Þjóðólfur - 25.08.1899, Page 3

Þjóðólfur - 25.08.1899, Page 3
IÓ7 hafi eigi færri sjúkrarúm en 24. Til byggingar spítalans má verja úr landssjóði 40,000 kr. og til lagi frá Reykjavíkurkaupstað 10,000 kr. Til útbúnaðar spítalans má verja úr landsjóði allt að 10,000 kr. Hin núverandi spítalaeign í Reykja- vík, hús, lóð og áhöld leggst einnig til landsspítal- ans og skal henni ráðstafað á þann hátt, sem landsjtórnin nánar ákveður. 2. gr I stjórn spítalanseru amtmaður ogland- læknir og Iæknir sá í Reykjavík, er landshöfðingi skipar. Spítalastjórnin semur reglugerð fyrir spítalann og erindisbréf fyrir starfsmenn hans, er landshöfðingi staðfestir; hún hefur alla um- sjón með spítalanum og spítalahaldinu, ræður starfsmenn og segir þeirn upp, og ákveður borg- un þá, er sjúklingar skulu greiða fyrir spítalavist- ina. 3. gr. Starfsinenn spítalans skulu vera þessir, auk nauðsynlegs vinnufólks og hjúkrunarfólks : 2 yfirlæknar og 1 aðstoðarlæknir; ráðsmaður og ráðskona, yfirhjúkrunarkona og gjaldkeri. Ráðsmaðurinn fær 600 kr. þóknun á ári fyr- ir starfa sinn; ráðskonan og yfirhjúkrunarkonan fá auk fæðis og húsnæðis 400 kr. hvor á ári í kaup; gjaldkeri 200 kr. á ári og aðstoðalæknirinn '600 kr. á ári, auk húsnæðis og fæðis. 4. gr. Þangaðtilöðruvísi verður ákveðið, skulu kennararnir í útvortislækningum (kirurgi og op- eration) og innvortis lækningum (therapi) við læknaskólann 1 Reykjavík takast á hendur yfir- læknastörfin við spífalann, og má greiða allt að 1200 kr. fyrir læknisstörfin, eptir því sem spítala- stjórnin nánar ákveður og landshöfðingi sam- þykkir. 5- gr. Kaup starfsmanna, svo og allur kostnað- «r árlegur við spítala þennan, að því er gjöldin fara fram úr tekjunum, skal greiðast Ur landsjóði. BankafrumvarpiO stóra hefur verið samþykkt af neðri deild, en sett í nefnd í efri deild (Hallgr. Sveinsson, Kristján Jónsson, Jón Jakobsson, Þorleifur Jónsson, Sig. Jensson). Hélt biskup þar afarlanga ræðu að vanda um fjár- málahagvorn síðan í byrjun þessarar aldar til þessa tíma, en Kristján Jónsson hreyfði ýmsum mót- mælum gegn frumvarpinu, einkum þótti honum athugavert að afhenda privatfélagi seðlaútgáfu- réttinn, er væri svo mikilsvirði, enda mundi það hvergi venja í heiminum m. fl., er hann taldi. En hann vildi samt láta athuga frumvarpið vand- lega. I neðri deild talaði Guðjón Guðlaugsson harðlega gegn málinu, og þótti sú ræða allkjarn- yrt. Arnaphólsmálið eða » Arnarhólshneyksl- ið«, er sumir kalla það, hefir orðið eitthvert hið frægasta eða réttara sagt hið illræmdasta mál á þingi f þetta sinn, og þykir flestum það hafa hnekkt stórkostiega virðingu þingsins. Það er salan á hinu svonefnda »batteríi« til konsúlsfrú Helgu Vídalín, er áhugi manna hefur snúizt um þessa síðustu daga, og yrði oflangtað rekja gang þessa máls hér, enda sézt það að nokkru leyti á sínum tíma í þingtíðirtdunum og bæjarmönnum er það fullkunnugt. Þingfundirnir um þettta mál í neðri deild 21. og 23. þ. m. verða leiðinlegir blettir í þingsögu 19. aldarinnar. Það getur hvergi mælzt vel fyrir, að þingmenn skyldu neita bæj- arstjórn Reykjavíkur um jafnan rétt til þessara kaupa gagnvart frú Vídalín m. fl. En auðvitað hefur bæjarstjórnin gengið slælega fram og van- rækt skyldu sína í þessu máli, og það ættu bæj- arbuar að muna henni. Einn bæjarfulltrúinn (Tr. Gunnarsson) var t. d. alveg á bandi andstæðinga bæjarins við atkvæðagreiðsluna í fyrra dag og mælti með því við 2. umr. að selja »batteríið« frú V. skilyrðislaust og annar bæjarfulltrúi (dr. J. Jónassen) var