Þjóðólfur - 29.09.1899, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUR.
51. árg.
Reykjavík, föstudaginn 29. september 1899.
Nr. 47.
Stórkostlegt verksmiðiufyrirtæki.
Þess hefur verið áður getið hér 1 blaðinu,
að hr. Oddur Sigurðsson (sonur Sigurðar járn-
smiðs Jónssonar hér í bænum) hefði leigt allmarga
fossa hér á landi, og að hugmynd hans væri að
nota aflið í þeim til rafmagnsframleiðslu í sam-
bandi við mikilsháttar verksmiðjufyrirtæki, eink-
um til að brenna hið svonefnda acetelynegas (úr
kolum og kalki)( er þykir hentugur ljósmatur, en
alldýr, sakir þess, að framleiðslan er svo erfið,
og fullnægir alls ekki eptirspurninni. Hr. Oddur,
sem nokkur ár hefur verið búsettur í Lundún-
um, hefur fengið nokkra enska auðmenn til þess
að koma fyrirtæki þessu á stofn hér, svo fram-
arlega sem fært þætti að leggja út í það. Fyrir
hönd þessara auðmanna kom mannvirkjafræðing-
ur frá Lundúnum Walter D. Hobson að nafni
hingað í vor til undirbúningsrannsókna. Skoð-
aði hann fyrst Gullfoss í Hvítá, (efst í Biskups-
tungum) en taldi alls óráðlegt að byrja þar,
sakir hinnar) afarmiklu vegalengdar frá sjó og
flutningaerfiðleika. Hann mældi þar því ekkert
að ráði. Síðast í ágústmánuði lagði hann af
stað úr Reykjavík við 3. mann (einn aðstoðar-
mann enskan og Sigurð Magnússon cand. theol.
sem túlk). Skoðaði hann þá fyrst fossana í Botns-
dal (upp af Hvalfjarðarbotni), og mældi þar, en
komst brátt að raun um, að þeir fossar væru
allt of afllitlir, og þvf ekki tiltök að byrja þar.
Fór hann þaðan eptir 4 daga dvöl austur að
Sogi, sem eins og kunnugt er rennur úr Þing-
vallavatni sunnanverðu, suður i Hvítá millum
Grímsness að austan og Gralnings að vestan.
Þar leizt honum betur á sig.
Sogið er mjög vatnsmikið, og eru í því 3
fossar og allskammt á milli. Heitir hinn efsti
Ljósifoss, miðfossinn Yrufoss og hinn neðsti
Kistufoss. Eiga 4 jarðir land að fossum þessum,
2 hvorumegin: að vestanverðu Grafningsmeginn:
Ulfljótsvatn (J/a Ljósafoss og T/2 Ýrufoss) og
Bfldsfell (x/a Kistufoss) en að austanverðu Gríms-
ness megin jarðirnar: Efri-Brú (7» Ljósafoss) og
Syðri-Brú (7* Ýrufoss og 72 Kistufoss). Hefur
Oddur leigt þessa fossa í 200 ár, og borgar 1.
árið í leigu 100 kr. til hverrar jarðar, næstu 5
árin 200 kr., hvort sem byrjað verður á nokkr-
um mannvirkjum við fossana eða ekki, því næst
300 kr. í næstu 8 ár og 500 kr. á ári úr því.
Hr. Hobson og þeir félagar höfðu bækistöð
sína í Bíldsfelli hjá Jóni óðalsbónda Sveinbjarn-
arsyni og voru þar 3 vikur við mælingar á foss-
unum. Kom Hobson hingað til Reykjavíkur 23.
þ. m. og sigldi til Englands með »Ceres« 26. þ.
m. Telur hann, að ef nokkursstaðar verði
byrjað, þá verði það við Sogið, og hvergi
annarsstaðar. Aflið í fossunum nægilega mik-
ið, einkum ef takast mætti að sameina það
1 eitt úr 2 eða öllum því betur. Mun helzt í
ráði að byrja þar á verkinu í apríl næstkomandi
með 800—1000 verkamönnum, og eigi tiltök að
leggja út í það með minna fé en 500,000 £
(9 miljónir króna), en kostnaðurinn geti stigið
upp í 1 miljón punda (18 miljónir króna) og er
þá talið, að verkinu geti orðið lokið á 2 árum.
