Þjóðólfur - 30.06.1899, Blaðsíða 1
c\
ÞJÓÐÓLFUR.
51. árg.
Reykjavík, föstudaginn 30. júní 1899.
Nr. 31.
Ráðgjafinn áþingi — Eimreiðin — ísafold.
Eptir a-\-b.
II.
Síðast minntist eg á þá villukenningu »Lög-
fræðingss, og Isafoldarmanna, að uppgjafarkenn-
ing dr. Valtýs kæmi »ekki lifandi vitund viðþeirri
spurningu, sem nú liggur fyrir þjóðinni«. Aldrei
verður það nógu rækilega brýnt fyrir kjósendum
til alþingis og alþingismönnum, hve háskaleg til-
raun þetta er til þess að kasta sandi í augu þeirra,
er ráða eiga úrslitum stjórnarskrármálsins á al-
þingi. Einmitt af því að greind uppgjafarkenn-
ing snertir grundvöll málsins, og af því hún kem-
ur frá nianni, srm nú er lang handgengnastur og
kunnugastur dönsku stjórninni, allra Islendinga,
auk þess sem pessi sami madur er adal forkólfur
hjnnnr svo kölludu fytirii hugudu stjórnarbótar —
einmittþessa vegna er uppgjafarkenningin svo í-
skyggileg og einmitt þessa vegna verður hún svo af-
leiðingarík, oss Islendingum til tjóns og pólitiskrar
eyðileggingar, ef á henni skal byggja hina nýju
stjórnarbót!!;en á því virðist er.ginn vafi vera, þar sem
dr. Valtýr hefur hreinskilnislega(l) skýrt frá því
nýlega í Isafold, að það sem sér hafi einkum
gengið til að koma nú með þá kenningu, að vér
hefðum glatað voru forna sjálfstæði með stöðu-
lögunum, hafi verið það, að sýna með því Islend-
ingum fram á, að engin önnur leið væri fær í
stjórnarbótarmálinu, en sú, er hann og hans liðar
héldi fram. Doktorinn vill sem sé sýna, að vér
séum dauðadæmdir í pólitiskum efnum, og verð-
um því að láta oss iítið nægja, já, llklega, jafn-
vel minna en ekki neitt.
En ef Valtýsliðar hér á landi segja það satt,
að þeir séu ósamþykkir grundvallarskoðunum dr.
Valtýs á undirstöðuatriðum stjórnarskrármálsins,
þá vil eg spyrja: Er það ekki hreinasta vanhyggja
af þeim að ætla að binda bagga sína með honumt
Og væri það ekki yfir höfuð fullkomið glapræði,
að fara að tildra upp nýrri stjórnarbótarómynd á
meðan, og um leið og hinn alvarlegasti ágreiningur
á sér stað meðal flokksmannanna sjdlfra um undir-
stöðuatriði málsinsr *
Nei, ritstjórar »ísafoldar«, sÞjóðviljans unga«
og »Bjarka«, sem allir syngja við sama tóninn,
mega þvo og þvo hendur sínar í svo sterkum lút,
sem nokkurstaðar getur fengizt, þeim mun þó ekki
takast að hreinsa sig af uppgjafarkenningum dokt-
orsins, og sízt af afleiðingum þeirra; eptir allan
þvottinn munu þær þó loða við hvern fingurgóm
þeirra, nema þeir taki ráð f tíma og hætti við
Valtýskuna sína.
Það var annars ljóta kjaptshöggið, sem dokt-
orinn laumaði að flokksmönnum sínum með þess-
ari sælu Eimreiðargrein. Þeir vöknuðu líka við
vondan draum, en of seint til þess, að þeir þætt-
ust geta staðið sig við að hörfa til baka. Þess
vegna var gripið til handaþvottarins, stóryrðanna
og útursnúninganna. Að hörfa nú, þegar sigurinn
virtist vera í nánd, það var óþolandi. Bara að
vinna siguryfir ólukkans endurskoðendunuml Sjálf-
stæði fósturjarðarinnar — ja — látum heimskingj-
ana hugsa um það!
III.
(Síðasti kafli).
