Þjóðólfur - 01.07.1899, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 01.07.1899, Blaðsíða 3
I2Ó tímann að veita mér orðið og lagði til að það yrði ekki gert. Fundarstjóri bar ósk mína und- ir atkvæði og var hún samþ. með öllum þorra atkv. gegn 2 (Blöndals og Þorst á Hofst.). í ræðu minni reyndi eg að skýra málið svo al- þýðlega, að þeir bændur, er í vafa kynnu að vera, ættu hægt með að átta sig á því, og benti eg sérstaklega á aðferð Valtýs og hans flokks og stjórnarinnar, sem öllum augljósa, og ósæmi- lega óhreinlega, ef gott mál væri að flytja. — Eptir að þingm. ogsumir hinnaþvínæst höfðu gert nokkrar smávægilegar athugasemdir við ræðu mína, var gengið til atkvæða um tillögu þingm. þannig hljóðandi: »Sé í boði sérstakur ráðgjafi, er mæti á al- þingi og beri ábyrgð á allri stjórnarathöfninni, þá ber að taka því«. Efnið var þetta, og ekki meira. En þess má geta, að samkvæmt undangengn- um umræðum var það öllum ljóst, að með þessu meinti þingm. og flokksmenn hans Valtýskufrv. efri deildar 1897 með skilyrðum þeim, er sérstaða og þingseta ráðgjafens þar er bundin, þarmeð talin breyting 61. gr. stjórnarskrárinnar, er þeir allir álitu oss happ, að yrði breytt eptir vilja stjórnarinnar. Umræðurnar höiðu staðið nál. 3 stundir, og höfðu sumir fundarmenn gengið út fyrir sals- dyrnar, rétt áður en tillagan var borin upp' til atkvæða. Fundarstjóri taldi einn eða kvaddi engan til að telja með sér og taldist honum 15 hendur uppréttar með tillögunni. En á móti kvaðst hann sjá 14, en þá gullu við raddir: »Það eru fleiri«, »það þarf að telja aptur« o. s. frv. En fúndarstjóri sat við sinn keip. Sumir kröfð- ust, að tillagan væri borin undir atkv. aptur. En það vildi fundarstj. eigi reyna heldur. Meðan á þessu þrefi stóð komu þeir inn, er úti fyrir höfðu verið, og get eg þess til, að það muni helzt hafa verið óbundnir menn, en aptur á móti munu Valtýsliðar hafa verið þeir einir, er ekki tjáði að hreyfa sig. P. Blöndal læknir var mjög harður á því, að fundarstj. léti eigi ganga til atkv. um tillöguna aptur og úrskurðaði hann, að hún væri samþykt með 15: 14 atkv. Við það gengu margir út og gerðist ys í salnum. Séra Ólafur í Lundi bar þá upp viðauka- tillögu við tillögu þingm. þannig hljóðandi: »Þó því að eins, að 61.gr. stjórnarskrárinn- ar standi óhögguð og væntanlegurráðgjafi Islands verði launaður af landssjóði« (hafði hann talað laglega fyrir henni áður undir umr.), en þessa tillögu neitaði fundarstjóri að bera undir atkvæði, þareð hún kæmi í bága við hina, er hann þeg- ar hafði lýst samþykkta. Við þetta óx enn háværi og ókyrð fundar- manna, og flokkuðust þeir fyrir utan fundarhús- ■dyrnar (það var hlaða, búin út með bekkjum og stólum, ágætur fundarsalur.) Allt í einu kemur hópur aptur inn í salinn; einn úr hópnum gengur inn á mitt gólfið, og hrópar á þessa leið: »Við göngum allir af fundi! Látum ekki fundar- stjóra beita akkur ofríki! Það er ekki til neins ■að vera á fundi undir svona stjórn. Göngum út, allir útl« — og svo ruddist svo að segja allur saluririn; örfáir menn sátu eptir. Þeir, er út höfðu gengið, fylktu liði á hóli fram undan fundarhússdyrunum og stóðu þar sem einn mað- ur; kváðust eigi aptur inn ganga, nema gengið yrði til atkv. um málið á ný. Var sá flokkur sýnilega mikill meiri hluti fundarmanna, er vóru alls um 50 kjósendur. Nú gengu þeir út, fundarstjóri og þingmaður ■og reyndu með stillilegum fortölum að mýkja mót- flokksmennina, og fá þá til að koma inn aptur, svo unnt væri að halda áfram tundinum, en við það var ekki komandi. Málamiðlun var reynd á ýmsa vegi: boðið að ganga til atkvæða um, hvort greiða skyldi atkvæði um tillöguna á ný, o. fl. En Valtýsliðar, með Blöndal í