Þjóðólfur - 16.06.1899, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUR.
51. árg.
Reykjavík, föstudaginn 16. júní 1899.
Nr. 29.
Um stjörnarbóíina Valtýs.
Eptir séra Jóhannes L. L. Jóhannsson.
Það er víst að bera í bakkafullan lækinn að
fara að tala með í stjórnarskrármálinu, því svo
mikið hefur verið um það þvælt fram og aptur,
enda hefi eg eigi lagt orð til um það í blöðun-
um fyrri. En það eru orð dr. Valtýs í 29. tbl.
Isafoldar í greininni: »Stöðulögin« sem hvetja
mig til þess að segja nokkur orð. Hann er þar
að tala um andmæli þau, sem ritgerð hans í
Eimreiðinni: »Stjórnarskrármálið« hefur
fengið hjá mönnum, sér í lagi hjá »lögfræðingi«
I Isafold. Valtýrjátar nú þama, að hinarháska-
legu skoðanir, sem hann heldur fram í áður-
nefndri ritgerð urn réttarstöðu (eða heldur rétt-
leysi) íslands gagnvart Danmörku komi stjórnar-
bótarmálinu eiginlega ekkert við, en kveðst hafa
skýrt frá þessari kenningu sinni um gildi grund-
vallarlaga Dana og stöðulaganna til að sýna, að
stjórnarbót sú, sem hann hefur gerst flutnings-
maður að væri hin eina endurbót á stjórnar-
högum íslendinga sem unnt sé að fá samkvæmt
gildandi lögum. Eptir þessu er þá öll ritgerð
hans »stjórnarskrármálið« eigi annað en hræða
til að skelfa Islendinga, svo að þeir þori eigi að
hafna umbót þeirri, er Valtýr hefur að bjóða
fram. Kenningin um stjórnlegt ósjálfstæði Islend-
inga gagnvart Dönum er þá agn til að láta oss
gleypa við hinni svonefndu Valtýsku með því að
svo er ætlast til, að oss sýnist allir aðrir vegir
en þessi eini ófærir til umbótarinnar. Það er
nú næsta ólíklegt, að herra Valtýr fái marga ís-
lendinga á skoðun sína um hið stjórnarlega ó-
sjálfstæði íslands. Því það eróhugsanlegt, aðforn
réttindi geti gengið úr höndum einni þjóð til
annarar svona alveg ástæðulaust, þar sem um
enga hertekningu er að tala og þegar menn nú
munu komast að raun um, að öll þessi réttleysis-
kenning er röng þar sem »grundvallarlögin«
geta ómögulega gilt á íslandi: þá er enginástæða
lengur til fyrir nokkurn mann að halda fram
Valtýsumbótinni, þvf að þá er hún alls eigi hin
eina leið, sem farin verður til að fá stjórnarbót lög-
nm samkvæma, heldur eru til margir aðrir vegir,
sem einhver næst vonandi að lokum. Það er
nefnilega mjög ólíklegt, að frumvarp til stjórnar-
skrárbreytingar, sem menn nú loksins vita, að er
til orðið vegna þessarar nýju örvæntingar- og
vandræðaskoðunar, svo sem síðasta neyðarúrræði
gersigraðra manna, rnuni fá fylgi landsmanna,
því vér erum enn eigi almennt komnir á þá skoð-
un, að landið sé réttlaust sem- nýlenda eða her-
numið land og þjóðin verði þvf að lifa á þeim
réttindum, sem önnur þjóð vill veita oss af ein-
tómri náð og getur tekið aptur, þegar vill. Það
eitt, að allar breytingartilraunir Valtýs eru byggð-
ar á þessari skoðun ætti að vera nóg til þess
að sýna íslendingum, að engin þörf er á að
fara þá leið, sem hann vill ganga, heldur að til
eru margar hættuminni leiðir, þótt seinfarnar kunni
að vera. Vér eigum því að hafna öllum breyt-
ingum hans, því upp af slfkum jarðvegi getur
ekkert gott sprottið. En hvernig getur nú maðurinn
sagt sjálfur, að röksemdaleiðsla hans um gildi
grundvallarlaganna dönsku gagnvart Islandi komi
stjórnarbótarmáli hans ekkert við? Það er alveg
óskiljanlegt, því úr því að gildi þeirra er eptir
