Þjóðólfur - 10.03.1899, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 10.03.1899, Blaðsíða 3
43 Konungkjðrnu þingmennirnir liafa nú setið 6 ár í sessi; voru valdir síðast fyr. ir þing 1893. Ný útvalning fer því tram líklega i næsta mánuði. Hefur hevrzt, að 2 eigi að kippa ourtu, og eru til nefndir þeir L. E. Sveinbjörns- son háyfirdómari og Jón A. Hjaltalín. Er gizkað á, að þeir eigi að vlkja vegna mótspyrnu þeirra fegn Valtýskunni á síðasta þingi, og mun því stjórnin ætla sér að skipa einhverja Valtýssinna 1 þeirra stað, því að henni virðist vera áhugamál, að þingið láti nú neglast á þessari bakdyra sendingu frá Rump til íslenzku þjóðarinnar. — Það lætur nokkuð skringilegaí eyrum, að stjóminni dönsku «kuli vera orðið það áhugamál að veita oss stjórnarbót(l) Hverju skyldi slíkt sæta? Mikil •dæmalaus dýrindis stjórn er þetta, sem leggur sig í framkróka til að troða upp á oss réttarbót- um, er skerðir vald hennar en eykur rétt vorn svo mjög, að Islendingar geta hvílt sig alla 20. öldina án þess að hugsa um nokkra stjórnarskrár- endurskoðun(I). En svo er tortryggnir rík hjá sum- um mönnum, að þeir leyfa sér að efast um gæzku stjórnarinnar, og em svo djarfir að gruna hana þvert á móti um græzku, að hún líti frem- ur á sinn hag en íslenzku þjóðarinnar, þá er hún er að ota fram þessari svo kölluðu Valtýs- réttarbót, er sýnt hefur verið röksamlega fram á, að fremur geti kallazt réttarspillir, og þá verður áhugi stjórnarinnar skiljanlegur. Hún er fram- rsýnni, en þessir blessuðu íslenzku löggjafar, sem ginið hafa yfir þessu í hugsunarleysi, að eins til þess að fá hvíld. Já, hún er dýrmæt blessuð hvíldin. ♦Hverjir þessir 2 nýju konungsliðar verða, er skipa skulu sæði Hjaltalíns og Sveinbjörnssons veit enginn enn með vissu. Það er leiðinlegt, að Valtýr skuli ekki geta komizt í tignina nú þegar, því að þó mundi honum vissari þingsetan, •en hún er honum nú hjá þjóðinni. Slysfarir. Vinnukona frá Héðinshöfða á Tjörnesi, Jóhanna að nafni varð úti á heim- leið frá Húsavík aðfaranóttina 13. f. m. Fannst örend 2 dögum síðan nokkru fyrir ofan bæinn Héðinshötða. Höfðu menn skipzt í flokka að leita hennar 14. f. m. Urðu þá samferða Itjarni Jónsson bóndi 1 Tröllakoti og Pétur nokkur vinnumaður frá Rauf. En er þeir vora staddir í gljúfragili einu, er Kaldakvísl rennur eptir, skammt fra Héðinshöfða heyrðu þeir skyndilega bresti eða hvin uppi yfir sér. Þóttust þeir vita, nð það mundi snjóflóð vera, og hlupu undan sem fætur toguðu. Varð Bjarni nokkru seinni svo að snjóhengjan skall yfir hann. Sá Pétur, að höfuð hans stóð að eins upp úr fönninni, •og ætlaði að hjálpa, en þá skall annað snjófljóð algerlega yfir manninn og lenti einnig á Pétri ,'Svo að hann slöngvaðist þvert yfir gilið og upp í brekku hinum megin. Hélt hann þannig lífi •en meiddist til muna. Svo mikið var snjóhran þetta, að 20 manns voru heilan sólarhring að grafa hk Bjarna úr fönninni. Hann var ungur bóndi, nýkominn þangað í sveit af Vesturlandi, velgreindur maður og ötull. Jarðskjálftarnlr 27. f. m. virðast hafa ■orðið einna snarpastir á Reykjanesskaganum. í húsi vitavarðarins á Reykjanesi, Jóns Gunnlaugs- :sonar, féll reykháfurinn og hrundi niður stigann. ofn upp á loptinu féll um koll, grjótgarður um- hverfis túnið hrandi, og fleiri skemmdir urðu bæði á búshlutum og matvælum. Eigi skemmd- ist þó vitinn sjálfur til muna, nema tröppurnar við dyrnar sprungu frá, lampi brotnaði m. fl. Við Gunnuhver nálægt vitavarðarhúsinu kom sprunga í jörðina 200 faðma löng og rauk mik- ið úr. Fólkið þorði ekki að haldast við í hús- inu, og lá 2 sólarhringa í geymsluhúsi niður við sjó. — Bær einn í Kirkjuvogi í Höfnum, frem- ur hrörlegur, hrandi gersamlega, en fólk flúið úr honum áður. Jarðskjálfta þessara hefur orðið vart norður í Húnavatnssýslu og úr Miðdölum vestra er skrifað 27. f. m., að þar hafi komið allharðir kippir þann dag og daginn áður. Reykjavik 10. marz. '1 íðindalítið í bænum um þessar mundir. Veðrátta enn góð og hagstæð. Flest