Þjóðólfur - 12.05.1899, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 12.05.1899, Blaðsíða 3
91 bú á þessu vori á Geithellum og hafði ákveðið að gipta sig í sömu vikunni, sem hann drukknaði; hann varð að eins 24 ára gamall. Stefán [ónsson og Þormóður Einarsson höfðu fryggt líf sitt í „Skandia" fyrir xoookrónum hvor. Stefán Jónsson lætur eptir sig konu með 6 börnum og Björn Björnsson konu með 4 börnum. Stokkseyri 1. maí. Verzlun Copland & Berris á Stokkseyri er nú farin að taka saltfisk fyrir peninga út í hönd, samkvæmt auglýsingu, er hún hefur slegið upp. Er þessari nýlundu í verzluninni tekið ineð miklum fögnuði af allri alþýðu, enda er það stórt stig í rétta átt, og vonandi að fleira fari þar á eptir ■og að bændur geti selt fleiri og fleiri af afurðum :sínum fyrir peninga út í hönd. Verður því ekki neitað, að einhver meiri mannsbragur er að þessu en verzlunaraðferð þeírri, sem við hefur gengizt .áður í kauptúnum landsins, enda er forstjóri Cop- landsverzlunarinnar í Rvíkalinnupp í heilnæmara andlegu lopti, en verzlunarstétt Islands. Einnig ætla margirhérí sýslu samkvæmt um- ræðum á sýslufundi að slá sér saman til að verzla í stórkaupum með nauðsynjavörur við kaupmenn, og veitist það því hægar, er menn geta fengið peninga fyrir saltfisk. Er mælt, að “Copland, Lefolii, Thomsen og jafnvel fleiri muni gera bændum boð. Er vonandi, að fyrirtæki þetta blessist, sem enginn getur neitaö, að er byggt á réttum grundvelli, og að einokunarreimleiki sá, er virðist vera á reiki enn í sumum af hinum görnlu :selstöðu- verzlunarhúsum íslands, verði smátt og .smátt kveðinn niður. G. Slysfarir. Laugardaginn fyrir páska •{1. f. m.) fórst maður frá Kambi í Trékyllisvík, í snjóflóði á Reykjarfjarðarhlíð, norðanvert við Reykjarfjörð, og hljóp það með hann á sjó út. Hann hét Júlíus son Jóns bónda Péturssonar í Stóru-Avik, kvæntur fyrir rúmu hálfu öðru ári. Hinn 17. f. m. varð maður undir snjóskafli í Önundarfirði, og beið bana af. Hann hét Pálmi Guðmundsson. Húsbrunar. Aðfaranóttina 13. f. m. brann til ösku íbúðarhús Stefáns kaupmanns Jónssonar á Seyðisfirði. Nokkru varð bjargað. Hús og munir allt í eldsvoðaábyrgð. Húsbruni varð enn á ísafirði aðfaranóttina 27. f. m. Brann þar hús, er Guðmundur Br. Guðmundsson kaupniaður hafði sölubúð í, og var húsið og vörurnar í eldsvoðaábyrgð, en maður sá, er bjó uppi á loptinu (Jón Jónsson stýrimaður) fékk nær engu bjargað af því sem hann átti, og var það ekki vátrvggt. Þeir fara að verða nokkuð ískyggilegir þess- ir tíðu húsbrunar í kauptúnum hér á landi. Það fer svo, að menn fá ekki tryggð hús sín nema með afarkostum. Hér í Reykjavík var einnig brunaöld mikil um tíma, en allt í einu tók fyrir þetta, og hefur síðan ekkert borið á þessum brennu-faraldri hér. StrandferOabátarnir »Skálholt« og »Hól- ar« komu hingað svo að segja á ákveðnum degi, »Skálholt« 9. þ. m. og »Hólar« hinn 10. Haml- •aði ís hvergi för þeirra. Með þeim komu ýmsir farþegar, þar á meðal af vesturlandi séra Lárus Benediktsson í Selárdal og Sigurður Sigurðsson búfræðingur (frá Langholti), er dvalið hefur er- lendis nál. 2 ár. Frá Akureyri kom Bernhard Laxdal stúdent og unnusta hans, ungfrú Agnes Frederiksen; frá Austfjörðum kom ungfrú In'gibjörg Skaptadóttir (ritstjóra) og frú Sigríður Eggerz Féðan úr bænum, er brugðið hafði sér snögga ferð til Djúpavogs. Fregn frá Andrée(?) Frétzt hefur, að flaska með bréfi eða miða í frá Andrée heimskautsfara bafi fundizt á hafísjaka fram undan Rifi á Mel- rakkasléttu snemma í f. m., en um innihald þess bréfs vita menn ekki nánar, varð ekki lesið(!) en ártalið 1898 sást þó; var bréfið stílað til „Polar- expeditionen