skoðun hans hinn eini grundvöllur, sem hægt er
að byggja stjórnarumbætur lands vors á, þá get-
ur eigi átt sér stað, að grundvallarlög Dana og
stjórnarskrá Islendinga séu hvort öðru óviðkom-
andi, því þá má eins segja, að grunnmúrinn og
hús það, er ofan á hann skal byggja komi hvort
öðru ekki við, en slíka vitleysu segir enginn. Með
því nú að samþykkja lagafrumvarp, sem byggt
er á dönskum lögum sem grundvelli, er auðsætt,
að grundvöllurinn sjálfur er tekinn gildur sem
lögmætur og þar með innlimun Islands í Dan-
mörku beinlínis viðurkennd af sjálfum Islending- -
um. Sannarlega mundi Jóni heitnum Sigurðs-
syni ofbjóða, ef hann'J, mætti líta upp af gröf
sinni og sæi aðfarir Islendinga nú. Annars
þykir mér vænt um þessar nýju ritgerðir Valtýs,
þvl þær spilla stórum málstað hans. —
Það er auðséð, aðValtýr í ritgerð sinni í Eim-
reiðinni ruglar alveg saman málefnum og með-
ferð málefna, þegar hann er að tala um, að,
með stöðulögunum hafi grundvallarlög Dana feng-
ið gildi á íslandi. Stöðulögin bera það nú sjálf
með sér, að þau eru aðeins su n d u r[s k i p t i n g a r-
lög. Tilgangur þeirra er að greina í sundur
alríkislegu málin og hin sérstöku Islands mál.
Sérmál íslands eru skilin frá og greinilega
talið upp, hver þau séu. En um httt tala stöðu-
lögin ekkert, hvernig með sérmál Islands skuli
farið. Alríkismál hafa auðvitað sína eigin með-
ferð, eptir því sem fyrir er mælt í grundvallarlög-
um Dana, en eptir stöðulögunum er auðsætt, að ís-
lenzk sérmál eiga að fá aðra meðferð, því ann-
ars væri engin ástæða til að greina þau frá. Þótt
því stöðulögin séu valdboðin oglíklega ólöglega
neytt i.pp á Islendinga þar sem þau áður vóru
eigi borin undir atkvæði hins ráðgefanda alþing-
is, sem þó var talið nauðsynlegt, ef lög skyldu
ná gildi á þeirri tfð, þá hafa þau samt gert oss
stórgagn, því þau greiddu úr flækjunni og gáfu
oss þó að minnsta kosti nokkuð af því sem oss
bar. Stöðulögin eru því talandi vottur um, að
grundvallarlögin gilda eigi fyrir Island. Sökum
þess, að þau bæði gera oss gagn og líka hins,
að þýðingarlaust væri við stjórnina nú að deila
um gildi þeirra, þá er það að allir stjórnmála-
menn vorir nú á tlmum, hverjum floklci, sem þeir
annars fylgja, berjast fyrir frelsi íslands á grund-
velli stöðulaganna.
Hvað grundvallarlög Dana aptur snertir, þá
bera þau það sjálf með sér, að þau gilda einung-
is fyrir Danmörk. Það er nú óbrigðul regla, að
eigi gömul lög að fá gildi á stærra svæði en
þau áður náðu yfir, verður jafnan að gefa út ný
lög, er taki beint fram, að hinn viðtengdi lands-
partur sé undir sömu lögum og innlimaður; þann-
ig er gert þegar fylki eru tekin herskildi og
lögð undir annað ríki, en hér er um engin slík
laganýmæli að ræða,
Þá hafa Valtýsfylgjendur ávallt verið að stag-
ast á því, að engin atkvæðagreiðsla færi fram í
ríkisráðinu og er það auðvitað satt*. eptir bók-
stafnum, en f rauninni er alveg sama sem at-
kvæðagreiðsla færi þar fram og að vísu eptir
miklu strangari reglum, en almennt gerist á
öðrum mannfundum, því afleiðingin af skoð-
anarnun er í ríkisráðinu svo þýðingarmikil bæði fyr-
ir hlutaðeigendur sjálfa og gervallt ríkið, að
slíks geta eigi verið dærni annarstaðar. Því
þegar einhver ráðgjafi kemur með lagaboð fyrir
konung og æskir staðfestingar á því, þá v e r ð u r
