Þjóðólfur


Þjóðólfur - 06.06.1899, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 06.06.1899, Qupperneq 2
103 Á allra Iægstu strengi litilmennsku-hugsunarháttarins hjá islenzkum al- nniga spilar »ísafold« nú síðast, j)ar sem hún er að veifa framan í þjóðina kostnaðargrýlunni við endurbætur á stjórnarfarinu. Hún veit, að slíkar prédikanir muni koma sér vel hjá öllum, sem helzt vilja vera lausir við alla skatta og skyldur og ekkert af mörkum leggja til að vera frjálsir og sjálfstæðir menn. En íslenzka alþýð- an er samt yfirleitt ekki svo skyni skroppin, svo afstyrmisleg í hugsunarhætti, sem »ísafold« hyggur, að hún sjái ekki, hvar fiskur liggur undir steini í þessum fíflskap blaðsins, og að það er einhver hin hættulegasta villigata, er nokkur þjóð getur villzt á að mæla frelsi sitt og sjálfsstjórn á kvarða smásálarlegrar eigingirni og skrílmennsku-hugs- unarháttar. En þetta vill »ísafold«, að þjóðin geri og spanar hana til þess, rær á sama borð' og stjórnin, sem einmitt spilar á sama strenginn og heldur að hún geti kippt mikilsverðum rétt- indum burt úr stjórnarskrá vorri með því að kitla hinar allra lægstu hvatirlýðsins. Til þess að losa oss t. d. við aukaþingskostnað, ætlar stjórnin að vera svo göfuglynd að ná því ákvæði burt úr stjórnarskránni, er heimtar uppleysing þingsins, þá er um stjórnarskrárendurbætur er að ræða. En sú blessuð umhyggja. Haldið þið ekki, að þetta hljóti eingöngu áð vera gert af einskærri góðvild og umönnun fyrir landsmönn- um til að létta af þeim óþörfum útgjöldum? Það er auðvitað dálítið hjáleitt, að sama stjórnin spyrnir á mótí því af öllu afli, að eptirlaun em- bættismanna séu neitt lækkuð. Það er sama stjórnin, sem ávallt er reiðubúin til að samþykkja stofnun nýrra, hálaunaðra embætta, þótt alsend- is óþörf séu, og hækka laun vissra embættis- manna. Skyldi sú pólitík ekki líka vera af ein- skærri umönnun fyrir hag einstaklingsins, til að létta af honum óþörfum útgjöldum. Það er sjálf- sagt. Svo mundi málgagn stjórnarinnar fullyrða, sama málgagnið, sem nú hefur spilað út síðasta valtýska besefanum: »alþýðan borgar«, já, alþýð- an borgar, ekki valtýska ráðherranum, búsettum í Kaupmannahöfn, heldur innlendum ráðgjöfum, búsettum hér. Skyldi það vera munur að verða að borga innlendri stjóm, sinni eigin stjórn 1 landinu sjálfu, eða láta ríkissjóð Dana borga út- lendri stjórn með valtýskum ráðherra, sem er fullt eins góð stjórn og fullgóð handa ykkur, að þeir segja. Að selja frelsi sitt fyrir fáeinarkrón- ur er sannarlega tilvinnandi, að vera einskonar hreppsómagi á ríkissjóð Dana, er miklu viðkunn- anlegra, en að vera að burðast með sinn eigin Ijárhag, hafa buddu út aí fyrir sig. Vér eigum að varpa allri vorri áhyggju upp á Dani, verða eins og Færeyingar, sem allt eiga undir náð rík- isþingsins danska. Þá væri okkur fyrst borgið, þyrftum ekki annað en að heimta fé úr ríkis- sjóði, heimta þaðan hallærisstyrk o. s. frv. Hve mikils virði í krónutali metur »ísafold« t. d. þetta litla brot af sjálfstjórn, sem vér þegar höf- um? Það getur naumast verið mikils virði, eptir hennar hugsunarhætti, að minnsta kosti varar hún fólkið við að leggja nokkum skapaðan hlut í sölurnar til að geta fengið meira. En þið eigið að taka þennan valtýska ráðherra segir hún, af því að það kostar ykkur ekki neitt, og þá er girt fyrir, að þér fáið nokkurntíma inn- lenda stjórn, innlenda ráðherra, sem þér þurfið að borga sjálfir. Og um leið getið þeir fengið að