broddi hótuðu að ríða af fundi, ef samþ. yrði að ganga aptur til atkvæða. Þetta þóf stóð hátt upp í klukkustund; og gengu loks menn af báðum flokkum til að koma á sáttum, og tókst það þá á þann hátt að sættst var á að bóka þannig, »að um stjórnarskrármálið hefði verið rætt og menn skipzt í tvo flokka um stjórnartilboðið, en engin endileg atkvæðagreiðsla hefði fram farið«. Þess má geta að tveir valinkunnir og skýrir fundarmenn (Björn f Bæ og Oddg. á Hólmi) kváðust hafa talið fyrir víst 16 atkv. móti tillög- unni, og sumir fundarmenn sögðust hafa tekið eptir því, að einn Valtýsliði hefði rétt upp báð- ar 'nendur. Eptir að menn voru aptur komnir inn og allt orðið rólegt, var tekið á ný til starfa og af- greiddur fjöldi mála. Þingm. reyndi að skýra málin, einkum frá sjónarmiði stjórnarinnar, þau sem hún nú hafði lagt nokkuð til, og var auð- heyrt, að honum hafði gefizt kostur á að kynnast þvf (á landshöfðingjaskrifstofunni?) Er það mik- ill kostur, að þingm. sé þannig settur, að geta vitað slíkt, áður en það er afgreitt af stjórnar- skrifstofunni! I fundarlokin fór fundarstjóri fram á að fá leyfi til að breyta bókun fyrsta málsins, »til að laga orðfærið« að hann sagði: »að fundarmenn hefðu skipztí tvo flokka »jafnstóra« o. fl., og urðu 8 atkvæði með því, en 3 í móti (voruflest- ir farnir af fundi). En þá gerði einn fundar- maður þá athugasemd, að þetta gengi þvert of- an f sættina og yrði óvinsælt til afspurnar. Þingm. féllstáþað, og fundarstjóri féll frá breyt- ingartilraun sinni. Fundi var slitið kl. rúml. 10. Duldist víst engum, að fundartíminn var of takmarkaður, af- greiðsla málanna of mjög flaustruð og mönnum lítill kostur að átta sig á þeim, með því umræð- ur varð svo að takmarka, að þær urðu sem eng- ar um flest málin. Bændum gefst þó ekki svo opt kostur á að þreyta umræður eða hlusta á þær um almenn mál, sem er þó aðalerindi margra þeirra á slíka fundi; því sú hvötin mun hjá mörgum fullt eins rík, eins og sú að neyta atkvæðis síns. Hagur Valtýskunnar mun í Borgarf., eptir því sem eg kemst næsta, standa þannig: I efri hiuta sýslunnar hinir 4 fyrnefndu talsmenn henn- ar (og að líkindum Halldór Danfelsson) og við- lfka fjölmennur flokkur á Akranesi. Við atkv. greiðsluna á Grund flutu auk þess með fáir bændur úr prestakalli séra Guðm. H. Þaðan vóru fundarmenn langflestir að tiltölu, og var það eignað áhrifum hans og alúð við sóknarbörnin sín. Er það í alla staði lofsvert að hvetja bænd- ur til að sækja landsmálafundi, og eyða deyfð- inni og áhugaleysinu í þeim efnum. Nokkrir bændur þar ofan að höfðu einurð og þrektii að greiða atkv. móti Valtýskunni, en nokkrir greiddu ekki atkv. Einn þeirra færði, svo eg heyrði þær ástæður fyrir því, að hann gæti ekki fengið af sér að rétta upp (mót himni) hönd með Valtý, en móti sumum sveitungum sínum vildi hann ekki vera. Annars virtist mér framkoma flokkanna, meðan á uppþotinu stóð, nægilega skýr atkvæða- greiðsla; þá (utanhúss) komu »neutralistarnir« líka flestir óhikað fram sem mótm. Valtýskunnar. 2I/« —99- Björn Björnsson. Úr Dalasýslu er sknfað 24. f. m. »Síðan eg skrifaði þér seinast, hefur það helzt borið til tfðinda, að brúin nýja á Haukadalsá var vígð sjálfan sólstöðudaginn 21. þ. m. og þing- málafundur Dalamanna var haldinn að Ásgarði í gær. Brúna á Haukadalsá hafði smfða látið Helgi kaupmaður Helgason f Reykjavík og kom hann hér vestur til að láta brúna á ána ásamt með vegagerðarforstjóra, Árna Zakaríasarsyni. Þessi brú er úr tré, 32 álnir á lengd og öll hin vandaðasta, að því er virðist. Vígslan tór þann- ig fram, að brúin sjálf var skreytt mörgum fán- um og blómsveigum. Voru fyrst sungin tvö er- indi úr kvæðinu. „Þunga sigursöngva"; því