Þjóðólfur - 19.05.1899, Side 1
ÞJOÐOLFUR.
51. árg.
Reykjavík, föstudaginn 19. maí 1899.
Nr. 24.
WF“ T H U L E -1«
er útbreiddasta lífsábyrgðarfélag á Norðurlöndum
Lág iðgjöld, hár bonus, enginn aukakostnaður,
þýðingarmikil hUinnindi fyrir sjúklinga. THULE
er stjórnað undir yfirumsjón sænsku ríkisstjórnar-
innar. Upplýsingar um THULE fást ókeypis
hjá umboðsmönnum félagsins og aðalumboðs-
manriinum.
BERNHARÐ LAXDAL,
Patreksfirði.
Um Valtýskuna
hefur Þjóðólfi borizt hitt og þetta úr sveitinni
núna með síðustu ferðunum, og er svo að sjá sem
vegur bennar og virðing hafi ekki aukizt í aug-
nm almennings við Eimreiðargreinina góðu, og
að fólki sé nú farið að skiljast, hvert þetta háska-
lega heimskuflan stefnir, þrátt fyrir allar háværu
prédikanirnar í »Þjóðviljanuro« og allan skollaleik-
inn í »ísafold«. En laumupésinn eða »katekism-
usinn« nýi hefur eigi komizt út um landið svo
snemma, að menn hafi verið búnir fyllilega að
átta sig á hontim. En trauðla munu margir
gína yfir þeirri tálbeitu, sem þar er dorgað með
framan f landsmönnum, enda þótt flugan sé
vandlega fægð, til þess að hún gangi betur í
augun. En hvernig stendur á því, að þessir
skugga-Valdar, sem alltaf eru að »pólera« Valtý
og pólitikina hans, minnast ekki einu orði á
einn aðalþáttinn í »stjórnartilboðinu«: af-
nám 6x. gr. stjórnarskrárinnar. Hvers vegna
skýra þeir það ekki fyrir þjóðinni, af hverju
stjórninni er svo umhugað um, að losna við
aukaþingin og nýjar kosningar, þá er stjórnar-
skrárbreyting er samþykkt af þinginu? Það
ætti þó að vera nokkurnveginn ljóst. Stjórnin
vill endilega ná frá oss þessu eina vopni, er vér
höfum f höndum til að sýna henni, að til séein-
beiítur vilji í landinu, er éitthvað vill í sölurn-
ar leggja tyrir sinn málstað. Af því að stjórn-
inni þykir hálfóþægileg þessi s k y 1 d a hennar
að leysa upp þingið og fá að nokkru leyti nýja
menn optar en á 6 ára tímabili, þá vill hún
losna alveg við hana, svo að hún geti í makind-
um skellt skolleyrunum við öllum samþykkt-
um þingsins, án þess að hreyfa legg né lið.
»Spriklið þið nú, getur hún þá sagt, eg heyri
hvorki né sé það sem fram fer á þing-
ínu. Nú þarf eg ekki að vera ónáða fólkið með
nýjum kosningum út af þessum stjórnarskrárhé-
góma. Kosningarnar kveikja þó vanalega ein-
hvern lífsneista hjá þjóðinni í bili, og eg vil ekk-
ert hafa með þess konar hringl. Eg vil láta
fólkið hafa frið, ró og nógan svefn, því að þá
get eg sofið líka, og kemst hjá því, að þessir
piltar séu ávallt að hrista mig þvernauðuga og
gera mér ónæði með þessu sííelda stappi sínu,
sem eg hef nú leitt til heppilegra lykta með
því að ná burtu þessu ólukkans glappaskoti í
61. gr., sem slæddist þar inn í ógáti, og lengi
hefir verið mér til ama. Og þessi heppilegu úr-
slit 1 hrossakaupunum á eg að þakka dr. Valtý
og þeim sem hann náði í fylgi með sér. Og
það gekk betur en eg vonaðist eptir. Þeir eru
vlst hálfgerðir þorskar, þessir íslendingar, þeir
hafa líka þorskinn í merkinu sínu, aumingja
mennirnir, og það var fremur fyrirhafnarlítið að
mýla þá og tjóðra. Þeir skulu ekki losna úr því
bandi í bráðina«.
