Þjóðólfur - 12.05.1899, Blaðsíða 2
9o
lægð« í hinna flokki. Hitt grunar hann ekki,
að lesendum blaðsins þyki bezt við eiga að hafa
að gamni heima fyrir og í samtali þennan ávöxt
af starfsemi höf. — og að þeir telji heppilegast
að láta hann dansa hringdans sinn til enda,
þangað til yfirboðarar hans bjóði honum að
hætta því — og fara heldur að skemmta á ein-
hvern annan hátt.
En þótt maðurinn fari svona villur vegar af
því að hann hefir ekki verið »athugaður« opin-
berlega, þá er þó ekki vel gert að hlæja mjög
mikið að honum. »Meðritstjórinn« gerir alt ept-
ir því, sem hann hefir vit á. Og það er eins
og hann finni til þess sjálfur, ag hann sé ekki
vel fær að yrkja um pólitík, því að í annari
hverri grein um það efni kvartar hann um skort
á nógu góðu s k á 1 d i til þess að styðja innlimun-
ar-kenningarnar. Þessa skarplegu sjálfsþekking hefir
hann líklega öðlazt fyrir viðurkenningar þær,
er hann hefir hlotið sem skáld. —Alþingi fékkst
með engu móti til þess að láta hann hafa svo
mikið sem tveggja aura virði til þess að flytjast
hingað til landsins og setjast að skáldsagnasmlð
— og hefir það þó verið óspart á að launa
léttvæg »ritstörf« á sfðustu árum; — en hjá
»löndum« vestra var viðurkenningin »negativ«,
því að þar sáu þeir ekki eptir nokkrum grips-
verðum til þess að greiða fyrirflutningi »skálds-
ins« austur yfir hafið!
Einn lcsandi „Isafoldar".
Myrkraverkin í Rángárþingi.
Um það leyti sem fregnin um þingmennsku-
uppgjöf Sighvatar Arnasonar barst til Rvíkur
var þar á ferð merkur bóndi úr Rangárvalla-
sýslu, er eg hitti að máli. Var til rætt um stjórn-
armál og spurði bóndinn um álit mitt á ritlingn-
um »Ráðgjafinn á þingi». Kvaðst eigi þekkja
það rit, og þótti honum furða, þar sem það
væri alkunnugt um Rángarvallasýslu: hafi verið
sent þar í hvern hrepp —5—10— eintök að
hann hugði. — Tók eg nú að spyrjast fyrir um
rit þetta meðal fróðra manna í Rvfk, en enginn
þekkti það »Samsæri« — hugsaði eg — »upp-
gjöf Sighvatar og útsending ritlingsins f Rangár-
vallarsýslu stendur í sambandi hvað við annað*.
— Og það er ekki í fyrsta sinn, sem stjórn»ir-
klíkan í Rvík hefur launmök við einstaka
menn í héruðunum út um landið til að hafa á-
hrif á alþingismannakosningar og koma þar að
flokksmönnum sínum. Nú kemur röðin að
Rangvellingum. Ætli þeir gangi í gildruna?
Björn Bjórnsson.
Botnverplar höndlaðir.
»Heimdallur« náði enn 3 botnverplum í
landhelgi 8. þ. m., og flutti þá með sér hingað.
Tveir þeirra voru ekki við veiðar, en búnir að
fá fullfermi og ætluðu að halda heimleiðis. Var
annar þeirra sektaður um 360 kr. en hélt afla
og veiðarfærum. Fyrir hinu skipinu »Thompson«
var sænskur skipstjóri, Nilson að nafni, hafði
brotið áður 15. sept. f. á., þá er Arnbjörn Ól-
afsson var með honum, og skammaði Franz
Siemsen sýslumann, er málsókn hefur risið af.
Slapp Nilson þá með ofbeldi frá sýslumanni,
eins og kunnugt er. Síðar hafði hann farið á
land á Seltjarnarnesi, án þess að sýna nokkur
skipskjöl. Þótt bæjarfógeta (Halld. Dan.) væri
kunnugt um þessi fyrri brot hans, sektaði hann
piltinn þó ekki nema um þessi óhreyfanlegu 56
£ (1008 kr.), — Þnðja skipið, er »Heimdallur«
handsamaði nú, er fyrsta skipið, er hingað hef-
ur komið af flota Vídalínsfélagsins. Var þetta
fyrsta veiðiför þess. Það heitir »Akranes«, og
er kennt við Reykjavík. Skipstjórinn danskur,
Rasmussen að nafni. Hitti »Heimdallur« hann
við veiðar í landhelgi, og hafði þó aðvarað hann
áður. Var hann sektaður um 56 £, afli upp-
tækur og veiðarfæri einnig: 2 spánnýjar vörpur
og 5 hlerar nýir, en 2 vörpur aðrar hafði hann
misst á leiðinni; festust í hraurbotni. Var þessi
fyrsta ferð félagsins allslysaleg og verður skip-
stjóri auðvitað settur frá, því að naumast hafa
útgerðarmennirnir nokkra sök á þessu bjánalega
atferli skipstjóra, er bakar þeim allmikið tjón
svona einmitt í byrjun.
