Þjóðólfur - 13.10.1899, Blaðsíða 3
199
Skömmu áður en þau hjón fóru héðan var
þeim haldið skilnaðar-samsæti af ýmsum helztu
mönnuro sýslunnar. Samsætið fór vel fram og
talaði séra Magnús Bjarnarson á Prestsbakka fyr-
ir minni heiðursgestanna; var þá og sungið kvæði,
er ort hafði verið fyrir þetta tækifæri. Ymsir
fleiri töluðuog voru minni drukkin, svo sem venja
er til í samkvæmum.
Það er víst, að margir Skaptfellingar hefðu
helzt kosið að hafa hr. Bjarnesen sem lengst hér
verzlunarstjóra, því að vinsælli mann { þeirri
stöðu getur varia, þótt víða væri leitað.
Tíð er hér, og hefur verið, hin versta, sífeld-
ar rigningar og stormar í allt sumar. Grasvöxt-
ur var þó góður og hafa menn náð nokkuð mikl-
um heyjum, en sakir óþurkanna munu margir eiga
slæm hey og létt til fóðurs.
Hin síðastliðnu 3 ár hafa verið bændum er-
við og finna þeir mjög til þess, er fjársala til
útlanda hætti. Þykir þeim neyðarkostur að reka
té til Reykjavíkur og selja það, þegar jafnilla er
gefið fyrir það og verið hefur þessi árin og munu
• menn almennt hætta því framvegis, einkum þar
sem Brydes verzlun hér tekur nú orðið fé til slátr-
unar. Þótti mönnum, í fyrra haust, meiri hagur
að leggja fé sitt inn í verzlunina en að reka það
til Reykjavíkur, að öðru en því, að hér tengu
þeir ekki nema nokkuð af andvirði þess 1 pen-
ingum.
Mjög eru menn óánægðir með, að strandferða-
skipið „Hólar* skuli ekki koma hér við í hverri
ferð austur og vestur, þar sem það er enginn
krókur".
Frá átlðödum,
hafa borizt fréttir í enskum blöðum til 7. þ. m.
Var þá enginn vafi á því, að ófriður yrði mill-
um Englendinga og Búa, því að Kriiger forseti
hefur nú sent brezku stjórninni þau svör, að
Búar ætluðu sér ekki að sinna kröfum Englend-
inga. Er þess getið í blöðunum, að Kriiger
hafi beðizt fyrir 3 stundir, áður en hann sendi
þessi skeyti, og hafi orðið niiklu hughraustari á
eptir og sagt, að hann væri ekki hræddur við
Chamberlain, því að drottinn hefði birzt sér og
og skipað Búum að berjast. Hervæðast Búar
nú í ákafa, og voru farnir að beina liði sínu í
áttina til Natal. Var komin fregn um það til Eng-
lands, að stjórn Búa hefði 2. þ. m. krafizt, að
Englendingar færu burtu með herlið sitt frá
landamærum Transwal innan 2 sólarhringa. Var
því búizt við, að ófriðurinn mundi hefjast þar
syðra 5. eða 6. þ, m. En að morgni hins 7.
voru ekki komnar áreiðanlegar fregnir um það
til Englands, tð þeim hefði lent saman í orustu.
Brezka ráðaneytið hefur til málamynda sent
hinar allra síðustu kröfur sfnar til Trans-
walsstjórnarinnar í 6 greinum, þar á meðal um
skaðabætur fyrir kostnað við sendingu herliðs
suður þangað, að víggirtar stöðvar Búa séu öll-
um varnarvopnum sviptar, að dómarar séu ó-
háðir, enzk og hollenzk tunga hafi jafnrétti
og að viðurkennd séu afdráttarlaust og algerlega
yfirráð Breta í allri Suður-Afríku, þar á meðal
í lýðveldunum Transwal og Oranje. Auðvitað
er þetta sama sem að segja Búum stríð á hend-
ur, því að þessum kostum ganga þeir eigi ó-
kúgaðir. Bretar eru stöðugt að senda nýjar
nýjar og nýjar hersveitir til Suður-Afrfku, bæði
heiman frá Englandi og frá nýlendunum. Ur
Eyjaálfunni er von á allmiklum liðsafla, og er
þar á meðal allmargt sjálfboðalið. -Þá er bæði
lýðveldin hafa naumast fleiri en 25,000 vígra
manna á að skipa, er ekki sennilegt, að þau
geti lengi reist rönd við ofurefli Englendinga.
