Þjóðólfur - 01.07.1899, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 01.07.1899, Blaðsíða 4
126 var samþykkt, að útvega hjálp úr landssjóði til að koma upp slátrunarhúsi í Reykjavík í sam- bandi við íshús, niðursuðu, söltun og reykingti á kjöti og sútun á skinnum. Fundurinn vildi og láta koma upp mjólkurhúsum á hentugum stöðum og gera tilraun til að opna í öðrum löndum markað fyrir íslenzkt smjör. Fundurmn vildi láta nema horfellislögin úr gildi, láta gera við hafnir og bátalendingar við suðurströnd landsins, taka Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokks- eyri upp á ferðaáætlun strandferðabátsins »Hól- ar« veita 700 kr. á ári og 500 kr. í eitt skipti til að koma á og halda uppi stöðugum vagnferðum í 4t/2 mánuð einu sinni í viku úr Rvík austur að Þjórsárbrú, og tvisvar í viku úr Rvik að Þing- völlum, vildi fá brú á Sogið, skipa milliþinga- nefnd til að endurskoða fátækralöggjöfina, af- nema lausafjártíundina, tolla smjörlíki, kynjalyf, kartöfllur og hvalafurðir, lögleiða vínsölubann, en þrefalda áfengistollinn, samþykkja eptirlauna- lögin, eins og að undanförnu, en hætta við læknalögin, heldur en að baka landsjóði eptir- launabyrði m. fl. Ur Arnessýslu er Þjóðólfi ritað ýmislegt um þingmálafund þennan, og tillögur manna þar, en því verður að sleppa hér vegna rúmleysis. I nið- urlagi eins bréfsins erkomizt svo að orði:» Tryggvi Gunnarsson alþm. las upp gamla grein úr »ísa- fold«, sem nú kvað vera prentuð í »Dagskrá« og bar hana saman við skoðun blaðsins nú. Varð það þá almennt álit, að slík blöð, sem þessi ættu ekki að kaupast eða lesast, eða þá að varast að taka nokkurt mark á þvf, er þau segðu um stjórnmál«. A I þ i n g i var sett í dag. Eins og venja er, var haldin guðsþjónusta i dómkirkjunni og sté séra Sigurð- ur Stefánsson í stólinn. Lagði hann út af Lúk. 18. g—14 (Fariseanum og tollheimtumanninum !!); þótti flestum sú ræða nokkuð ofsafengin og ó- viðkunnanlega svæsin í garð pólitiskra andstæð- inga prédikarans og virtist það eiga miður vel við á þeim stað. Að lokinni prédikun gengu þingmenn inn 1 alþingishúsið og skipuðu sér í þingsal neðri deildar. Þá er landshöfðingi hafði lýst yfir, að þing væri sett og þingmenn hrópuðu þetta venju- lega húrra, las hann upp boðskap konungs t.il þingsins, eða svar upp á ávarp efri deildar 1897. Var þar skýrt frá, að samkv. tillögum ráðgjafans yrði ekkert frumvarp til breytingaástjórnarskránni lagt fyrir þetta þing frá stjórninni. En ástæður ráðgjafans birtast síðar. — Þá gekk aldursfor- seti þingsins Sighvatur dbrm. Árnason til for- setasætis og gekkst fyrir kosningu nefndar (Kl. Jónss. Guðl. Guðm. J. Jenss.) til að rannsaka kjörbréf hinna konungkjörnu og hans eigið kjör- bréf og reyndist það allt gott og gilt. Forseti sameinaðs alþingis var kosinn: Hallgrímur Sveinsson biskupmeð 18 atkv. (Sighv. Árnason fékk 13 atkv. Ól. Briem 4). Varaforseti kosinn: Ól. Briem eptir tvítekna kosn- ingu. Skrifarar: Sigurður Stefánsson og Þorleifur Jónsson. — Þá skiptust deildirnar, sín í hvorn sal. Sighv. Árnason gekkst fyrir kosningu for- seta neðri deildar, og hlaut kosning Þórhallur Bjarnarson með 12 atkv. (Sigurður Gunnarsson fékk 11 atkv,). Varaforseti var kosinn: Jón Jens- son með 12 atkv. Skrifarar: Einar Jónsson (22 atkv.) og Klemens Jónsson (13 atkv.). Forseti