Þjóðólfur - 26.05.1899, Page 1
ÞJÓÐÓLFUR.
51. árg.
Reykjavík, föstudaginn 26. maí 1899.
Nr. 25.
!P*~FYRIR 2 KRÓNUR-^Wi
geta nýir kaupendur fengið síðari hluta
þessa yfirstandandi árgangs Þjöðólfs frá 1.
júlí (30 tölubjöð). Kaupbætir; myndablað
Þjöðólfs 1898 með 6 myndum og afmælis-
blað hans með fylgiblöðum, ef óskað er.
Menn sæti þessu boöi sem fyrst. Tíðinda-
vænlegt á þingi í sumar.
Breyting á verzluninni.
Sfðan vér rituðum grein um þetta efni í
f’jóöólfi í vetur hafa tvær verzlanir hér á landi
byrjað á þeirri verzlunaraðferð að láta hönd selja
hendi: kaupa og selja vörurnar fyrir peninga, og
það hefur reynzt ágætlega. Önnur verzlunin er
verzlun O. Wathnes erfingja á Austfjörðum. Hún
byrjaði á þvl snemma í f. m., að kaupa inn-
lenda vöru, þar á meðal saltfisk fyrir peninga,
ef menn óskuðu eigi vöruskipta, og er látið mjög
vel yfir þessari nýbreytni 1 austanblöðunum, eins
og eðlilegt er, því að þetta er einmitt hið eina
rétta spor til að breyta verzlun vorri og semja
hana að háttum annara siðaðra þjóða verzlun, ráð
til að rýma burtu vöruskipta- eða reikningsvið-
skiptaverzluninni og þar af leiðandi hinni óhæfi-
legu lánsverzlun, eins og nánara var útlistað í
Þjóðólfi. Hin verzlunin, sem tekið hefur upp
þessa nýju verzlunaraðferð er verzlun Copland &.
Berris á Stokkseyri, er Ásgeir kaupm. Sigurðsson í
Rvfk veitir forstöðu. Þar var fiskurinn keyptur
. fyrir peninga út í hönd, og svo keyptu auðvit-
að seljendur aptur vörur í búðinni fyrir peninga,
eptir því sem þeim sýndist, og fengu þær þá
auðvitað með lægra verði en ella. Á þennan
hátt urðu viðskiptin svo liðleg og fjörug, þá er
mennirnir höfðu peninga handa .á milli, að þeir
kunnu sér ekki læti, og voru í sjöunda himni
yfir þessari gleðilegu breytingu. Skyldi það líka
ekki vera dálítill munur á því og þá er kaup-
maðurinn pínir hvern einasta skilding út úr við-
skiptamönnum síntim, og heldur hverjum eyrin-
inum svo blýföstum, að ekki er nærri því kom-
andi, að hann láti hann aptur af hendi, þótt ágætar
vörur séu í boði. Hvor verzlunaraðferðin skyldi
vera liðlegri eða affarasælli? Sem betur fer má
vænta, að gamla verzlunarlagið fari smátt og
smátt að hverfa, enda getur það ekki staðizt til
lengdar, ef margir taka upp hir.a aðferðina. Og
það væri auðvitað bezt. Þá þyrfti ekkert beint laga-
boð í þessu efni. Það væri þá að eins jðlileg fram-
þróun, er hefði þessa breytingu í för með sér.
En það er ei að síður sjálfsagt, að löggjafarvald-
ið taki þetta málefni til íhugunar, ef það gæti á
einhvern hátt flýtt fyrir breytingunni og stutt
hana. Og að þessu leyti skírskotum vér til þess,
er vér áður höfum ritað um þetta efni, enda
hafa margir mikilsmetnir menn tjáð sig því al-
veg samdóma, og viðurkennt hina afarmiklu þýð-
ingu þessa máls fyrir land og lýð. En hr.