Víðasthvar í Norðurálfunni og þar á meðal
heima á Englandi sjálfu mælist ófriður þessi all-
illa fyrir. Eitt Parísarblaðið (»Le Soleilc) spyr
Viktoríu drottningu virðingartyllst, hvort hún ept-
ir 60 ára ríkisstjórn ætli að láta það viðgangast,
að ráðgjafar hennar leggi út í ófrið, er muni
verða brezka ríkinu til svívirðingar. Og í líkum
tón tala sum ensku blöðin um þetta. Sagt er að
Viktoría drottning hafi ritað Vilhelmínu Hol-
landsdrottningu, að hún hefði gert allt sem í
hennar valdi hefði staðið til að afstýra ófriði,
en ekki getað við það ráðið. Stead ritstjóri
»Review of Reviews« hefur gengið ötullega fram
í því að safna undirskriptum 'undir almenna yf-
irlýsingu frá ensku þjóðinni um, að ófriður þessi
væri óviðurkvæmilegur og óþarfur, og réttast
hefði verið að leggja deiluefnið í gérð, samkvæmt
ákvörðunum friðarfundarins í Haag. Hafa menn
svo tugum þúsunda skiptir skrifað undir þetta.
Settup eýslumaður í Barðastrandarsýslu
l^~Nýpreníaðar bækur:-^§t
Bókasafn alþýðu III. árgangur.
Nýjasta barnagullið með fjöldamörgum
myndum.
Stafrofskver með 80 myndum.
Fæst hjá:
ARINBIRNI SYEINBJARNAR8YNI
3. ÞIngholtS8træti 3.
Vátryggingarfólagið
Union Assurance Society
L o n d o n,
stofnað 1714, höfuðstóll ca. 46,000,000 kr,
tekur í eldsvoðaábyrgð hús, bæi, þilskip, báta,
húsgögn, vörubirgðir og alls konar lausafjár-
muni fyrir lægsta ábyrgðargjald, sem tekið
er hér á landi.
Aðalumboðsmaður félagsins á íslandi er
Ólafur Árnason, kaupmaður á Stokkseyri.
Umboðsmaður félagsins í Reykjavík er þon-
súll C. Zimsen. Umboðsmaður á Norður-
landi er Snorri Jónsson trésmiður á Oddeyri.
Umboðsmaður fyrir Austurland er L. J. Ims-
land á Seyðisfirði,
Rónir og órónir sjóvetlingar eru keypt-
ir í verzlun
Sturlu JÓNSSONAR.
frá 1. þ. m. er Halldór Bjarnason cand. jur.
Fór hann vestur á Patreksfjörð nú með »Lauru«.
Hý lög staðfest af konungi 22. f. m. (auk
þriggja áður).:
4. Fjáraukalög fyrir árin 1896 og 1897.
5. Fjáraukalög fyrir 1898 og 1899.
6. Samþykkt á landsreikningunum 1896 og
1897.
7. Breyting á týsingum til hjónabands.
8. Aðflutningsgjald af tóbaki.
9. Afhending lóðar til vitabyggingar.
Crufuskipið ,Tejo‘ aukaskip frá hinu
sameinaða gufuskipafélagi kom hingað í fyrra
kveld eptir 8 daga ferð frá Englandi, og hafði
komið við í Færeyjum. Það á að fara kringum
land að taka saltfisk til Spánar.
,Laura‘ fór héðan til Vestfjarða í gær.
Saltf isk.
Spánarflsk
°gr
Ý S U (stóra)
kaupir undirritaður hæsta verði fyrir
peninga ut í hönd.
Reykjavík, 12. okt. 1899
Ásgeir Sigurðsson.
1 í REYKJAVÍKUR APÓTEKI
fást þessar 3 tegundir af
Kreólíni til fjárbaða:
EktafrumlegaPearsonskreólín á i kr. potturinn.
Prima kreolln á 75 a. pt., en 70 a, ef 10
pottar eru teknir.
Kolumbia kreolin 50 a. pt., en 45 a. ef 10
pottar eru teknir.
Notkunarfyrirsögn fylgir ókeypis eptir hr.
dýralækni M. Einarsson.
Óhreinsuð karbólssýra 50 a. pott. en 45 a.
ef IO pt. eru teknir.
Til sótthreinsnnar.
Óhreinsuð saltsýra, potturinn á 40 a. Klór-
kalk á 25 a. pd.; ef tekin eru 20 pd. að
eins 20 a. pd.
Michael Lund.
Gullhringur með rauðum steini hefur tap-
ast ! miðbænum. Finnandi skili í afgreiðslustofit
Þjóðólfs gegn r t fl e g u m fundarlaunum.
Handhægust og ódýrust
Til fjárböðunar
eru
Barnekows baðmeðul.
Fjöldi af vottorðum um gæði Þeirra til sýnis.
Eru seld. nú í haust með
201° afslætti
ef mikið er keypt í einu.
Bezt er fyrir bændur að kaupa þau í félagi; fást þá með beztum kjörum.
Fást að eins hjá
Th. Thorsteinsson.
Liverpool.