efri- deildar var valinn: Árni Thorsteinsson landfó- geti en varaforseti Sigurður Jensson. Skrifarar: Jón Jakobsson og Þorleifur Jónsson. Kosningar á embættismönnum þingsins hafa því einmitt fallið, eins og þær áttu að falla frá Náttúrufræðisfél. Ársfundur félagsins verð- ur haldinn í hinu nýja hús- næði náttúrusafnsins (í gamla sjómannaskólanum við„Dokt- orshúsið“) laugardaginn hinn 8. júlí um miðaptan (kl. 6). Reikningur félagsins fyrir 1898 verður lagður fram; embættismenn kosnir o. s. frv. _____________STJÓRNIN. HÉRMEÐ auglýsist, að eg fyrir- býð, að viðlagðri fullri lagaábyrgð, öllum allskonar veiði í svo nefndri Korpúlfsstaðaá í Mosfellssveit, fyrir Blikastaða.-Korpúlfsstaða-Keldna- Grafar-Kálf- akots-Reynisvatns- Úlfmannsfells- Miðdals- og Óskotslandi. p. t. Reykjavík 30. júní 1899. B. Sveinsson. voru sjónarmiði. Valtýsliðar hafa ekki náð til- gangi sínum við forsetakosningu í neðri deild, er mestu skipti og er það þegar góður vottur þess, að Valtýskan muni eigi komast lifandi af þessu þingi. Herra barón C. Gauldrée v. Bo- ilieau á Hvítárvöllum hefir beðið mig að auglýsa, að gufubáturinn „HVÍTÁ" með skipi því, er nú er í smíðum, eigi að ganga frá því í byrjun júlí, og flytja vörur og farþega til nálægra staða, svo sem til Kollafjarðar, Hvalfjarðar, Akraness og Borgarfjarðar, (inn í Hvítá). Svo á báturinn að fara skemmtiferð- ir með fólk inn að Gufunesi, inn í Viðey og Kollafjörð, þegar þess er óskað, og ennfrem- ur að fara skemmtiferðir hér um höfnina á kvöldin, þegar gott er veður. Þeir sem semja vilja um fhdninga eða annað, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til undirritaðs, sem gefur nánari upplýsingar. Reykjavík 14. júní 1899. Björn Kristjánsson. Snemmbær kýr, fæst til kaups nú pegar fyrir dgœtt verð. Ritstj. vísar á Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Glasgow-prentsmiðjan. Bjarki, Bókasafn alþýðu, Eimreiðin, Haukur og Heimskringla fæst hjá bókbindara Sigurði Jönssyni í Reykjavík Verksmiðja Tomlinsons og Haywards LinJkoIn England — Stofnuð 18 42 — býr til Tomlinsons olíusætubað og Haywardsfjárbað. Tomlinsons olíusætubað er hlaupkennt baðlyf ætlað fyrir hesta, nautpening, sauðfé, hunda og önnur húsdýr. Blöndunin er 1 hluti baolyfs móti 40 hlutum vatns. Haywards baðlyf er lagarkennt og því mjög þægilegt til notkunar. Blöndunin er 1 hluti baðlyfs móti 80 hlutum vatns. Fjárböð þessi eru afaródýr, ef tekið er tillít til gæðanna. Kostirnir við þessi baðlyf eru meðal annars, að þau : I, drepa allan maur 2. lækna kláða 3- auka ullarvöxtinn 4- mýkja og bæta ullina 5- eru algerlega óskaðleg og ekki eiturkennd (sjá efnarannsóknarvottorð próf. V. Steins Kbhvn. dags. 23. desbr. 1878 og 25. apríl 1899 6. sóttvarnandi 7- hreinsa ullina ágætlega. Beztu fjárbændur í Lincolnskíri brúka þessi baðlyf. 2 hrútar. sem voru seldir árið 1898, annar fyrir 300 gíneur (5,700 kr.) og hinn fyrir IOOO gíneur (19,000 kr.) voru baðaðir úr baðlyfjum þessum. Allir, sem vilja fá hátt verð fyrir ull sína, ættu að nota þessi baðiyf. Þau hafa fengið ótal meðmæli úr ýmsum áttum, bæði utanlands frá og innan. Takið eptir vörumerkinu á hverjum pakka. Fæst í flestum verzlunum á íslandi og hjá aðalútsölumönnum verksmiðjunnar. E VERS & Co. Frederiksholms Kanal 6. Kjöbenhavn K.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.