Þjóðólfur - 28.07.1899, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 28.07.1899, Blaðsíða 3
147 saka fóður- og beitijurtir, og cand. mag Helgi Jónsson jafnmikið til jurtafræðisrannsókna, Sig- urður Pétursson cand. polyt. 2 þús. kr. til að fara til Parísar árið 1900, dvelja þar við sýninguna og geta skýrt frá henni, Þorv. Thoroddsen áað fá lausn frá embætti með 2 þús. kr. árlega í eptirlaun; stjórnin hafði einungis farið fram á, að hann fengi venjuleg eptirlaun, um 1,200 kr. Stjórnarskrármálið var til 2. umr. í efri deild 22. þ. m. Framsögumaður séra Sig- urður Stefánsson hélt langa tölu, lof og prís um ágæti frumvarpsins, eins og það nú væri orðið — laust við allar þióðfrelsisbakteríur, eins og einn þingmaður hefur sagt — Þessi ræða Vigur- klerksins var annars með þeim lökustu, sem hann hefur haldið í stjórnarskrármálinu; þessum töluga ræðumanni vafðist hvað eptir annað tunga um tönn, þegar hann var að reyna að telja mönn- um trú um, að 61. gr. stjórnarskrárir.nar gerði hvorki til né frá. »Perlan« er orðin svo verðlaus í hans aug- um, að jVér getum vel selt hana dönsku stjórn- inni fyrir að fá sérstakan ráðgjafa, sem situr í Kaupmannahöfn, situr í rfkisráðinu, þarf aldrei að koma hingað á þingið, heldur getur sent hingað umboðsmann sinn og ekki einu sinni það, heldur lætur, alveg eins og nú er, að eins lands- höfðingja mætafyrir sína hönd, eigi á hans á- byrgð, því þessum síðustu umbótumhefurfrum- varpið tekið hjá nefndinni í efri deild. Það væri hálfleiðinlegt fyrir Vigurklerkinn, ef hann nú of- an á allt saman, þreyttur af baráttunni, eins og hann er nú orðinn, skyldi aldrei verða þeirrar himinsælu aðnjótandi að fá að spjalla við ráð- gjafann á þingi. Landshöfðingi kom fram með breytingaruppástungu um, að ráðgjafinn þyrfti eigi að skilja eða tala íslenzku, breytingu, sem frá sjónarmiði Valtýsmanna var alveg eðlileg, því hvaða ástæða er til að heimta þetta, úr því hann þarf aldrei að mæta á þingi ? En þessa breytingu gat þó klerkurinn eigi aðhyllzt. Auð- vitað bar hann enga tortryggni til hins núver- andi ráðgjafa, — Það var nú líka annaðhvort— en hann kvaðst hafa nokkra tortryggni til hinna síðari ráðgjafa, allt svo einmitt til hinna tilvon- andi íslenzku ráðgjafa, sem hann berst svo mik- ið fyrir. Það var ekki trútt um að það væri brosað á áheyrendapöllunum, þegar menn heyrðu framsögumanninn lýsa sínu óbifanlega trausti á herra Rump, en hafa talsverða tor- tryggni til sinna kæru »íslenzku ráðgjafa«. Þegar landshöfðingi lýsti því yfir, að það væri ekki sjálfsagt að frumv. næði staðfestingu, ef það ákvæði stæði í því, að ráðgjafinn yrði að skilja og tala íslenzku, þá fór biskup að ókyrr- ast og vildi nú fara að miðla málum. Með miklum hátfðasvip og himnahljóroi talaði herr- ann um, hve afarvarlega, og einkar-ítarlega, með hugulsemi og sérstakri varúð og nærgætni yrði að athuga skyldur þingsins í þessu máli _gagnvart þjóðinni. Hann áleit reyndar óþarft, að tekið væri fram að ráðgjafinn yrði að tala og skilja íslenzku, en það var hljómurinn — það bara, að það hljómaði svo vel, ef þetta stæði nú í frumv. Þennan hljóm vildi hann eigi missa vegna landsmanna. Það er vonandi að Islendingar kunni nú að meta hljóminn. Loks var málið til 3. umr. í efri deild 24. þ. m.; auk framsögumanns, töluðu þeir Jón Jakobsson og Guttormur Vigfússon og gerðu báðir ítarlega grein fyrir því, hvers vegna þeir eigi gætu