flytjandi málsins í efri deild. Þess vegna geta nú þingmenn .afsakað sig með þvf og hafa líka gert það, að bæj- arstjóminni sjálfri hafi ekkert verið hugleikið að fá umráð yfir þessum bletti. Þess vegna á bæði þingið og bæjarstjórnin óþökk skilið fyrir frammistöðuna í þessu máli, og þingið að því leyti frekar, að það hefur meiri ábyrgð. Salan á batteríinu var samþykkt með 17 atkv. gegn 5 með nafnakalli. Var öll atkvæðagreiðslan hið mesta hneyksli og mundi auðvelt að rita dálitl- ar skýringar við hana, en því verður að sleppa sakir rúmleysis, enda eigi ósennilegt, að það verði gert af öðrum. Fj árlögin verða samþykkttil fullnaðar í efri deild í dag, og koma því ekki í sameinað þing, því að efri deild gengur óskorað að frumv. n. d. Þessar styrkveitingar eru nú til fulls og alls fallnar burtu: til Boga Melsteðs, Jóns Jóns- sonar sagnfræðings, Helga Jónssonar cand. mag., Ólafs Rósenkrans, til biblíuþýðingarinnar og til Björns kaupm. Kristjánssonar til að koma á fót tígulsteinsverksmíðju. Orðalaginu um »verkfræð- inginn« breytt, eins og landshöfðingi viidi hafa það, enséraMatth. Jochumsson hefur gengiðsigri hrósandi út úr öllum hreinsunareldinum með 2000 kr. fjárveitingu hvort árið, sem er bundin því skilyrði, að hann fái lausn frá embætti eptir ósk og megi veita honum þá lausn, enda þótt hin almennu skilyrði fyrir því séu eigi fyrir hendi. Hússtjórnarskólinn í Rvík. fær 800 kr. fyrra árið og Leikfélagið 300 kr., ef bæjarsjóður leggur jafnmikið til. 8000 kr. fjárveiting úr landsjóði til kirkjugarðsstæðis handa Reykjavíkur- sókn felld burtu i neðri deild, enda þótt' senni- legt sé, að landsjóður sem eigandi dómkirkjunn- ar verði dæmdur til að útvega hæfilegan graf- reit. En Reykjavík hefur aldrei verið óskabarn þingsins. Það veit af því, að, það getur sýnt henni i tvo heimana með því að traðka rétti hennar sem höfuðstaðar landsins (sbr. fréttaþráð- armálið, »Arnarhólshneykslið» o. m. fl.). En Reykjavík getur líka orðið þinginu örðug, þótt eigi verði það með fljótfærnislegum borgarfund- um, 'eins og fundinum 22. þ. m, út af Arnarhóls- lóðinni, því að sá fundur fór öfugt að í því að senda áskorun til þingsins í staðinn fyrir tilbæj- arstjómarinnar, er var höfuðmálsaðili í því máli. —A fjárlögin og fjárveitingarnar til almennra þarfa verður sfðar minnst nánar. » Botnia «kom hingað norðan og vestan um land í fyrra kveld, og með henninokkrir farþegar. „Laura" kom frá útlöndum f gærniorgun. Emtoasttisveiting. Strandasýsla erveitt cand. jur. Marínó Havsteen. Auk hans sóttu lögfræðingarnir Halldór Bjarnason og Björgvin Vigfússon. Læknaskipun. Sigurður Magnússon aukalæknir á Dýrafirði hefur fengið konungsveit- ingu fyrir Barðastrandarlæknishéraði hinu vestra (bústaður á Patreksfirði) en Magnús Asgeirsson aukalæknir í Arnessýslu ofanverðri hefur fengið aukalæknishéraðið í Dýrafirði; en upphreppa Ár- essýslu hefur fengið Skúli Árnason aukalæknir f Ólafsvlk, og Halldór Steinsson læknaskólakand. aukalæknishéraðið í Ólafsvík, en Georg Georgs- son læknaskólakand. aukalæknishéraðið á Mýr- unum vestanverðum í stað Friðjóns Jenssonar, sem fluttur er austur á Eskifjörð, og liefur nú fengið það læknishérað í skiptum við Bjama héraðslækni Jensson í Vestur-Skaptafellssýslu, er fengið hafði veitingu fyrir Eskifirði, en óskaði að sitja kyr 1 sínu gamla umdæmi, er Friðjón hafði áður fengið veitingu fyrir. Alþingi verður slitið á morgun kl. 4. Um Gullbringusýslu sækir Páll Ein- arsson sýslumaður Barðstrendinga, en aðrir ekki svo kunnugt