losna við aukaþingin, getið fengið gott næði ttl að sofa og leggja allar stjómmála- og sjálfs- forræðisgrillur á hilluna héðan í frá. Þá renn- ur upp ný gullöld í stjórnarfarinu, þegar ráð- gjafinn er kominn á þing og kyrkir málin þar strax, eða lætur þingmenn vinda þeim svo við, að hann treystist til að samþykkja þau. Að þ essu get eg ekki gengið, segir valtýski ráðgjaf- inn. Þetta verðið þið að fella burtu. Og svo er það fellt burtu. Og þetta verðið þið að hafa svona, segir hann, til þess að eg geti samþykkt það. Og því er breytt svo, því að það er um að gera, að þingið samþykki ekkert, sem eigi verður staðfest. Þá verða engar lagasynjanir. Þá verður gott að lifa. Og þetta kostar oss alls ekki neitt. Það er dýrmætast af þvi öllu saman, eptir kenningu »ísafoldar« og stjórnarinnar dönsku. Alþýða vor má vera heimsk, ef hún skilur það ekki, að það sé tilvinnandi að leggja árar í bát »innlimast« Danmörku og afsala sér frelsi og sjálfsforræði fyrir nokkrar krónur. Nokkur orð um landaura-verðlag í Árnessýslu 1899-1900 Með síðasta pósti bárust hingað verðlags- skrárnar, sem gilda eiga frá miðjum mai í vðf til sama tíma 1900. Mörgum mun hafa komið til hugar, að einhverjar umbætur mætti sjá á þeim frá því sem áður var, því samkvæmt lög- um nr. 16. 6. nóv. 1897, um undirbúning verð- lagsskráa, var byrjað að fara eptir þeim lögum síðastliðið haust og verðskrár þær, sem nú koma til sýnis voru samdar eptir og undirbúnar ept- ir þeim lögum. Ekki er fyrir að synja, að eitthvert gagn geti orðið að umbótum þeim, sem lagafyrirmæli þetta gerir ráð fyrir og nú var áminnst, ef greindir og gætnir menn byggja undirstöðuna, en frekar skal ekki útí þetta farið hér. Hvað Arnessýslu snertir, mun óhætt að full- yrða, að gjaldendum þar þyki í meira lagi kyn- legt, að hægt sé með réttu að sameina þetta tvennt: að allir gjaldliðir hafa nú lækkað að undanskildum einum, sem er eins ogí fyrra, en með- al alin þó hækkuð um 6 aura, (var áður 50 a., nú 56 a.). Þegar þetta er athugað verður álita- mál, hvort undirbúningur sá, sem lögin gera ráð fyrir, hefur orðið sem heppilegastur, og er þá líkara, að litið verði helzt á, að hækkunin hér stafi helzt af því, að menn þeir, sem kosnir hafa verið til viðbótar, til að sjá um undirbúninginn, hafi ekki gert sér nægilega Ijós fyrirmæli lag- anna. — Eigingirni virðist ekki vera til að dreifa nú, sem stundum þö áður hefur verið gert, því meiri hlutinn af þeim sem undirbjuggu áður sagðar verðskrár, mun hafa verið fremur úr flokki þeirra, sem vanari eru að gjalda eptir þeim, en taka ínn? Þegar eg athuga verðlagið fyrir fardagaárin 1897—98, og 1898—99., og 1899—1900, rekur maður strax augun í, að 4 liðum í tóvörunni hefur verið sleppt burt, nú talinn aðeins einn, og það sá liður, sem mesta hækkun hefur í för með sér, og þar sem hann er aðeins einn, varð að byggja meðaltalið á honum. »Þarna hafa þeir hitann úr blessaðir« sagði kerlingin forð- um. — Opið virðist það liggja fyrir, að þetta sé langt frá réttu lagi, ef átt er við réttlátt með- altal, sem mun þó vera meiningin; eða hvernig mundu þeir hinir sömu, sem áttu við þetta verð- lag, treysta sér til að sýna, að sjóvetlingar séu ekki eins gjaldgeng vara eptirleiðis og að und- anförnu, eða tvíbands-sokkar, sem alltaf hafa ver- ið taldir; einskiptu var líka óþarft að sleppa; þetta hefur allt staðið óátalið um langan tíma. — Hákarlslýsi hefur einnig verið fellt úr og má vera, að það sé rétt. Sellýsi er virt til