Þjóðólfur


Þjóðólfur - 16.06.1899, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 16.06.1899, Qupperneq 2
5° mikilsverð er sannarlega kostandi aukaþingi upp á hana, og vilji menn kosta því til, þá er þeim vissulega frjálst að eyða sínum eigin peningum; aðra varðar ekki um það. Sé þessari grein breytt gæti næsta stigið að líkindum orðið, að stjórnin vildi nema í burtu 28. gr. hina frelsis- perlunaí stjómarskránni, semmeð sameinaða þing- inu hindrar hana mjög óþægilegafrá aðgeta gefið út bráðabirgðarfjárlög. Stjórnartilboðið svo kall- aða er mjög varasamt í heild sinni, en þótt það að öðru leyti yrði samþykkt ætti alþingi samt aldrei að bréyta 61. gr. í hinni núverandi stjórn- arskrá. ‘Réttast er að fella alla þessa valtýsku stjórnarsendingu og það er full ástæða tif að biðja guð í hreinni alvöru, að svo verði gert. Niðurl. næst. Kirkjurækni - Kristindómup — Bindindið sum?a okkar. Eptir „Humanus". II. Séra Jón Bjarnason gefuríræðu sinni »Bind- indi« nægilegt tilefni til margskonar hug- leiðinga um bindindið og bindindisstetnuna hjá okkur. Ræða hans er almenn og getur átt við hjá hverri þjóð sem er. Hann tekur fram hinar 2 merkingar í orðinu »bindindi«. Bindindi, sem biflían talar um, er víðtækara en það, sem nú er kallað bindindi í daglegu tali, það er sjálfs- afneitun yfirleitt og það kallar hann kristilegt bindindi. Bindindi almennt í daglegu tali er aðeins að halda sér frá nautn áfengra drykkja. Séra Jón segir, »að vínið sé í upphafi af guði sjálfum gefið mönnum, þeim til saklauss fagnaðarauka. Það er enginn vondur, vanheil- agur hlutur og það sem helgast er af öllu í hinni krtstnu trú vorri er einmitt af drottni sjálfum knýtt við þann líkamlega, jarðneska hlut, sem heitir vín« (altarissakramentið). En samt er þetta hið bezta meðal til að tæla menn út í synd, ógæfu og eymd. Séra Jón biður menn að styðja og styrkja það bindindisstarf, að stemma stigu fyrir o f- drykkjunni, ofdrykkjunni, sem gerspilli manninum líkamlega og andlega, geri út af við manninn í öllum skilningi ’og kollvarpi gæfu annara. En hann varar við óheilsusamlegum, rammskökkum kenningaöfgum. Hann segir: »Það má líka fara illa og syndsarolega með þetta góða mál, bindindismálið« og »með ósannind- um má aldrei styðja bindindismálið. Það má einatt heyra þá staðhæfing til nútíðarinnar bind- indisprédikara, að vínnautn sé í sjálfu sér og þess vegna æ fi n 1 e g a syndsamleg og vínbind- indi þar af leiðandi óhjákvæmileg, æfinleg skylda allra kristinna manna«. Mér sýnist ekki betur, en hér liggi ekkert nær en að hugsa til starfsemi og anda Good- templararfélagsins hjá okkur. Það er heimtað af hverjum, sem 1 þáð félag gengur, æ f i 1 a n g t bindindi. Það er prentað með feitu letri í blöðunum: Goodtemplarareglan er kristilegt félag. Er það nú nóg að setja á sig þennan stimpil, til þess að verða kristilegur? Verkin sýna merkin. Eg veit til þess, að mönnum hefur verið neitað um upptöku í félag- ið, af því að þeir væru of breyzkir, of miklir drykkjumenn. Eg veit lfka, að manni, sem af einlægum vilja óskaði inngöngu í félagið, var nfitað um það, af því að það var starf hans sem þjónn að veita öðrum áfenga drykki. Er það kristileg mannúð að neita einmitt þeim, sem mesta þörfina hafa, um tækifæri til að betra sig? Og hvernig hafa Goodtemplarar