Þjóðólfur


Þjóðólfur - 26.05.1899, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 26.05.1899, Qupperneq 2
98 sjóði og getur þar að auki sett hann frá em- bætti, þá er henni sýnist, og hann fram- fylgir þeim málum, sem eru gagnstæð vilja hennar? Þungráðar voru gátur »Gestum blinda«, og víst mundi konungur hafa ráðið þessa foröum. j. Ráðgjafinn íslendingnr. Að nefna slíkt, sem einn aðalkost Valtýsk- unnar sætir undrum og virðist benda til, að fátt sé þar til stuðnings. Akvæðið er aðeins það, að ráðgjafinn »tali og skilji íslenzka tungu«, því svo varleg* er farið, að ekki útheimtist, aðhann skuli skrifa íslenzku, Hefði svo verið, komu fyrst líkur (þó engin vissa), því opt mun útlend- ingum erfitt, að hafa svo gott vald á máli voru, að þeir skrifi það rétt. En að læra að skiljaog tala íslenzku hefir um liðinn tíma ekki ósjaldan borið við, að Danir hafi gert, þótt lélegri staða hafi verið fengin með því, en hér á sér stað. Að þessu slepptu, sjá líka allir, að slfkt gat alls eigi átt sér stað, að einskorða Islending ( þetta embætti öðrum fremur, og stríddi á móti öllum jafnaðarkröfum ríkisins við embættaveitingar. Loks var engin vissa fyrir, að ráðgjafaembættið yrði betur setið af Islending en Dana. Hitt er annað mál, þótt einstöku framsýnum manni máske hafi komið til hugar íslenzkur maður í embættið nú sem stendur. En slíkt ætti ekki að koma málinu við, þar eð embættið að líkindum ekki er gert fyrir manninn, heldur yrðu ókunnir menn á ókomnum tímum að vera til fyrir em- bættið. Um allar sagnir, er ganga um það, hveráð- gjafi vor verði einvaldur með mál vor í ríkisráð- inu, þar séu engin atkvæði greidd o. s. frv. skal hér eigi talað, en eigi munum vér mótmælendur samþykkja allar þær hugmyndir með handaupp- lyptingu, fremur en ríkisráðið sín velferðarmál. Hitt er annað, að víst mætti fara að dæmi góðra manna og segja álit sitt um það, af þeim er til þekkja. Annars er sama, hvernig máli þessu er velt, og hversu margar hliðar þess eru skoðaðar, þá getur aldrei sú hlið þess snúið að, er sýni eða sanni líkur til, að umrædd stjórnarskrárbreyting komi að nokkrum notum, fremur en hin núgild- andi stjórnarskrá frá 1874. Auðvitað eru allt annarar skoðunar, þeir hinir mikhi áhugamenn, sem vilja, að öllum tilboðum um stjórnarskrár- breytingu sé veitt móttaka fegins hendi, til að standa ekki ætíð í sömu sporum, og hafa þó á endannm eitthvað uppúr margra ára þrefi og þjarki!! En það er áfram, sem verið er að keppa, hér, sem annarstaðar, og með því, að taka nefndum stjórnarboðum, þokumst vér alls eigí áfram, heldur aptur á bak, sýnum ósjálf- stæði, lítilmennsku og smásálarhátt, um leið, og vér flytjum til Kaupmannahafnar hinn litla til- lögurétt, er þjóðin hefir í málum sínum. Eins og það er fjarstæða, að vér hlytum að hætta öllum stjórnarbótarkröfum, ef Valtýskunni yrði veitt móttaka- (sem sumir mótmælendur hafa haldið fram); eins er hitt líka víst, að lakar gengi á eptir með endurbætur við stjómina, ef vér nú tækjum tilboði hennar til reynslu, en verðum svo á eptir óánægðir með það, og viljum apt- ur, tá því breytt, er vér sjáum. aðþað getur eigi þannig lagað haft heillavænlegar afleiðingar á stjómhagi vora. Slíkt yrði hið hentugasta kefli fyrir stjórnina að stingaímunnþjóðinni, þá erbeðið væri framvegis um stjórnbætur, og mundi líka verða notað í stað bænheyrslu. Það mun þægilegra og happasælla, að sagt verði, að vér fáum ekki það vér um biðjum, og þiggjum ekki öfug boð, heldur en hitt, að vér grípum allt sem boðið er, en séum