gjalds sem rétt er. En þvf fengu selskinn ekki að vera með? Þótt selveiði sé ekki nein veruleg tekjugrein hér í sýslu, eru þó margir hreppar, sem einhverjar afúrðir hafa af selveiði. Yarla getur maður hvort sem er ímyndað sér, að sum- ir hreppar eða íbúar þeirra, veiði skepnuna skinn- lausa! Eg hef að gamni mínu litið yfir verðlag f öðrum sýslum eptir skrám þeim, sem nú hefur verið áminnst og grunar mig, að lítið hafi breytzt til batnaðar; þó er það sumstaðar sjáanlegt. Það virðist yfir höfuð vera nauðsynlegt, að verðlag sé sett á sem flest af því sem haft er handa á milli, því opt er það orðin venja að fátækra-útsvör eru látin af hendi samkvæmt verðlagi því, sem gildir ár hvert í sýslunni. Það virðist heldur ekki vanþörf á, að tilbúin séu ný eyðublöð undir vörur og verðlag þeirra, og ætti þá að bæta inn í rótar-ávöxtum, svo sem rófum og kartöflum, sem nú er talsvert farið að nota í gjöld manna á milli um allt Suðurland. — Þar sem landshöfðingi vor gefur nú til kynna, að innan skamms verði prentuð eyðu- blöð þau, sem nú var minnst á, ættu þau að hafa dálk fyrir flestar, helzt allar vöruteg- undir, sem Islenzkur iðnaður getur fram- leitt eða framleiðir. — I aprfl 1899. Árntsingur. Um þingmennsku-uppgjöf Sig- hvats Arnásonar þykist »ísafold« vera 'narla fróð núna síðast. En heimildir hennar munu eigi vera áreiðanlegri eða nær sanni, en bréfið úr Rang- árþingi í Þjóðólfi síðast, hversu nákvæmar fregn- ir, sem hún þykist hafa af sýslunefndarfundinum þeirra Rangæinganna. Hversvegna hefur hún ekki flutt þær fregnir fyr, hafi þar allt verið, eins og átti að vera? Nú bendlar blaðið t. d. Þórð alþingjsmann í Hala við þetta, til að reyna að hnekkja frásögn Þjóðólfs. Það er nú eptir að vita, hvort þingmaðurinn kannast við það, sem honum er borið á brýn í »ísafold«, þvf að væri það satt, að honum hafi verið fullkunn- ugt um alt þettabrall gegn Sighvati ísýslunefnd- inni og ekkert gert til að afstýra því, eða styðja Sighvatogmálstaðhans,þá værisú framkoma þing- mannsins mjög undarleg og óviðurkvæmileg gagn- vart samþingismanni sínum og skoðunarbróður í pólitfkinni. Gagnvart flokksmönnutn sínum, kjós- endum sínum og Sighvati verður Þórður alþm. að bera af sér þetta árnæli »Isafoldar«, og: heimta sannanir fyrir því. Það er blaðið, sem verður að færa gild rök fyrir þessari staðhæfingu sinni um þingmanninn, sem er mjög óþægileg í hans garð, því að á bak við hana liggur einmitt aðdróttun um, að hann sé horfinn frá fyrri skoð- un sinni í stjórnarskrármálinu og þá sjálfsagt orðinn Valtýsliði. En það er alveg tilhæfulaus. uppspuni, eins og síðar mun sjást — Ann- ars er langsnjallast fyrir »Isa>fold« að hafa hægt um sig, og gorta sem minnst af kunnugleika sln- um á hinum pólitisku skoðunum Rángæinga, þangað til kjörfundurinn 17. þ. m. er um garð genginn, því að ekki er sopið kálið, þótt í aus- una sé komið, og það getur farið svo, að »ísa- fold« verði dálítið kollhúfuleg á svipinn, er hún fréttir úrslitin. •j* Eiríkur Jónsson varaprófasturá Garði, er andaðist 30 aprll (sbr. sfðasta blað) var fæddur í Stórulág í Hornafirði 18. maf 1822, og voru foreldrar hans: Jón Bergsson (dannebrogsmanns í Árnanesi Benediktssonar) síðar prestur í Einholti (•{• 1852) og Sigríður Eiríksdóttir Benediktsson- ar, systir séra Benedikts, er var f Guttormshaga og enn lifir, og Vilborgar móður Eiriks Magnús- sonar meistara í Cambridge. Voru þau hjón séra

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.