hag- að sér gagnvart ofdrykkjumönnunum ? Það hef- ur verið sú tíð, að ekki aðeins ofdrykkjumenn, heldur allir, sem höfðu vín um hönd sér til sak- lauss fagnaðarauka hafa verið hataðir, forsmáðir og lagðir í einelti með svlvirðilegum smánarorð- um. En ofdrykkjumennimir em sjukir menn, sem þurfa nærgætni við og mannúðar, en ekki hroka og fyrirlitningar af hendi þeirra, sem eiga að betra þá. Eg minnist f þessu sambandí lítils atviks í fyrra hér á Reykjavíkurgötum. Það kom ræfilslega klæddur miðaldra maður alveg lít- úrdrukkinn og skjögraði og reikaði eptir einni götunni; múgur og margmenni á eptir honum, fullorðnir og böm; verstu smánarorðum rigndi yfir hann og í hvert skipti sem vesalingurinn féll um koll, dundu hláturssköllin og óhljóðin yfir hann. Enginn rétti landanum hjálparhönd. Þá kom útlendur snyrtimaður allt í einu út úr hópn- um, hjálpaði drukkna manninum stillilega og þegjandi upp úr forinni, tók ræfilinn við hönd sér og leiddi hann 1 burt. Það sló þögn yfir fjöldann. Menn skömmuðust sín auðsjáanlega. Útlendingurinn var hinn alþekkti bindindisvínur Mr. Howell. Þessháttar þögul mannúðarverk eru opt betri hugvekjur en háværar bindindis- prédikanir innan fjögra veggja. Það er hin háskalegasta spilling og eyði- legging fyrir siðferðislegt líf manna er menn smeygja sér inn undir Krists merki og þykjast vera bindindismenn í augum almennings, en drekka svo í pukri. Þeir menn eru siðferðis- lega spilltari en ofdrykkjumennirnir Það er op- inbert leyndarmál, að það era nú ekki svo fáir, sem fara í Goodteroplararegluna til að sýnast fyrir mönnum, sumir til þess að drekka minna en áður þrátt fyrir hið æfilanga bindindis- heit. Og menn hlæja bara að þessu og hafa það í fíflskaparmálum. Af hræðslu við aðra og til þess að sýnast góðir menn hið ytra fara þessir menn í bindindi, en ekki af innri vilja eða einlægni til að betra sig. Það er ekki hinn sanni bindindisandi, sem gerir Goodtempl- arafélagið hér í bæ svo fjölmennt. Það er ekki af því, að öllum þessum mönnum sé svo illa við eitrið í flöskunni, að þeir ganga í Goodtempl- arafélagið. Það era skemmtanir og »húrlumhæið« og »húmbúggið«, sem safna að sér miklum þorra af þessum lýð og hann spillir sorglega fyrir vöxt og viðgangi hins sanna bindindis, sem er byggt á sterkum vilja, einlægni og mannúðartil- finning fyrir sjálfum sér og hinum, sem veikir eru fyrir. Það er betra að eiga fáa bindindismenn, sem eru það af einlægni, en marga, sem aðeins þykjast vera það; meðan það eru til menn, sem blygðast sín ekki fyrir að drekka viljandi í bind- indi, er það sorglegur vottur þess, hvað bindind- isfélögin hafa sérstaklega verkað á hið innra sið- ferðislega lít manna, hve bindindisandinn er rotinn og sljór og hve lítið er þegar aðgert, þrátt fyrir alla »statistik« og alltglamurí þá átt, að hugir manna séu gagnteknir af einlægri tr’ú og meðvitund um, hve bindindi er affarasælt og blessunarríkt, bæði fyrir hvem einstakan mann og fyrir land og lýð.. Móti Valtýskunni fremur en með henni má teljá ályktun Hafnaffjarðarfundarins 8. þ. m., því að þar er tekið fram, að fundurinn vilji aðhyllast þetta nýmæli, ef stjórnin leggi fram framvarp, og sérstakur ráðgjafi séí boði. En nú er hvorttveggja, að stjórnin sjálf mun ekkert tilboð gera í sumar, og svo getur ráð- gjafi