Ur Dýrafirði skrifar merkur maður 3.
þ. m. »Illa gezt mönnum að ritgerð dr. Valtýs
1 Eimreiðinni síðustu, og þykir mönnum, sem
hann þar syngi útfararsálm yfir dóttur sinni.
Reyndar vill Isaf. fræða fólkiðáþví, að ritgerð sú
komi ekki stjórnartilboðinu við, en tregir eru
menn að trua því, heldur virðist mönnum, sem
þar sé ljósi brugðið yfir skoðun stjórnarinnar og
sýnt, hvernig stjórnarbótinni (?) valtýsku yrði
beitt, ef til framkvæmdanna kæmi. Og það er
mér óhætt að segja, að hér í vestursýslunni hafa
býsna margir illt auga á valtýskunni og telja
hana mikla apturför frá þvl sem er og hættulega
villigötu, hvað sem ofan á verður á þingmála-
fundi þeim, sem heyrzt hefir að nokkrir menn
hér í firðinum hafi boðað til um miðjan þ. m.«
Heimskuleg bíræfni.
Það er ekki fyllilega rétt, að ritstjórar ísa- [
foldar kunni aldrei að skammast sín, eins og
margir hafa haldið. Þeir kunna það þó stund-
um, þótt það beri ekki opt við. Það sást t. d.
í næstsíðustu Isafold, að þeir blygðuðust sín fyrir
allt pukrið með ráðgjafakatekismusinn, því að
nú skal það heita svo, að það hafi aldrei verið
í neina launkofa með hann farið. Og sönnunin
tyrir því er svo frámunalega heimskuleg, að það
er eins og óvitabörn hefðu sett hana fram. Tak-
ið þið nú bara eptir, og dæmið svo um gildi
þessarar sönnunar. Hún er sú, að bæjarfógetinn
hafi fengið 1 eintak bæklingsins undir eins og
hann var prentaður. Þetta getur litið dável út
fyrir fáfróðan almúga, sem ef til vill ímyndar
sér, að bæjarfógetinn sé sendill ritstjóranna og
hafi átt að ganga með þetta eintak sitt á meðal
bæjarmanna. En nú er því svo varið, eins og
nm ára gamall laganemi og prentsmiðjueigandi
ætti að vita, að það er bein lagaskylda að af-
henda lögreglustjóra (sem hér er bæjarfógetinn)
eitt eintak af sérhverju riti, sem ekki er stærra
en 6 arkir, og það á að gerast undir eins og
ritið er látið af hendi úr prentsmiðjunni, að
viðlögðum 20—500 kr. sektum, ef út af er brugð-
ið. (sbr. 4. gr. tilsk. um prentfrelsi 9. maí 1855).
Hversu leynt sem ritið á að fara verður það
því að sendast tafarlaust lögreglustjóra, ef út-
gefandi vill ekki baka sér stórsektir. Annað
eins og þetta hlýtur laganeminn að vita, en hví
dirfist hann þá að láta blaðið sitt flytja aðra
eins tjarstæðu til að fóðra pukrið gagnvart ó-
fróðum almuga? Það er hreint og beint óskiljan-
leg bfræfni, fremur en eintómur naglaskapur.
