Þjóðólfur - 10.03.1899, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 10.03.1899, Blaðsíða 2
42 Vestanpóstur og Þorskafjarðarheiði. í 79. tölublaði ísafoldar f. á. er ísafjarðar- póstinum gefin sú bending, að hann ætti að öll- um jafnaði á vetrum, að leggja leið sína um Kollafjarðarheiði og Gufudalssveit í stað þess að leggja allt kapp á að komast Þorskafjarðarheiði, eins og hann hefur gert mörg undanfarin ár. Þetta er hið mesta lokaráð, er leiða mundi til þess, að pósturinn kæmist sjaldan á réttum tíma *í Hjarðarholt, því sú upplýsing, er blaðið gefur um það, að ekki veiti af dagshvíld fyrir menn og hesta, ef Þorskafjarðarheiði sé farin á dag, er tómt rugl, sem 10 undanfarinna ára reynsla mótmælir gersamlega; eins er hitt fjarri lagi, að ekki séu vanalega nema tvær dagleiðir á vetrum frá Arngerðareyri um Kollafjarðarheiði suður í Þorskafjörð eða eins og blaðið orðar það, að það sé einum áfanga lengra en um Þorskafjarðarheiði, því þetta nær engri átt, nema þegar firðirnir í Gufudalssveit eru lagðir, en það er ekki títt fyrri part vetrar. I desember í vetur var enginn fs kominn á firðina og auk þess ófærð svo mikil á Kolla- fjarðarheiði, að sæmilega duglegur og kunnugur maður var fulla 12 klukkutíma að komast með röskan hest lausan frá Fjarðarhorni að Lauga- bóli, var og færðin um Gufudalssveit nær ókleif gangandi mönnum, auk heldur hestum. Þó færð- in því væri ill á Þorskafjarðarheiði í það sinn, og pósturinn væri 2 daga yfir- hana, mundi hann hafa orðið miklu lengur, ef hann hefði lagt leið sína um Kollafjarðarheiði. Sama er nær á- vallt fyrri part vetrar í súðvestanfannkomum. Athugasemd blaðsins um það, að ekki sé nema á röskvustu mannna færi, að vera póstur frá ísafirði til Hjarðarholts, er í sjálfu sér góð og gild, en ef þar með á að vera gefið í skyn, að sá sem nú hefur þennan starfa á hendi, ekki sé röskur ferðamaður, þá er það ástæðulaus sneið og ómakleg, Ætti að finna honum nokkuð til foráttu 1 því efni, mætti það helzt vera það: að hann væri helzt til óbilgjarn og legði of opt líf sitt og hesta sína í hættu til þess að geta komizt það á ein- um degi, sem alkunnur röskleikamaður, Arni Gíslason, lét sér tíðast sama að fara á tveimur og lagði honum þó enginn til lasts. Það er heldur ekkert barnagaman að fara Þorskafjarðarheiði á vetrum í vondri tíð. Vörð- ureruþar fánýtaraðnorðan,en allsengarað sunnan; sæluhúsið, sem byggt var hérna um árið, hefur auk annars þann stóra galla, að það tekur sig stundum til og hálffyllist með klaka, svo ekki er þar vistlegt fyrir þreytta og sveitta hesta og menn. Allir, sem vilja að Vestanpósti farist greið- lega, ættu þvf að reyna að minna landshöfðingj- ann og þingmennina á það í sumar, , að ekki mundi veita af að varða Þorskafjarðarheiði vel og 'byggja nýtilegt sæluhús 1 gtað þess sem er. Þarf það að vera svo stórt, að hýsa megi í því nokkra hesta, geyma þar hey nokkurt, o. s. frv,. Betra er líka að ekki renni vatn inn í það, í hverri hláku. — Það skal óg öllum mönnum vitanlegt, að oss Véstfirðingum kemur það að litlu haldi, þótt ár séu brúaðar í öðrum lands- íjórðungum og akvegir lagðir í mílnatali, ef oss er eptir sem áður ætlað að helfrjósa með hest- um vorum á heiðum uppi, hinum fjölfömustu, hve nær sem náttúrunni þóknast að skella á oss norðan-grimdarbyl um miðja daga eða síðar. Gufúdal 1 febr. 1899. Guðm. Guðm. íslenzkur sagnafróðleikur. Um Eggert Hannesson hirðstjóra. (Eptir hdr. á Landsbókasafninu nr. 199 4'°-) II -------') Eggert giptist fyrst bigríði dótt- z) Hér er sleppt noþkrum atriðum úr æfi Egg- erts framan af, sem fyllra er frá sagt annarstaðar. ur Þorleifs Grímssonar á Möðruvöllum og Sol- veigar Hallsdóttur. Þau áttu eitt bam saman, lifði það móður sfna, svo andaðist það og erfði svo Eggert barn sitt og móðurarfinn. Sigríður sálaðist af sængurför suður í Nesi á