Þjóðólfur - 06.06.1899, Side 3

Þjóðólfur - 06.06.1899, Side 3
07 Jón og Sigríður bræðrabörn. — Eiríkur lærði undir skóla hjá Asmundi prófasti Jónssyni í Odda, var útskrifaður úr Bessastaðaskóla 1846, slðasta árið, sem skóli var þar haldinn, sigldi þá til há- skólans og tók þar s. á. aðgöngupróf (examen artium) og árið eptir 2. lærdómspróf. Mun eink- um hafa lagt stund á málfræði, en tók aldrei neitt embættispróf. Hann var langa hríð allt til dauðadags, styrkþegi (stipendiarius) Arna Magn- ússonar sjóðsins og tók afskriptir af mörgum bréfum og handritum í safni hans. Af ritstörf- nm hans er kunnast: Islenzk dönsk orðabók {»01dnordisk Ordbog«) er prentuð var í Kaup- mannahöfn 1863. Sfðan 1874 var hann umsjón- armaður (varaprófastur) á Garði (Regensen) og gegndi störfum aðalumsjónarmannsins (Garðpróf- astsins) í fjarveru hans hans. Hann var kvæntur danslcri konu. —Eiríkur var velgáfaður maður og fróður um margt, ritaði mjög góða íslenzku, nokk- uð forna. Var hann mörg ár Skírnisritari, og hefur það tímarit eigi síðar verið betur ritið. Þótt hann dveidi lailgvistum í Danmörku og lengur en flestir aðrir Islendingar, er þar hafa verið á síðari tímum, gleymdi hann eigi ættjörðu sinni, og var jafnan mjög íslenzkur í anda og ó- venjulega frjálslyndur í skoðunum. Þá er sá, er þetta ritar var staddur í Höfn haustið 1896 og heimsótti Eirík prófast, minnist hann þess, með hve miklum áhuga og innilegri velvild þessi gamli, farlama maður minntist ættjarðar sinnar og hversu óbifanlega trú hann hafði á framtlð hennar. Bað hann að skila kærri kveðju sinni heim til landsins síns, er hann hefði svo langan aldur eigi augum litið, og mundi aldrei fram- ar auðnast að sjá. Var ræða hans að öllu leyti hin eptirtektaverðasta og engin uppgerð í orðum hans. Er þessa hér getið til að sýna, að land vort á þar góðum og tryggum syni á bak að sjá, þótt hann gerði elcki svo mikinn hávaða af sér í lífinu. Hann var og raungóður og tryggur vin vina sinna. Munu margir íslenzkir stúdentar er kynntust honum nokkru nánar eigi viJja hnekkja þeim dómi. Var hann og jafnan vel hmum ungu löndum sínum í Höfn, þótt sumir þökkuðu það sjálfsagt miður en skyldi. Mun hann á síðustu árum eptir að elli og vanheilsa sótti á hann, hafa verið fremur einmana, enda flestir kunningjar hans og æskuvinir þá komnir undir græna torfu. Hann var jarðaður f Vestur-kirkjugarði 6. f. m.; nálega allir íslenzkir námsmenn í Höfn, eldri og yngri, fylgdu honum til grafar, auk margra annara. Ungur prestur, Frandsen að nafni, sem búið hafði á Garði, hélt líkræðuna eptir ósk hins látna; íslenzkir stúdentar mættu með fálka- fánann bláa og sungu við gröfina nokkur vers af sálminum »Allt eins ogblómstrið eina«. í stað Eiríks er af báskólaráðinu settur vara- umsjónarmaður cand. mag. Sigfús Blöndal. Afbakaðar þingmálafundarfréttir. Það er ekki í fyrsta sinn, sem »ísafold« flyt- ur rangar fregnir af þingmálafundum hér f Húna- þingi 1. og 5. april þ. á., þar sem hún segir frá þingmálafundi Húnvetninga 11. marz síðastliðinn, — enda minnist eg þess varla að hafa séð eða heyrt stórkostlegar hallað réttu máli, en hún ger- ir þá. Eg ætla að leyfa mér að leiðrétta það helzta, sem rangfært er hjá blaðinu; eg hefði gert það fyr, hefði eg séð »ísaf.