Þjóðólfur - 08.08.1899, Síða 2

Þjóðólfur - 08.08.1899, Síða 2
*54 ur hans 1 stórmálum, og þótti þá stundum all- mjög úr skera. Sæti hans á þingbekkjunum verður þv^ vandfyllt fyrst um sinn og þess verður líklega langt að bíða, að jafrnikilhæfur maður og mikil- vígur sem Benedikt Sveinsson skipi þar sæti. Við fráfall hans hefur mikils verður »kraptur« úr þjóð vorri safnazt til sinna feðra, þvi að B. Sv. var í engu meðalmaður. En »hver verður nú til hans vopniri góð í hraustlega hönd að taka?« Hann lézt á 25 ára afmælisdegi þjóðhátíð- ar vorrar og þeirrar stjórnarskrár, er hann hatði varið beztu kröptum sfnum til að undirbúa og bæta. Og honum hlotnaðist sú ánægja í bana- legunni að heyra þau tíðindi, að þingið hefði fellt þi stjórnmálastefnu, er á síðustu árum hef- ur villt sjónir sumra manna í sjálfstjórnarbaráttu vorri, og valdið svo miklum æsingum, sem áður munu naumast dæmi til. Af bömum Benedikts með konu hans Kat- rinu Einarsdóttur umboðsmanns á Reynistað Stefánssonar lifa fjögur: 2 gipt: Einar yfirréttar- málaflutningsmaður í Reykjavik, og Ragnheiður kona Júlíusar Sigurðssonar amtsskrifara á Akur- eyri, en Ólafur og Kristín ógipt. JarSarförin fer fram á föstudaginn kemur. Sorgarathöfn- in hcfst á heimili hins framliðna (Skólavörðustíg 11) kl. 1 i1/* f. h. Þjóðhátið Reykvíkings 2. ágúst var ekki að eins þjóðhátíð Reykja- víkur heldur jafnframt 25 ára afmælishátíð stjórn- arskrár vorrar, og þúsund ára þjóðhátíðárhaldsins, svo að hér var margs að minnast. Veður var hið fegursta og ákjósanlegasta allan daginn. Há- tiðin hófst með veðreiðum á Sklldinganessmel- um kl. 9. Voru stökkhestar fyrst reyndir og urðu fljótastir: rauður hestur, eign Matthíasar Matthíassonar verzlunarmanns, (1. verðl. 30 kr.), brúnskjóttur hestur, eign Elis Magnússonar verzl- nnarmanns (2. verðl. 20. kr.) og brúnn hestur, eign Daníels Danfelssonar ljósmyndasmiðs (3. verðl. 10 kr.). Þá vom skeiðhestarnir reyndir og gekk það skrykkjóttara, því að flestir hiupu upp af skeiðinu, enda vegurinn oflangur fyrir skeiðhesta. Fyrstu verðlaun (30 kr.) fékk brúnn hestur, er Jörgen Hansen kaupm. í Hafnarfirði átti, en 2. og 3. verðlaun fengu leirljós hestur eign Jóhanns prófasts Þorkelssonar dómkirkju- prests og brúnskjóttur hestur, er Kristján söðla- smiður Amundason á Kárastöðum í ÞingValla- sveit átti. — Að því búnu var þreyttur fótknatt- leikur þar á melunum, og skiptust leikendur 1 2 flokka. Var Adam Sigmundsson prentari foringi ánnars og bar hann sigur úr býtum í 3 umferð- um gagnvart hinum, er Ólafur Rósenkrans fim- leikakennari veitti forustu. Heiðurspeningur var veittur að verðlaunum. Milli kl. 12 og 1 var gengið í hátíðagöngu frá dómkirkjunni upp á Landakotstún, þar sem aðalhátíðarstaðurinn var. Voru þar reist tjöld mörg og einhverjar veiting- ar í öllum. Ræðupallur var þar og reistur, all- ur fánum prýddur. Kl. 1 setti forstöðumaður há- tíðahaldsins, Tryggvi Gunnarsson, hátíðina með stuttri ræðu og minntist því næst konungsins. Var þá sungið kvæði, er Benedikt Gröndal hafði ort. Þá sté Halldór Jónsson bankagjaldkeri f ræðustólinn og talaði fyrir minni Islands. Minnt- ist á ættjarðarástina, er þjóðminningardagar vor- ir ættu að efla og auka, likti henni við móður- hvöt, því að hún væri móðir allra sannra fram- fara. Því meir sem menn elskuðu jörðina, því meir gerðu menn henni til góða. Avextir ætt- jarðarástarinnarværu auðsæir, ogþegarvér gerðum upp reikriingssk'ap við 20. öldina, þá mætti benda á margar breytingar til framfara, er orðið hefðu á 19. öldinni. Magnúsi Stephensen konferensráð, er samið hefði Eptirmæli 18. aldar mundi gefa á að líta, ef hann gæti nú litið upp úr gröf sinni. Fólkið væri nú miklu fleira en á i8.