En botninn í tröllasögu þessari er þó lang-
beztur af því öllu saman. Það vildi nfl. svo
klaufalega til, að hinn þríbrotlegi Nilson, er fyr
var nefndur fékk afhent skipsskjölin á skrif-
stofubæjarfógeta, áður en hann(Nilson) hafði
skrifað undir 1000 kr. ávísunina upp
á greiðslu sektarinnar og hélt svo skipstjóri sem
skjótast burtu, og mun hafa þótst sleppa furðu-
vel úr greipum Reykjavíkur lögreglustjórans, þrátt
fyrir öll brotin. En lögreglustjórinn neri hend-
urnar í ráðaleysi, horfandi á eptir reyknum úr
þessum »tröllara«, er smaug svo snilldarlega út
úr greipum hans. Þykir sennilegast, að hann
verði sjálfur að borga úr eigin vasa þessar 1000
kr., þessi 56 £ sín. Hver skyldi annars eiga að
borga þessa peninga, ef ekki lögreglustjóri sjálf-
ur, sem hefur ábyrgð á því, að þessir sökudólg-
ar — botnverplaskipstjórarnir — 'fúllnægi skyldu
sinni, þá er réttarhaldi er lokið og dómur upp
kveðinn?
Það er ekki laust við, að bæjarmenn kými
dálítið að þessari »slysni« bæjarfógetans, og er
mönnum um fátt tíðræddara. Er svo að sjá á
fólki, sem eigi mundi það klæðast í sekk og
ösku, þótt pyngja yfirvalds þess yrði 1000 kr.
léttari við þessa »historíu«. Það lítur út fyrir,
að þessi ólukkans 56 pund fari að verða óheilla-
tala fyrir bæjarfógetann.
Tiðarfar. Það sem af er þessum mán-
uði hefur verið mesta blíðviðristíð og mjög hlýtt
f veðri, eins og þá er bezt er um hásumar. 7. þ.
m. var t. d. 15 stiga hiti (Celsius) í skugganum.
Er snjór nú leystur mjög úr fjöllum hér syðra.
Þessi veðurátta hefur náð um allt land, að því
er frétzt hefur, enda var þess víða full þörf, að
um skipti, því að annars hefði fénaður manna
verið í voða staddur. En nú er vonandi, að
allt bjargist nokkurnveginn úr þessu, þá er bat-
inn kom svo góður. Birtum vér hér kafla úr
bréfum nokkrum, er Þjóðólfi hafa borizt um
tíðarfarið og ástand manna í ýmsum héruðum.
Af Ströndum nyrðra (Árneshreppi) erskrifaði.
. þ. m.:
»Síðan um góukomu hefur hver snjódyngj-
an hlaðist á aðra, svo að öll sveitin má heita
undir einum jökli, og segjast elztu menn ekki
muna aðra eins fannkomu. Alstaðar má heita
sama sem heylaust, svo að skepnur eru víða í
voða; hefur þó nokkuð hjálpað, að vörur komu
hér á Reykjarfjörð með »Thyru« til J. Thoraren-
sen kaupmanns, en mikið eru þær nú samt farn-
ar að minnka, því að kaupm. hefúr lánað mest-
allt út handa mönnum og fénaði. Sumarið heils-
aði okkur hér með 12 stiga frosti, og blindsnjó-
hrfð á norðan. Fyrsti dagur í dag frostlaust 3
stiga hiti um hádegi. — Tvisvar hafa 3 áttær-
ingar róið til hákarls og munu hafa fengið 20
— 26 tunnur lifrar hvor. — Hafís hefur ekki
verið hér fyrir landi að neinu ráði«.
Úr Dýrafirði ér skrifað 3. þ. m.
