Þjóðólfur - 24.03.1899, Page 1
ÞJÓÐÓLFUR.
51. árg.
Reykjavík, föstudaginn 24. marz 1899.
Nr. 14.
Þingmál í sumar.
m.
[Breyting á verzluninni, — íslenzkt
verzlunarráð].
Til þess að ráða verulega bót á pen-
ingavandræðunum í landinu er auðsætt, að
hin fyrirhugaða lánsstofnun verður ónóg,
hversu öflug sem hún yrði og hversu vel
sem henni yrði stjórnað, því að meðan verzl-
un vor er í því horfi sem hún er, verður
.allt á tréfótum hjá oss.
Það þarf gagngerða breytmgu á verzl-
nninni, ef oss á að miða eitthvað áfrani.
Það er hin þver'ófuga og úrelta verzlunarað-
ferð, vóruskiþtaverzlunin, sem stendur oss
fyrir 'óllum þrifum.
Vöruskiptaverzlunin er skrælingjaverzl-
un, verzlunaraðferð, sem siðaðar þjóðir hafa
lagt niður að mestu leyti fyrir löngu. Það
er aðeins á bernskustigi þjóðanna í verzlun-
arefnum, að þéssi skiptiverzlun á sér stað. Nú
■er verzluninni háttað svo víðast hvar um
heim allan, að hönd selur hendi. Peningar
^inireru þá gjaldmiðill milli kaupanda og selj-
anda. Seljandi setur víst verð á vóru þá, er
hann vill selja og kaupandi kaupir hana fyr-
ir peninga. Fyrir peninga kaupir svo selj-
.andi nauðsynjar sínar, þar sem honum sýnist
þ. e. að segja öll verzlunin verður peninga-
verzlun, peningarnir og ekkert annað verða
gjaldmiðill.
Peningavandræði eða peningaekla í ein-
hverju landi stafar ekki af því, að eigi séu
nógir peningar til í heiminum, eða af fá-
tækt landsins, heldur sakir breytinga á heims-
markaðinum, sem háðar eru svo margvísleg-
um lögum. Stundum falla afurðir landanna
mjög í verði og þá verður þurð á pening-
nm, sumstaðar t. d. eins og hjá oss verður
alls eigi unnt að koma afurðum sínum í pen-
inga á neinn hátt. Þá koma peningavand-
ræðin, hin reglulega peningaekla, og hana
þekkjum vér íslendingar, einmitt sakir þess
að verzlunaraðferð vor eröfug, er vöruskipta-
verzlun í stað peningaverzlunar. Vér gæt-
um þekkt peningaþurð en ekki tilfinnanlega
■peninga.ek/u, ef verzlun vor væri eins oghún
aetti að vera. Sá er munurinn.
Skyldi ekki íslenzka bóndanum t. d.
vera eins notadrjúgt að fá að nafninu til IO
—25% minna fyrir ullina sína borgað í pen-
ingum, og geta svo keypt vörur sínar, ef til
vill 30—50% ódýrara gegn peningum, held
ur en hann fær þær með því að leggja ull-
ina inn til kaupmannsins og taka eitthvað
hjá sama manninum „út á hana“ með upp-
skrúfuðu verði. Það stoðar lítt, þótt hann
fai að nafninu til ofurlítið hærra verð fyrirull-
ina, en hann fengi gegn peningum, því að
sá munur vinnur sig aldrei upp. Neyðist
kaupmaðurinn einhverra orsakavegna aðtelja
bóndanum verð vörunnar hans meira, en
hann getur staðið sig við, þá verður hann
að jafna þann halla á hinni vörunni og sjá
sér borgið við tjóni. Af þessari verzlunar-
aðferð leiðir því öfugt verðlag á vörunum.
Samkeppnin verður óeðlileg og til óhagnað-
ar. Það verður dularverð eða svikaverð á
öllu. En sé verzlað á báðar hendur fyrir
peninga eru það hrein skipti, og vörurnar í
því gildi, sem þær í raun og veru hafa á
þeim og þeim tima. öll samkeppni verður
þá eðlilegri, öll viðskipti greiðari, hreinni,
betri og báðum til hagnaðar, því að eng-
inn skal ætla það, að nokkur verzlun í nokkru
landi geti þrifizt til lengdar á þann hátt, að
annar verzlunaraðilinn verði jafnan fyrir hall-
anum, hvort heldur það er kaupmaðurinn
eða bóndinn, svo að vér tökum aðeins ein-
falt dæmi, er allir skilja. Báðir verða
að hafa nokkurn hag af viðskiptunum, ef
vel á að fara, og þá er verzlunin í réttu
horfi. Og það yrðu kaupmennirnir engu
síður en bændurnir, er græddu á þessari
verzlunarbreytingu, sem hér hefur verið vik-
ið að, svo að þeir ættu ekki að vera þvi
mótfallnir, að hún gæti komizt á. Kaupfé-
lögin meðal vor miða að vísu ofurlítið í átt-
ina til að kippa þessu í lag, að því leyti
sem félagsmenn geta fengið peninga fyrir
eitthvað af vörum sínum, en það er aðeins
ófullkominn vísir og ekki meira, og úrþeirri
átt þurfum vér naumast að vænta algerðrar
breytingar eða bóta á núverandi ástandi.
