Þjóðólfur - 29.08.1899, Side 1
ÞJOÐOLFUR.
51. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 29. ágúst 1899. Nr. 43.
Frál.októberþ. á.
geta nýir kaupendur Þjóðólfs fengið s^ð-
asta ársfjórðung hans (15 tölublöð) fyr-
ir 1 krónu og fá þá í kaupbæti af-
mælisblað Þjóðólfs 1898 moð fylgiblöð-
um, og myndablaðinu, og er sú áskript
þá gildandi fyrir 52. árg. blaðsins ár-
ið 1900.
SMT Nýir kaupendur gefi
sig fram sem allra fyrst.
Búskaparmál.
Eptir Jóhannes L. L. Jóhannsson.
II.
Annað er það sem menn einnig geta gert
án tiJfinnanlegs kostnaðar, en þó til notalegra
■og góðra matardrýginda, og það er að leggja
miklu meiri stund á matjurtarækt, heldur en
hingað til hefur verið. Með þvf að gera einhvern
móann, sem nú liggur arðlaus, að matjurtagarði
og sá í hann rófum og kartöflum, má mjög víða
auka tekjurnar af jörðinni og búskapnum til
stórra muna. Það kemur sér einkarvel, þegar
kornkaupin eru dýr að geta sparað sér þau nokk-
uð með garðávöxtum. Mestur kostnaðurinn við
garðana er auðvitað fyrst í stað að búa þá til,
en úr því er kostnaðurixn eigi svo mikill, þarsem
við garðavinnu marga má hafaliðléttfólk. Auð-
sætt er, að garðarnir borga sig bezt, þegar garð-
ýrkjan er stunduð í nokkuð stórum stíl, en þá
þarf svo sem gefur að skilja meiri áburð í þá,
en hann ætti að vera hægt að veita sér, með
því að hirða betur allt þess konar sem til fæst.
Bezt er að hafa garðana nokkuð langt frá bæn-
um, því þá kemur síður arfi í þá, en þó dugar
það eigi til, nema áburður sá, sem í þá er látiirn
sé tekinn úr haugshúsi, því annars berast arfa-
fræ með honum í garðinn. Það er vafalaust, að
dagslátta, sem gerð er að matjurtagarði, getur
orðið mjög arðsamur blettur og veitt á þann
hátt meiri eptirtekju en á nokkurn annan hátt.
Sérhvert bú, sem á ári hverju hefði ioo kr.
f tekjur af garðyrkju er vinnulega betur statt
en hin sem eigi hafa það, því tilkostnaður-
inn er svo ótilfinnanlegur og svo er jafnan holl-
ur heimafenginn baggi. Annars ættu menn
vafalaust að stunda garðrækt 1 samlögum og
velja sér nokkur stór svæði til yrkingar þar er
bezt hagar til 1 sveitinni. A3 vilja endilega hafa
garðholu sína neima, hversu illa sem til hagar,
er mjög óskynsamlegt.
III.
(Síðasti kafli).
Þetta tvennt að auka kúabú og garðrækt verð-
ur mönnum vanalega hollara til að rétta við á
ný, en að vera að vonast eptir bötnun á verzl-
uninni; það eru öll líkindi til að útsala á salt.
kjöti leggist alveg níður, en við það hlýtur verð
á sauðfé að lækka enn þá meira en orðið er.
Salan á lifandi fé gengur líka skrykkjótt, meðan
innflutningsbannið stendur á Englandi, en það
gatur staðið mjög lengi. Helzt er að selja þang-
að vænt fé, sem ekkert er farið að leggja af og
slátra því samstundis og það kemur. Með því
móti kann íslenzkt kindakjöt að komast í álit sem
sælgætisvara, sökum hins sterka ilmbragðs, sem
þa 3 hetur á haustin, svo sem vonlegt er, þar sem
skepnurnar nærast á kröptugum fjallajurtum og eru
villidýr hálft árið. En allt þess konar kjöt þyk-
ir ágætisréttur og er því mjög eptir því sókzt.
Og um það að íslenzkt kindakjöt sé nokkurs
konar villibráð, þarf að koma Englendingum í
skilninginn um. — Einnig getur hugsazt, að menn
komist upp á að selja smjör til Englands, þegar
kúabúin vaxa og kunnáttan til að vanda það
eykst. Ullina af fénu, sem nú er í svo afarlágu
verði, þyrftum vér að vinna að öllu leyti sjálfir
og selja útlendingum heldur dúka úrhenni. Tó-
vinnuvélar þær, sem þegar eru komnar upp í land-
inu þurfa því að umbætast og verða að algerð-
um ullarvöru-verksmiðjum. Það getur eigi átt
sér stað, að slíkur iðnaður borgt sig eigi allt eins
vel á Islandi sem í öðrum löndum, því eigi þarf
kol við þá vinnu og vatnsafl eigum vér nóg í
ánum til að knýja slíkar vélar áfram, —
Hestasalan gengur einnig fremur illa og get-
ur vel lagzt alveg niður, svo spurning getur verið
um, hvort eigi væri fullt svo arðsamt að alaupp
geldneyti og selja þau, því alkunnugt er, að full-
orðin naut geta mjög mikið gengið úti og bjarg-
að sér sjálf á veturnar og þurfa því alls eigi að
vera þung á fóðrunum. En það er nauðsynlegt
fyrir oss jafnframt sem vér aukum töðufallið að
nota sem bezt útigang tyrir allar skepnur sem
hægt er, til þess að hafa sem mest upp úr jörð-
inni með sem minnstum tilkostnaði. Vér verðum
að gæta þess, að í samkeppninni á heimsmark-
aðinum, þurfum vér að berjast við keppinauta,
er framleiða fénað sinn með mjög litlum tilkostn-
aði og í sumum fjársölulöridum þurfa menn aldr-
ei að gefa á vetrardag, en það er stór munur,
og má nærri geta, að slíkir menn standist betur
en vér við, að selja kjöt fyrir lágt verð.
