Þjóðólfur - 26.05.1899, Page 3
99
aldrei svo misviturt, að sinna að nokkru áskor-
un Eyfirðinga eða þeirra annara, sem vilja gera
hvalveiðamennina útlæga héðan af landi.
Ritað i. sumardag 1899.
Þórdur Olafsson.
Frá útlöndum hafa borizt hingað blöð
til 6. þ. m. Tíðindi engin markverð. Ófriður-
urinn á Filippseyjunum við sama og uppreisn-
in á Samoaeyjunum einnig. — Voðalegur felli-
bylur sópaði burtu 400 húsum, eða nálega öllu
þorpinu Kirksville í Missouríríkinu í Ameríku, en
um 100 manns ætla menn að hafi látið líf sitt,
og þeyttust líkin langar leiðar. Er fellibylur
þessi talinn einhver hinn harðasti, er komið hef-
ur um þær slóðir og sögur fara af. Vestur i
Iowaríkinu gerði hann ogmikinn usla, og mann-
tjón varð þar mikið. — Rússneska stjórnin hefur
nú loks skipað nefnd manna til að lagfæra tíma-
tal sitt samkvæmt nýja stíl, svo að Rússar geti
fylgzt með öðrum menntaþjóðum, er hætt hafa
að reikna eptir xgarnla stíl« fyrir löngu.
En Rússar hafa hingað til verið ófáanlegir til
að bregða út af gamalli venju, og eru því eins
og menn vita 12 dögum á eptir öðrum í daga-
talinu.
Sigllng allmikil er nú komin til höfuð-
staðarins, bæði kolaskip, timburskip og vöruskip.
I fyrradag kom seglskipið »Reidar« (250 tons)
með allskonar nauðsynjavörur til verzlunarinnar
»Edinborgar« (Asg. Sigurðssonar) og kolaskip
»Sverdrup« er einnig komið til sömu verzlunar.
„Tvisvar verður gamall maður-
inn barn:“ I>etta máltæki sannast íyllilega
á Isafoldar Birni, því að eptir andsvörum hans
gegn Þjóðólfi í sfðustu Isafold að dæma er auð-
sætt, að maðurinn er farinn að ganga í barn-
dómi. Svo amlóðaleg og barnaleg er vörnin.
Reyndarhefir þar aldrei verið skæðum manniað
rnæta, þegar hann hefir átt hendur sínaraðverja
á ritvellinum, karlinn, en heldur hefur honum
þó hrakað á síðari árum.
Það er bókstaflega ekkert vit í þessurn sið-
ustu greinum hans gegn Þjóðólfi. »Um vest-
heimska« skáldið segir hann t. d., að honum
hafi verið gefnar heiðursgjafir, er hann var send-
ur heim til Islands. Hann skírir nfl. samskotin
til hans þvi nafni og setur þetta svo í samband
við minningarsamkvæmi,erritstjóraþessablaðs hafi
verið haldið á 50 ára afmæli blaðsins. Til þess
að nokkur snefill af viti gæti verið í þessum
samanburði, þá hefði samskotum átt að vera safn-
að handa Þjóðólfiviðþetta tækifæri, ennúvarþað
ekki gert. Hver skilur svo bullið? Varnir fyrir
bæjarfógetann færir hann alls engar og þá er
hann ætlar að verja pukrið með katekismusinn
viðurkennir hann blátt áfram,að hann hafi verið
prentaður löngu áður en Þjóðólfur vissi neitt um
hann. En er það ekki einmitt ágæt sönnun fyr-
ir pukrinu? Annað eins vandræðaþvogl, sem
þetta er alls ekki svaravert, og það er óskiljan-
legt, að maður sem þykist vera með réttu ráði,
skuli ekki blygðast sín fyrir að bera þetta á
borð fyrir lesendur blaðs síns. Þáð sýnir ein-
mitt, að maðurinn er ekki með sjálfum sér, kann
hvorki að hugsa né orða neina hugsun rétt,
heldur ruglar öllu sarnan í einn graut. Það er
jafnvel enn lakara, en pólitiski grasagrauturinn, sem
skáldið »vestheimska« er ávallt að hella ofan í
og yfir ísafold, og er hann þó sannarlega ekki
á rnarga fiska. En sá »vestheimski«, sem alltaf
er einhvernveginn svo barnalega skoplegur, hef-
ur hermt það eptir húsbónda sínurn að gerasig
óheyrilega »vigtugan« af litlu, þykjast vera ein-
hver voðaleg vísdómsáma, sífull af öllum gnægt-
um þekkingarmnar, á Jóns Ólafssonar vísu, er
þeir munti hafa tekið sér til fyrirmyndar, von-
andi í sinni einfeldni, að þeir geti blekkt fáfróð-
an almúga nieð nógu miklum hávaðagorgeir og
hégómlegum mannalátum, til að leyna tómahljóð-
inu i tunnunni, svo að almenningur heyri ekki,
fyrir ærslunum, hversu nauðalítið gutlar á henni
í raun og veru. En þetta stafar beinlínis af vits-
munabresti, menntunarskorti ogskorti áréttri sjálfs-
þekkingu. Og þaðereinmittþessiskortur,semjafn-
an lýsir sér svo áþreifanlega hjá ritstjórum Isa-
foldar. Þeir þekkja ekki sjálfa sig, roanngarm-
arnir, og verða því hlægilegir, því að almenning-
ur er farinn að þekkja þ á og sjá, hvað þeir eru
og hversu mikið er í þá spunnið. Tómahljóðið
heyrist gegnum hávaðann.
Ný rit send Þjóðólfi.
