þá getur einn vitlaus pennadráttur hjá ein- hverri undirtyllu kollvarpað öllu saman og ónýtt margra manna erfiði. Mundi ekki heppilegra að liðirnir í stjórnarkeðjunni væru dálítið færri •og gangur málanna óbrotnari hér hjá oss? Dáin er snemma í f. m. Sigríður Guð- mundsdóttir ekkja Guðbrandsóðalsbónda Stur- laugssonar í Hvítadal, nærri áttræð. Þessarar merkiskonu verður ef til vill slðar getið nánar. Hinn 31. jan. síðastl. andaðist að Eyrarkoti í Vogum, Gunnar yónsson á 77. aldurs ári, fæddur að Halakoti á Vatnsleysuströnd 11. maí 1822. For- eldrar hans voru Jón Magnússon og Sigríður Tóm- ásdóttir yfirsetukona, sem fluttust með hann tveggja ára að Minni-Vogum og ólst hánn þar upp hjá for- eldrum sínum, kvæntist 5. nóv. 1847 Guðnýju Guð- mundsdottur,semlifir mann sinn,mjögþrotin að heilsu. Af 6 börnum þeirra lifa þrjú: I sonur ókvæntur, og 2 dætur giptar. f fyrra haust 5. nóv, héldu þau gull- brúðkaup sitt, og nú við fráfall hans voru þau búin að vera saman í hjónabandi rúm 51 ár, og bjuggu í Eyrarkoti allan sinn búskap. Gunnar heit. var vinfastur og trúrækinn og að öllu vandaðasti maður (B). Þú sem stalst vaxkápunni uppi á loptinu í Veltusundi nr. 3. gerðu svo vel að skila henni aptur þangað, «em þú tókst hana, annars verður nafn þitt gefið upp, því eigandi kápunpar veit, hver þú ert. Fundarboð. Vér undirritaðir leyfnm oss hér með að boða til almenns búfræðingafundar fyrir land allt, íReykjavík fimmtudaginn 29. júní næst- komandi. Fundurinn verður settur kl. 8 ár- degis (en áður verður birt, hvar húsrúm er fengið). Tilgangur fundarins er að ræða um ýms bún- aðarmál, er væutanlega verða lögð fyrir næsta alþingi, og að búfræðingar beri saman skoð- anir sínar og reynslu í ýmsum atriðum, er að búnaði lúta. Ætlazt er til, að allir búfræðingar hafi jafnan rétt til að mæta á fundinum, en geta skulum vér þess, að öllum sýslunefndum landsins hefur verið send áskorun um að veita af sýslusjóði að minnsta kosti einum búfræð- ingi ferðastyrk til fundarins, og gerum vér ráð fyrir að þeir, sem óska slíks styrks, sæki um hann. Vér leyfum oss hér með að skora á bú- fræðinga landsins, að sækja fund þennan, og treystum því, að þeir láti eigi smámuni aptra sér frá að styðja að því, að hin fyrsta hreyfing í þessa átt megi verða að tilætluð- um notum. Að endingu skal þess getið, að vér munum annast húsrúm tll fundarhaldsins, og einnig munum vérj sjá um, að fundar- menn geti fengið hentuga og ódýra gistingu á meðan þeir þurfa a? dvelja hér í Reykja- vík. Reykjavík 14. febr. 1899. Benjamín Benjamínsson. Björn Björnsson. Gísli Þorbjarnarson. Jón Jónatansson. Kristinn Guðmundsson. Sigurður Þórólfsson. V erzlunarmaður utigur, einhleypur og reglusamur, sem er nokkuð vanur verzlunarstörfum, einkum utanbúðar, getur fengið pláss við verzlun hlutafélags Örum U> Wulffs á Fáskrúðsfirði frá I. maí n. k. Umsóknin, sem verður aðivera skrifuð afum- sækjandasjálfum