Þjóðólfur - 06.06.1899, Page 1

Þjóðólfur - 06.06.1899, Page 1
Þ JOÐOLFU R. 5 1. árg. Reykjavik, þriðjudaginn 6. júní 1899. Nr. 27. HHTFYRIR 2 KR0NUR-«2 geta nýir kaupendur fengið síðari hluta þessa yfirstandandí árgangs Þjöðólfs frá 1. júlí (30 tölubjöð). Kaupbætir; myndablað Þjöðóifs 1898 með 6 myndum og afmælis- biað hans með fyigiblöðum, ef óskað er. Menn sæti þessu boði sem fyrst- Tíðinda- væniegt á þingí í sumar. Utlendar fréttir. Kaupmannahöfn, 27. maí. 18. þ. m. hófst iríðartundurinn miklií Haag; aðsetur fundarins, er höll sú, er kölluð ersHuisten Bosch«(o: skóghúsið) ískógnum Het Bosch rétt fyrir utan bæinn; blöðin segja að varla hefði verið hægt að velja nokkurn stað, þar sem sé önnur ■eins ró og náttúrufegurð; það er þvl líkindi til, að fundarmenn fái að stunda starf sitt í friði, hverjar sem málalyktirnar verða! — Forseti fund- arins er Staal, sendiherra Rússa í Lundúnum, heiðursforseti Beaufort, utanríkisráðgjafi í Hol- landi. Erindsrekar Dana eru þeir Bille, kam- merherra og serdiherra í Lundúnum og Schnack ofursti, sem nýlega var hermálaráðgjafi. Málsóknin í Drey fusmálinu byrjarnú loks- ins á mánudag 29. þm. Fyrst les framsögumað- ur, Ballot-Beauprés hæstaréttardómari, upp skýrslusína, þar sem hann vinsar úr vitnaskýring- unum og bendir á það, er mælir með eða móti endurskoðun málsins. Þar næst tekur Manau málstærslumaður sá, er mætir fyrir hönd hins opinbera, til máls, og er talið víst, að hann fari fram á, að Dreyfusdómurinn frá 1894 verði ó- nýttur. Þar á móti þykir það óvlst, hvort fram- sögumaður muni koma fram með neina verulega tillögu, ef til vill segir hann hvorki af eða á, en lætur sér nægja með bendingar einar. Að síð- ustu heldur talsmaður Dreyfus varnarræðu sína og er búizt við, að hann verði langorður. Dóm- ur hæstaréttar verður svo, að því er menn halda, kveðinn upp föstudag 2. júní. En svo er eptir að vita, hver úrslit málið fær. Þess er almennt getið til, að dómurinn frá 1894 verði ónýttur, og að roálinu verði vísað til meðferðar við nýjan herrétt. Dreyfus verður þá fluttur heim ogkemurtilFrakklandsíöndverðumjúlí; svo má búast við loka-dómnum einhvern tlma í ágústmánuði. Sú breyting hefur orðið á ráðaneyti Frakka, að Freycinet hermálaráðgjafi er vikinn úr völdum og í stað hans kominn K r a n t z, er áður hafði aðra stöðu í ráðaneyti Dupuy's. Nýi hermálaráðgjafinn er rúmlega fimmtugur að aldri og hefur upphaflega fengizt við mannvirkja- fræði, en verið þingmaður seinustu 9 eða 10 árin, annars lltt kunnur. Freycinet hafði vikið kennara frá embætti um stundarsakir, af því að hann hafði slett sér ofmikið fram i Dreyfusmálið, og þegar þingmenn fóru að finna að þessu við ráðgjafa, firtist hann og fór. Aðrir segja, að hann hafi að eins notað þetta lítilræði sem á- tyllu; hann hafi þegar áður verið orðinn saup- sáttur við Dupuy og helzt viljað losna. Agrein- ingsefnið meðal þessara garpa meðal annars tal- ið það, að D. vill seinna meir, þegar Dreyfus- málið er útkljáð, klekkja á herforingjum þeim, er orðið hafa sér til minnkunar fyrir frammistöðu sína í málinu, F. þar á móti gefa þeim upp all- ar sakir. A hvítasunnudag var í bænum Dijon af- hjúpaður minnisvarði yfir Carnot ríkisforseta, er myrtur var hér um árið. I Italíu hafa einnig orðið ráðgjafaskipti; í stað Canevars utanríkisráðgjafa er kominn Visconti Venosta, nafnkunnur stjórnmála- maður. C. hafði þótt miður slunginn í viðskipt- um Itala og Kínverja í Samnum-málinu. Viktoría Englandsdsdrottning varð 80 ára 24. þ. m., hefir nú setið að ríkjum 1 62 ár. Það var mikið um dýrðir i Englandi út af þessum merkisviðburði, enda er drottning vinsæl og vel látin, hefur og að mörgu leyti verið kosta kvenn- maður, en er nú hrum og stirðfætt fyrir elli — og fitu- sakir. Það gengur altaf í meira lagi skrykkjótt á Filippseyjum; í lok f. m. stóð orusta mikil við Calumpit og fóru eyjarskeggjarþarímeira lagi halloka; svo sögðu Bandamenn að minnsta kosti. Um hvítasunnuleytið var svo farið að tala um frið Ameríkumenn vildu gera eyjarnar að jarlsdæmi með nánari ákvæðum, en umræðunum sleit svo, að eyjabúar höfnuðu tilboðinu og hurfu á brott við svo búið. Bandamenn eru því enn þá ekki búnir að bíta úr nálinni; reyndar sendir O t i s yfirherforingi hverja sigurfregnina á ,fætur ann- ari heim, segir eyjaskeggja að þrotum komna, en þeir skríða jafnharðan saman aptur og sýna engan bilbug. Stjórnin í Washington er því orð- in tortryggin og lætur digurmæli