Valtýs ekki kallazt sérstakur ráðgjafi fyrir Island, eins og opt hefur verið tekið fram, því að meðan hann er rígbundinn við rlkisráðið danska er staða hans hvorki óháð né sjálfstæð, heldur öldungis samsvarandi stöðu hinna dönsku ráð- gjafanna, eins og íslandsráðgjafi hefur beinlínis tekið fram. Að tala um »sérstakan« ráðgjafa fyrir Island sitjandi í ríkisráðinu er ramöfugt, því að hann er ekki sérstakur í öðrum skiln- ingi en þeim, að hann á að nafninu til ekki að gegna öðrum stjórnarstörfum en íslands málum. Hann er að vfsu »sérstakur« maður út af fyrir sig, en stjórnskipulega ófrjáls sem ráðgjafi ogtvinnaður saman við danskinn, sam- kvæmt þeim réttarfarsreglum, er Danir vilja gilda láta gagnvart oss, en vér teljum bæði ógild- ar og ranglátar. — Þetta verða menn að hafa hugfast, þegar verið erað stagast á þessum »sér- staka (!) Valtýsráðgjafa. — Ályktunin á Hafnar- fjarðarfundinum var samþykkt með 15 atkv. gegn 7 (5 segir »ísafold«; hún hefir jafnan sterka til- hneigingu til að »drýgja mjöðinn« hjá sér, ef hún heldur, að það geti verið henni í vil, en nú var Hafnarfjarðarfundurinn það í rauninni ekki. Hún hefur ekki lesið samþykktina nógu vel ofan í kjölinn, kindin). Enskt herslcip, Blonde, kom hingað f fyrradag. Það er sent af ensku stjórninr.i til að gæta hagsmuna botnverplanna hér við land, er kvartað hafa undan ofbeldi danska varðskips- ins, auðvitað öldungis ófyrirsynju. Hitt enska herskipið »Galatea«, er kom hingað 26 f. m. og lá nærri 3 vikur hér á höfninni fór til út- landa í fyrri nótt, þá er »Blonde« var kominn. Afli góður hefur að undanfömu verið hér á Innnesingamiðum, 50—60 í hlut á dag af miðl- ungsfiski, en því miður örfá skip, sem það stunda. Akurnesingar hafa affað vel sfðustu daga. Akranes er hin eina veiðistöð hér við flóann, sem bátaútvegur er enn stundaður að nokkru ráði. Goðdalaprestakall er nú auglýst laust. að nýju, því að séra Hafsteinn Pétursson, er þar var í kjöri og kosningu hlaut, er nú hættur við að koma hingað til lands, en hinn umsækjand- inn séra Brynjólfur Jónsson á Ólafsvöllum hefur drégið sig í hlé. Umsóknarfrestur til 28. júlí. Ðáinn er n. þ. m. Björn Eyvindursson bóndi á Vatnshorni f Skorradal, eptir 3 daga legu f lungnabólgu, á 74. aldursári. Hann var einn af merkustu bændum Borgarfjarðarsýslu. Maður drukknaði í Grímsá í Borgar- firði seint í næstl. viku: Björn Bjarnason, kvænt- ur maður, ættaður úr Reykjavfk, en nú til heim- ilis hjá Boilleau barón á Hvítárvöllum; var að sækja hesta fyrir húsbónda sinn, en hleypti á sund í ánni og fórst þar. Póstskipið »Laura« fór til Vestfjarða 9. þ. m., og kom aptur í gær. Gipting. í gær voru gefinsaman íhjóna- band hér í bænum: Einar Benediktsson yfirrétt- armálaflutningsmaður og frk. Valgerður Zoéga. Fundur verður haldinn í Iðnaðarmannafélaginu á laugar- daginn 17. þ. m. kl. 8 síðd. Auglýsing. í „Fjallkonunni" hefur staðið, að verð á bankabyggi og grjónum við Lefoliis verzl- un á Eyrarbakka hafi í vetur verið 18 aur- ar pundið í reikning. Þetta er rangt Reikn- ingsverð í vetur hefur verið eins og á kaup- tlð í fyrra, 13 og 14 aurar, eptir gæðum, Qg peningaverð 12 og 13 aurar. Þetta tilkynnist hérmeð viðskiptamönnum verzlunarinnar. Eyrarbakka 23. maí 1899. P. Nielsen

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.