Þjóðólfur - 10.11.1899, Blaðsíða 2
214
imar um kosningar manna í bankaráðið eða um
þjóðerni þess hafa ekki svo sérlega mikla þýð-
ingu í þessu sambandi. Að minnsta kosti má
ganga að því vísu, að öll þungamiðja stjórnar-
innar yrði í Kaupmannahöfn, hvort sem í ráð-
inu sætu fleiri eða færri Islendingar,
Að »framboðið á fénu til hlutafélagsbankans
sé ( góðu skyni gert« getur vel verið, en naum-
ast mun það þó sprottið af einskærri ást á Is-
landi. Þess má heldur ekki vænta, þar sem hvor-
ugur at forkólfum bankans hafði nokkurntíma Is-
land atigum litið, fyr en í sumar, né nokkurn-
tíma haft nokkuð verulegt saman að sælda við
einstaka Islendinga né þjóðina í heild sinni. Peir
sem stofna stór fyrirtæki erlendis, eru vanir að
fá fyrir það ómakslaun t. d. 2% af höfuðstól
fyrirtækisins; 2% af 5 milj. kr. er 100,000 kr.,
og væri þá ekkert ómannlegtað hugsa sér t. d.,
að vonin um slík ómakslaun hafi stuðlað ofur-
litla agnarögn til þess að lypta undir kærleikann
ttl Islands, einkum þar eð tyrirtækið var í sjálfu
sér allálitiegt við það að fá gefins helzt í nær
heila öld einkarétt til bankaseðlaútgáfu fyrir Is-
iand.
En »trúin á framtfð Islands hefur bugað
alla örðugleika í þessu efni og þessir útlendu
rnenn (o. forkólfarnir) hafa gert mörgum Islend-
ingi skþmm til f því«(!!) segir Indriði. En það
er hreinn óþarfi að hrmgja svona hátt. Það
stendur hvergi, að þessir rnenn ætli að hætta sín-
um peningum út í þessa glæfraför, enda er ekki
kunnugt, að þeir sjálfir seu neinir auðmenn. Það
munu verða einhverjir fleiri en þeir, sem trú
þessa hafa öðlazt og sé hún til (hjá Dönum)
munu fiskiveiðarnar við strendur Islands frem-
ur hafa skapað hana, en þessir tveir herrar.
Vér skulum engu spá um, hvernig þessum fyrir-
hugaða banka muni verða stjórnað, þegar hann er
kominn á laggirnar, heldur lofa þessu »venjulega
mannshöfði«, — sem hr. I. E. kallar sjálfan sig
að spreyta þar spóann. En ekki virtist faraneitt
illa á því, þótt greiði kænri greiða á mót og
stóri bankinn létti eitthvað undir snúninginn í
sullarverksmðju sýslumannsins í Skaptafellssýslu«
í þóknunarslcyni fyrir hinn hjólliðuga og snarpa
snúning þingmanns Vestur-Skaptfellinga í banka-
málinu á slðasta þingi.
Hr. I. E. rennir grun 1 það og þar skjátlast
honum ekki, að menn eru almennt veikir á svell-
inu, þá er um peninga er að ræða. Það er svo
afarauðvelt að telja mönnum trú um, að ráðin
verði bót á öllum peningavandræðum í landinu
með svona löguðum banka, af því að menn vilj a
trúa þvf. En það er miður rétt að «spekúlera»
í trúgirni og íhugunarleysi manna á þennan hátt,
eða vekja svikular vonir hjá almenningi, vonir,
sem fyrirsjáanlegt er, að ekki geta rætzt. Hvað
stoðar t. d. hr. I. E. það, þótt hann viti afpen-
ingum emhversstaðar, en hefur ékkert veð að
setja til þess að ná í þá, og þótt hann hafi eitt-
hvert veð er ekki nóg að géta í bráðina féngið
lánað eitthvað út á það, ef hann veit, að hann
getur aldrei borgað lánið. Væri hr. I. E. fjár-
glæframaður, sem hann auðvitað ekki er, gæti
hann ef til vill herjað út lán, er honum dytti
ekki í hug að borga nokkurntíma aptur. En
bankar eru ekki stofnaðir fyrir slíka menn.
Peningavandræðín í landinu nú stafa ekki afþví,
hversu erfitt er að ná í lán, beldur af
markaðsleysi fyrir afurðir landsins, einkum land-
búnaðarins, af þvf hyersu þær eru í afarlágu
verði og lfit seljanlegar. En á því getur banki
ekki ráðið bót. Hann skapar ekki nýja mark-
aði. Auðvitað dettur oss ekki í hug að segja,
að peningamál landsins séu í æsldlegu horfi, eða
hið núverandi fyrirkomulag landsbankans heppi-
legt. Það kemur víst öllum saman um, að það
þurfi að breytast, og að því mun verða nánar
vikið í næsta blaði. En menn verða að gsqta
sín fyrir falsspámönnum, er lofa gulli og græ n-
um skógum, og falla á kné fyrir hverjum einum
gullkálfi, er þeir hyggja að hafi nóga peninga í
vösunum, gætandi ekki þess, með hvaða skil-
yrðurj gullinu er pírt í þurfamennina, sem á
þann hátt geta ofurselt sig og sína velferð ókunnu,
útlendu valdi, sem þeir ekki þekkja. Það 'var
ekki nema sá »vondi« fyrrum, er vildi hafa samn-
inga ritaða með blóði þeirra, er leituðu hjálpar
til hans. Og það varð stundum nokkuð erfitt að
sleppa úr klóm karls aptur. Það gæti svo farið,
að stóri bankinn útlendi risti blóðörn á baki ísl.