Og pöntunarfélögin eru þó enn fjær því að
nálgast hugmyndina, því aðhjáþeim blómgv-
ast og þróast lánsverzlunin, þetta óláns-
hapt, er svo lengi hefur verið hlekkur um
fætur vora og hamlað öllum framförum í
verzluninni.
Það liggur víst hverjum manni í augum
uppi, að öll lánsverzlun í venjulegum skiln
ingi hyrfi algerlega af sjálfu sér, ef vér gæt-
um breytt verzlun vorri á þann hátt, sem
um var getið. Og mundi það ekki verða
stórgróði fyrir alla hlutaðeigendur og land-
ið í heild sinni! Þá þyrftu verkamenn við
verzlanir ekki lengur að jagast við vinnu-
veitendur um að fá laun sín borguð í pen-
ingum, því að það leiddi af sjálfu sér. Þá
þyrfti ekki heldur að tala um þessi tvenns-
konar verð, þemngaverð og reikningsverð,
hjá kaupmönnum því að verðið væri ekki
nema eitt, nfl. peningaverð, hitt væri alveg
horfið. Verkamaðurinn gæti auðvitað tekið
nauðsynjar sínar hjá kaupmanni þeim, er
hann ynni hjá, ef honum sýndist svo, og
ef hann fengi þær eigi ódýrari annarsstaðar,
því að sakir samkeppninnar, er ávallt lifir,
mundi jafnan verða einhver munur á þessu
eina verði, peningaverðinu. Það er svo sem
auðvitað. En öll viðskipti yrðu þá svo lið-
ug, meira fjör í þeim og peningaskorturinn
ekki tilfinnanlegur almennt,
En nú munu margir segja. „Já, þetta
er nú allt gott og blessað, hreinasta ágæti,
ef það væri ekki einn verulegur agnúi á því,
að það er óframkvæmanlegt, óviðráðanlegt
ekki annað en loptkastalabygging. Vér get-
um ekki komið verzluninni í þetta horf, get-
um ekkí velt af oss þessu margra alda
bjargi, er á oss hvílir, og snúið verzluninni
við úr vöruskiptaverzlun, skuldaverzlun og
vitlausri verzlun yftr í peningaverzlun, skuld-
lausa verzlur. og skynsamlega verzlun". Skyldi
þetta vera rétt athugað. Þótt enginn haíi
beinlínis hreyft þessu fyr, þá sannaf það
ekki, að ómögulegt se að koma þessu í kring.
En eigi dylst oss, að það eru miklir erfið-
leikar á því, og margs að gæta, tnargir
þrepskildir, sem á veginum yrðu í fyrstu, en
sakir þess, að þessi grein er ekki rituð af
verzlunarfróðum manni, og á ekki að vera
nein verðlaunaritgerð í verzlunarfræði þá
ætlum vér að lofa verzlunarsnillingum þessa
lands að spreyta sig á verkefninu, því það
er svo stórkostlega þýðingarmikið fyrir þjóð
vora, að engin breyting á högum vorum
hverju nafni sem nefnist, gæti komizt í hálf-
kvisti við þessa, að því er þjóðþrif og
þjóðarvelmegun snertir.Og það er margt ó-
líklegra en það, að eigi verði mörg ár liðin
af nýju öldinni, þá er verzlun vor er annað-
hvort orðin { samræmi við annara siðaðra
þjóða verzlun, að því leyti sem bent hefur
verið á, eða að minnsta kosti komin á góð-
an rekspöl í þá átt.
En hversu má það verða? Hvað getur
þingið fyrst og fremst gert í þessu efni? munu
margir spyrja. Svarið liggur beint við. Þing-
ið hlýtur að taka þetta málefni til alvarlegrar
athugunar. Og það getur stigið stórt spor
til að hrinda því á rétta leið, jafnvel svo
stórt, að það geti samið lög um, að eptir
einhvern ákveðinn tíma t. d. frá I. júlí 1901
skuli hin eiginlega vöruskiptaverzlun óheimil
við verzlanir hér á landi, en öll kaup og öll
sila á vörum fara fram gegn peningaborgun
þ. e. aðsegja aðhönd selji hendi. Þetta gæti
þingiðgert,hefðivafalaustfullaheimild til þess,
en hitt er annað mál, að þingmenn mundu
kynoka sér vi? að taka skrefið svona til
fullnustu í einni svipan, afþví að þeir mundu
óttast, að svona algerð breyting mundi hafa
ýms óþægindi í för með sér í bili, en svo
verður það jafnan, hvenær setn þetta verður
gert, og tjáir ekki að horfa í það. Meðan
verzlunaraðferðin er að komast í rétt horf, og
menn eru að venjast nýja viðskiptalaginu,
verða menn að búast við því, að allt gangi
ekki sem liðlegast. En það mundi ekki líða
á löngu, áður en viðskiptin yrðu greið og
hagfelld á báðar hliðar og menn mundu
skjótt sannfærast um hina miklu yfirburði
og kosti þessarar verzlunar framyfir »gamla
lagið«.
Að verzlunaraðferðin geti breytzt smám-
saman í þetta æskilega horf án allra afskipta
löggjafarvaldsins, höfum vér enga trú á. Að
vísu hefur verzlunin batnað mjög mikið, síð-