1. Fyrsta bók Móse (Genesisj í nýrri pýd-
ingu eþtirfrumtextanum. Gefin út af hinu ísl.
biblíufélagi Rvík 1899 88 bls. 8V°. Þetta er
sýnishorn af hinni nýju biblíuþýðingu, er biblíu-
félagið fól Haraldi Nfelssyni cand. theol. að
gera í hitt eð fyrra, og er hún eigi lengia kom-
in. Til aðstoðar honum við þýðinguna hafaver-
ið: biskupinn, forstöðumaður prestaskólans og
yfirkennnari latínuskólans. Gerir biskup 1 for-
málanum ítarlega grein fyrir aðferðinni við þessa
endurskoðun, og afsakar, að verkið hefur eigi
gengið betur en þetta, enda er það ekkert á-
hlaupaverk, ef vel á að vanda, og hlýtur að
kosta of fjár um það er lýkur, og að því leyti senr
biblíufélagið hrekkur ekki við til að standast
þann kostnað, ætti hið stórauðuga almenna brezka
biblíufélag að gera það. Af landssjóði íslands
væri lítil meining í að veita fé til þessa, enda
ólílclegt, að þess verði farið á flot. Um kosti
eða galla þessa þýðingarsýnishorns er þýðingar-
laust að fjölyrða 1 almennri blaðagrein. Það
yrði hvorki fugl né fiskur.
2. Heima og eriendis. Nokkur Ijódmœli eþtir
Gudmund Magnússon (prentara). Höf. er áður
nokkuð kunnur af einstökum kvæðum, er birzt
hafa í blöðunum, og þótt hafa vel ort og smekk-
lega. Það er hlýlegur, þýður blær yfir þessu
litla kvæðasafni, engin stór tilþrif eða háfleyg
andagipt, en flest lipurt og laglega hugsað. Það
hefur margt lakara komið á ísl. markaðinn í
þessari grein.
Ör eptimæium 19. aldar
Hver var munurinn á Jóni Sigurðssyni og
Valtý Guðmundssyni?
Jón sneri Dönum, en Danir sneru Yaltý-
(Aðsent).
Með síðustu ferð „Thyru" norður um
land frá Reykjavík næstl. haust var sent
olíufat án olíu, en með ýmsum munum í og
var það merkt f. G. E. Lœkjarkotipr. Borð-
eyri. Fat þetta hefur ekki komið til skila
enn, og með því að ólíklegt er, að það sé
algerlega glatað óskast það sent hið allra
fyrsta með „Skálholt“ eða einhverju öðru
skipi til Borðeyrar.
Lækjarkoti í Víðidal io. maí 1899.
Jósep G. Elíesersson
Hér með látum við í Ijósi vort hjartans þakk-
læti fyrir ástundun, nákvæmá aðhjúkrun og góða
viðkynningu, er okkur var auðsýnd af Þóru Þor-
kelsdóttur, er hér var að læra hjúkrunarkonustörr
síðastliðinn vetur. Þetta biðjum við Guð á
hæðurn að launa, þegar henni mest á liggur.
*3/5-'99
Sjúklingarnir á Laugarnesspítalanum.
VERZLUN
Friðriks Jónssonar,
4 VALLARSTRÆTI 4
hefur mikið úrval af
Sjölum — Kjólatau-
um, — Svuntutauum, — Sirzum — Tvist-
tauum — Flanelettum — Léreptum — Gar-
dínutauum—Silkitauum,—Millumpilsatauum—
Fatatauum— Vaxdúkum —Línolíudúkum —-
Nærfatnaði fyrir karlmenn og kvennmenn —
Handklæðum — Borðdúkadreglum, — „Möbel
betræk“ — Rúmábreiðum — Lífstykkjum
— Silkiböndum — Svömpum — Greiðum—
Hnöppum — Waterproofkápum,—Skófatnaði
fyrir karlmenn og kvennmenn og börn —
Göngustöfum — Líntaui — Slaufum — Pen-
ingabuddum — Sápum — Regnhlífum
o. m. fl.
ALLAR þessar v'órur eru seldar
með óvanalega lágu verði einungis gegnpen-
ingum út í hónd.
Náttúrusafnið
var opnað 2. hvítasunnudag frá kl.
2 3. og er opið framvegis á hverjum
sunnudegi á sama tíma (kl. 2—3), eins
og áður. Safnið er í gamla sjómanna-
skólanum við ,Doktorshúsið‘. Menn eru
beðnir að reykja ekki á safninu vegna
fuglanna, pvl það þolirenginn nema fugl-
inn Fönix, en hann varð eptir ( Giasgow.
I7/s.—99-
BEN. GRÖNDAL.
Fæði geta menn fengið keypt í
4 TJARNARGÖTU 4.
Kristján Þorgrímsson
EI.DAVELAR og OFNA rfrá beztu
verksmiðju í Danmörku fyrir innkaups-
verð, að viðbættrí fragt. Þeir, sem
vilja panta þessar vörur, þurfa ekki
að borga þær fyrirfram; aðeins lítinn
hluta til tryggingar því, að þær verði
keyptar, þegar þær koma.
Eyrna- nef- og hálssjúkdómar,
Tómas Helgason
praktiserandi lækni er að hitta í húsi Guðm.
skipstjóra Kristjánssonar í Vesturgötu nr. 28
hvern virkan dag frákl. 11. f. m. til kl. 3 e. m.
Eyrnasjúkdómar, nefsjúk-
dómar og kálssjúkdómar kl. 12 2
e. m.
Hand-vagnar.
fást ódýrastir hjá
Th. Thorsteinsson
(Liverpool).