þjóðarmnar, og að henni veitti ekki svo létt að
hrista það ok af herðum sér. Sá spádómur er
að minnsta kosti eins gildur og sumir spádómar
hr. I. E. um ágæti þessa fyrirtækis.
Um sætheysgerð.
Eptir S{(f. Pórólfsso?i.
III.
(Síðasti kafli).
Alveg stendur það á sama, hvort sæthey er
gert úr votu grasi eða grasþuru, eða eins ogþað
kemur af Ijánum. Flestir telja þó betra, að hey-
ið sé nokkumveginn grasþurt, en með miklu lausu
vatni. Eitt er víst og það er það, að munurinn
á því hvernig grasið verkast, eptir því hvort það
er vott eða grasþurt, þegar því er hlaðið upp,
er harla smár og hvernig sætheysverkunin
yfir höfuð gefst er alls ekki komin undir þessu.
Er því sjálfsagt að hafa engan aukakostnað við
að þurka grasið áður, heldur taka það eins og
það ketnur fyrir af Ijánum, láta veðuráttufar og
aðrar ástæður ráða.
Þegar hitinn í heyinu er' aðeins jorðinn um
30—40 °C.,sem venjulegast er, eptir .að heyið hef-
ur staðið 6—8 vikur, má fara að gefa af því;
það verkast ekkert eptir þann.tíma. Er þá hey-
ið grænt á lit, eins og nýtt gras af jörðinni að
sumrinu með góðu, sætu bragði og nefnist því
sæth ey.
Byrjað er á að taka af heyinu að ofan frá,
heyið skorið með eggjárni; það er svo fast, að
það næst ekki öðruvísi. Ekki má taka meira
fyrir af heyinu í einu, en gefið er á 6—7 dög-
um að vetrinum, en þegar kemur fram á vor og
hlýnar í veðri má ekki taka meira fyrir í eintt
en til 2—-3 daga, annars vill heyið dofna og
missir þá af næringargildi sínu. Þegar tekið er
af heyinu, á að skera sneiðar af því þverbeint
niður í botn, og þekja svo fyrir sárið strax á
ep’tir, bezt með þuru torfi, sem ætti að geymast
undir þaki í þvíiiskyni til vetrarins. Taka verð-
ur vírinn og borðbútana utan at heyinu, þegar
byrjað er á að gefa af því, en pressan er látin
vera svo lengi sem heyiðer geymt, — nema af
þeitn hluta heysins, sem í hvert skipti er tekinn,
það verður auðvitað að byrja með því að taka
moldina eða pressuna ofan af þeim hluta heys-
ins. Auðvitað gerir það ekkert til, hvort mikill
1 eða lítill þungi er á heyinu eptir að gerðiníþví
qr einu sinni hætt og heyið fullsigið. En Væri
moldarlagið tekið af strax og farið er að gefa
af heyinu mundi bæði fenna og rigna í kollinn
á því til skaða. Ekki er heldur hægara að taka
moldina af í einu en smátt og smátt, jafilóðum
og tekið er af heyinu til gjafa. r-— Sæthey geym-
ast óskemmdí tvö til þrjú árytra, svo eins er hægt
að eiga fornt sæthey og'þurkað hey. — Fram-
eptir öllum vetri er 8—12 °C. hiti í heyinu, svo
engin hætta er á að það frjósi í frostum.
Eg hél hér að framan gengið út frá því,
sem noklcru sjálfsögðu, að pressan á sætheyi væri
mold, af því moldarpressa er álitin langbezt. En
eigi að síður má hafa grjót eða hvað annað sem
handhægast kann að þykja á heyinu. En þá
verður að vikta grjótið eða hvað sem haft er,
sem fer á hverja ferh.alin, og er það allmikil
tímatöf. En moldina þarf ekki að vikta, því
álnarþykkt lag af mold, óþjappaðri, nerna það
sem hún treðst af þeim manni, sem upp á hey-
inu er til að taka á móti moldinni og jafna hana,
er hér uni' bil eins þungt og hæfilegt þykir vera.