öld, menn stæðust nú betur harðindi en þá, hefðu betri húsakynni, velllðan væri almennan, allur þrifnaður miklu meiri og mannlífið lengra, en það væri að miklu leyti læknastéttinni að þakka. Fólkið væri nú að vakna, það væri farið að gera meiri kröfur til tímans. Að vísu færu þær kröf- ur ekki allar í rétta átt, því að vér keyptum t. d. munaðarvöru fyrir 2 milj. kr. árlega, áfengis- kaup hefðu t. d. sexfaldazt og kaffineyzla sextug- faldazt frá því á 18. öld. En allt miðaði þó þetta til meiri þæginda lífsins, ef hófs væri að eins gætt. Hlutverk 20. aldarinnar væriað koma upp enn betri húsakynnum, taka hið gagnlega fram yfir hið Ónauðsynlega. I fiskveiðum hefðu orðið miklar framfarir, vér værum farnir að bera oss betur eptir björginni úr sjónum. Landbún- aðurinn væri að vísu illa staddur nú, en það væru sérstök atvik, er yllu því, t. d. fjársölu- bannið til Englands. Meðan tjársalan stóð hefð- um vér þó getað sannfærzt um, að vörur vorar væru einhvers virði á heimsmarkaðinum. Aríð- andi að missa ekki móðinn, því að horfurnar fyrir landbúnaðinn mundu batna. Þá væri iðn- aðurinn, hann lægi allur í kaldakolihjá oss. Vér værum þar enn á meidda Jarp og halta Grána í samanburði við aðrar þjóðir, en nú væri raf- magnsöld að renna upp, og þá mundi draga saman með oss og hinum. Og í þessu efni væri mikið eptir að vinna handa 20. öldinni. Þótt baráttan fyrir lífinu hér á landi væri ströng, þá væri það ekkert einkennilegt fyrir þetta land, því að svo væri víðar, og ættjarðarástin gæti mikið afrekað. Hún væri opt mest hjá þeim, er í hrjóstrugu landi byggju. Benti íþvi sambandi á Svartfjallaland (Montenegro) og ættjarðarást Svart- fellinga, er Tyrkir hefðu aldrei getað kúgað og hneppt í áþján, þótt margir væru um einn. Lauk ræðu sinni með því, að oss ætti að þykja vænt um landið, eins og skáldið (Steingr. Thorsteins- son) kæmist að orði (í kvæði því, er sungið var á eptir ræðunni): Veri ást við vort land, Æ vort einingarband. Sú mun ættjörðu traustasta vörnin. Þá er sungið hafði verið kvæði fyrir minni Is- lands eptir Steingrím, hélt ungfrú Ólafía Jóhanns- dóttir ræðu fyrir minni Islendinga erlendis, og minntist hún þar sérstaklega Islendinga í Amer- íku. Þótti henni vel segjast og var ræða henn- ar all hjartnæm og einkar hlý í garð Vestur-ís- lendinga. A eptir var leikið á horn: »Eldgamla Isafold«. Því næst hélt Guðmundur Björnsson héraðs- læknir ræðu fyrir minni alþingis á þessa leið: Heiðraða samkoma! í austur-átt frá oss að sjá — þar sem sólin rís — „efst á eldhrauni upp, þar sem enn þá Öxará rennur, ofan í Almannagjá, alþingi fedr- anna stóð“, og um pad er aldrei sagt annað en gott eitt, en um petta þing, sem vér nú eigum og háð er á bústað hins elzta Islendings, hinu nú- verandi höfuðbóli landsins— um þetta vísa þing er miklu optar talað illa, en vel, enda er ekki öðru líkara, en að þingmennimir séu sjálfir fam- ir að trúa því, að þeir séu eitthvað bjagaðir; ann- að verður ekki ráðið af þeim óvirðunöfnum, sem þeir nú í heyranda hljóði varpa hver á annan. Þetta er nú að vlsu landsvenja, að lfta döpr- um augum á hlutina, en í dag finnst mér eiga betur við, að bregða út jaf venjunni. Það ætla eg að gera, og í þess stað nota mér annan lands- sið, sem líka er að sumra dómi þingsiður: Eg ætla að fara í hrossakaup, selja þögn og gleymsku aðfinnslurnar