Þjóðólfur - 24.03.1899, Side 2
54
an um 1850, því verður alls ekki neitað, en
vér erum enn langar leiðir frá því takmarki, er
vér hljótum að keppa að : afnámi vöruskipta-
veritlunarinnar, og það þarf að taka duglega
í strenginn til að komast að því sem allra
fyrst.
Vér göngum að því vísu, að þingmenn
heykist algerlega í hólmgöngunni við skulda-
verzlunina, svo að þeir semji alls engin lög
í þá átt, er fyr var á vikið. Oss kemur það
ekki óvænt, þótt þeir fullyrði, að slíku verði
ekki breytt með neinum lagafyrirmælum, eða
þvingunarlögum, er þeir mundu kalla. En hinir
góðu herrar mega samt vita, að þess eru
dæmi, að það hefur verið gert einmitt í þessu
efni og reynzt ágætlega, orðið hiutaðeigend-
um til ómetanlegs hagnaðar og þroska, að
þessi skrælingjaverzlun hefur verið afnumin
og siðaðra manna verzlun komið í hennar
stað, eins og hverjum manni hlýtur að liggja
í augum uppi.
En setjum nú svo, eins og búast má
við, að þingið þori ekki einmitt að beita
þessu ráði, sem bezt mundi hrífa, þá getur
það farið annan veg, svo að eigi verði sagt
að það hrapi að málinu. Það getur sett
nefnd, skipaða verzlunarfróðum mönnum og
öðrum hæfum mönnum utanþings, 7—10 að
tölu, eða svo marga sem mönnum sýnist til
að íhuga málið, undirbúa það og koma fram
með ákveðnar tillögur í því fyrir fyrsta eða
annað þing 20. aldarinnar. Þessir menn
yrðu þá eins konar verzlunarráð, í smáum
stíl á líkan hátt, eins og verzlunaráðaneyti þau,
er' Englendingar kalla »Chambers of Com-
merce« og nú eru komin á víðast hvar í öll-
um helztu borgum Norðurálfunnar. Þessi
verzlunarráð eru allgömul, einkum á Frakk-
landi, því að þar voru þau stofnuð fyrst í
byrjun 18. aldar, en hafa verið mjög endur-
bætt á þessari öld. Fyrirkomulagi þeirra er
svo háttað, að borgarstjórinn sjálfur velur
fyrst helztu kaupmenn bæjarins, eigi færri
en 9 ogekki fleiri en 21, sem kjörráð og er
það valið til 6 ára, en þriðjungur þess end-
urvalinn annaðhvort ár. Þetta kjörráð kýs
svo menn í hið eiginlega verzlunarráð, aðal-
lega bankamenn, kaupmenn og skipaeigend-
ur og getur það verið mjög ijölmennt í stór-
borgum. Hlutverk þessa verzlunarráðs t. d.
á Frakklandi er að gefa stjórninni ráð og
bendingar um málefni, er snerta iðnað og
verzlunarviðskipti í héraði því, sem það er
valið fyrir, eða hafa áhrif á verzlunarlöggjöf
og vöruverð, að láta framkvæma verk, sem
nauðsynleg eru til almenningshagnaðar, eða
miðað geta til þess að auka verzlun og við-
skipti, svo sem bygging skipakvía, dýpkun
fljóta (til siglinga) járnbrautalagning o. s. frv.
í þessum og þvílíkum efr.um krefst stjórnin
jafnan ráða og leiðbeininga hjá þessu ráða-
neyti. Á Bretlandi hinu mikla er elzta verzl-
unarráðið frá 1783 (í Glasgov ) en verzlunar-
ráðið í Lundúnum er nú talið hið þýðingar-
mesta í öllu Bretaveldi. Það liggur í aug-
nm uppi, hversu mikilsvert það er fyrirstjórn
hvers lands að hafa slíkar stofnanir að bak-
hjalli í allri verzlunarlöggjöf og verzlunar-
framkvæmdúm. Hér þekkist auðvitað ekk-
ert í þá átt. En eins og fyr er á vikið
getum vér sjálfir myndað ofurlítinn vísi þess-
arar stofnunar. Hér verður það að vera
þingið, en ekki bæjarfógetinn, sem velur þetta
„ verzlunarráð ". Vér verðum a ð hafa það fámennt
og þurfum enga kjörmenn, þurfum ekki heldur
að binda oss eingóngu við verzlunarstéttina.