Ásgeir Sigurðsson á miklar þakkir skilið fyr-
ir, að hann hefur orðið fyrstur sunnlenzkra kaup-
rnanna til að brjóta bág við garnlan vana, enda
hefur hann að öðru leyti mikinn áhuga á aðryðja
verzlun vorri nýjar brautir og gera viðskiptin sem
allra greiðust. Nú mun hann t. d. hafaíhyggju, að
koma því til leiðar, að spánskir fiskkaupmenn komi
hingað og kaupi fiskinn hér á staðnum, og væri
það stórkostleg framför, þvl að þá losnaði selj-
andi við þessa mörgu og kostnaðarsömu milli-
liði, og margfaldan hrakning á fiskinum, blönd-
un hans saman við annan lakari fisk t. d. Nor-
egsfisk o. s. frv., auk þess sem kaupandi hefði
einnig hag á þessum beinu viðskiptum. Er
vonandi, að hr. Ásgeir takist að korna þessum
viðskiptum á. Það gæti orðið mjög mikill pen-
ingahagnaður fyrir land vort og allri verzlun
vorri eflaust til stórmikilla framfaia yfirleitt.
Annað kapp en forsjá.
--O--
Það virðist annars einkennilegt, að nú er
vér Islendingar höfum starfað að því frá 1833, að
flytja yfirráð sérmála vorra inn í landið, og þá
er liðin eru 12 ár, frá því samþykkt var endurskoðuð
stjórnarskrá (1885), skuli stjórnin einmitt senda
alþingi 1897 tilboð um stjórnarskrárbreytingu, sem
sýnist í fljótu áliti hafastóraþýðingufyrirstjórnar-
framkvæmd vora; og um þetta tilboð skuii svo þing-
menn skiptast í 2 næstum jafna flokka. Við fljóta
áhugun málsins virðist eiukennilegt, að nokkur
þingmanna skuli vera á móti slíku, ef það er í
samræmi við þær stjórnarbótaóskir þeirra fyrir-
farandi ár, er þeir hafa setið með kófsveittir mestall-
an þingtímann, og svo sklrt þetta afkvæmi sitt
ýmsurn nöfnum, áður þeir hafa sent það hans há-
tign konunginum. — En þegar svo málið er ná-
kvæmar skoðað, sýnist ekki síður einkennilegt,
að nokkur þingmanna skuli hafa fallizt á slíkt
og því fremur jafnmargir og það gerðu, er sum-
ir hafa áður verið taldir fremriflokksmenn á þingi.
— Annaðhvort virðist þetta nýja mál vera sérlega
þungskilið, eða að hinni dimmri hlið þess hafi
verið fylgt af meira kappi, en venjulegt er um
slík mál. Jú, það mun satt, að mikið hefur ver-
ið og er gert fyrir þann málstað, sem búið er að
gefa nafnið »Valtýska«. Mikið er um hana skráð
af þeim, er hafa meðtekið anda hennar. Kemur
þar hvlvetna fram skáldlegt ímyndunarafl, og
háfleygar framfara (of)sjónir, sem eru öðrum
mönnum ósýnilegar, og mótmæla þeir því tilveru
þeirra. Það er fyrir þá sök, að ekki þykir illa
viðeigandi, að nefna þá málsparta mótmælendur-
Valtýskumælendurþykjast nú skákaað öllummegin
í hróksvaldi. Andagipt þeirra kemur fram í öllum
hugsanlegum gerfum; svo sem tímaritum, himna-
bréfum, fyrirlestrum 0. fl. o. fl. að ógreindum blaða-
greinunum. Helzt lítur nú t. d. út fyrir, að við út-
gáfu ísaf. sé lagður sá grundvöllur, að framan á
svuntuhennar skulistanda(l(klega samt ekki ákvarð-
að nema til næsta þings), fáein hugstyrkingarorð
til bræðranna, og alvarlegar áminningar til mótmæl-
enda, er víst ættu sem fyrst að kveðast niður.
