Þjóðólfur - 21.04.1899, Síða 3

Þjóðólfur - 21.04.1899, Síða 3
75 ár. Ef þetta er ekki að gera sig hlægilegan, þá vitum vér ekki, hvernig unnt er að gera það. Meira að segja þótt báðirfitstjórarísafoldarlégðu saman alla sína stjórninálavizku (!) þá gætu þeir alls ekki, þótt þeir ættu líf sitt að leysa, ritað eina einustu grein, er staðið gæti á sporði grein skólapiltanna í Þjóðólfi. Það er nú svo skrítið, mínir elskanlegu!, þótt ykkur kunni að þykja það hart. Grein skólapiltanna er miklu betur hugsuð, miklu betur og skjmsamlegar rituð, miklu röksam- legri, gleggri og skiljanlegri öllum almenningi, en nokkur einasta grein, sem ritstjórar. Isafoldar hafa skrifað um málið frá sínu sjónarmiði, þá er þeir hafa verið einir um hituna, og eigi farið í smiðju til sér vitrari manna, eins og þeir hafa mjög opt gert, haft lögfræðilegan ráðanaut sér til léiðbein- ingar til þess að „skandalísera" ekki allt of ber- sýnilega á „allra einföldustu atriðum málsins." Og svo þykjast þessi pólitisku núll vera að knésetja gamla og margætða stjórnmálamenn, þá er þau ■(p. núllin) geta ekkí einusinni staðið á sporði pilt- um í 4. og 5.bekklærðaskólansbáðir tveir. — Tii þess að hnekkja Þjóðólfsgreininni þarf meira en að setja upp spekingssvip, leggja undir flatt, og læða úr sér fáeinura smekkleysum umhöfundana, hversu óhæfilegt það sé, að skólapiltar (1) skuii leyfa sér að hugsa eða rita um almenn mál, án þess að biðja Isafoldar smekkmennina um leyfi. Og svo klykkir blaðið út með endemis lokleysu um skólapilta og púður. En það vantar alveg púðrið í þá grein, því að það er aldrei til og verður aldrei til hjá Isafold, meðan hún er í hönd- um þeirra manna, sem hún ernú. Þeir hafa að vísu þótzt finna púðrið hjá Valtý, en nú er það kom- ið upp úr dúrnum, að það hefir verið missýning ■ein, og nú eru veslings ritstjórarnir farnir að trén- ast upp á honum og snúa við honum bakinu, því að þá er Eimreiðargreinin kom, hefur einhver kunningi þeirra stungið því að þeim, að ekki mundi nú síðar vænna að víkja við, og betra væri að yfirgefa skipið, áður en það sykki alveg, og eru það ekki eins dæmi, því að sagt er að rott- urnar geri það líka, bæði „kirkjurottur" og aðr- ar, og eru þær þó ekki taldar mjög skynugar. Óspektir í lærOa skólanum hafa nú, gagnstætt allri blaðavenjuhér, verið, gerðar að umtalsefni í »ísafold«, og þeim lýst svo, að for- eldrar og vandamenn pilta gætu haft fyllstu á- stæðu til að ugga um líf þeirra 1 skólanum. Sannleikurinn er, að það er miklu meira gert air þessum óspektum, en ástæða er til. Það þarf ekki nema einn eða tvo gikki í hverri veiðistöðu til að brjóta góða reglu og fremja strákapör. Nú hafa 2 piltar verið reknir burtu, og verða ef til vill reknir fleiri, ef þessar óeirðir halda áfram. Það er undarlegur hugsunarháttur, sem þó mun bóla á hjá sumum bæjarmönnurn og fleirum að ihata gaman af því, ef allur skólinn kæmist í uppnám. Og það er mikill ábyrgðarhluti að blása eldi að slíkum kolum, hver sem það gerir. Piltar sjálfir verða að gæta sóma síns og skól- ans, og taka sjálfir í taumana, þá er einhverjir félagar þeirra »fara yfir strykið« eða aðhafast nokkuð, sem er verulega »ljótt«, því að það er stór munur á því og meinlausum brekum. Og nú eru í skóla margir þroskaðir og efnilegir drengir, sem trúa má til þess að styðja góða reglu, því að enginn skólastjóri, hversu góður og stjórnsamur sem hann er og engin skólastjórn, getur stjórnað án alls stuðnings innan að, og vanti hann, eru engin önnur ráð en að grípa til þeirra neyðarúrræða, seni