Nú vík eg aptur að pésanum, sem skírður
er: »Ráðgjafinn á þingi«r)
Á 7. bls. tekur »pésinn« fyrir: »Mótbárur
gegn stjórnartilboðinu«, og ræðir þá fyrst um
setu Islandsráðgjafa 1 ríkisráðinu. Eins og vita
mátti kemst »pésinn« að þeirri niðurstöðu, að
það geri svo sem ekki mikið til, þó ráðgj. sitji
í ríkisráðinu. Hann segir, að fram séu kornnar
svo makalaust glöggar og áreiðanlegar upplýs-
ingar um alla meðferð mála, og þá einnig ís-
landsmála, í rílcisráðinu frá 2 ráðgjöfum íslands.
En mér hefur tekizt svo eptir, að það sé hinn
virðulegi doktor Valtýr, sem gefið hefur blöðun-
um á Islandi þessar upplýsingar. Auðvitað ber
doktorinn ráðgjafana fyiir sig. En sé skýrsla
hans í þessu efni jafn rétt og skoðun hans á
réttirfdum íslendinga, þá býð eg ekki fé við
henni. Það getur verið, að doktorinn skýri rétt
frá; það getur einnig verið, að hann skýri rangt
frá. Doktorinn hefur það sem sé til, að mis-
skilja. En hvað sem nú þessu líður, þá er
fyrst lögð áherzla á það, að engin atkvæða-
greiðsla geti nokkurn tíma farið fram í ríkisráð-
inu. Þó þetta væri nú satt, sem lfklegt er, þá
sé eg ekki mikið unnið; Islandsmál eru flutt þar
engu að síður í viðurvist dönsku ráðgjafanna.
Þessir dönsku ráðgjafar hafa þar vissulega mál-
frelsi, einnig þegar um íslenzk mál er að ræða,
og munu nota sér það, er þeim sýnist, og geta
þannig haft öll hin sömu áhrif á úrslit íslands-
mála, og ef þeir greiddu um þau atkvæði; þvf
að eg trúi því ekki blátt áfram, að dönsku ráð-
gjafarnir láti alíslenzk mál hlutlaus, þó doktor
V. hermi það eptir ráðgjafanum. Auk þess mætti
spyrja: Hve mörg munu þau málin vera, er
dönsku ráðgjafarnir álíta alíslenzk? Lögaldurs-
málið, háskólamálið o. s. frv., munu dönsku ráð-
gjafarnir hafa álitið þau sér hingað til óviðkom-
andií Er það líklegt, að dönsku ráðgjafarnir láti
íslenzk mál alveg hlutlaus og hafi engin áhrifá
úrslit þeirra, þegar dansk-íslenzkum kaup-
mönnum hefur tekizt að hafa úrslit íslenzkra
mála erlendis í hendi sér?
»Enn hefur íslenzkum málum aldrei verið
ráðið öðruvísi til lykta í ríkisráðinu, en ráðgjafi
íslands hefur lagt til«, hermir »pésinn« eptir
doktornum og doktorinn epttr ráðgjafanum. Þessu
trúi eg vel, því að ráðgjafanum þeim hefur ef-
laust tekizt að vera í samræmi við aldönsku ráð-
gjafana hingað til. En svo mætti og spyrja:
Hefur íslendingum jafnan geðjazt vel að þeim
úrslitum, sem Islandsmál hafa fengið samkvæmt
tillögum ráðgjafa íslands? Ef ekki, hvf er þá
verið að trana þessu framan í menn, sem ein-
hverju dýrindis hnossi?
» Gangi úrskurður konungs gegn tillögum ráðgjaf-
ans, ermálið flytur, þáer litið svo á, sem sá ráðgjafi
eigi ekki annars úrkosta en að beiðast lausnar«,
segir »pésinn«. Þetta er býsna hátíðlegt svona
á pappírnum. En ekki væri úr vegi, að þeir
herrar, Valtýingar, upplýstu þessa frjálslegu stjórn-
arvenju með dæmum. Sumir hér heima lifa sem
sé f þeirri trú, að því sé þannig fyrirkomið í
Danmörku, að ráðgjöfunum og konungi geti kom-
ið allt af vel saman. Sé svo, þá leiðir einnig
1) Fyrir stuttleika sakir, mun eg nefna hér
eptir þetta ritverk „pésa“. Höf.
þar af, að blessaðir ráðgjafarnir þurfa ekki að
beiðast lausnar, fyr en þeim sýnist.