og meðmælingarjað fylgja, sendist undirrituðum. Umsækjandiverður að takafram,hvehátt árskaup hann áskilur sér fyrir utan fæði, húsnæði og þjónustu, sem undirskrifaður leggur til. Fáskrúðsfirði 9. jan., 1899 O. FriSgeirsson (verzlunarstjóri) Hér með auglýsist, að við undirritaðir seljum hér eptir allan greiða, er ferðamönnum verður , té látinn, án þess að skuldbinda okkur til að hafa allt til, er umbeðið kann að verða. Brekkum í Holtum 16. febr. 1899 Árni Helgason. Sigurdur Sigurdsson GísS Magnússon Skákmenn, sem vilja ganga í ný-stofnað „Skákfélag Reykjavíkur" geri svo vel að skrifa nöfn sín á lista hjá einhverjum af okkur undirrituðum. Nánari upplýsingar fást þá um leið um fyrirkomu- lag félagsins, fundarhöld o. s. frv. Reykjavík 22. febrúar 1899. Sturla Jónsson. Einar Benediktsson. Sig. Jónsson Ljósmyndir. Hjá mér eru teknar ljósmyndir af ýms- um gerðum, með gljáa og „mattar", eptir því sem óskað er. Einnig stækka eg mynd- ir í fulla stærð, ef þess er óskað. Ennfrera- ur sel eg stórar myndir af ýmsum helztu stöð- um á Suðurlandi. Hjá mér eru yfirfærðar myndir á lampakúpla, blómsturvasa o. fl. Þetta hefur ekki verið gert hér á landi fyr. Hjá mér eru til sölu „skuggamyndir" af ýmsum merkum stöðum á íslandi. Reykjavík 28. febr. 1899. Sigfús Eymundsson SUNNANFARI VII. árg. 2. ársfj. kostar 1 kr. og fæst hjá Elnari Gunnarssynl cand. phiL Kirkjustræti 4. Borgun fylgi pöntun og burðargjald, ef senda þarf með póstum; öðr- um pöntunum er engu sinnt. Sami innheimt- ir útistandandi skuldir Sunnanfara og íslands. Sj ónleikar nir Sunnudaginn 5. marz, kl. 8. e. h. Varaskeifan Hermannaglettur, mr NÁTTÚRUSAFNIÐ n er opið á sunnudögum kl. 2—3. (Ekki í illviðrum né ófærð). Menn eru beðnir að reykja ekki. Kvennablaðið r 1 ^ sent gefið ,Framsokn 1**^ ið út á Seyðisfirði verður eptirleiðis gefið út hér í Reykjavík af okkur undirrituðum. Kost- ar aðeins 1 krónu hér á landi (erlendis i kr. 50 a). Nýir kaupendur gefi sig fram sem fyrst. Jarpríiður Jónsdóttir. Ólafía Jóhannsdóttir. Jörðin Stóri-Háls 1 Grafningi fæst til ábúðar í næstu fardögum. Hún er ágæt bújörð, og fylgja henni ný hús. Semja skal um leigumála við eigandann Guðmund Gudmundsson, á Auðnum. Mér undirskrifuðum hefur venð dregið svart- sokkótt lamb, sem eg ekki á, með mínu marki: biti fr. hægra, tvö stig apt. vinstra. Réttur eigandi gefi sig fram og vitji andvirðisins til mín og semji við mig um markið og borgi auglýsingu þessa. Úlfljótsvatni 20. febrúar 1899. Guðm. Magnússon. Frá næstu fardögum 1899 fæst hjá undirskrif- uðum til ábúðar hálf jörðin Árbær í Ölfus- hreppi. Henni fylgir stórt tún að mestu leyti slétt og vel grasgefið. Útjarðarslægjur hægar og nógar. Hagbeit nægileg, Mótak er rétt við tún- ið. Laxveiði fylgir jörðinni og er hægt að stunda hana. Öll jarðarhús í bezta standi. Arbæ 16. febrúar 1899. Gísli Eyjólfsson.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.