Það getur að vísu munað dálitlu eptir því hve
mikið er saman við moldina af leir eða sandi,
því eðlisþungi hennar fer eptir því. En hitinn í
heyinu segir fljótt til, hvort bæta þarf við mold
lítið eitt eða minnka ’nana, það verða aldrei
gefnar fastar reglur fyrir því, hve mikill þungi á
heyinu er hæfilegur. Því það fer eptir því úr
bvaða grastegundum sætheyið er gert og ýmsu
fl. Hitinn í heyinu er það eina, sem áreiðanlega.
gefur til kynna, hve þung pressan þarf að vera.
Það hefur verið tekið fram áður í ritgerð
þessari, að rnenn gerðu sæthey einnig í gryfjum,
eins og súrhey er venjulega gert eða inni undir
þaki f hlöðum eða öðrum samkynja húsum. Sæt-
hey, sem gert er í gryfjum missir ekkert semtelj-
andi sé í úrgang, skánin á hliðum þess verður
alls engin, eða rnjög svo lítil. En ekki eru þó
margir í öðrum löndum, sem telja að það borgi
síg að kosta upp á dýrar heytóttir eða gryfjur,
svo er ekki eins auðvelt að tempra hitann íhey-
inu, og vill heyið þá optar verða súrhey að
meira eða minna leyti en ekki sæthey.
Sumstaðar hafa menn trékassa, eða nokkurs-
konar tótt ofanjaiðar úr plægðum borðum og
plönkum. En þá þarf að ganga svo vel frá, að
lopt komist ekki að hliðunum á heyinu, því ann-
ars gerir slíkur útbúnaður ekki það, sem hann á
að gera, sem sé, að verja því að skán verði ut-
an á heyhliðunum.
Hjá oss mundi gott að gera sæthey 1 hlöð-
um, þá fennir ekki né rignir í það að vetrinum
milli þess, sem af því er tekið, og stundum viðr-
ar svo, að illt gæti verið að ná af heyinu eptir
þörfum, þegar miklar fannir og hríðar eru. En
þar sem ekki er kostur á slíkum skýlum verður
að hafa heyið á bersvæði, eins o'g hér að frarn-
an er ráð fyrir gert. Eg álít þrð heldur enga
frágangssök, þótt hitt eflaust væri rniklu betra
og þægilegra.
Gæti ritgerð þessi orðið til þess, að einhverj-
ir bændur reyndu á næsta sumri sætheysverkun,
þótt í smáum stíl væri fyrsta sumarið, þá er til-
gangi mínum náð. Því mín von er sú og jafn-
vel föst sannfæring, að sá sem einu sinni hefur
lært að gera sæthey, og lánast vel, hann geri
það aptur og enn aptur. —
'V'igurkleplcurimi, þessi meðritstjóri og
ráðanautur „Þjóðviljans unga“ 1 öllum vandamál-
um er í málgagninu sínu 31. f. m. að sendaÞjóð-
ólfi og heimastjórnarmönnunum hnútur nokkrar
fyrir að þeir skuli ekki vera f sömu fordæming-
unni og hann í stjómarskrárbaráttu þjóðarinnar.
Honum þykir líklega leiðinlegt að róa þar einn á
borð með Þjóðviljanum, en Valtý og Isafold hins-
vegar! Hann þykist líklega sjá, að þeir kumpánar
geti ekki haldið snekkjunni ofansjávar til lang-
frama, og ræður sér svo ekki fyrir gremju út af
því, að þetta Co. verði að sökkva—sökkva í djúp
gleymskunnar og fyrirlithingarinnar — eins og
það hefur verðskuldað, Verst er honum við, að
Þjóðólfur skuli ekki hafa slitið öllu battdalagi við
flokksmenn sína. — heimastjörnarmehnina ■— þá
er þeir hafi reynzt svo illa í einstökum málum
t. d. í »battarímá!inu«, er Þjóðólfur.hafi vítt. Klerk-
urinn hefur 1 því atriði rétt fyrir sér, að fram-
koma sumra hinna hæfustu þingmanna í því máli
var ekki eins og hún átti að vera. og vér hefðum
kosið hána öðruvísi. En öllum getur missýnst í
einstökum atriðum, eins og Þjóðólfur hefur tekið
nægilega fram. Hann hefur alls ekki leitazt við
að breiða yfir einstöku bresti sinna manna, eins
þg „Isaf." og „Þjóðv." hafá gert við sína flokks-
menn, Þau. hafa annaðhvort hafið alla fram-
kornu sinna manna í hverju einu til skýjanna,eða
þagað eins og múlbundnir asnar, þegar þeir hafa
drýgt einhver auðsæ glappaskot. Að kunna að
segja jafnt vinum og óvinum til syndanna er heil-
ög skylda allra sjálfstæðra, einbeittra blaða, Þau
. eiga ekki að vera skóþurkur einstakra roanna,
hverju nafni sem þeir nefnast.
, En klerkurinn h'efur ekki athugað, að hann
, gefur' einmitt liðsjnönnum sínum után undir með
þessari grein sinni, þar á rneðal sjálfum ritstjóra