jafnónægðir eptir sem áður, er oss hefir gefizt færi á, að at- huga reynsluna. Vonandi er, að kjördæmi þau, sem hlutu þá tilviljun á síðasta þingi, að fulltrúar þeirra urðu Valtýskumælendur, haldi þar fyrir sinni sannfær- ingu óhikað, og hafi hún verið á móti, þá að senda áskoranir til næsta þings, um að slíkt blekkingar — og eymdarboð skuli eigi þegið í landinu, hvorki nú né framvegis. Það kemur auðvitað óþægilega fyrir, að þingmenn geti eigi af sannfæringu starfað samkvæmt vilja kjósenda sinna og þurfi að fram- bera mál, sem þeir eru algerlega á móti. En þá kemur þar til sama siðferðislega skyldan, er Valtýskumælendur telja sjálfsagða af sínum fyrir- huguða ráðgjafa, að hann hljóti að segja af sér störfum sínum, þá erhanngetur ekki starf- að samkvæmt vilja þjóðarinnar. Hér er þó eitt atriði Valtýskunnar, sem ef til vill getur orðið sannað með dæmi fyrir næsta þing. í apríl 1899. M. Hvalveiðamálíð og Eyfirðingar. Það lítur út fyrir, að Eyfirðingum muni vera það nú sem stendur allmikið áhugamál að fá bolað hvalveiðarana héðan af landi burt; að minnsta kosti ber áskorun sú til alþingis, sem prentuð er í 2. tölubl. Stefnis þ. á. og undirrit- uð er af 8 meiriháttar Eyfirðingum það með sér, að þeir vilja þá allar götur norður og nið- ur. Orsökin til þessarar umgetnu áskorunar og yílr höfuð hvalveiðafársins í Eyjafirði er sú, að nokkrir norskir síldveiðamenn hafa talið Eyfirðing- umtrúum, að hvalveiðamar muni eyðileggja inn- fjarðarveiði alla. Það væri nú allt annað en tll- tökumál, þótt 8 manna nefndinni í Stefni og Ey- firðingum yflr höfuð væri umhugað, að útrýma hvalaveiðunum hér við land, ef þær hefðu þau skaðlegu áhrif á fiskiveiðar vorar, sem þeir stað- hæfa. En reynsla okkar Vestfirðinga, þar sem hvalaveiðar hafa verið reknar um hartnær 20 ár, bendir á allt annað, eins og séra Sigurður Stefánsson hefur svo einkar ljóslega sýnt fram á í 24. nr. Þjóðv. unga. Staðhæfing sína, um skaðleg áhrif hvala- veiðanna á fiskiveiðar vorar, byggir hín eyfirzka átta manna nefnd á þeirri (hinni) gömlu kerling- arbók, að kvalurinn reki síldina að landi, og inn á firðina. Þessi fáráðlega . kredda hefur svo opt verið marghrakin og er svo þvert á móti allri reynslu, að furða er að jafn skírir menn og spakir, sem þeir er undir áskoruninni ( Stefni standa, skulihafa látið blekkjast af henni. Auk þess sem reynslan hefur margsann- að, að síldargöngur undir land og inn á firði eru örsjaldan samfara hvalagöngum, þá raá það vera fullljóst hverjum, sem íhugar mál þetta rólega og hleypidómalaust, að kreddan um, að hvalurinn reki síldina að landi og inn & firðina, er tilbún- ingur einn og staðleysa. Hvaða hvöt skyldi það vera, sem leiða ætti hvalinn til að reka síldina að landi? Ætishvöt- in munu þeir segja Eyfirðingar. Það er nú svo, auðvitað er það ekki sannleikanum fjarstæðara, en surnt annað, sem borið er á borð í Stefnis- greininni og þeir nefndarmenn hafa eptir þeim »allmörgu Norðmönnum sem þeir hafa átt tal við um málið«, en nógti fjarstætt til þess aðeiga ekkert skylt við sannleika. Þeir sem ofurlítið hafa kynnt sér mál þetta vita, að hvalur sá sem síldar neytir, þarf alls eigi að reka síldina undir land til að handsama hana, því það er honum léttileikur hvar helzt hún verður ávegi hans. Þegar hvalur, sem síld- ar neytir, tekur fæðu sína, syndir hann umhverí- is síldartorfu þá, sem hann vill handsama, í smærri og smærri hringum, unz torfan er orðin hæfilega þétt, þá varpar hann sér á hliðina, opnar sittægilega gin, og inn hverfur