sé enn. Heiðursmerki. Jóhann Pétursson hrepp- stjóri á Brúnastöðum f Tungusveit f Skagafirði hef- ur verið sæmdur heiðursmerki dannebrogsmanna. Bruni. Hinn 18. þ. m. um miðjan dag brann til kaldra kola nýtt íbúðarhús við Þjórsárbrú vest- anverða, er Einar bóksali Brynjólfsson (frá Sól- eyjarbakka) átti og bjó í. Það var óvátryggt og tjónið því mikið. Innanhúsmunum varð biargað að mestu. Ætiað er, að kviknað hafi í frá elda- vélarpípu. Maður drekkti sér í Lagarfljóti seint í f. m., Jón Áinason að nafni, vinnumaður séra Magnúsar Bl. Jónssonar í Vallanesi. Hann var geðveikur. Gaszlustjóri landstoankans endur- kosinn af neðri deild séra Eirfkur Briem. Y fírskoðunarmenn landsroí kn— inganna kosnir: af neðri deild: Jón Jenssonyf- irdómari og af efri deild: Sigurður prófastur Jens- son. Virðist nokkuð undarlegt að kjósa tvo bræð- ur til þessa starfs. Óþurkatíð afarmikil hér á Suðurlandi: sífelld- ar stórrigningar og rosaveðurátta, sem á haustdegi; stytti dálítið upp f næstl. viku og gerði þurk 3— 4 daga, er kom víða að góðum notum, en hvergi nærri til hlítar, því að vatnið var orðið svo mik- ið á útengjura. Á Norður- og Austurlandi hefur veðurátta verið miklu hagstæðari, og eins á Vest- urlandi mun betri en hér. Horfir til stórmik- illa vandræða, ef ótíð þessi helzt lengi úr þessu. -j- Hinn 13. þ. m. andaðist frú GuðbjörgSvein- bjarnardóttir kona Kjartans prófasts Einarssonar f Holti undir Eyjafjöllum, eptir langvarandi heilsuleysi, þrautir og þjáningar. Hún var fædd 29. ágúst 1855 í Eystri-Kirkjubæ á Rangárvöllum. Foieldrar henn ar voru séra Sveinbjörn Guðmundsson, síðast prest- ur í Holti, og frú Elín Árnadóttir. Frú Guðbjörg var afbragðs kona að atgei-fi bæði til sálar og líkama, skarpgáfuð með fljúgandi næmi, hreintrúuð og hugrökk í mótlætinu, framúr- skarandi hjartagóð við bágstadda, ráðdeildarsöm og rösk bæði úti og inni á meðan heilsan leyfði, hátt“ prúð og fríð sýnum. Hún giptist 16. júlí 1881, eignaðist 3 börn, sem öll lifa, Sveinbjörn, Sigríður og Elfn, mestu efnis- börn; auk þess átti hún góðan þátt í töku og uppeldi á 4 fósturbörnum, sem 3 lifa, en eitt dáið á bezta skeiði. Hjónabandið var innilegt og ástríkt, svo hinn h. v. ekkill hefur nú, að lokinni mikilsverðri hlut- tekningu í sjúkdómsbaráttu hennar, margs að minn- ast og margt að þakka, þegar hann rennir huga sínum til baka yfir liðinn tíma. Heilsu- brestur hennar byrjaði upp úr mislingunum 1882, þá ól hún sitt fyrsta barn og komst í opinn dauðann, en fékk þó aptur nokkurn bata, svo hún fór með veikum mátt að ganga að innanbæjarstörf- um, en þegar fram í sótti lagðist hún hverja leguna af annari með miklum þrautum, þar til hún neydd- ist til að halda við rúmið að öllu Ieyti næstl. 3—4 ár. Hún bar sinn mikla sjúkdómskross með þolin- mæði og aðdáanlegri hngprýði allt til síðustu stundar. Lifi hennar minning! (S. A.) Næsta blað l»jóðólfs kemur lit á þriðjudaginn 29. þ. m. í óskilum er jörp hryssa óafrökuð og ó- járnuð, mark: biti aptan hægra, stig framan vjnstra. Réttur eigandi getur vitjað hennar til mín að Hvammi í Kjós. Pórður Guðtnundsson. Ágæt skósmiðs-saumavél. lítiðbrúk- uð fæst til kaups fyrir mjög lágt verð mót borg- un út í hönd. Semjist við J. Jacobsen skó- smið, Hafnarstræti 8 nú þegar. TÝNST hefur böggull með laugaþvotti í á veginum frá Rauðará og vestur að Félagsbaka- rfi. Skila má í Sjómannaskólann gamla, gegn góðum fundarlaunum. Waterproofkápur fást ódýrastar verzlun Friðriks Jónssonar.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.