Þjóðólfur - 27.10.1899, Síða 2
200
brátt sáu menn þó, að hann hafði opin aug-
un og vissu að hann lifði. Urðu menn þá
harla fegnir og þóttust hann úr helju heimt
hafa. Var hann borinn uppíhús Matth. Ólafs-
sonar verzlunarstj., og hjúkrað þar sem bezt
mátti. Hresstist hann vonum bráðara, en var
þó lengi máttfarinn. Komst hann heim til sín
að 3—4 dögum liðnum, en hélt áður próf í
málinu í Haukadal.
Það þykir sannað, að skipstjóri hafi
með vilja hvolft bátnum undir þeim sýslu-
manni, en eigi ætla menn, að vélarstjórinn
eða allir skipverjar hafi verið honum sam-
taka í því. Þetta þrælmenni, Nielson skipstj.,
hefur hú auk eldri aibrota ekki færri en sex
stórbrot á samvizkunni. Hann hefur I.
Svikizt undan að sýna skipskjöl og borga
lögboðin gjöld 2. Þráfalldlega verið að veið-
um í landhelgi. 3. Varnað yfirvaldinu með
vopnum og ofbeldi uppgöngu á skip sitt. 4.
Beitt aðförum, er höfðu til leiðar drukknun
þriggja manna1). 5. Vanrækt að bjarga mönn-
um, þótt honum væri það innan handar. 6.
Falsað nafn skipsins og númerið, til þess að
hann yrði haldinn annar en hann var. — Þetta
er aðeins dálítið ágrip af syndaregistri þessa
ósvífna þorpara, er nú hefur sett kórónuna
á aðfarir sínar hér við land, með því að
gera tilraun til að drepa yfirvaldið, er það
var að rækja skyldu sína, og þótt það dráp
tækist ekki, þá er morð þriggja manna, þótt ís-
lenzkir og fátækir almúgamenn séu, svo mik-
ill glæpur, að enska stjórnin getur naumast
látið slíkt illræðisverk óhegnt. En auðvit-
að heldur Nielson þessi og hans kumpánar
því fram, að þetta hafi verið óviljaverk, og að
þeir hafi reynt að bjarga mönnunum, svo
fljótt sem unnt var. Það er því sízt fyrir
að synja, að þeir sleppi að eins með litlar
bætur fyrir lögbrot og ofbeldi gegn yfirvald-
inu, er þeim mun ekki tjá að synja fyrir.
Nú verða yfirvöldin hér (þ. e. amtmaður og
landshöfðingi) að sýna rögg af sér og gera það
sem í þeirra valdi stendur til að brýna dönsku
stjórnina til að krefjast hegningar fyrir ill-
virki þetta. Annað geta þeir auðvitað ekki.
Og danska stjórnin getur heldur ekkert, nema
enska stjórnin sjálf vilji skerast alvarlega í
þetta. En sannarlega fer vernd Dana að
verða lítiisvirði, ef útlendir lögbrjótar og
þorparar geta að ósekju traðkað hér öllum
lögum og rétti, og framið þar að auki mann-
dráp. Fyr getur nú ósvífnin og þrælmennsk-
an gengið langt en svo sé. — Nú ætti enski
konsúllinn einnig að sýna rögg afséríþessu
máli, og láta ásannast í verkinu, að hann
haldi ekki taum enskra botnvörpuskipstjóra
gagnvart íslendingum, eða leitist við að
skjóta þeim undan maklegri refsingu, þá er
um jafn mikið fólskuverk er að ræða, sem
atferli Nielsons þessa á Dýrafirði.
Þess skal að lokum getið, að ráðstafan-
ir munu hafa verið gerðar hér í bænum til
þess að koma sögunni um athæfi þetta
sem allra fyrst í ensk blöð, og jafnvel þýzk,
því að skriptirnar yfirvaldaveginn eða stjórn-
arvalda á milli ganga optast nokkuð seint.
1) Ekkja eins þeirra, Jóhannesar Guðmunds-
sonar, á 3 böm í ómegð og er sögð mjög bág-
stödd. Hún.ætti að sjálfsögðu að fá einhvem styrk
af opinberu fé, þá er maður hennar hefur misst
lífið við embættisferð í landsins þarfir.
Forntungurnar.