koma öllum piltum I koll, saklausum jafnt sem sekum. Og það er sannarlega hart. — Það er annars harla undar- legt, að þessar óspektir í skólanum í vetur virð- ast hafa beinzt allmjög að rektor persónulega, án þess menn hafi getað fundið honum neitt sérstakt til saka. Og þegar þess er gætt, að ekkert hefnr bólað á samskonar óspektum und- anfarna vetur, er hann hefur haft stjórn skólans á hendi, að hann er viðurkenndur ágætur kenn- ari af öllum lærisveinum sínum, og að engum getur verið annara um hag pilta og sóma skól- ans en honum, þá liggur næst að ætla, að þess- ar óspektir stafi af undirróðri eða miður hollum áhrifum utan að á einstaka ófyrirleitna pilta, hvaðan sem sú alda er runnin. Þeir, sem unna sóma skólans og hafa lifað þar beztu og skemmti- legustu ár æfi sinnar, munu allir óska, að skól- inn setji ekki blett á sitt »góða nafn og rykti« með neinu óviðurkvæmilegu atferli. Það er nóg svigrúm til að leika sér í skóla án þess. Athugavert í meira, lagi er það, hvernig útlendingar og útlend auðmannafélög eru farin að teygja angalýjurnar til vor: til landeigna hér, málma í jörðu og fossa. Þetta verður ekki til þess að flytja fé inn í landið, heldur til að svipta oss því, er vér hötum, til að leggja á oss hapt einokunar og ófrelsis, binda hendur vorar á ó- komnum tíma, og ef til vill gera oss að ánauð- ugúm þrælum erlendra kúgara, er sjúga úr oss síðasta blóðdropann. Varið ykkur því landar góðir á þessum útlendu fjárgróðafélögum, er vilja fá ykkur til að láta af hendi, til sölu eða leigu, spildur úr jörðum yðar. Þér vitið ekki, hve mikils virði það getur orðið fyrir sjálfa yður eða eptirkomendur yðar, það sem útlendingarnir eru nú að seilast eptir hjá ykkur fyrir lttið gjald. Og furðulegt má það heita, sem heyrzt hefur, að enskt félag nokkurt ætli sér að M tangarhaldi á öllum fossum á Islandi, og enn furðanlegra, hafi því nú þegar orðið töluvert ágengt í því. En þessir góðu herrar hafa llklega ekki athugað það, að þingið getur hér tekið í taumana, og bannað einstökum útlendingum og félögum að gera til- raunir til þess að sleggja undir sig landið« — á hvern hátt sem, því pr varið —eða takmarkað það svo, að engin hætta stafi af því. Og það ereitt meðal annars, sem þingið í sumar verður að í- huga, því að síðar getur það verið um seinan. Það er seint að byrgja brunninn, þegar barnið er dottið í hann. Veturi 11 n er liðinn, en sumarið gengið í garð, að nafninu til, því að veðuráttan er enn lítt sumarleg. Munu allir óska, að sumar þetta verði blessunarríkt og farsælt fyrir land og lýð, að veðuráttan verði eigi að éins hagstæð, heldur að það verði einnig happasmnar í pólitíkinni, og að úr þeim skýjum greiðist, sem nú eru á hinum pólitíska himni, því að útlitið hefur sjaldan verið þar dekkra en nú, á ýmsan hátt: sundrung og flokkadráttur í öllum áttum, engin alvara í neinu og áhugi manna lítill, eða með öðrum orðum hálfgerður eymdar- og vonleysisbragur á öllu, og þess vegna hefur sjaldan verið jafn dapurt yfir þjóðlífi voru sem nu. En menn mega ekki missa móðinn og örvænta, því að allt jafnar sig. Það er enginn vafi á því, og með þeirri sannfæringu óskum vér löndum vorum gleðilegs sumars og alls góðs gengis. í kjöri um Goðdali eru séra Brynjólfur Jónsson á Olafsvöllum og séra Hafsteinn Péturs- son í Winnipeg. Aðrir sóttu eigi. Ný rit send ritstjórninni. 1. Nýtt barnalœr- dómskver. Eptir Thorvald Klaveness prest í Kristj- aníu. Þórhallur Bjarnarson íslenzkaði. Kostnað- armaður Sigfús Eymundsson 60 bls. 8. 