Seltjamar- nesi. Um það leyti hafði hann ráð yfir Bessa- stöðum. Þá var Sesselja Jónsdóttir hans ráðskona í Viðey. Við hana hélt Eggert eptir lát Sigríðar [sumir skrifa og að henni lifandi] og átti við henni börn, og gerði henni bú vestur á Vestfjörðum með þeim börnum, er þau áttu saman, sem var Jón murti, Bjöm, Ragnheiður. Síðan giptist hann þessari Sesselju og bjó með henni í Bæ á Rauða- sandl. Systkin þessarar Sesselju voru Gvendur Jónsson á Haugi og Sveinn Jónsson faðir Hall- dóru konu Skúla Jónssonar [Kristrún Jónsdóttir] og Jórunn Jónsdóttir, sem séra Þorleifur Björns- son á Reykhólum átti böm [með]: hennar Qór- unnar] dóttir hét Herdís Þorleifsdóttir. Hana ól Eggert upp og átti hún þrjú börn, voru þau kennd Sigurði Ormssyni, sem var ráðsmaður Eggerts, og Sigurður meðgekk þau og varð aldrei tvísaga. Eitt af þeim Sigurðar börnum var Sesselja kona Bjarna Björnssonar á Læk vestur og svo fastnaði Bjami hana [Sigurðardóttur] opinberlega á sunnu- daginn í Haga á þeirra giptingardegi. En á mánudaginn þar í litlu stofunni festi hann hana Eggertsdóttur að ráði og forlagi Magnúsar b[ónda] Jónssonar og eru þau festingarbréf bæði samföst sögð hjá Bjama Björnssyni. Vottar seinni fest- ingarinnar voru þessir: séra Bjarni Halldórsson, séra Jón Styrkársson og Ormur Jónsson (þetta sagði séra Magnús í Otrardal 1602 í Haga vestur hr. Oddi Einarssyni í tjaldi áheyrandi Grími Jóns- syni, Gunnlaugi Teitssyn*. En þessi Sigurður Ormsson, sem nú var getið var sá, sem biskup Ögmundur gipti systurdóttur sína (dóttur Ásdísar > á Hjalla) og gaf herini Bæ á Rauðasandi. Sá Sigurður sveinn biskups Ögmundar fékk Bæ Erl- ingi Gíslasyni frænda sínum. En Ormur Erlings- son og Jón Erlingsson voru sveinar Eggerts Hann- essonar og er sagt þeir hafi selt Eggert Bæ. Ept- ir lát Sesselju Jónsdóttur hefur Eggert gipzt Stein- unni dóttur Jóns Magnússonar frá Svalbarði, ept- ir það hún fyrst hafði verið meðhjálp og barna- móðir séra Björns, biskups Jóns sonar og þarnæst eiginkvinna Ólafs Jónssonar, bróður Egils á Skarði. En Eggert og Steinunn áttu ekki böm saman; þeirra sambúð hafði og verið köld; því var Stein- unn optast í Snóksdal hjá dóttur sinni Guðrúnu Ó[lafsdóttur]. Um það leytið þau bjuggu saman Eggert og Steinunn bar það til, að ræningjar tóku Eggert. Það skeði svo sem nú skal frá skýra ept- ir skrifi H. O1). Anno Christi 1578 komu ræningjar að Vest- fjörðum hundrað og LXXX á einu stórskipi. Þeir lögðu fyrst inn á Patrixfjörð, hjá þeim bæ, sem heitir Hænuvík. Þar bjó einn fínn maður, sem hét Guðmundur Jónsson. Hann fór út til þeirra á báti, því hapn hugði þetta mundi meinlausir duggarar, en þeir höfðu engan bát. Þéir voru á tveimur skipum, því þeir höfðu tekið í sjó eitt kaupfar, sem liggja átti, en ekki höfðu þeir gert mönnum skaða, utan tóku frá þeim, hvað þeir vildu. Nú sem þessi Gvendur Jónsson kom wpp á skipið, gáfu þeir honutn að drekka altilega. En sem hann. var drukkinn vorðinn vildi hann fara í burt, en þeir vildu hafa fréttir af honum um Eggert og hans fólk, um Magnús Jónsson mág hans og aðra höfðingja, en hann vildi ekki neitt segja þeim og gaf þeim engin góð orð og kom þá til þjark með þeim. Svo kom, að þeir tóku hann og söguðu með heitu jámi í fætuma á hon- um og brenndu hann og létu drjúpa heitt flesk á bakið á honum og skammfærðu hann, höfðu hann svo hjá sér. En 40 af þeim fóru í land í Hænu- vík á hans báti, og höfðu hans dreng með sér, höfðu snæri á honum og ráku hann undan sér, að hann skyldi vísa þeim leið til Eggerts Hann- essonar, sem þá var í Bæ á Rauðasandi. Gengu þeir svo eina þingmannaleið alla þá nótt, og komu snemmendis um morguninn að Bæ af fjall- inu. Eggert var þá ei uppstaðinn og var fátt manna hjá honum í bænum, 3 eða 4 menn og vinnukonur. En hans kvinna Steinunn var í Snóksdal hjá Hannesi Björnssyni og dóttur sinni Guðrúnu