Lakast þykir hr. Hobson, hversu hinar næstu
hafnir, á Eyrarbakka og Stokkseyri eru illar,
þær séu báðar mjög slæmar, þó nokkru skárri á
Eyrarbakka. Sogið frá Kistufossi og Ölfusá nið-
ur að flúðunum fyrir ofan Ölfusárbrúna eru
skipgeng. Millum Selfoss og Árbæjar er áin ó-
skipgeng sakir hávaða. Bæði þar og fyrir ofan
brúna yrði því að sprengja úr ánni til að gera
hana skipgenga, en þá mætti líka komast alla
leið til sjávar, því að sandgrynningarnar í ánni
neðanverðri mundu eigi verða til tálmunar flat-
botnuðu og grunnskreiðu skipi. Takist að gera
góða skipaleið allt til sjávar frá fossunum verð-
ur hún notuð og aðalflutningastöðin yrði þá í
Þorlákshöfn. En verði þessu ekki við komið kostn-
aðar og erfiðleika vegna er ekki um annað að
gera, en leggja járnbraut frá Eyrarbakka eða
Stokkseyri upp að Ölfusá, fyrir ofan Laugardælur,
Ogflytjasvo þaðan á gufubát upp að fossum, því að
eigi mun hentugt brúarstæði vera þar á ánni,
en ómögulegt að nota Ölfusárbrúna, með því að
lítt kleyfur kostnaður væri að leggja járnbraut
þaðan, upp með Ingólfstjalli að austanverðu, upp
að fossum, sakir þess hvernig landslagi þar er
háttað.
Verkamenn við þetta fyrirhugaða stórvirki
við Sogið verða samkvæmt áliti dr. Hobson, alls
ekki aðallega Englendingar, með því að þeir
eru kaupdýrir, heldur Islendingar, auk allmargra
dauskra, norskra og þýzkra verkamanna. Verði
nokkuð verulegt úr þessum framkvæmdum mun
félagið ætla sér að kaupa allar þær jarðir, er
land eiga að fossunum, ef þær verða fáanlegar
með nokkru móti, og engin lög verða sett því
til hindrunar.
Það sem hér 'hefur verið sagt um fyrirtæki
þetta er eptir áreiðanlegum heimildum, er óhætt
má trúa. En það sem stjórnarblaðið og hringl-
andamálgagnið »ísafold», hefurverið að fræða (!)
lesendur sína á um þetta mál í 62. tölublaði er
mestallt tómt bull og ranghermi, t. d. að byrja
eigi að vori í Brynjudalnum (!) þar sem mr.
Hobson kom aldrei, og þar sem aldrei verður
byrjað á neinu slíku, ennfremur að það hafi ver-
ið horfið frá því kostnaðar vegna, að byrja við
Sogið, einmitt þar, sem byrjað verður að
vori, ef nokkursstaðar verður byrjað. Eins - er
öll kostnaöaráætiun málgagnsins fjarri öllu lagi
eins í leiðréttingunni (!) á eptir sem fyr. En það
er svo sem engin nýlunda, þótt »ísafold« hlaupi
með ósannindi eða lokleysur, og því er sjaldn-
ast nokkur gaumur gefinn. Almenningur metur
ekki málgagnið svo mikils, að hann skipti sér
nokkurn skapaðan hlut af bullinu.
Frá útlöndum
hafa borizt fréttir til 16. þ. m. Það var laugar-
daginn 9. þ. m., er dómur var kveðinn upp yfir
Dreyfus í Rennes, og hann dæmdur í 10 ára
varðhald (eins og minnst var a í síðasta bi.)
með 5. atkv. gegn 2. Eigi er þess getið í dómn-
um, hvort 5 ára vistin á Djöflaey skuli dragast
f#á. Með því að ekkert saknæmt varð sannað á
Dreyfus í vitnaleiðslunni, þótti dómurinn hið
mesta hneyksli, og hefur verið farið mjög hörð-
um orðum um hann, einkum í enskum blöðum.