greitt atkvæði með því. Málið var því næst samþykkt \ deildinni með 7 atkv. gegn 3. (Guttorms, Jóns Jak. og Jóns Jónssonar frá Sleðbrjót), séra Þorkell var eigi viðstaddur. Síðan fór málið til neðri deild- ar og er þar tekið fyrir í dag, því forseti kvað ófáanlegur að fresta málinu þangað til B. Sveins- son, sem nú er svo veikur, að hann hefur eigi getað mætt á þingfundi í 3 daga, er orðinn frískur aptur. Fjárlögin voru til framhalds 1. umr. í neðri deild þann 26. júlí, og héldu þingmenn þá áfram þeim sið, er þeir höfðu byrjað á á síðasta þingi, að andmæla ýmsum ráðstöfunum landsstjórnarinnar, og gera fyrirspurn um ýmis- legt, er þeim þótti miður fara í ýmsum greinum. Guðl. Guðmundsson gerði fyrirspurn um það, hvort leitað hefði verið samþykkis lands- höfðingja eða ráðgjafa til hinnar nýju banka- byggingar. Ennfremur kvartaði hann yfir því, að það ''æri bankastjórninni að kenna þau peninga- vandræði, sem nú væru, þar sem hún hefði stuðlað að óhyggilegum spekulatiónum, með því að lána of fjár til búsabygginga í Rvík og til þilskipakaupa. Landshöfðingi svaraði því, að ekki hefði verið leitað samþykkis síns eða ráð- gjafa til byggingarinnar, enda myndu þeir eigi bafaneinn myndugleika til að leyfa slíkt,því eptir bankalögunum ætti allur kostnaður við rekstur bankans að greiðast af tekjurn hans, og þar sem hann nú ekki hefði getað fengið viðunandi hús- næði, yrði hann að byggja, og þá gæti eigi komið til máls að byggja einhverja kytru, heldur veglegt hús. Ef hann hefði haft myndugleika til að leyfa bygginguna, þá mundi hann hafa gefið sam- þykki sitt til að byggja húsið eins veglegt og það er. Skúlt Thoroddsen minntist sérstak- lega á Presthólamálið, og að amtm. J. Havsteen hefði nýlega fyrirskipað sakamálsrannsókn gegn hinum svensk-norska vícekonsúl á Isafirði, út úr privat-ágreiningi milli hans og bæjarfógeta þar, þó þeir væru búnir að jafna þann ágreining sín á milli. Eptir fréttum að vestan mundi þessi rannsókn eigi leiða til annars, en að baka lands- sjóð nokkurra hundrað króna skaða. Þá talaði hann um holdsveikis-spítalann; kvað veitingu ráðsmannsstarfans hafa vakið hneyksli um allt land, og að hann færi mjög ráðlauslega með fé spítalans, meðal annars keypti hann alla mjólk til spítalans af tengdaföður sínum fyrir 18 aura pottinn.1) Valtýr Guðmundsson minntist á, að það væri farið að tíðkast að veita ungum em- bættismönnum lausn frá embættimeð eptirlaunum, sem þó væri réttara að víkja frá embætti eptir- launalaust vegna drykkjuskapar þeirra. Talaði um veitingu ýmsra embætta og loks um ástand- ið í latínuskólanum slðast liðinn vetur, sem hann virtist eingöngu kenna rektor. Guðjón Guðlaugs- son talaði um, hve vegagerðarreikningar væru ó- fullkomnir og áætlanir vitlausar, að vegfræðing- ur landsins væri óframtakssamur, og að lands- höfðingi mundi vera honum of mildur húsbóndi. Þá talaði séta Jens Pálsson langt erindium stýrimánnaskólann, kvað hann óhafandi og illa úr garði gerðan, þannig. að það bæri bráða nauð- syn til að gera nú þegar við hann, þó hann sé nýbyggður. Landshöfðingi svaraði ræðumannin- um og reyndi að bera blett af landsstjórninni. Ný lög frá alþingl L'og um ákvórðun verzlunarlóðarinnar í ísafjarðar kaupstað. L'óg um afhending lóðar til vitabygg- ingar o. fl. Lóg um viðauka við lóg ij. apríl 1894. um vegi (vegur frá Borgarnesi til Stykk- ishólms). L'óg um friðun á Hallormsstaðaskógi. Úr