þilskipinnú lögð út til aflafanga. Nýtrúlofuð eru: Magnús Einarsson dýra- læknir og ungfrú Ásta Sveinbjörnsson (háyfir- dómara). Um Lundarbrekku hafa sótt kandídat- arnir Jón Stefánsson (frá Ásólfsstöðum) og Vig- fús Þórðarson á Eyjólfsstöðum. Verður. því að eins um þá 2 að velja. Árneesýslu ofanverðri 21. febr.. „Tíðin er nú ágæt og alstaðar komnir beztu hagar. Með þorrakomu var heyhræðsla orðin almenn og ein- stöku maður búinn að skera lítið eitt af heyjurn, en nú er vonandi, að hey verði yfirfljótanleg og fénaður vel fram genginn. Utlit er fyrir, að mikið fjör verði hér í pönt- unar eða kaupfélagi. Þótt sauðaverð sé lágt verð- ur bændum þó drýgst úr sauðum sínum á þann hátt, því að vöruverðið bætir svo mikið úr. I fyrra var t. d. bankabygg rúma 8 a. pd. í kaup- félaginu en 13—14 a. í verzlunum, grjón 9V2 eyri í stað 14 a. hjá kaupmönnum ofl. þessu líkt. Og svo lenda ekki sauðirnir, sem sigla, í klóm kjötkaupmanna höfuðstaðarins, sem flestir væru betur komnir norður og niður, því að þeir gera öllum tjón, bæði Reykvíkingum og sveita- mönnum, — já, öllum nema sjálfum sér." Úr bréli frá ísaflrði „Þorvaldur Jóns- son læknir vor hefur nú senn endað sitt 35. ár semlæknir hér á Vestfjörðum, og er margra minnst { blöðum, sem minna hafa afrekað en hann hefur gert í félagi sínu. Síðan hann tók að eldastog lýjast hefur hann haft Jón lækni son sinn sér til aðstoðar, gætinn og góðan mann, sem er íiér búsettur og kvongaður ágætri norskri konu af háum stigum. Spítala okkar ísfirðinga, eins og hann stendur, afhentur bænum ásamt dálitl- um sjóði, hefur doktor Þorvaldur einn fengið á stokkana — án eyris tillags af opinberu fé. Vann hann að því í mörg ár að safna fé til hans, og sézt þar glöggt, hvað þeim mönnum’tekst, sem fæddir eru góðir „business" — eða framkvæmda- menn. Og ekki ber sparisjóður þessa bæjar síður vott um nytsemd og dugnað hans. Sjóðurinn á nú ágætt hús og hefur ráð yfir (að sögn) full- um 150 þús. krónum. Hefur hann þó opt tapað drjúgum upphæðum-, er mér sagt milli 20 og 30 þús. í þau rúm 20 ár, síðan hann var stoínsettur. Ltka hefur hann aptur og aptur gefið fé til góðra fyrirtækja. Hefur læknirinn ávallt verið hans fjárhaldsmaður og helzti stjórnari og farizt það snilldarlega, og aldrei fundizt' eyrisgalli á hans reikningsskilum. Vil eg þessa geta lækninum til maklegs lofs fremur en hitt, að eg eða mínir hafi notið nefndra stofnana, enda eru nógir til, þó einn gangi frá.--------“ (X.) + Hinn 3. f. m. Elín Jóhannsdóttir (hin eina alsystir séra Jóhannesar Lynge á Kvennabrekku) kona Kristjáns Árnason ar í Arnhúsum á Skógarströnd 36 ára gömul, góð kóna og stillt, en átti jafnan við erfiðan hag að búa. Átti 2 kornung börn á lífi. Sjónleikarnir. Drengurinn minn verður leikinn í síðasta sinni næstkomandi sunnudag r§. marz kl. 8. e. m. j~~^ar eð eg get nú byrjað á leikfimis- kennslu, bið eg alla sem vilja taka þátt í henni að skrifa sig hjá mér í Vinaminni. Heima 5—7 e. m. Macjnús Magnússon. Q O < U- < ■o OQ < 2 O cc OQ ro S 33 33 cö ■>—> c0 aa ba O b/) 1 O 33 CÖ c S 33 é co '33 uc -f— co CD c- CTJ «o é CT3 C3 33 O =0 > é — c «4— c CD 33 s co bJ3 O s 0 33 -+-* co -O c :0 cö sz c 'CÖ c c_ 03 rO oö 0 bÆ c JO u, Þs ~ ~Q s '03 33 rt Ö r— 4—» X :0 > '03 03 u> ro 33 c_ 'O 03 c bo V uc bxi 0 '03 4-» ">> s V 0 d H mmJT »0 cö w cn O* d 1 <v > bí) o CS > 'O! fcfl c: cð cd w ot CJ tí tn C c 3 fcuO Ui O J3 rt v c tu > bfl rt -O C rt ro 'O io' 8 < < CQ < > w 'rt z D N OC LU > 0) O u. UJ OQ OC Vel skotnir FÁLKAR eru keyptir á Hotel ísland hjá Júlíus Jörgensen. JÖrðin Stóri-Háls í Grafningi fæst til ábúðar í næstu fardögum. Hún er ágæt í bújörð, og fylgja henni ný hús. Semja skal um leigumála við eigandann Guðmund Guðmundsson, á Auðnum. Otto Mönsted’s Margarine ráðleggjum vér öllum að nota. Það er hið bezta og ljúffengasta smjörlíki, sem mögulegt er að búa til. Biðjið því ætið um: OTTO MÖNSTED’S margarine, er fæst hjá kaupmönnum.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.