Þjóðólfur - 28.07.1899, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 28.07.1899, Blaðsíða 2
146 sem voru í anddyri hússins, ekki höfðu neina hugmynd um, heldur bjuggust við að verða kall- aðir inn til að greiða atkvæði, þegar hinn flokk- urinn kæmi fram, notaði fundarstjóri til að bera upp tillögu séra Sigurðar n. 1. „Valtýskuna", með- an flokkur hans var innan grinda, og án þess að þeir, °r á móti voru, vissu neitt, um hvað ver- ið var að greiða atkvæði. Þá var handaupprétt- ingin tekingild. Það er því ljóst, að enginn, hvort sem hann er með „Valtýskunni" eða ekki, getur öðruvísi skýrt frá þjóðvilja kjördæmisins, en að 24 hafi verið með „Valtýskunni", en 31 eða jafnvel 35 á móti. I enda þessarar „Þjóðvilja"gr. segirritstjórinn, að eg hafi verið „eini fundarmaðurinn, sem halda vildi fram Benskunni". Annaðhvort hlýtur rit- stjórann að hafa hraparlega misminnt, eða hann hefur af einhverjum óskiljanlegum hvötum sagt það, sem hann ekki hafði minnstu ástæöu til. Ef það á að skiljast svo, að eg hafi látið það í ljósi með orðum eða atkvæðagreiðslu, að eg væri hlynntur stjórnarfyrirkomulagi því, er kennt er við hr. B. Sveinsson, þá er þessi umsögn ritstjór- ans tilhæfulaus ósannindi; atkvæðagreiðsla fór engin fram í þá átt á fundinum, og eg tók að eins einu sinni til máls 1 stjórnarskrármálinu, og lutu orð mín eingöngu að frumv. efri deildar frá síðasta þingi, og sérstaklega að breytingunni á 61. gr. stjórnarskrárinnar frá 74, mest út af því að mér þótti 2. þingmaður Isfirðinga nota í frek- ara lagi aukaþingskostnaðar-grýluna, til að fága með stjórnarbótaskoðun sína; eg hjelt líka, ef að stjórnarfyrirkomulag það, sem þingmennirnir héldu fram n.l. „Valtýskan", hefði þá kosti, sem þeir töldu upp, þá þyrfti ekki að brúka eins auðvirði- legt vopn og aukaþingskostnaðinn til að ryðja því burt. Að endingu skal eg geta þess, að eg get ekki betur skilið en að allir þeir, sem töluðu á furid- inum, að undanskildum þingmönnum, væru óá- nægðir með stjórnarfyrirkomulag það, sem sam- þykkt var 1 efri deild á síðasta þingi, og víst er um það, að enginn hélt því fram nema þingmenn- irnir. Þorfinnsstöðum í júlí 1899. G. Á. Eiríksson. Bankabygrgingin nýja. Ætlazt er til að hún verði sýnd almenningi, aðeins fullorðnum, fyrstu dagana í ágúst. Er unnið að henni fram á nætur til þess að hala hana fullgerða um það leyti, bæði innan og ut- an. Hún er eflaust mesta skrauthýsi hér á landi, fyllilega á borð við líkar byggingar ístórborgun- um. Vér skutumst þar inn snöggvast um kvöld- ið. Vér bjuggumst við þungri hurð upp að ljúka eptir stærð, en hún var létt sem fis, svo vandlega er frá því sem öðru gengið. Fordyrið er sér- staklega prýðilegt með skrúðmáluðum veggjum og upphleyptum myndum. Loptið í fjórum hvylft- um, er mætast í miðju, og hangir þar niður for- kunnar fagurt ljósker. Allur vesturhelmingurinn er einn stór salur, afgreiðslustofa bankans, einkar björt og prýðilega vönduð. Gólfið í fordyrinu og þeim hluta afgreiðslustofunnar, sem ætlaður er almenningi og mest verður umferðin um, er úr brenndum leir svo hörðum, að í tvo daga var verið að reka nagla niður í gólfið til að festa járnristir framarlega í fordyrinu. Er gólfið í fer- hyrntum skrúðmáluðum flötum. Á afgreiðsluborð- inu um þveran salinn má sjá merki íslenzkrar skurðlistar. Er það verk hins efnilega tréskurð- armanns, Stefáns Eiríkssonar, sem og hefur verið látinn gera stoðir þær í fornum stíl, er prýða stigann upp á loptið. Var það vel hugsað að nota til þessa innlenda krapta. I austurhelmingn- um