Þetta íslenzka »Chamber of Commerce«, sem
alþingi ætti að skipa yrðiaðallega ráðanautur
alþingis í sérstökum málum, einkum öllum
iðnaðar- atvinnu- og verzlunarmálum. Það
yrði að vera alíslenzkt, og vér erum sann-
færðir um, að það gæti haft mikil og góð
áhrif, skipað hinum skynsömustu og beztu
mönnum af verzlunarstétt vorri o. fl.
Það er í sjálfu sér undarlegt, að þing-
inu skuli aldrei hafa hugsazt að fara þessa
leið, þá er um vandamál hefur verið að ræða
í verzlunarefnum, sem þingið vitanlega hef
ur brostið þekkingu á. Nei, það hefur kom-
izt hæst f því að setja einhverja milliþinga-
nefnd, þá er það hefur verið í vandræðum,
og til þess hafa þá optast verið valdir ein-
hverjir þingmenn. Slíkar nefndir eru auð-
vitað mjög þýðingarlitlar, og örþrifráða til-
tæki af þinginu að seja þær. En skipaði
þingið nokkra menn sem fast verzlunarráð,
og veldi þriðjung þess annaðhvort ár, væri
öðru máli að gegna. Það væri einhver mein-
ing í því. Og í sambandi við þessa stór-
felldu verzlunarbreytingu, er hér hefur verið
stungið upp, á þá hlýtur næsta þing að fara
einmitt þessa leiðina. Vilji það ekki eða
treysti sér ekki til að ráðast á skrcelingja-
og skuldaverzlunina (þ. e. vöruskiptaverzlun-
ina) með l'óggj'ófnú þegar verður það að velja
hœýa menn, er myndi fast verzlunarráð íslenzkt,
íhugi málið rœkilega og verði eptirleiðis
7 áðanautar þingsins í öllwn verzlunar- iðn-
aðar- og atvinnumálum, er þingið getur
jafnan krafizt aðstoðar hjá, og Leitað ráða
til, þá er þ'órf krefur. Um nokkur laun af
almannafé til þessara manna getur ekki ver-
ið að ræða, Heiðurinn einn, traust lands-
manna og meðvitundin um það, að geta
komið ýmsu góðu til leiðar í þarfir þjóðar
sinnar, eru næg laun.
Hér skal nú staðar numið að sinni.
Þetta áttuekkiað veranema ófullkomnar bend-
ingar í örfáum orðum, því að væri svona
umfangsmikið mál rætt ítarlega mundi Þjóð-
ólfur allur ekki hrökkva til þess, þangað til
þing byrjar. En sérstaklega skorum vér á
fulltrúa þjóðar vorrar að taka þetta málefni
til alvarlegrar íhugunar, því að það er þess
vert. Oss skiptir það engu, þótt einhverjir
sérgæðingar þykist finna marga agnúa á
þessu, af því að þeir hafa ekki orðið fyrstir
til að hreyfa því. En vér vonum, að allir
réttsýnir og skynsamir menn viðurkenni, að
þetta séu bendingar í rétta átt, þótt þeim
sé í mörgu ábótavant. Og færi svo, að
þetta gæti vakið ýmsa til umhugsunar um
þetta afarþýðingarmikla velferðarmál þjóðar
vorrar, þá er vorum tilgangi náð,
Skólaröð
í Reykjavíkur Iærða skóla
við 77iiðsvetrarþróf /8pp.
VI. bekkur.
1. Guðmundur Benediktsson, Ingveldarstöðum 1
Skagafjarðarsýslu (200 J)
2. Henrik Erlendsson, Reykjavík (150).
1) Svigatölurnar aptan við nöfnin tákna upphæð
námsstyrksins í krónum. I 4. bekk verður síðari
hluti styrksins eigi veittur fyr en í mafmánuði næstk.,
svo að hjá piltum í þeim bekk, kemur aðeins fyrri
hluti styrksins hér til greina.
3. Sigurður Kristjánsson, Reykjavík (175).
4. Kristján Linnet, Hafnarfirði (175).
5. Guðmundur Bjarnason, Þórormstungu í Vatns-
dal, U7nsjónar7>wdur í bekknuTn (200).
6. Karl Torfason, Olafsdal (150).
7. Stefán Stefánsson, Grundarfirði (175).
8. Kristinn Björnsson, Reykjavík.
q. Jón Brandsson, Kollsá í Hrútafirði (150).