»Non scholæ sed vitae discimus« — »eigiskól-
anum en lífinu lærum vér«; með þessum orð-
um byrjar Eiríkur meistari Magnússon grein um
forntungurnar í Tímariti Bókm.fél., síðasta ár-
gangi. Eptir þessari byrjun skyldu helzt menn ætla,
að höf. mundi vilja útiloka fornmálin úr skólan-
um, þar eð þau væri lítilsvirði fyrir lífið. En
það þarf ekki að lesa lengi til þess að sjá, að
höf. fer í þveröfuga stefnu. Hann vill ekki
aðeins halda fornmálakenslunni heldur — og
helzt — auka hana í latínuskóla vorum.
Höf. hefur rétt fyrir sér í því — og hann
segir margt gott í grein sinni, — að latínska
máltækið hefur ekki beinlínis embætti og em-
bættislestur fyrir augum, heldur almenna lífs-
fræði. Ef það væri nú sannað, jafnvel þóttþað
væri að eins sennilegt, að sál manna þroskaðist
við að læra fornmálin og lesa rit þeirra, þá væri
það sök sér, að menn nú á dögum gerði þá
kröfu, að lesa grísk og latínsk rit, með þeirri
kennslu, sem höfð hefur verið, eða helzt meiri.
En þetta hefur ekki verið sannað og er heldur
ekki hægt sð sanna. Að gera þákröfu, að verja
enn meiri tíma og lengri til grísku og latínu,
svo að lesið verðí meira í þeim málum, eru þær
öfgar, sem ekki er til neins að bera fram; eng-
in yfirvöld og engin stjórn getur látið sér detta
í hug að freka kröfurnar úr því sem nú er —
að minnsta kosti ekki hér á Norðurlöndum. Ann-
aðhvort er, að halda í það sem er, eða sleppa
því til fulls eða að nokkru.
Það hefur svo opt verið sagt, hver ástæða
er til þess að fella burt grísku og minnka latínu1)
— lengra er fyrst um sinn ekki hægt að fara,—
að það væri eða ætti að vera óþarfi, að tyggja
allt það upp aptur. En aðalástæðan til þess að
fella burt grísku er sú, að kennslan veitir nem-
endum hvorki gleði né gagn. Menn læra ekki
að skilja grísku svo, að þeir geti lesið, nema ef
til vill allra léttustu rit, an mikilla erfiðismuna.
Það lítur svo að segja enginn sál í gríska bók,
eptir að hann er orðinn stúdent, og hvaða mennt-
andi áhrif hefur svo málfræðisstappið allt og
lestur þessara rita, sem maður hefir lesið og
eru tiltölulega fá? Hvaða þýðingu hafa þau haft
fyrir sálarþroska hvers eins? Þessari spurningu
er ekki vel hægt að svara — auðvitað. En ef
þeir, sem farið hafa úr skólanum slðustu 20—30
árin, væru spurðir, þykist eg sannfærður um,
hveinig svörin mundu falla. Að minnsta kosti
veit eg, hvernig eg mundi svara — eg tek mig
til, því að hinn heiðraði höf. hefur sýnt mér þann
heiður að nefna mitt nafn —. Eg hef lesið
töluvert meira í grísku en eg las í skólanum,
og ætti því að skynja málið ögn skár. En mér
er alveg óhætt að segja, að eg finn ekki, hver
andleg gæði eg hef haft af þeim lestri eða sál-
arþroskun, fremur en af öllu öðru, sem eg
hef lesið. Og nær er mér að halda, að það séu
allt önnur rit, sem hafi haft áhrif á mig, en
grísk, nfl. okkar eigin rit (sögur o. s. frv.) fyrst
ogfremst og svo einmitt slðari tíma höfundar, og
gæti eg nefnt marga. En það get eg sagt með
vissu, að tíu sinnum meiri not hef eg haft af
þýðingum en frumritum. Þýðingar próf. Gertz
get eg t. d. nefnt þar til (Þúkydid, Varnarræða
Sókratesar) og um fram allt þýðingar Sveinbjarn-
1) Höf. talar um þýðingu lat. bóka frá síðari
tímum og talar um „bókaskrár" (í fleirtölu) alöbius-
ar. En nú vill svo spaugilega til, að síðari bóka-
skrá hans er á þýzku, „jubente sic voce populi",
eins og hann sjálfur segir, þ. e. „af því að „fólkið"
vildi ekki hafa hana á latínu".
ar1). Grískan fellur og verður að falla, áður
langt um líður, ekki vegna þess, að hún hafi
ekki þýðingu fyrir embættislestur (t. d. guð-
fræðinga), heldur einmitt af h i n u , að kennslan
í henni og kunnáttan er svo gersamlega þýð-
ingarlaus fyrir lífið. Norðmenn eiga rnikla
aðdáun skilið fyrir röggsemi sína, er þeir kipptu
fornmálunum burt úr skólum sínum, og það er
ekki satt, að það hefi »vakið almennan óþokka
í Noregi sjálfum«.