Til þessa eru hafðar margvislegar aðferðir og ó-
líkar, en fátt er þar af bundnu máli, þótt eigi
skorti skáldskap. En súrna mun lesendum henn-
ar sjáldur í augum, er þeir lesa síðustu blöðin
fyrir þing, og margir eru nú þegar orðnir hrædd-
ir um, að þrátt nefnd »þungamiðja« málsins, sé
farin að færast allt of ofarlega, og óska nú þess
eins, að hún hlaupi ekki í höfuðið. — Að öðru
leyti munu mótmælendur vera með rólegum huga,
hvað stjórnmál þetta, afkvæmið frá siðasta þingi,
snertir, vonandi málið verði frömuðum sínum til
verðugs heiðurs, og fullvissir um, að sá partur
þjóðarinnar verði stærri, og fulltrúar hans fieiri,
sem heldur vilja standa í stað, en þokast til baka
í stjórnmálum sínum, hvort það er með því, að
hafna tilboðum sem nefnd eru stjórnbætur, eða
öðru.
Það er eitt m. fl. gott og sérstakt við Val-
týskuna, að hún er orðin almenningi svo kunn,
að þó hún sé framborin í ótal pörtum, géta þeir
allir í hugmyndum manna skriðið saman, og
myndað hina stórfenglegu skepnu með höfði og
hala, llkt og þá jötunuxar skríða saman úr mörgum
stykkjum í sögunum. Það er þe’ssi eiginlegleiki
Valtýskunnar, sem hér kemur að góðu haldi,
þar tekið skalaðeins fram í örfáum orðum hið
helzta, semstjórnarbótinni er talið til gildis.
1. Ábyrgð ráðgjafans á stjórnarathúfninni.
Hinir svæsnustu brjóstberar Valtýskunnar (t.
d. presturinn í Andvara f. á.) geta þó ekki geng-
ið fram hjá því, að telja vafasamt, hvernig á-
byrgð þessari verði framkomið á hendur ráðgjaf-
anum. Jú; það hefði líklega verið betra, að hafa
ábyrgðarlög með ákvæðinu, ætti það að hafa
þýðingu!!
Hve stórt mundi brot ráðgjafans þurfa að
vera, til þess hann yrði með lögum krafinn
reikningsskapar ráðmennsku sinnar, þar eð hann
líka er búsettur í Kaupmannahöfn og varnarþing
hans þar? Þess utan leiðir það af sjálfu sér, að
þau atriði, er ábyrgðin helzt kæmist að, væru
samkvæm vilja stjórnarinnar. -— Undir öllum
kringumstæðum er fyrirsjáanlegt, að ábyrgðin
gæti alls eigi komið að liði.
2. Ráðgjafinn sjálfur á þingi.
Hér sjá þeir efalaust stóran geisla framfara-
mennirnir, sem alltaf reyna að snúa þessari hlið
málsins að ljósinu. En mætti. nú ekki einnig
skoða þetta »frá almennu sjónarmiði« og eins
og beinast liggur við, með árangur þessa á kvæðis?
»Ráðgjafanum skal heimilt embættisstöðu
sinnar vegna, að sitja á alþingi, og getur einnig
í forföllurn sínum sett annan mann til að semja
við þingið«. Eitthvað þessu líkt stendur f sskript-
inni«,oger nú á tímum talið ótvírætt atriði! En
setjum samt svo, að ráðgjafinn vanalega mætti
sjálfur á þingi, yrði samt engin ástæða til að
halda, að hann verði leiddur af því. Þvert á
móti yrði það aðalatriðið fyrir ráðgjafann, að
geta ætíð látið vilja meiri hluta þingsins vera
samkvæman þeirri skoðun, er hann hyggur stjórn-
in hafi á ýmsum málum, sem nokkru skipta.
Með því eina móti gæti hann haldið embætti
sfnu og virðingu. Án þess, að bera vantraust
til, að þetta yrði ráðgjafanum vanalega innan
handar, mætti þó nefna það sem mögulegleika,
að eitt sinn yrði meiri hluti þingsins með ein-
hverju máli, er ráðgjafiun vissi stjórnina mót-
fallna. Hvort mun þá undir þeim kringumstæð-
um meiri líkur til, að hann framfylgi vilja þings-
ins, sem hann heimsækir annaðhvort sumar, eða
stjórnarinnar heima í Kaupmannahöfn, sem hef-
1 ir sett hann í embætti, launar honum úr ríkis-