»Með góukomu gerði fyrst norðvestankafald
með ákafri snjókomu, en um miðgóu gekk til
norðanáttar með stórhríðum optast og tók þá að
kalla alstaðar fyrir jörð, og hafa þau harðindi
haldizt þar til nú fyrir fáum dögum, að gekk til
vesturáttar með hægri rigningu, en nú er al-
staðar komin góð jörð, og vonandi að mesti
harkinn sé af, enda eru nú flestir afamaumt
staddir með hey, sem ei er að furða eptir jafn-
langar innistöður, eiða 24--28 vikur.
Heyskortur hefur verið hér almennur, og
má þó óhætt segja, að betur hefur verið á hey
sett, en opt að undanförnu, en bæði hefur vet-
urinn verið afarþungur, líklega sá þyngsti síð-
ustu 30—40 árin og svo reyndust hey manna
afar létt og því mikilgæf. Aðeins tveir menn
hafa skorið af heyjum, annar 6 ær, hinn 1 kú;
en það vildi bændum hér til láns, að með fyrstu
ferð Skálholts komu miklar kornvörubirgðir til
Þingeyrarverzlunar, en verzlunarstjóri F. R. Wend-
el hefur, þrátt fyrir hinar miklu verzlunarskuldir,
lánað bændum korn, sem þeir hafa getað hald-
ið með lífinu í skepnum sínum, og á hann
sannarl. þakkir skilið fyrir það, og hefur hann
nú sem opt áður sýnt, að hann er viðskiptamönn-
um sínum beztur drengur, er mest liggur við.
Auk þessa hefur bændum orðið drjúg hjálp að
hvalkjöti því, er þeir ókeypis hafa fengið hjá
hvalveiðamanninum á Framnesi, L. Berg, sem
auk þess hefur látið af hendi við samhreppinga
sína á þriðja þúsund pund af góðu norsku heyi,
en þó eru menn almennt svo naumt staddir nú
orðið, að þeir eru eigi færir að taka á móti nein-
um vorharðindum. Vonandi að harðindin séu.
nú að mestu á enda«.
Úr Stykkishólmi er skrifað 7. þ. m.:
»Fyrir rúmri viku brá tíð hér mjög til batn-
aðar. Áður hafði varla séð nokkursstaðar í dökk-
an dfl með öllum Snæfellsnesfjallgarði norðan-
verðum frá því í góubyrjun. Heyþrot voru orð-
in almenn og voru einkum Eyrsveitingar farnir
að skera niður gripi sína. Mikið voru bændur
búnir að lána hjá kaupmönnum í Stykkishólmi
af korni til fóðurbætis, en heybjörg var óvíða.
að fá svo nokkuð munaði um, nema hjájóhanni
bónda Jónssyni í Öxney, sem lét úti hey bæði
fljótt og vel, svo kýrfóðrum skipti, er í vandræð-
in var komið. Eru slíkir bændur, sem hann, sann-
kallaðir bjargvættir. — Síðan batnaði hefurmjög
skipt um, næg jörð komin og blíðviðri, svo að
segja á hverjum degi; er vonandi, að flestir haldi
nú þeim gripum, er voru með fullu lífi, er bat-
inn byrjaði«. ______________
Drukknanlr. Hinn 13. fi m. varð skip-
tapi í Bolungarvík vestra og fórust þar 3 menn:
formaðurinn Jens Þórðarson frá Grundum, Maj-
as Elíasson húsmaður þar í víkinni og Sigurður
Sólberg úr Dýrafirði, er var bjargað af kili, en
dó, er í land var komið. 3 hásetar komust
lífs af.
Úr Suður-Múlasýslu er Þjóðólfiskrifað 5-þ. m.
»Hinn 25. f. m. drukknuðu af bát í Ham-
arsfirði 4 menn: Tryggvi búfræðingur — son
ur Danfels bónda Sigurðssonar á Steinsstöð-
um í Skagafirði, Þormóður sonur Einars bónda
Magnússonar á Geithellum, báðir til heimilis á
Geithellum, Stefán Jónsson bóndi á Starmýri og
Björn Björnsson í Hammersminni.
Að öllum þessum mönnum var hinn mesti
mannskaði og söknuður. —
Sá fyrst nefndi, Tryggvi Daníelsson, var hinn
mesti atgervismaður til sálar og líkama; fyrir hálfu
öðru ári síðan hafði hann stofnað búnaðarfélag
hjá sveitungum sínum í Geithellahreppi, komið á
barnakennslu og hafði með mörgu móti sýnt,
hve þarfur hann hefði orðið fyrir sveitarfélag sitt,
hefði honum enzt aldur til. Hann ætlaði að reisa