10. Guðmundur Grímsson, Oseyrarnesi 1 Arnes-
sýslu.
11. Sigurmundur Sigurðsson, Reykjavfk.
12. Jón O. Rósenkranz, Rvík.
J3- Jún Jóhannsson, Rvík.
14. Sigurður Guðmundsson, Asum í Eystrihrepp-
(100).
V. bekkur.
1. Páll Sveinsson, Ásum í Skaptártungu (200).
2. Jón H. Stefánsson, Sauðárkrók.
3. Lárus Fjeldsteð, Hvítárvöllum.
4. Pál! Jónsson, Seglbúðum í Skaptafellss. (125)-
5. Jón H. Isleifsson, Rvík. (150).
6. Sveinn Björnsson Rvík.
7. Páll Egilsson, Múla í Biskupstungum, utu-
sjónar/nadur við bœnir. (125).
8. Guðmundur Þorsteinsson, Rvík.
9. Sigurjón Markússon, Rvfk.
10. Lárus Halldórsson, Miðhrauni í Hnappadalss.
utnsjónarTnaður í bekknu/n. (150)
11. Vernharður Jóhannsson, Rvfk.
12. Adolph Wendel, Þingeyri við Dýrafjörð.
13. Björn Magnússon, Hnausum í Húnavatnss.,.
u/nsjónarmaður úti við.
IV. bekkur.
1. Jón Ófeigsson, Rvík. (roo)
2. Jón Jónsson, Herríðarhóli í Holtum.
3. Skúli Bogason, Rvík.
4. Jóhann Sigurjónsson, Laxamýri.
5. Guðnumdur Einarsson, Flekkudal í Kjós.
6. Haukur Gíslason, Þverá í Dalsmynni. (75)
7. Gunnlaugur Claesen, Sauðárkróki. (25)
8. Sigurjón Jónsson, Seilu í Skagaf. (75)
9. Magnús Sigurðsson, Rvík.
10. Bjöm Lfndal Jóhannesson, Utibleiksstöðum f
Húnavatnss. (75)
11. Guðmundur Jóhannsson, bróðir nr. 11. í 5 bekk.
12. Böðvar Kristjánsson, Rvík.
13. Jakob Möller, Blönduósi, umsjónarmaður í
bekktiu/n.
14. Lárus Thorarensen, Stórholti í Dalasýslu. (25)
15. Böðvar Eyjölfsson, Árnesi í Strandasýslu.
16. Benedikt Sveinsson, Húsavík í Þingeyjarsýslu
(5°) og
i7.Sigurður Guðmundsson, Mjóadal í Húnavatnss),
luku ekki prófi sökum veikinda.
III. bekkur.
1. Þorsteinn Þorsteinsson, Rvík. (200)
2. Einar Arnórsson, Minna-Mosfelli 1 Árness.(2oo)-
3. Magnús Guðmundsson, Holti í Svínadal. (125)
4. Ólafur Björnsson, br. nr. 6 í V. b.
5. Jón Magnússon, Rvík. (150)
6. Halldór Jónasson, Eiðum.
7. Valdimar Erlendsson, Víkingavatni í Keldu-
hverfi (125).
8. Björn Stefánsson, Auðkúlu f Húnavatnss. (25).
9. Björn Þórðarson, Móum á Kjalarnesi, umsjón-
artnaður í bekknum. (75)
10. Sturla Guðmundsson, Rvík.
11. Bjarni Jónsson Rvík. (150)
12. Þórður Sveinsson, Geithömrum í Svínadal. (123
13. PéturBogason br. nr. 3. í IV. b.
14. Brynjólfur Björnsson, Bolholti í Rangárv.s.
15. Halldór G. Stefánsson, Rvík.
16. Eiríkur Stefánsson, bróðir nr. 8.
17. Vilhjálmur í’insen, Rvík. (25)
18. Sigurður Sigtryggsson, Rvík.
19. Sigvaldi Stefánsson, Rvík.
20. Jón Benedikts Jónsson, Fremri Arnardal í ísa-
fjarðarsýslu.
II. bekkur.
1. Jónas Einarsson (f bónda Jónssonar) frá Vopna
firði. (100) njsveinn.
2. Gísli Sveinsson br. nr. 1. í V. b. (200)