síldartorfan. Þetta leikur hvalurinn hvar helzt sem er á hafi úti og hvort heldur síldin »stendur djúpt eða grunnt«. Hannþarfallsekki að reka sfldinaað landi eða inn á firði til að handsama hana, hetur enga hvöt til þess, heldur þvert á móti, því vanalega forðast hann landið og grynnri firðina, og það er aðeins á hinum stærri og dýpri tjörðum og flóum, að stöku hvala verður vart. Ekki eru það heldur allar hvalategundir, sem síldar neyta, og svo er um hvalategund þá er Norðmenn kalla »Blaahval« en hér er almennt nefnd bláhveli, að fæða þess hvals er a 11 s e k k i síld, heldur krabbategund, (agnarslli,) sem Norðmenn nefna »Kríl«. Þessi hvaltegund er hin verðmætasta af þeim, er hér við land veiðast almennt, og einmitt sú tegund hvala, sem aðallega hefur veiðzt úti fyrir Norðurlandi. Ligg- ur því í augum opið, að það er hreinasti barna- skapur að ímynda sér að (sá hvalur) sú hvala- tegund reki síldina að landi, þar sem hún ekki einusinni er æti hennar. Þetta vildi eg hafa sagt til að benda á, hve öldungis ástæðulaus sú ímyndun sé, að hvalur- inn reki síldina að landi og inn á firðina, og hafi þannig áhrif á fiskiveiðarnar innfjarða, enda er margra undanfarandi ára reynsla ólygnust f þessu efni, og hún hefur fullkomlega sýnt okkur Vestfirðingum, að hvalaveiðin hefur alls engin, — sízt spillandi — áhrif á síldar- eða þorskveiðar. Það er því með öllu ástæðulaust að þröngva kosti hvalveiðamanna eða leggja fleiri hömlur á atvinnuveg þennan, en þegar er gert. Að vísu eru hvalveiðarnar enn þá reknar með útlendu fé, en hins ber ei sfður að gæta, að frá atvinnu- veg þessum rennur árlega stórfé bæði í landsjóð, hreppsjóði og vasa landsmanna. Gjöld hvalveiðamannanna tll landsjóðs og sveitasjóða munu hafa numið fullum 30,000 kr. síðastliðið ár, en það sem þeir það ár borguðu til hérlendra manna í verkmannakaup, fyrir naut- gripi, sattðfé og ýmislegt fleira, er eigi oftalið 80- 100,000 kr. Þessum árlega peningastraum, sem með ári hverju fremur eykst en þverrar — yilja Eyfirð- ingar út af lífinu svipta þetta fátæka land, og heimta, að alþingi banni hvalveiðamönnunum að nytja sér hvalinn á landi eða þá leggi óbæri- legan toll á hvalafurðir, og þetta fyrir þá eina sök, að þeir hafa látið fákæna Bergensfiskara, sem sýnilega ekki hafa haft snefil af þekkingu á máli þessu, telja sér trú um gamla marghrakta vitleysu, sem að vísu hefur lengi tórt meðal Einn- merkursjómaana, en hefur ekki meira sannleiks- gildi fyrir það, heJdur sýnir það eitt, hvað lengi þesskonar rugl getur alizt þar, sem jarð- vegur er nógu frjór fyrir það. En hver mundi nú verða afleiðingin, ef Ey- firðingar fengju komið því til leiðar, að hval- veiðamönnum yrði gert ómögulegt að reka at- vinnu slna hér á landi. Afleiðingin yrði sú, að landið yrði svipt öllum þeim þúsundum króna, sem atvinnuvegur þessi árlega leiðir inn í land- ið, en hvalveiðin yrði eptir sem áður rekin hér við land utan landhelgi, því svo stór höfuðstóll, sem liggur ( hvalveiðaút- gerðinni mundi ei verða látinn ónotaður, heldur mundu hvalveiðamenn fá sér stórskip, sem þeir væru á utan landhelgi og notfærðu sér á verð- mætustu afurðir hvalsins, en — hval veiddu þeir eptir sem áður kringum strendur Islands, og — hvað yrði þá úr stóra högginu þeirra Eyfirðinga? Jú, — það yrði óneitanlega óþægilegt bumlungs- högg á ýms sveitarfélög Isafjarðarsýslu og kannske víðar, en ofurlítill snoppungur yrði það líka fyrir landsjóðinn. Eg hef því þá von, að alþingi verði

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.