« nógu snemma til þess. í báðum blöðunum er tekið fram, að allir sýslu- nefndarmennirnir 13 hafi greitt atkvæði með fund- arályktuninni í stjórnarskrármálinu (d: Valtýsk- unni), nema 1—2, auk oddvita. Þetta eru furdu- lega djörf ósannindi. Auk oddvitans greiddu þess- ir 4 sýslunefndarmenn atkvæði á móti fundará- lyktuninni: Staðarhrepps: Stefán hreppstjóri 01- afsson, Fremri-Torfustaðahrepps: Hjörtur hrepp- stjóri Líndal, Þorkelshólshr: Sigurður óðalsbóndi Jónsson og Sveinsstaðahr.: Bjarni prestur Pálsson. En þessir tveir sýslunefndarmenn voru ekki við- staddir við atkvgr.: Kirkjuhvammshr., Sigurður bóndi í Kirkjuhvammi og Vindhælishr. Bjöm prestur Blöndal. Eru þá 7 Valtýsmenn eptir, rétt- ur helmingur sýslunefndarinnar. Hlutaðeigendur geta sjálfir sagt til, ef eg ranghermi þetta. Einnig er það tilhæfulaus uppspuni að »skop- azt« hafi verið að' ræðu sýslumannsins, þvf að henni var einmitt gerður mikill rómur, en satt er það, að einn drukkinn náungi úr »Valtýsflokki«, var þá sem optar, er mótvaltýsmenn töluðu, að að skella 1 góminn og stæla hnefana. Fregnriti »ísaf.« gæti kannske nefnt henni þann mann? — Fleira er skakkt og skælt í frásögninni um um- ræðurnar á fundinum. En ekki nenni eg að elta það allt. Geta mætti þó þess, að sumir álfta það róggrey að gefa opinberlega í skyn um sýslumann, sem eins og aðrir embættismenn flestir, á em- bætti sitt undir stjórninni, að hann sé flokksyw- ingi andstæðinga hennar, ekki sízt þegar það er ósatt. Gísli sýslumaður talaði algerlega »neutralt« á fundinum, gaf upplýsingar beinar og blátt áfram. En auðvitað er hann enginn landráðalubbi, og þolir sjálfsagt allar ákúrur fyrir það. Ósatt er og um bóndann, sem »gripinn hafi verið« »til þess að verða ekki þrettán«. En nú man eg það, að „Valtýingur" einn teymdi Guðmund nokkurn í Kollugerði gegnum dyrnar, og taldi með sfnum flokki, en eg hef komizt að því síðan, að sá mað ur hefur ekki verið kjósandi í margt ár. Dregst hann því frá þessum 27. Tuddaleg tilgátaer það, að sumum hafi þótt girnilegt að „elta gyllta borð- ann sýslumannsins". En vel sómir hún sér í „ísafold", fyrst hún kom fram hvort sem var. Eg ætla að láta hér við lenda, mætti þó athuga margt fleira. En „Isaf.“ ætti að flytja áreiðanlegri frétt- ir hér eptir, en hingað til. Eg álít nefnil., að reikningar hennar við almenningsálitið megi ekkert vaxa héðanaf —gjaldamegin. En reyndar er mér sama, hvernig hann er, eða mun verða. Spákonufelli 29. maí 1899. Arni Arnason. Herra ritstjóri! Viljið þér gera svo vel að lána eptirfarandi línum rúm í blaði yðar á morgun. 