næst afhenti Helgi kaupmaður brúna með fám orðum í hendur sýslumannsins í Dalasýslu. Þá hélt Björn sýslumaður ræðu um vegagerðir og fram- farir landsins og sér f lagi Dalasýslu og þvf næst helt séra Jóhannes á Kvennabrekku aðra ræðu um samskonar efni. Síðan var sungið: „Eld- gamla Isafold", svo var skrúðganga yfir brúna hafin með því að frú Guðný Bjarnason á Sauða- felli skar í sundur streng, er Jyfir um brúna lá; gengu þá allir menn á eptii sýslumannshjónun- um norður yfir ána, mikið á 3. hundrað manns. Veðrið um daginn var mjög gott Á þingmálafundinn gat alþingismaðurinn eigi komið sökum veikinda, en aptur var ritstjóri Ein- ar Hjörleifsson þar staddur, að sögn sendtir út af Valtýsmönnum til að snúa mönnum hér, en það tókst eigi. Fundarmáhn voru allmörg og sum stór og í mörgum liðum, helzt þeirra voru: Landbúnaðarmálið, verzlunarmálið, tollmál, lækna- • skipunin, laun presta úr landsjóði, alþýðumennt- unin, vegalögin, afnám heyásetningarlaganna og stjómarskrármálið. Um það mál urðu langar og harðar umræður milli Einars Hjörleifssonar ann- ars végar, er málfrelsi fékk á fundinum ög hins vegar þeirra Bjöms sýslumanns, séra Jóhannesar og Eggerts bónda á Kleifum, sem allir rifu ó- spart niður kenningar Valtýsmanna. Loks var samþykkt sú tillaga með 18 atkvæðum á móti 11 að skora á alþingismanninn, að vera alveg á móti Valtýsfrumvarpinu. Þess má geta, að sök- um annríkis og annars fleira var fundur þessi fremur illa sóttur, þar sem eigi voru á honum full- ir 30 kosningabærra manna. Ur þremur syðstu hreppum sýslunnar kom t. d. enginn maður, nema prestur og sýslumaðurinn og er þar þó hvert mannsbarn á móti valtýskunni. Af Skarðsströnd kom heldur enginn. Voru fundarmenn því strjál- ingur úr Laxárdal, Saurbæog Fellsströnd og náttúr- lega margir úr Hvammssveit, því þar var einmitt fundurinn haldinn. En nú er Hvammssveitin # hið eina hæli Valtýskunnar í sýslunni, svo að á tund þenna hefur beinlínis komið meginherall- ur sá, er Valtýsstefnan á í þessu héraði, en af hinum flokknum að eins örfáir menn að tiltölu“. Svo óbyrlega blæs nú fynr Valtýskunni, að í kjördæmi hyrningarsteina hennar Skúla Thoroddsen og Sigurðar Stefánssonar, hefir hún lotið í lægra haldi, því að á þingmálafundi Vest- ur-ísfirðinga, sem fyr hefur verið frá skýrt í Þjóð- ólfi, var hún felld með 14 atkv.. gegn 2, en á þingmálafundi Isfirðinga skall hurð svo nærri hælum, að hún marðist fram með 22 atkv. gegn 17, aö því ertalið er, en 1 þessum 22 atkv. voru atkv. beggja þingmannanna, — en það mun vera venja, að þingm. sjálfir greiði ekki atkv. — og auk þess er mælt, að 2 aðrir í þessum flokkihafi ekki haft atkvæðisrétt, og hefur þá ekki verið nema eins atkvæðismunur. (18 : 17). Er því Valtýskan l raumnni felld í Isafjarðatsýslu, (d bdðum þingm,- fundunum,) meðji atkv.gegn 20. — Mælter, að Is- firðingar hafi síðar ætlað að halda annan fund til áréttingar, og búizt við, að Valtýskan verði þá í miklum minni hluta. Norður-I*ingeyingar sam- þykktu á þmgmálafundi að Skinnastað 17. f. m. svo hljóðandi fundarályktun í stjórnarskrármálinu. Fundiirinn skorar eindregið á alþingi ad halda fram stjórnarskipunarmáli voru al- veg í sania horfi, sem það var samþykkt af þingimi i8)j og aukaþinginu /8pf, Árnesingar samþykktu á þingmálafundi í Hraungerði 24. f. m. svo látandi tillögu í stjórn- arskrármálinu: »Komi tilboð frá stjórninni í líka átt og '97 vill fundurinn ekki aðhyllast það, nema þvi að eins, að þar sé tekið fram, að 61. gr. stjórnarskrárinnar sé í gildi og ráð- gjafinn eigi ekki sæti í ríkisráðinut>. Önnur mál, er Árnesingafundurinn tók til meðferðar voru meðal annars atvinnumálin, og

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.