2. Um- rœður um íslenzka stafsetning á fundi hins íslemzka stúdentafélags 27. jan. 1899. Gefið út að tilhlut- un stúdentafélagsins 31 bls. 8. Er þetta fyrirlest- ur dr. B. Olsen um stafsetningu hins , svqnefnda blaðamannafélags, og hefur hans verið áður getið hér í blaðinu. Þar . er og prentuð ræða H. Kr. Friðrikssonar á sama fundi. En Jón Olafsson hefur að sögn látið prenta sérstak- lega eitthvað í líka átt, og bann talaði á fundinum til málsbóta fyrir stafsetningarreglur þessara blaðamanna, er sömdu þær. 3. Garð- yrkjukverið litla („Hið íslenzka garðyrkjufélag") 1899. Þar eru nokkrar smáritgerðir um garð- yrkju eptir Arna Thorsteinsson (landfógeta), Að- alstein Halldórsson og Einar Helgason. Kostar 20 aura. 4. Sex ritlingar guðrækilegs efnis eptir Einar Jochumsson í Amerfku, mestallt í bundnu máli („Örkin nýja“ „Dómur Messíasar", eða „Guð- spjall" og „Dómsdagur" í fernu lagi). Sennilegt, að meðritstjóri ísafoldar minnist á ritlinga þessa og dæmi þá, því að þeir háfa eflaust verið send- ir honum frá höf. til umsagnar. Manualát Hinn 15. febr. síðastliðinn lézt að Neðri Brunná 1 Saurbæ ekkjan Margrét Magn- úsdóttir, 90 ára gömul. Hún var fædd 9. marz 1809 á Brekku í Saurbæ, þar sem foieldrar hennar, Magnús Hallsson, og Guðrún Jónsdóttir, bjuggu þá. Avið 1838 giptisf hún Kristjáni Bjarnasyni frá Saurhóli, og bjuggu þau lengst af á Stóra Múla og Neðri Brunná og þar andaðist maður hennar sumarið 1894, eptir nærfelt 56 ára hjóna- band. Af 15 börnum þeirra eru aðeins 5 á lífi: Bjartmar hreppsnefndaroddviti á Neðri Brunná, Magnús bóndi á Hafnarhólmi við Steingrímsfjörð, Kristján bóndi á Stóra Múla'í Saurbæ, Arnbjörg, ekkja f Vesturheimi, og Anna, ógipt á Neðri Brunná. — Margrét sál. var stök dugnaðar- og þrek- kona, og er því viðbrugðið með livílíkum dugn- aði hún stóð í stöðu sinni, því efnahagur þeirra hjóna var framanaf þröngur, en fjölskyldan mik- il. Hún var góð og skyldurækin eiginkona og ástrík móðir barna sinna. Hún varkona trúræk- in og guðhrædd, fremur en flestir samtíðarmenn hennar, fróð og minnug og hélt óskertri sjón, svo að hún gat lesið smátt letur án gleraugna, allt til hinnar síðustu stundar. Heilsugóð var hún alla æfi og klæddist daginn aður en hún andaðist. (X.) Nýdáin eru: Þorvaldur Vigfússon bóndi á Heiluá Arskógsströnd, vel þokkaður maður (ý 7. f. m.), ennfremur Jóhanna Jónsdóttir, tengdamóð- ir Guðmundar bónda Jónssonar á Ketilsstöðum f Jökulsárhlíð, dugnaðarkona, hnigin að aldri og Katrín Magnúsdóttir (frá Asgrímsstöðum Asmunds- sonar) kona Þorsteins bónda Stefánssonar á Stóra- bakka í Hróarstungu, en systkinabarn við Jón alþm. á Sleðbrjót, atorkusöm myndarkona. Hinn 28. f. m. andaðist úr brjóstveiki Ivar Jónatansson bóndi á Litlaseli hérí bænum, á 67. aldursári, fæddur í Laxnesi f Mosfellssveit 8. apríl 1832, kvæntist 8. nóv. 1872 Ólöfu Bjarna- dóttur ættaðri austan úr Landeyjum. Af börnum þeirra eru 3 á lífi: 1 piltur innan fermingar og 2 dætur uppkomnar og er önnur þeirra gipt. Ivar heit. bjó alla sfna tíð laglegu búi og stundaði sitt snotra heimili sem bezti húsfaðir og dugandis maður, enda var hann hvers manns hugljúfi, og stakur dyggðamaður í einu sem öllu. Frá því hann náði fullorðins aldri bjó hann hér í bæjarfélagi Reykjavíkur sem nýtur og góður bú- höldur, viss og vandaður f öllum sínum fjárútlát- um og viðskiptum, hvort heldur var við æðri eða lægri, Vér höfum þvf við fráfall hans þeim fé- lagsbróður á bak að sjá, sem í sannleika mátti teljast með nýtustu mönnum 1 bændaröð. (B.)

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.