Ólafsdóttur. Þá kom ein gömul kona *j Þannig í hdr. Skyldi það eigí vera: herra Odds (þ. e. Odds biskups Einarssonar)? fyrst út í Bæ um morguninn að sjá til, hvort ei færi þar í túnið, og sá hún þennan flokk, að þeir voru þá skammt frá bænum. En sem þeir sáu konuna, að hún fór inn aptur í bæinn tóku þeir til hlaups og hlupu hver yfir annan fram, sem mest þeir gátu, en húu kom inn og sagði, hvað á ferðum væri. Var sá einn maður hjá Eggert, verkamaður, sem hét Halldór JónssonLróðir Skúla og Konráðs, ungur maður íslenzkur. Halldór hljóp út óg sá þenrian flokk og sagði Eggert strax til Eggert sagði það mundi illþýði og ræningjar,og hljópáfætur íeinnisamanskyrtunni og inn í baðstofu og þar undir pallinn. En staður- inn var tvídyraður og skipaði Halldór tveimur vinnumönnum fyrir aðrar dyrnar og bera þar fyrir, hvað þeir kynnu, en hann fór sjálfur fyrir aðrar og lukti aptur, sem hann knnni. En þessa ræningja bar strax að og umkringdu staðinn og brutust á dyrnar, en sem þeir formerktu, að þar var nokkur fyrirstaða fyrir innan og Halldór var að seilast eptir einni méltunnu að setja fyrir hurð- ina innan til, þá var skotið í gegnum hurðina og snerti það skot bringuna, svo það flaug yfir um þvert brjóstið og í gegnum vinstra handlegginn og svo þar út, en á brjóstinu fékk hann ekkí skaða, utan þar tók af skinnið að eins, en höndin varð honum strax ófær og máttlaus. I því sama bili brutust þeir inn í staðinn, en gerðu Halldóri ekki meira mein, spurðu allir að Eggert. Jón Neflen (eða Neslen?) var þeirra fyrirliði. Hann var alkunnugur, hafði margt ár verið fálkameist- ari hér á landi. Gaf hann Eggert það að sök, að hann sagðist fyrir nokkrum árum hafa viljað fá sér veturvist hjá honum, en ekki hafa fengið og það hefði gert sér mikinn baga á því, sem hann átti. Hann fann, að varmt var rúm Egg- erts, og sagðist því vita, að hann væri sannar- lega heirna. Svo rannsökuðu þeir alstaðar og leituðu að honum og stungu sínum spjótum und- ir rúmin og undir bekkina, þar sem þeir meintu, að hann mundi geyma sig. En sem þeir komu í baðstofuna og stungu spjótum undir pallinn, þá hljóðaði Eggert af hræðslu og fór svo fram í hendurnar á þeim; töku þeir hann þar og höfðu hann fyrst í skálann og létu hann klæða sig þar. Ekki gerðu þeir honum annað vont tiL Eptir það hjuggu þeir í sundur lokin á kistun- um, bæði í kirkjunni og annarstaðar og tóku svo, hvað þeir vildu, plóguðu sig síðan vel með öl og mat, þvf þar var nóg öl til. En Eggert var þá ei það í hug, að hann mundi drekka með þeim. Skipuðu þeir honum að segja til, hvar hans silf- ur og peningar væru, og tóku allt hvað þeir fundu, höfðu hann síðan með sér til síns skips- og fylgdi Konráð honum alltíð. Flateyjar verzlun. í »Fjallkonunni» hefur fréttaritara í Austur- Barðastrandarsýslu þóknazt að fræða lesendur henn- ar á því, að Flateyjar verzlun seldi margt dýrt, væri þar vöruskortur og hún frerriur óvinsæl. Mér og öðrum, sem skipta við téða verzlun, þykir þessar fregnir bréfritarans mjög leiðar, enda eru þær alveg tilhæfulausar. ! Eg veit að sönriu ekki, hvað maður þess kallar dýrt, en það veit eg, að verzlun þessi sel- ur ekki dýrafa én aðrar verzlanir á Vesturlandi. Héf eg riú átt tal við allmarga viðskiptamenn verzlunarinnar, er verzlað hafa líka í Stykkishólmi og á Bíldudal. Hafa þeir talið sér falla bezt skipti f Flatey, enda sýnir það, að þeir sem eiga eins hægt með að verzla á nefndum verzlunarstöðum, hafa ekki viljað nota þá stundu lengur, heldur algerlega snúið sér að Flateyjarverzlun. Sýnir það að hún er ekki óvinsæl, enda heyrist það hér hvergi. Að vöruskortur hafi verið, er víst ekki ann- að en einstöku vörutegundir vöntuðu fáa daga í haust, þar til vöruskipin komu, sem voru orðin langt á eptir áætlan. Austur-Barðastrandarsýslu 29. jan. 1899. Bóndi.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.