En Frakkar sjálfir, bæði Dreyfusféndur og hinir
hafa tekið úrslitunum með stillingu, og, þykir
það bera vott um, að dómurinn sé aðeins til
málamynda, til þess að gera báðum flokkunum
til hæfis, enda er fullyrt, þótt áreiðanlegar fregn-
ir séu ekki ennumþað komnar, að Loubet forseti
hafi náðað Dreyfus algerlega. En vinir hans
munu þó ekki verða fyllilega ánægðir með það,
heldur vilja fá hann sýknaðan til fulls, því að
náðun er allt annað en sýknun.
Meðan hershöfðingjarnir frakknesku voru
að berjast í Rennes höfðu herforingjarnir út í
frá heldur. ekki setið aðgerðalausir. Þeir Vou-
let og Chanoine (sonur hershöfðingjans), kapt-
einar voru fyrir nokkru sendir til Súdan 1 Af-
ríku til þess að halda uppi réttindum Frakka
þar. Þeir þóttu þó, þegar fram liðu stundir,
gerast heldur uppivöðslumiklir og frömdu ýms
grimmdarverkgagnvartinnlendum mönnum. Stjórn-
in sendi því Klobb ofursta og Meunier laut-
enant af stað til þess að rannsaka gerðir þeirra
V.’ og Ch’. og taka við stjórn þar syðra. Þegar
fundum þeirra bar saman og Klobb skýrði frá
erindi sínu, lýstu þeir V. og C. þannig óánægju
sinni, að þeir drápu hann og Meunier og nokkra
af liði þeirra. Illvirkjarnir verða nú eltir sem
uppreistarmenn og skotnir, er þeir nást.
11. f. m. var skurðurinn frá Dortmund í
Westfalen til Emden við Emsfljótið, þar
sem það rennur út í Norðursjóinn, opnaður með
mikilli viðhöfn í viðurvist keisara. Skurðurinn
er 270 kilometer (um 36 mílur) á lengd, 2Lji
meter*) (sumstaðar 3) á dýpt og 30 meter á
breidd í vatnsskorpunni, 18 meter á botni. Það
má nærri geta, hve mikið þetta risaverk hefur
kostað, og því skiljanlegt, að Þjóðverjum sumum
hverjum vaxi í augum kostnaðurinn við að fara
frekara í sömu átt. Vilhjálmur keisari er þó á
öðru máli, og vildi því fá þingið til þess að
veita fé til fleiri skurðagerða, þar á meðal til
þess að grafa skurð frá Dortmund til Rínar. En
frumvarpið var fellt í fulltrúaþingi þýzka land-
dagsins 18. f. m. Það voru 1 þetta skipti aptur-
haldsmenn, sem andmæltú stjórnarfrumvarpinu,
annars eru það venjulega frjálslyndu flokkarnir í
þinginu, sem stjórnin á í höggi við. Vilhjálmur
keisari varð stórreiður; menn bjuggust við ráð-
gjaíaskiptum og nýjum þingkosningum. Fyrst
um sinn hefur keisari þó látið sér nægja að
víkja tveim ráðherrum úr sessi: Bosse, kennslu-
málaráðgjafa, og v. d. Recke, innanríkisráð-
gjafa. I stað þessara tveggja eru þegar skipaðir
tveir háttstandandi embættismenn, Studt og
Rheinbaben; einkum hinn slðarnefndi kvað
vera garpur mikill; hvort hann vinnur bilbug á
mótstöðumönnum skurðarfrumvarpsins sýnir sig
síðar. Svo hefur keisari vikið 20 embættismönn-
um úr flokki apturhaldsmanna meðal þingmanna
frá embætti, þykir mótspyrna þeirra gegn stjóm-
arfrumvarpinu ósamkvæm embættisstöðu þeirra.
Slfkt gerræði mundi varla þolað annarstaðar en
f Þýzkalandi.
28. f. m. voru liðin 150 ár síðan skáldið
heimsfræga Goethe fæddist ( 1832); landar
hans minntust dagsins á hátíðlegan hátt.
Ófriðurinn milli Englendinga og Búa er
nú talinn óhjákvæmilegur. Enska raðaneytið
hélt ráðstefnu 15. þ. m. og var þar ákveðið, að
senda enn f viðbót 10,000 manns til Natal og
Kapnýlendunnar. Helmingur liðs þessa verður
*) 1 meter = 1 al. 14V4 þuml.