konungur að taka tillit til og merkja í huga
sér, áður en hann leggur úrskurð á málið, hvort
það hefur fylgi hinna ráðgjalanna; undirskrifi
hann lagaboð eptir vild eins ráðgjafa þrátt fyrir
mótmæli hinna, þá segja þeir allir samstundis
af sér, samkvæmt algildum stjórnarreglum f öll-
um þingfrjálsum löndum. Nú eru víst um 10
menn í ríkisráði Dana og setjum þá svo, að ráð-
gjafi íslands kæmi með málefni til undirskript-
ar, sem allir hinir væru á móti, þá mundi
konungur vfst eigi staðfesta slíkt lagaboð og hafa
í staðinn að allir hinir 9 ráðgjafarnir segðu afsér,
en halda eptir aðeins einum manni. Auðvitað
er fjöldi smámála til, sem enginn maður í ráð-
inu, nema hlutaðeigandi ráðgjafi skiptir sérnokkurn
hlut af. Af þessu er auðsætt, hversu þýðingar-
laus seta ráðgjafans er á alþingi, meðan hann er
í ríkisráði Dana. Hann ’getur engu fremur e»
landshöfðinginn nú gefið nokkra vissu um stað-
festingu á málum, sér í lagi stjórnmálum, er ein-
hverja þýðingu kunna að hafa fyrir hagsmuni
Dana eða enda smámálum. er gerðu íslenzk lög
of ólík dönskum lögum. Ef þingið vildi til
dæmis setja lög um það, að Danir skyldu eigi
vera í neinu rétthærri til fiskiveiða við Island
en aðrir útlendingar, mundi ríkisráðið víst fljótt
skera slíkt mál niður fyrir ráðgjafa íslands. Hið
helzta, sem ráðgjafinn gæti á þingi, er að segja,
hvað hann ekki getur fengið framgengt. Að
öllum líkindum yrði það eigi þingið, er hefði á-
hrif á hann, heldur hið gagnstæða, að hann
hefði áhrif á þingið og reyndi að hafa það í
vasanum með því að veiða í fylgi með sér einn
þjóðkjörinn mann í efri deildinni, svo þau mál
yrðu felld, sem ríkisráðinu væri illa við. Það er
náttúrlega langhægast. —
Setjum nú samt svo, að talsvert ynnist við
þessa komu ráðgjafans á þingið, (þótt eg hafi
enga trú á því) og frumvarp Valtýs hafi þannig
í sér tólgnar verulegar umbætur á ástandi' því
sem nú er. En hví vill þá Valtýr og stjórnin
eigi láta oss fá það, nema með því að breyta
61. gr. í hinni núgildandi stjórnarskrá? Hví
má þessi sannnefnda frelsisperla eigi haldast ó-
breytt ? Það er ómögulegt að sjá, að hún geti
skaðað oss Islendinga, svo að það hlýtur
að vera stjórninni í hag að fá henni breytt, en
það er auðséð að íslenzku þjóðinni er tjón að
missa hana. Eptir henni er stjórnin skyldug að
leysa þingið upp og stofna til nýrra kosninga,
nái frumvarp um stjórnarskrárbreytingu samþykki
alþingis, en eptir frumvarpi Valtýs þarf nún eigi
að gera það nema hún vilji styðja málið sjalf.
Það er nú auðsætt, að stórmikið siðferðisþrek
þarf til að synja því frumvarpi staðfestingar, sem'
samþykkt hefur verið þing eptir þing af mönn-
um, sem sumir eru allt aðrir í hvert skipti og
þar sem hægt er jafnan að benda á skýlausan
þjóðarvilja. Þar á móti er aptur siðferðislega
mjög létt, að geta jafnan sagt þegar i upphafi:
»Eg styð eigi málið«, og þargetur stjórnin enda
jafnan bætt við, að engin vissa sé um, að þjóð-
arviljinn sé með þinginu. Valtýr hefur enn eigi
sagt, hvers vegna stjórnin vill breyta 61. gr. en
þar væri þó gaman að vita ástæðuna. Eigi get-
ur það verið aukaþingakostnaðurinn, því Islendingar
þurfa eigi að nota sér þessa heimild, frem-
ur en þeim sýnist sjálfum; vilji þeir engm auka-
þing hafa er eigi annað en láta vera að sam-
þykkja stjórnarskrárbreytingu, en sé breytingm