og lastið, en taka í staðinn lofið, það sem verðugt er, en varla nokkurn tíma er látið heyrast. Ef vér ekki ættum þetta þing, þá mundum vér naumast halda þjóðhátíð, hvorki á þessum degi né öðrum; ófrjáls þjóð heldur ekki þesskon- ai; hátíðir! Hvert sinn sem vér erum spurðir um sannanir á því, að þjóðin sé frjáls, þá bendum vér einmitt á þingið, alþingi Islendinga, er sem- ur lög landsins og hefur fjárráð þess. Vér þurf- um ekki framar að standa niðurlútir frammi fyr- ir hnakkakertum útlending, þá er hann sér um frelsi þessa lands; vér vörpum á hann þessu eina orði: Alþingi, segjum honum, hvað í því felst og látum hann bera kinnroðann af því, að vita ekki, að vér erum frjáls þjóð og af frjálsu bergi brotnir. Vér eigum að vísu engan af þessum fánum, sem hér blakta á stöngumt þjóðfáninn er enginn til, en þingið, alþingi er frelsisfáni þjóðar- innar. Því er opt hreyft, að hér hafi margt gerzt til framfara, síðan stjórnarskráin sté á land og þing- ið fékk það gerfi á sig, sem það nú hefir. Eg þarf ekki að benda á breytingarnar. Þær þekkja allir, en hins er vert að minnast, að flestar hafa þær að mestu eða öllu leyti átt rót sína að rekja til þingsins. Menn hafa líka smávanizt því, að þingið annist allar framfarir og þess vegna er svo komið, að öllum áhyggjum er á það varpað. Viðkvæðið er nú orðið ávallt hið sama, ef eitt- hvað hallast á: þingið — þingið verður að hlaupa undir baaga. Þar er allt traurt þjóðarinnar. I gamla daga voru menn að basla við, að lifa og deyja „upp á kongsins náð“ og þótti löð- urmannlegt; nú lifa menn og látast upp á þings- ins náð, og þykir sæmilegt. Ávallt er þingsins leitað, ef eitthvað á að færa í lag út við sjóinn eða upp í sveitinni; ef bóndinn býðst til að grafa skurð í mýrinni, þá fær hann óðar styrk eða lán hjá þinginu; ef einhver vill fara að eignast skip, þá er honum líka lánað; ef eitthvert hérað lands- ins ræðst í að koma upp skólakríli eða spítala- holu — óðar leggur þingið sinn skert til. Núvill einhver sigla til þess að læra — að búa, róa, strokka, eða því um líkt. — Það held eg, að þeir fái styrk. Mér er sagt, að nú sæki einn um styrk til utanferðar til þess að „fullkomna sig“ í því, að—geravið saumamaskínur; og annar svona rétt blátt áfram um styrk til þess að sigla: hann þykist líklega ekki maður með mönnum, fyr en hann er orðinn „sigldur". Nú vil eg ekki segja meira, en satt er, ekki leyna því, að þrátt fyrir öll framfarafyrirtæki þings- ins, þrátt fyrir öll lánin og styrkina, þá er þjóð- in alt annað en vel stödd; það er eins og enn hafi ekki verið nein blessun i búskapnum. En í því lýsir sér bezt hið mikla traust, sem þjóðin ber til þingsins, að engum kemur tíl hugar, að kenna pví að neinu leyti um óstandið í landinu. Þvert og öfugt: mennhrópa nú í neyðinni hærra en nókkru sinni áður á þings- ins hjálp. Og satt er það líka; það er ekki þing- inu að kenna, þó að framfaraviðleitni einstakra manna og heilla héraða hafi verið smáskorin og pfursjaldan borið á nokkru því í framfaraátt, er lifað hafi, viljað og orkað að lifa „upp á sínar eigin spítur". Þjóðin í heild sinni á sök á þessu; hún .verður að bera þennan harm sir.n í hljóði og lifa við þá von, að henni megi auðnast að eignast menn — vitra, stórhuga og þrautgóða menn, er unnið geti atvinnuvegum þessa lands annað eins gagn, eins og Jón Sigurðsson og félagar hans unnu frelsi þess. Til þess erum vér komnir hingað, að glæða vonirnar og herða hugann, en líka til að minnast

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.