Reykjavik. Ritstjóri þessa blaðs er fjarverandi, fórásamt mágum sínum Friðriki og Sturlu Jónssonum 1). Það er venjulegt f Reykjavík að borga 18 aura fyrir nýmjólkurpottinn. skemmtiferð vestur f Dali. Er væntanlegur hing- að aptur um næstu helgi. Skipin alltaf að koma og fara þessa viku. Á hverjum klukkutíma heyrist pípnablástur úr gufu- skipum. Vidalins-trollarar alltaf á ferðinni. Gufuskipið ,Newa", er var gjört að strandi, átti að taka hross á Sauðárkróki, en í stað þess var „Gwent" sendur norður. Með „Newa“ var kolatarmur 1000 skipp. til holdsveikraspítalans. Gufuskipið „IVloss“ til Brydesverzlunar kom með salt í Hafnirnar ogKeflavík og fer útínæstu viku; tók ull í Borgarnesi þessa dagana. „Oddu r“ var hér og á ferðinni með kaup- mann Lefolii og Nielsen verzlunarstj bra á Eyrar- bakka. Fór í gær austur aptur. Með „Lauru“ sigldu 26, þ. m. prestaskóla- kennari Jón Helgasson, ungfrúrnar Ásta Péturson (til að giptast fríherra v. Jaden) og Petrea Hall- dórsdóttir, unnusta Júlíusar veitingam. Jörgensen, Bentína Bjarnard., unnusta Friðriks prests Hall- grímssonar, Jón Þórðarson kaupmaður með konu sinni o. fl. Gufuskip til Kaupfélags Isfirðinga „Nora“ kom hjer við á léið til Isafjarðar. Eins og að undanförnu hefur Stúdentafélagið gengizt fyrir að félög hér í bænum kysu nefndir til undirbúnings hátíðarinnar 2. dgúst. Var svo kosin aðalforstöðunefnd og eru í henni banka- stjórí Tr. Gunnarsson, fröken Olafía Jóhannsdótt ir, revisor Indriði Einarsson, kaupm. W. Ó. Breið- fjörð og Vilhj. Jónsson, form. Stúdentafélagsins. Hefur þessi nefnd svo aptur skipað hinar ýmsu undirnefndir. Garðyrkjurnaður Einar Helgason hefur sam- kyæmt tilmælum sýslumanns Björns Bjarnarsonar verið að ferðast í Dalasýslu og haldið þar 4 fyr- irlestra um garðrækt og jarðyrkju. Landsbókasafnið. Undir umræðum í Stú- dentafélaginuí vor um „almennan lestrarsal" kom fram tillaga um, að æskilegt væri að tímanum væri breytt, er safnið væri opið á, svo og að al- mennum alþýðlegum tímaritum væri fjölgað og útlán skilið frá lestrarsal. Hið fyrsta hefur stjórn safnsins tekið til greina og fært tímann, sem safn- ið er opið á, frá fyrri hluta dags til kl. 4—7 e. h. Efnafræðisleg tilraunastofnun (kemiskLa- boratorium). Nefnd úr Stúdentafélaginu, (lækn- arnir Gúðmundur Magnússon og Guðm. Björns- son og adjunkt Björn Jensson) sendir áskorun til þingsins ásamt upplýsingum því viðvlkjandi. Á- skorun í sömu átt hefur komið frá Stúdentafélag- inu f Höfn. Dáinn er hér í bænum í gær Jón Oddsson (fyrrum hafnsögumaður) 71 árs. Hann var mesti merkis- og dugnaðarmaður. Hvað talað er um í bænum þessa viku. Trúlofun sýslumanns Gisla Isleifssonar og fröken Lucinde M'óllers\ dóttur Jóh. kaupm. MöllV ers á Blönduósi. Hvað æskilegt hefði verið, að góðviðrið, þerr- irinn og sólskinið hefði haldizt eptir allar rign- ingarnar og að það hlýnaði nokkuð meir, svo að menn gætu notið sumarsins fullrar sælu. Hvað leiðinlegt hefði verið, að ferðamennirn- ir útlendu hefðu lítið haft annað að segja um ís- lenzkt veðurfar en sífelldar rigningar. Hvers vegna næstæðsti foringinn á enska her- skipinu „Blonde" hefði skotið sig fyrir vestan. Hverjir mundu verðaþeiri2 í neðri deild, inn- lendrar stjórnar vinir eða ráðgjafa-dýrkenaur. Hvað bankabyggingin væri ásjáleg hið ytra og mikil bæjarprýði og hve gaman yrði að mega líta gullið að innanverðu.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.