er fyrst biðherbergi fyrir þá, er finna vilja bankastjórnina að máli, en hún á að sitja í löng- um sal fyrir austurendanum og þar innar af er aptur sérstakt herbergi fyrir bankastjóra sjálf- an. Uppi á lopti erti tveir stórir salir á við af- greiðslusalinn niðri; var Bertelsen málari þar að leggja síðustu hönd á lopt og veggi. Eru þeir ætlaðir fyrir fomgripasafn og málverkasafn. Niðri í norðurendanum fyrir miðju eru innmúraðir geymsluklefar með ramgerðum jámhurðum og jámslám fyrir. Ein járnhurðin íslenzk gerð af Þorsteini smið Tómássyni. Era læsingar á þeim einkennilegar. Skal þar geyma bækur, verðskjöl, seðla og fé bankans. Hér og hvar með veggj- unum í hverju herhergi eru snotrir skápar; eru þeir umgerðir um upphitunarpípurnar, því að allt húsið er hitað upp frá miðstöðvarvél í kjallar- anum. Ekki mun byggingin fara fram úr 80,000 kr. Mun enginn álasa bankastjóra á næstu öld, að hann vandaði bygginguna svo einkar vel, úr því að bankinn þurfti á nýju húsi að halda á annað borð. — v. Hér hafa þeip hltann úr. Þetta heiti gömlu kýmnissögunnar í »Þjóð- sögunum« varð endurborið í nýrri og fegurri mynd hér í Iðnaðarmannahúsinu, því að svo nefndi Guðmundur Finnbogason stud. mag. fyr- irlestur þann, er hann hélt þar 22. þ. m. um annan hita úr öðrum árum, en sagan getur um. Hann ræddi um andlegan hita úr árum, — ár- um löngu liðins tfma. Hann minntist á margt, en einkum talaði hann um trúna á hugsjónirn- ar, er aldrei megi glatast, um lyndiseinkenni for- feðra vorra og auðsuppsprettu þá, er vér íslend- ingar ættum ónotaða í fornsögum vorumogþjóð- sögnum; vildi hann að vér hctðum hitann úr þeim, o: gætum lært af lestri þeirra að framleiða listarit. Var sá kafli ágætlega hugsaður og sagður. Hann gat þess, að Norðmenn og Dan- ir hefðu getið sér frægð með því að hagnýta sér þessa fjársjóðu vora, gömlu bókmenntirnar, og þó stæðu þeir þar sýnu ver að vígi en vér, sem skildum bæði málið á þeim og andann í þeim. Eins og vænta mátti var gerður góður rómur að fyrirlestrinum. J. Alþingi. Ný frumv'örþ'. V. Stofnun kennaraskóla í Flensborg við Hafnarfj'órð. Jens Pálsson og Þórður Thorodd- sen flytja frumvarp um að stofna kennaraskóla í Flensborg; þar eiga að vera 3 kennarar með 2400 kr., 2000 kr. og 1600 kr. árslaunum, auk þess á forstöðumaður að hafa ókeypis bústað í skólahúsinu og ábúð á Flensborg. Aðgang að skólanum eiga jafnt konur og karlar. Frumvarp þetta var fellt í gær. Frumvarp til laga um greiðslu dagsverks, offurs, lambsfóðurs og lausamannagjalds til prests, og ljóstolls og lausamannagjalds til kirkju, flytja þeir Sig. Jensson og Sig. Stefánsson í efri deild. (Gjaldskyldan nákvæmlega tiltekin). Frumvarp til laga um breyting á lögum 6. apríl 1898 um bann gegn botnvörpuveiðum flytur Þórður Thoroddsen þess efnis, að hlutaðeigandi sýslusjóður fái helming þeirra sekta, er botnverp ingar verða fyrir. Sami þingmaður leggur til að byggja skuli sóttvamarhús 1 Reykjavík, ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði fyrir 40,000 kr. Frumvarp tiL laga um að skiþta Kjósar- og Gullbringusýslu í tvö sýslujélög ber Jón Þórarinsson fram. Kjósarsýsla þ. e. Kjósarhrepp- ur, Kjalarneshreppur og Mosfellshreppur á að vera sýslutélag fyrir sig, og hinir aðrir hreppar eða Gullbringusýsla félag út af lyrir sig, og á hvert þeirra að hafa sinn fjárhag og stjórn sveitarmál- éfna fyrir sig. Allar eigur og skuldir hins gamla sýslufélags á að skiptast milli hinna nýju sýslu- félaga að 2/3 eptir samanlagðri tölu fasteignar- Og lausafjárhundraða, en að '/3 eptir