30. f. m. birtist í »íslandi« auglýsing, þar sem stúkunni „Verðandi" voru boðnar óhrekjanlegar og ómótmælanlegar sannanir fyrir því, að Björn ritstjóri Jónsson, sem er félagi í stúkunni, væri margfaldlega sekur um skuldbindingarbrot gegn templarreglunni og þau af versta tagi. Það hefur að öllum líkindum verið til að reyna að koma f veg fyrir, að málið yrði tekið til nán- ari rannsóknar í stúkunni, sem Björn hefur feng- ið vottorðið, sem birtist í »ísafold« 3. þ. m., þar sem tveir af embættismönnum stúkunnar lýsa yfir því, að hann sé að þeirra vitund flekklaus bind- indismaður. Nafn æzta templars stendur undir yfirlýsing- unni, og gætu menn af þvf ætlað, að þar með væri útrætt um þetta mál frá hans hálfu. En svo er ekki; hann ætlar ekki að láta sér nægja þennan kattarþvott karls, en hefur skrifað mér og beðið um þær upplýsingar, sem fram eru boðnar í auglýsingunni í »Islandi« og þær hefur hann feng- ið. Hann getur því ekki verið eins fullviss um sýknu Björns nú, eins og hann var 3. þ. m. Verði skýrslu þeirri, sem eg hef látið æzta templar í té, stungið undir stól, ætla eg að að birta hana á prenti. 5. júní 1899. Þorst. Gíslason. Fimmtiuára afmœligrundvallarlaganna dönsku var haldið hátíðlegt hér í bænum í gær, með því að sumstaðar voru veifur dregnar á stöng, en í Iðnaðarmannahúsinu haldin veizla mikil á | kostnað Jóns Vídalíns konsúls, er bauð þangað yfirforingjum af Heimdalli og af enska herskipinu Galatea, auk æztu embættismanna bæjarins. Boðs- gestir 45 að tölu. Þetta er í fyrsta skipti, sem „stáss" hefur verið gert hér í bænum af grundvallarlög- unum dönsku. Þau eru sjálfsagt svo ákaflega þýðingarmikil fyrir oss, að full ástæða sé til að „flagga" fyrir þeim m. m. Höfuðstaðnum er ávallt að fara fram. Næst verður sjálfsagt farið að »flagga» fyrir stöðulögunum. ■■/ / / / V / / / / / /■/■/■/ / ~/á VERZLUN Friðriks Jónssonar, 4 VALLARSTRÆTI 4 hefur mikið úrval af Sjölum — Kjólatau- um, — Svuntutauum, — Sirzum — Tvist- tauum — Flanelettum — Léreptum — Gar- dínutauum—Silkitauum,—Millumpilsatauum— Fatatauum—Vaxdúkum —Línolíudúkum — Nærfatnaði fyrir karlmenn og kvennmenn — Handklæðum — Borðdúkadreglum, — „Möbel betræk" — Rúmábreiðum — Lífstykkjum — Silkiböndum — Svömpum — Greiðum— Hnöppum — Waterproofkápum,-—Skófatnaði fyrir karlmenn og kvennmenn og börn — Göngustöfum — Líntaui — Slaufum — Pen- ingabuddum — Sápum — Regnhlífum o. m. fl. ALLAR þessar vörur eru seldar með óvanalega lágu verði einungis gegnpen- ingum út í hönd. >Komdu nú að kveðast á». um kjólatau og vöru þá, sem EDINBORG er flutt burt frá. Finnst ei betra jörðu A. A hverjum bekk í hverri kró þeir hafa þar af öllu nóg. Þeir selja damask, döðiur, vatt og dömurnar segja að léreptin séu skelfing góð og það kvað vera satT. Tölum ekki um tvinnann þar, traustari' aldrei spunninn var, spegla’ er gjöra fjandann sjálfan fríðan, svo flauels-kápu margur vildi skríða’anN Notum tíma’ og nýja tóbakið, nálakodda, kex og picklesið. Kryddávexti, köku- og blómsturskálar Cocoa og óbrjótandi nálaR. Reykjarpípur remmast aldrei þar roða slær á krystalsskálarnar. Tepottar, sem tæmast ei ta.ktu þér þar slipsi meY. (Framh. síðar. Verður þar sagt frá Baðlyfinu bezta handa Dalamönnum. Ballskónum til vetrar- ins. Pearssápunni heimsftægu. Leirvarningi, sem stenst allar vinnukonur. Stölunum, sem gera þreytta menn að nýjum mönnum). Hér eptir veiti eg als ekki viðtöku þeim dagblöðum, sem mér kunna að verða send án þess eg hafi pantað þau. Petta tilkynnist hér með. Miðseli 27. maí 1899. Magnús Vigfússon.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.