Það er svo að sjá, sém þessir herrar séu reiðu-
búnir til að leggja sinn sáluhjálpareið út á, að
bæjarmönnum hafi verið fullkunnugt um »kat-
ekismusinn« frá upphafi, og að hann hafi ávallt
fengizt ókeypis á skrifstofu Isafoldar eða löngu
áður en hans var fyrst getið í Þjóðólfi. En
þetta eru helber ósannindi, sem reka má of-
an í ritstjórana með margföldum sönnunum. Þá
er Þjóðólfur gat bæklingsins fyrst voru menn hér
svo ófróðir um tilveru hans, að menn efuðust
1 um að þetta gæti verið satt. Það hafði enginn
heyrt hans getið og þó var hann þá prentaður
fyrir 2 —3 vikum og sendur austur og vestur um
land. Til að ganga úr skugga um tilveru þessa
leynirits var sent á skrifstofu bæjarfógeta, því að
þar vissu menn, að það hlyti að vera, ef það
væri til, og það reyndist rétt. Ritstj. Isafoldar
varð nauðailla við, að Þjóðólfur komst að þessu
svona fljótt, og neyddust þ á til að láta stöku
menn fá »katekismusinn«, en mörgum var samt
neitað um hann, þótt Þjóðólfur væri búinn að
fletta ofan af pukrinu, og það væri því tilgangs-
laust lengur. Þeir fóru samt svona smátt og smátt
að skammast sín fyrir pukrið, eptir því sem
lengra leið frá, og afihenda pésann fleirum.
Svona er nú þessi saga rétt sögð, eins og bæj-
arbúum mun fullkunnugt. Og þeim er eins full-
kunnugt um, að ritlingi Ben. Sveinssonar »Um
Valtýskuna« var alls ekki haldið leyndum. Hann
var þegar, er hann var kominn út sendur ýms-
um mönnum hérí bænum, bæði Val-
týssinnum og öðrum, að undirlagi höf.
sjálts, meira að segja ritstjórum Isafoldar að
vér hyggjum, enda voru þeir mjög fljótir á sér að
geta hans og minntust þá ekki einu orði á puk-
ur. En þegar búið er að fletta ofan af þeim
sjálfum, þá afsaka þeir sig meðal annars með
því að bregðá andstæðing sínum um sama (!!) og
segja, að ritlingurinn hafi verið heptur á nætur-
þeli o. s. fr. og getur vel verið, að svo hafi ver-
ið, því að höf. varð svo naumt fyrir með samning
og prentun á ritlingnum, að það var mesta furða,
að hann gat komið honum með því skipi, er
hann sjálfur fór með til útlanda.
Það er sannarlega leitun á jafnöfugri rök-
semdafærslu, jafn naglalegum afsökunum og jafn
vesalli frammistöðu yfirleitt í öllum ritdeilum, eins
og hjá skáldinu og lögspekingnum í Isafold. Al-
menningur hefur líka séð það fyrir löngu.
Varúðarverður kaupskapur
virðist það vera, sem farið er að brydda á, milli
formanna í veiðistöðvum hér: Þorlákshöfn,
Eyrarbakka og Stokkseyri og botnverpinganna
ensku. Það hefur sýnt sig síðan í apríl í vetur,
að útlendingar þessir hafa haldið sig á svæðinu
framundan veiðistöðvum þeirra og nú upp á síð-
kastið fjölgar þeim óðum. Síðan hætti að fisk-
ast á opin skip hér framundan, en það erfrá 18.
apríl, hefur formönnum sollið móður í brjósti, að
horfa svo að segja daglega á, að aflanum sé
mokað upp í fiskileitum þeirra og verða einskis
aðnjótandi. — Svo langt er nú komið, að nokkr-
ir af áræðnustu bátaformönnum á stöðvum þeim,
sem fyr greinir, og sumir af þeim, sem einna
bezt hafa fiskað í vetur, hafa nú riðið á vaðið,
og verzla nú daglega við botnverpinga, láta þá
fá »\vhisky«, »brennivín« og »tóbak« og annað
þess háttar hnossgæti. I staðinn fá þeir ýsu, þorsk,
steinbít o. fl. Þessa verzlun reka þeir að dæmi
Alptnesinga og annara sunnanmanna, sem gerðu
sér þetta að bjargræðisveg, meðan beztu og á-
reiðanlegustu fiskimið þeirra voru eyðilögð. —
Þegar þess er gætt, að umræddar veiðistöðvar,
sem botnverpingarnir halda sig helzt á, liggja í
mjórri spildu vestur með landinu, verður fljótt séð,
hver afleiðingin verður, og er vel sennilegt, að
fiskimið Arnesinga verði gereydd innan fárra
ára. —