tölu verk- færra manna. Nefnd í þetta mál kosin: Skúli Thoroddsen, Jón Þórarinsson og Jens Pálsson. Nefndarkosningar aðrar hafa farið fram í n. d. I málinu um veitingu og sölu áfengra drykkja: Skúli, Guðl. Guðmundsson, Jens Pálsson, Þórður Thoroddsen og Sigurður Gunnarsson. I málinu um breyting á bæjarstjómartilskip- un í Rvík. Jón Jensson, Kl. Jónssson og Skúli Thoroddsen. í fjárkláðanefnd: Ólafur Briem, Þorl. Guð- mundsson og Kl. Jónsson. I málinu um bann gegn innflutningi á ósút- uðum húðum. Guðlaugur, Klemens og Skúli. Bankamálunum báðum úr efri deild um stofn- un veðdeildar í landsbankanum, og um heimild til þess að gefa út í viðbót 250. þús. í seðlum, var í neðri deild vísað til nefndarinnar, sem I þingbyrjun hafði verið kosin til að íhuga frumv. um hlutafélagsbanka. Fjárlaganefndin í n. d. hefur nú lokið störf- um sínum, og eru það tiltölulega fáar breytingar, sem hún vill láta gera við stjórnarframvarpið. Helztu breytingar eru þessar: Hún vill lækka aðflutnings- gjald af áfengum drykkjum um 10 þús. kr. á ári, veitahinu nýstofnaða búnaðarfélagi fyrir Island 8 þús. kr. áári,þó með vissum skilyrðum; — til að byggja spítala á Seyðisfirði 4 þús kr. og 3 þús. kr. til spítalabyggingar á Patreksfirði, þó með því skilyrði, að helmingi hærri upphæð verði veitt til þess fyrirtækis annarsstaðar frá;—-þávill nefndin veita Guðm. lækni Hannessyni 800 kr. árlega til að launa aðstoðarlækni. Nefndin geng- ur inn á að veita þau útgjöld til póststjórnar- innar, sem farið hafði verið fram á, en leggur jafnframt til, að póstbréfakassar séu settir á ýms- um stöðum í Rvík, og að bæjarpóstur gangi um bæinn að minnsta kosti einu sinni á dag, og að bréfburðargjald í bænum séu 4 aurar fyrir venjulegt bréf eins og í Kaupmannahöfn, en til þess yrði auðvitað að búa til ný frímerki, og virðist allt þetta á góðum rökum byggt. — Fé til vega- bóta vill nelndin veita eins og stjómin fer fram á, en að eins bæta við 2,500 kr. til vegagerð- ar yfir Breiðdalsheiði gegn jafnmiklu tillagi frá sýslubúum í Isafjarðarsýslu. — Til að bæta inn- sigling og skipalagi á Stokkseyri vill nefndin veita 5000 kr. — I frumvarpinu hafði stjórnin farið fram á 35 þús. hvort árið til ritsíma milli íslands og útlanda, að því tilskildu, að sá, er leyfi fær til að leggja ritsímann í sæ, veiti 300 þús. kr. tillag til lagningar á ritsíma yfir land frá þeiir stað, er sæsíminn kemur á land og til Rvíkur. Auk þess átti stjórninni að ve^a fieim- ilt að verja á fjáhagstímabilinu allt að 75 þús. kr. til þess að undirbúa landsímalagningu og til þess að útvega efni og áhöld til þess; þettaskil- yrði og athugasemd leggur nefndin til, að falli burt. — Netndin leggur til, að aðalumsjáMöðru- vallaskólans verði eptirleiðis falin amtmanninum yfir Norðuramtinu í stað landshöfðingja ogstipts- yfirvalda. — Landsskjalasafninu ætlar nefndinrúm 1 alþingishúsinu, þar sem forngripasafnið er nú, en forngripasafninu aptur rúm í hinu nýja banka- húsi. Þessar styrkveitingar vill nefndin veita: Bjárna Jónssyni kennara 500 kr. uppbót á tíma- kennslu, Guðlaugu Wíum á Seyðisfirði 500 kr. til að halda uppi kvennaskóla, til Stefáns Eiríksson- ar »hins oddhaga« 600 kr. til að halda uppi kennslu í teikningu og tréskurði í Rvik, Jóni Jónssyni sagnfræðing ætlar nefndin 600 kr., en vill taka styrkinn af Boga Th. Melsted, Geir Zo- gga á að fá 500 kr. á ári til að halda áfram að semja íslenzk-enska orðabók, Stefán Stefánsson á Möðruvöllum á að fá 1000 kr. á ári til að rann-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.