En það verður svo sem öðru máli að gegna
með ráðgjafa Islands, segja Valtýingar; hann get-
ur hæglega fengið á móti sér meiri hluta beggja
þingdeilda, 0g þá hlýtur hann að víkja.. Hví
þá, spyr eg?.
Er ekki gert ráð fyrir því, að ráðgjafinn
verði launaður af dönsku fé? Á hann ekki
stöðu sína eingöngu undir dönsku stjórninni, en
ekki alþingi íslendinga? Komi hann sér vel við
konunginn og dönsku ráðgjafana, mun hann lítt
setja fyrir sig vanþóknun alþingis. Það er ráð-
gjafinn, sem getur linað alþingið, en alþingi ekki
ráðgjafann, og að þessu leyti hefur »pésinn« rétt
fyrir sér, er hann segir, að stjórnartilboðið svo-
nefnda »flytji þungamiðju valdsins inn á
þingið, oss meðöllu kostnaðarlaust« það
er að segja: hið erlenda ráðríki og gerræði fær-
ist með slíkum ráðgjafa inn í landið, og til
þess sýnist Dönum tilvinnandi að borga ráðgjafa
Islands sínar 12000 krónur. En hinn óbeini
kostnaður, og hið óbeina tjón, sem at þessu fyr-
irkomulagi mundi leiða fyrir oss Islendinga, verð-
ur ekki tölum talið.
Mikið dæmalaust hnoss er þetta kostnaðar-
leysi við stjórnarbreytingu Valtýinga!, enda hef-
ur þessu atriði málsins, kostnaðarleysinu, verið
óspart tranað framan í alþýðu manna. Þeir vita,
sem er, að slík »slagorð« fá ljúfa áheyrn hjá
lítt menntuðum og hugsunarlitlum alþýðumönnum.
Og svo þessi sláandll ástæða: »Þetta eitt L
er fáanlegt«, Svo er bíræfni Valtýingatakmarka-
laus, að þeir nota þetta sem ástæðu fyrir mál-
stað sínum, eptir að þeir, einmitt þeir, eru
búnir að hringla svo með stjórnarbótarmálið
fram og aptur, að stjórninni dettur ekki lengur í
hug að virða alþingi viðtals í því máli b e i n a
1 ei ð .
Eitt er það atriðið, sem »pésinn« að vísu
getur um fullum stöfum, en það er á b y r g ð sú,
er ráðgjafanum nýja er ætlað að bera, ekki að
eins á stjórnarskránni, heldur og á allri stjórnar-
athöfninni. Þetta er nú blessað og gott 1 sjálfu
sér. Það er býsna ánægjulegt að heyra um
þessa víðtæku ábyrgð ráðgjafans, sem oss Is-
lendingana hefur skort hingað til svo tilfinnan-
lega. En ekki gerir »pésinn« hina minnstu til-
raun til að sýna, hvernig þessari ábyrgð verði
komið fyrir. Hvar eru ábyrgðarlögin ? Hvenær
verða þau samin? Hvernig verða þau úr garði
gerð? Hvenær verða þau staðfest? Eða á hið
háttlofaða þingræði að koma í stað ábyrgðar-
laga, og halda hinum dansklaunaða ráðgjafa 1
skefjum? Þetta leiðir nú tíminn allt í ljós, vænti
eg, og mun bezt að bíða, og sjá, hverju fram
vindur.
Eg skal nú bráðum lúka máli mínu í þetta
sinn; þó verð eg að minnast lítið eitt á »niður-
lagsorð pésans« góða, þar sem Islendingar eru
ávarpaðir. Jafn bíræfnar dylgjur og getsakir til
pólitískra mótstöðumanna, jafn drembnar og
og glannalegar fullyrðingar um ágæti og yfirburði
Valtýskunnar, minnist og ekki að hafa lesið, og
hefur þó margt kámugt óþverraorðið fallið úr
þeirri áttinni. Til smekks skal að eins þetta tilgreint
úr »niðurlagsorðunum«: »Nú ríðurá að standa á
verði gegn þeim mönnum, sem virðast ekki geta
unnt þjóð vorri umbóta á stjórnarfari sínu, ef
þær umbætur koma að einhverju leyti í bága