Otis, eins og vind um eyrun þjóta. Ofan á þessa áhyggju bætist, að Kúbubúar eru hvergi nærri ánægðir með yfirráð Bandamanna. Heldur ekki mundi það bæta úr skák, ef þeir eins og kvisað hefur verið um — verða að greiða þegnum stórveld- anna hér í norðurálfu þeim, sem eru búsettir á Kúbu, skaðabætur fyrir eignamissi í styrjöldinni við Spánverja. Dómsmálastjórnin danska hefur skipað saka- málsiannsókn gegn dr. Edvard Brandes fyr- ir seinustu bók hans »Ungt Blod«, sem þykir of klúr. Professor Nathorst frá Svíþjóð er nú lagður af stað til Grænlands í Andrée-leit, eins og til stóð; skip hans heitir »Antarctic« Sömuleiðis er lagður í norðurheimskautaferð ítalskur hertogi frá Abruzzum; ætlar hann að stinga Nansen út, ef hann króknar ekki! Ferðafélagið danska stofnar til nýrrar íslandsferðar í sumar (frá 20. júní til 23. júlí), Ákaflegt slys varð hér í bænum 23. þ. m. á hermannaverkstofu (Laboratorium), þar sem verið var að fylla sprengikúlur með púðri; húsið sprakk 1 lopt upp, 8 menn biðu bana og 2 særðust. Enginn veit með vissu, hvernig slys- ið hefur orsakazt. Svipaðir voðaviðburðir hafa annars 1 seinni tíð frétzt frá öðrum löndum svo að segja annanhvorn dag. Það er óróasamt meðalhandiðnamanna hér i Danmörku um þessar mundir; meistararnir þykjast slegnir af laginu og finnst »sveinarnir« gerast uppivöðslusamir og harðir i launakröfum. Ágreiningurinn hefur að þessu sinni aukizt svo, að meistarar hafa komið sér saman um að neita sveinum vinnu hjá sér (lock out), þangað til þeir lækki kröfur sinar; afleiðingarnar af þess- ari ráðstöfun, sem sumir lofa og aðrir lasta, eru þær, að um 30,000 sveinar labba iðjulausir og spýta mórauðu! Verði verktjónið langvinnt, nem- ur það vitanlega hundruðum þúsunda í krónu- tali. Verkfallið meðal námumanna í Belgiu, sem áður er áminnst, eudaði svo, að þeir fengu 5% launaviðbót; þeir heimtuðu upphaflega 20%, Eins og áður er sagt, hafa Frakkar og Eng- lendingar skipt með sér löndum í Afríku, og út- kljáð allar fyrri landamerkjadeilur; en nú kemur það upp úr kafinu, að Tyrkjasoldán þykir vera gengið of nærri sér í þessum samningum, einkum að því er snertir Egyptaland, sem að nafninu lýtur tyrkneskum yfirráðum. Það er Þó talið víst, að Fr. og E. skelli skollej'runum við kveinstöfum soldáns. Það lítur út fyrir, að dagar ráðaneytisins £ Austurriki séu þegar taldir. Thun forseti og Koloman Szell, forseti ungversku stjómarinn- ar hafa ekki getað komið sér saman um endur- nýung á samningunum viðvíkjandi hinum sam- eiginlegu málum (fjár- og tollmálum o. s. frv.) Austurríkis og Ungverjalands. K. S., sem hefur . fylgi þingsins, hefur þótt harður í kröfum. En hver leikslokin verða, sýnir sig seinna. Eyjan Sardinía hefur lengi verið ræn- ingjabæli; ítalska stjórnin hefur opt reynt að taka í taumana, en sjaldan fengið neinu áorkað. Nú lítur þó út lyrir, að hún ætli að fara gera alvöru úr gamni. En 1 stað þess að elta ræn- ingana, eins og áður hefur verið gert, er nú veitzt að þeim meðal eyjarskeggja, sem í laumi standa í sambandi við stigamenn og styðja þá. Yfir 500 manns hafa þegar verið teknir fastir og meðal þeirra prestar og aðrir embættismenn, efnaðir óðalsbændur og því um líkt. Andaður er Emilio Castelar, nafnkunnur spánverskur stjórnmálamaður, tæplega sjötugur. Póstskipifl „Laura“ kom hingað ínótt beina leið frá Leith og með henni fjöldi farþega, þar á meðal Benedikt Sveinsson alþm., kaup- mennirnir I.eonh. Tang frá Isafirði og O. Olav- sen frá Keflavík með frú sinni, ungfrúmar Ebba Schierbeck, Soffía Smith, Sigr. Blöndal og Kristín (Þorláksdóttir) Johnson (nýtrúlofuð Wilh. Bernhöft tannlækni) stúdentarnir Árni Pálsson,ÁsgeirTorfa- son,EiríkurKjerulf,GísliSkúlason ogJónÞorláksson, ennfremur Brynj. Þorláksson landshöfðingjaskrif- ari, Oddur Sigurðsson vélafræðingur með konu sinni og margir enskir ferðamenn. Dr. Valtýr Guðmundsson varð eptir af skipinu í Vestmann- eyjum til að halda þar þingmálafund með kjós- endum sínum. __________ StrandferflabátuFÍnn »Skálholt» kom hingað norðan og vesfan um land í gær og með honum allmargir farþegar, þar á meðal séra Helgi Árnason í Olafsvík, á bindindisstórstúkuþing, og Bjartii Þórðarson óðalsbóndi frá Reykhólum, alfluttur hingað til bæjarins. Strandferðabáturinn „Hólar" kom hingað austan um land í morgun. Meðalfarþega Íar séra Lárus Halldórsson á Kollaleiru með úslóð sína, alkominn hingað til bæjarins.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.