í Göteborg" og var sent að sögn til útlanda með austanpósti til Seyðisfjarðar. Get- ur verið að eitthvað sé á skeyti þessu að græða, ef fregnin er sönn, og eigi aðeins gamanleikur Melrakkanna þar norðurfrá. Dáinn er 7. þ. m. Þórdur Þórðarson danne- brogsmaður á Rauðkollsstöðum, greindur maður og merkur. Vorvísur Edinborgar. Edinborg sendir ávarp sitt til Islendinga: Gleðilegt sumar! sældarhaga! Sólskinl gróður! betri daga! Nú er ekkert illt að frétta úr öllum heimi. Hafís út í hafsbotn gengur, hann þarf ekki að óttast lengur. Veðrið breytt, og grundin grær og grænka tekur; óðum koma að okkar ströndum alfermd skip frá suðurlöndum. í Edirvborg er alt að sjá, sem augað gimist; þar eru vörur flestu fegri fágætari og yndislegri. Skærin sem að klippa kletta, kvennfatnaðir; Fataefnið kvað fágætt vera fegra naumast kóngar bera. Ef að mær, þú óttast sól, en út vilt ganga, Sólhlífar þar silkis hanga, svo ei þarftu að DrennÆ á vanga. Þlngmannshatta-r hariga þar á háumsnögum þeir sem móðins vilja vera verða þá á höfði að bera. Þar eru gullúrgóði minn, sem gánga f steinum Skór á bæði kong og karla, Kvennslög finnast betri varla. Sirtsið er meir en mittisband á miðja jörðu, og turna mætti Babels byggja úr Borðdúkunum, sem þar liggja. Hafir þú bustaog handsápuna hlotnast þaðan hlýturðu að verða hvítfágaður, Hreinni fegri og betri maður. Og sveipir þú þig svása mær, í silkið nýja, þig greinir enginn augum sínum frá uppheimsgyðjum systrum þlnum. ítalskt klæði, kjólatau og karlmannsflibbar og hanzkar, sem að hendur laga svo hvítar verði þær alla daga. Er þar fegra’ og ódýrara’ en annarsstaðar, haldbetra og miklu meira, | margháttaðra og ótal fleira. En þótt vaxi aðsóknin til Edinborgar, eptir því sem útselzt fleira ótalsinnum kemur meira. VERZLUN ARHÚSIÐ Copland & Berrie í Leith hafa fengið umboð nokkurra helztu kaup- manna á Spáni til að kaupa verkaðan Spán- arfisk fyrir peninga út í hönd. Nánari upplýsingar gefur Ásgeir Sigurðsson kaupmaður Reykjavík. Hér með boðum við undirskrifaðir Þing- málafund að Hraungerði í Flóa, laugardag- inn 24. júní þ. á., kl. 12 á hádegi. Reykjavík 6. maí 1899. Tryggvi Gunnarsson. Þ. Guðmundsson. zÚ ÉNÉ pl É.í ö: iNi \: :N: Í^Í :\: Ijil iil -r‘Ní IÉ| -«i«iii«i«i«i«iiniiiinnn'»i»iiiii»ni»niii»i«iinm»niin'»nnnnn'i'r«nn'»n'i'iira>a _ - aiifa - ___, sis»i»i»!»'»'i'» !••••• ••»••••••*••••••• •••'•'•'»'••• • = REYKVÍKINGAR OG SVEITAMENN, Takið nú vel eptir "•■ allskonar reiðty gi: PÚÐA, TAUMA Undirritaður selur fyrir óvanalega lágt verð HNAKKA SÖÐLA TÖSKUR. HÖFUÐLEDUR. ÓLAR Og annað sem að reiðskap lýtur. Aðgerðir eru teknar og leysast fljótt og vel af hendi. Efni og verk hið vandaðasta. Borgunarskilmálar sérlega aðgengilegir. Ennfremur hetur undirritaður — frá 30. júnf næstk. — 6—10 góða reiðhesta, með reiðtygjum eða klifsöðlum — til ieigu handa ferðamönnum, um tveggja mánaða tíma. Þeir sem vilja sinna því tilboði, komi og semji við mig fyrir miðjan júní n. k. Munið eptir að hús mitt er Nr. 31 við Laugaveg. Það tefur ykkur ekki að koma við hjá mér, þegar þið komið til bæjarins — og þið munuð komast að raun um, að það borgar sig. Reykjavík, 29. apríl 1899. Jón Asmundsson söðlasmiður. :\: kj lj iN- :\: Í\1 j\l jM m z ■ * p % M Wm W f (lT=> N ixj j>l 1M j\j jsl j\- j\j j\j -:\j j\i É| i«iii»nii«iii«i»it'«i»iin'ini»nni«'«'iiini»n=p '///// -Þ i*3: i__J _ 5l.m l l ll ■ I I I I ,H , , 11 ■ • illll I I I I I I 1.1*11.,ll ••...• : ///// '//// / / *o« . —V C.VI ■inl.lt, O 1. ÍM l-it IIUM «.t ■ ffV Enda sópast sífellt að og sívaxandi pantanir úr áttum öllum, eins og skriða niður af fjöllum.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.