Eg hef ekki talað um latínuna. Hennl
verður því miður að halda enn þá nokkuð, ekki
fyrir sakir bókmenta hennar, sem eru vitanlega
lélegar og lítt menntandi fyrir lífið, heldur af
praktiskum ástæðum — hvort sem þetta lætur
vel eða ílla í eyrum höf.
Eg get ekki farið her frekara út íþettamáh
Orð mín hér eiga aðeins að vera eins ogaugna-
bliks mótmæli. En eg enda með því að segja,.
að það er hart að heyra menntaða menn halda
því tram í lok 19. aldar, að grísk fræði sé og
eigi að vera undirstaða hins andlega lífs vors,
um 2000—3000 ára gömul fræði, en svo eigum
vér að vera blánkir 1 öllu því, sem er nánasta
og beinasta undirstaða alls vors hugsunarháttar:
hin dýrðlegu rit höfuðþjóðanna á 18. og 19. öld.
Khöfn. í sept. 1899.
Fmnur Jónsson.
Um sætheysgerð.
Eptir Sig. Þórólfsson.
II.
Sæthey er ýmist þannig verkað, að grasinu
er annaðhvort hlaðið í stórhey á bersvæði eða í
tótt og stundum inni í húsum, hlöðum.
Þegar nú sæthey er gert á bersvæði, sem
algengast er, þá er valin undir það þur, sléttur
völlur, þar sem vatn getur livergi sígið að. Flöt-
in á að vera lárétt, eða að minnsta kosti svo slétt
og hallalaus, að augað sjái engan halla..
Grasi því, sem sæthey á að gera úr, er hlað-
ið í kringlótt, aflangt eða ferkantað hey, og til
þess að skánin, sem ávallt kemur utan á heyið
venjulega 4 —6 þml. á þykt, verði tiltölulega lít-
il móts við heymegnið, er heyið haft sem stærst,,
því þess stærra sem heyið er þess hlutfallslega
minm er úrgangsskánin á heyinu. Minna hey,
en úr 50—60 hestum af hráu grasi, ætti helzt
ekki að gera; helzt úr 2—300 hestum. Auðvit-
að verður hver að haga sér eptir slnum ástæð-
um í þessu.
Sé heyið kringlótt, verður yfirborð þess til-
tölulega minna, en sé það öðruvísi lagað og hafa
því flestir kringlótt hey, sem eiga að verkast
sæt, ef þau eru ekki höfð inni eða í tóttum, eða
þar til búnum trékössum. Hliðar heysins eru
hlaðnar upp þverbeinar, lóðréttar, og allra sein-
ast er heyið efst í kollinn haft ofur lítið kúpt,.
lítið eitt hærra i miðjunni en út til brúnanna,
jafn framt og heyið er hlaðið, eða borið upp
eru brúnirnar stöðugt vel og vandlega troðnar,
því þær síga annars ekki eins fast og heyið inn-
ar. Annars er ekki svo mjög komið undir því
að troða heyið vel, heldur hinu að troða það
jafnt og greiða hverja fúlgu og fang vel 1 sund-
ur í heyinu, ella er hætt við, að heyið missigi,
og verkist ekki vel; það má ekki vera fastara á
einum stað en öðrum, þegar pressan er látin á
það, nema í sjálfum brúnunum.
Hæð heys»ns má vera hérum bil 6—7 álnir
nýuppborið. Er svo lang bezt að þekja það
í kollinn með torfi, gerir' ekkert til hvort það er
vel þurt eða miður þurt. I öðrum löndum þekja
1) „Höf. tekur rétt fram þýðingu Svbj. fyrir
mál vort, en honum skjátlast, er hann segir, að
það hafi ekki verið bent á það áður.