Það mun reynast drjúgara og heillavænlegra
fyrir íslenzka alþýðu að treysta meira upp á
sjálfa sig til búnaðarbótanna, en að vonast eptir
að alþingið geti úr öllu bætt með fjárveitingum.
Sannleikurinn er, að þingið getur minnstan hlut-
ann gert. Auðvitað getur það komið upp láns-
stofnun til styrkingar jarðabótum, stutt verkstniðju-
iðnað á ullinni með íjárveitingum, lagt fé til að
kosta verzlunarráðanaut'í útlöndum og loks er
eitt, sem eg man eigi til að áður hafi verið stung-
ið upp á: þingið ætti að senda mann á landsins
kostnað til útlanda til að læra verkun súrheys
og sætheys og gæti haft hann svo í þjónustu
landsjóðs eitt eða tvö sumur til að kenna þessa
heyverkun á nokkrum stöðum í hverri sýslu land-
ins. Þetta er nú hið helzta, sem þingið megnar.
Og hvað hið síðasttalda snertir, þá þarf það eigi
að veramjögdýrt, því þau sumur, sem maðurinn væri
að kenna mönnum sætheysverkun gæti að líkindum
nægt handa honum vanalegt kaupamannskaup.
Ef vel tækist á fáeinum bæjum í héraði hverju
að verka sæthey, þá er eigi að efa, að slík aðferð
yrði tekin upp af öllum almeuningi, enda mætti
gera þeim, sem beinlínis fá manninn ókeypis til
að kenna sér þá heyverkun, aptur að skyldu að
leiðbeina öðrum í því fyrir ekkert, Það er víst
sætheysverkunin, sem eiginlega á framtíð fyrir
höndum, aptur er verkun á súrheyi fremur að falla
úr áliti. Nú er það kunnugt, hversu ógurlegan
skaða óþurkarnir á þessu landi geraheyfeng manna
og það er víst, að þótt vetrarharðindin séu ill
þá eru samt sumarharðindin miklu skaðvænni.
Af öllu því sem þingið getur bætt úr með fram-
kvæmdum sínum til búnaðarbóta, væri því líklega
ekkert sem eins kæmi að víðtæku og almennu
gagni sem sætheysverkunin. Menn gætu vist fljótt
skilið, hversu afarmikla þýðingu það hetur fyrir
heyskapinn að gera hann óháðan veðuráttunni, sem
mest má verða. Allir vita um hinar miklu verka-
tafir, sem tíðar rigningar gera opt hér á þessu
landi um sláttinn og eptir allt stritið er svo hey-
aflinn hraktur mjög og að meira eða minna leyti
ónýtur. Þessi mikli kostnaður, sem fer til hey-
uppskerunnar verður þannig að engum notum.
Sumartíminn á Islandi er æði stuttur, þó aflafeng-
ur hans verði eigi ónýtnr. Að finna ráð til að
gera óþurkana skaðminni en hingað til, er stórt
framfarastig í landbúnaði vorum. —
Hvemig sem nú á allt þetta búskaparmál er
litið, þá er auðsætt, að vér Islendingar þurfum að
breyta til um búskaparlag vort, ef vér eigum að
geta staðið í baráttunni fyrir lífinu. Og þetta
tvennt, að afla sér meiri töðu og matjurta virðist
mér liggja næst hendi. Takist fimlega að breyta
til, er ekkert að óttast. —
„Um nautgriparækt
og smérgerð“.
Eptir S. B. Jónsson, Winnipeg.
Svar gegn s> athugasemdum«, hr. S. Þ. ’)
III.
(Síðasti kafli).
Herra Sigurður Þórólfsson heldur því meðal
annars fram í aths. sínum, að pvi vieira sem stf af
mjólk d hverju heimili, umfram pað sem brúkað se
til daglegrar fœðu,pví minna si mjólkin að verðgildi.
Sé þessi staðhæfing ekki ekta sýnishorn af
íslenzkri hagfræði, þá veit eg ekki, hvað hún er.
Hún er af líku tagi, (með tilliti til kringumstæð-
i) Höfundur þessarar greinar hr. Stefán B.
Jónsson, er nú alkominn hingað til lands með konu
sinni og fluttur vestur í Dali. Eptir því sem
skrifað er þaðan 17. þ. m. hefur hann f
hyggju að koma upp smérgerðarverksmiðju við
Haukadalsá fyrir 4 suðurhreppa Dalasýslu. Um
fyrirtæki þetta kemst fregnriti vor svo að orði:
„Stefán er Islandsvinur og áhugamikill framfara-
maður, sem hefur trú á framtfð landsins. Hann
segir engu betra eða hægra að lifa í Kanada en
hér, ef rétt sé að farið og hefur það snúið hug-
um þó nokkurra frá Vesturheimsferð. Slíka menn
er gott að fá heim aptur. En um smérgerðar-
málið sjálft er ennþá eigi hægt að segja, þótt út-
lit sé fyrir, að eitthvað verði úr því hér, þar
sem unditektirnar munu vera vonum fremur
góðar undir svona spónnýtt málefni. Hver
veit nema við á endanum höfum gagn af
Ameríkuferðunum, eða svo ætti það að verða, ef
Vel væri“.
Það vœri óskandi, að þessum áhugamikla
landa vorum að vestan tækist að ryðja hér ein-
hverjar nýjar brautir í þessu þýðingarmikla máli.
Allar dlraunir einstakra manna til þess að efla.
traust manna á framtíð landsins eru einkar lof-
samlegar og virðingarverðar. Ritstj.