Þjóðólfur - 10.11.1899, Blaðsíða 3
215
„Þjóðv. unga“, þvi að bæði voru það flokksmenn
þeirra, sem fyrst báru þetta svo nefnda „battarí-
mál“ upp í efri deild, og svo voru allmargir
Valtýingar á þingi í báðum deildum, sem einmitt
«tuddu það, þar á meðal Skúli Thoroddsen. Vér
«rum því alveg hissa á því, að hann skyldi taka
við þessum ákúrum frá klerkinum athugasemda-
laust. Það lítur svo út, sem klerkurinn hafi hann
1 vasanum og geti fengið hann til að taka allan
þremilinn, þar á meðal nærgöngular skammir um
ritstjórann sjálfan. Hann má þó vita, að það er
stundum nokkuð hárugt, sem kemur undan tungu-
rótum guðsmannsins í Vigur á síðari tímum. Klerk-
urinn er ekki orðinn með sjálfum sér út af ýmsu póli-
tisku andstreymi á síðari áruro, og heldur ekki
heilsu nema með því að spýta við og við galli í
„Pjóðviljann", sem auðsjáanlega hirðir allt frá
honum með sömu ánægju, þótt hann geri ekki
annað en ata sjálfan sig á því. En það er eina
bótin, að þar er ekki orðið hvítt að velkja.
Samsöng hélt Brynólfur Þorláksson lands-
hofðingjaskrifari hér í bænum 5. þ. m. með að-
stoð Jóns Jónssonar cand. phil (ffrá Mýrarhúsum) og
ungfrú Önnu Pálsdóttur (prests frá Gaulverjabæ).
Var hann mjög vel sóttur. Lék Brynjólfurá „har-
moníum“ og tókst það mjög vel. Bezt þótti »Die
Macht der Liebe« (lag eptir Bortniansky) og
„Hvar finnur sálin, heimili, ró“ (enskt lag). Þau
Br. og Anna léku og sainan nokkur lög á „har-
moníum" og »piano« og þótti A. spila mjögvel.
Minnst þótti kveða að »sólósöng« Jóns Jónssonar,
enda kvað söngvarinn hafa verið lasinn. Þeim,
sem vanir eru að heyra samspil marga hljóðfæra
og fþróttlegan söng eða hljóðfæraslátt, mun ekki
hafa fundizt mikið til um samsöng þennan. En
þess ber að gæta, að hér er ekki heldur unnt að
gera miklar kröfur í þessu efni. Kraptarnir eru
svo litlir og veikir. En menn ættu þá að tjalda
því sem til er. Það hefði eflaust mátt gera sam-
söng þennan dálítið fjölbreytilegri og tilkomu-
meiri, með hluttöku fleiri söngmanna og notkun
fleiri hljóðfæra. ___________
Bssjar'bruni. Aðfaranóttina 19. f. m.
brunnu öll bæjarhús á Syðri-Bakka í Kelduhverfi
að Friðriks bónda Erlendssonar. Hafði kviknaðí
eldhúsinu og vöknuðu fyrst við reyk og hita 2
drengir, er sváfu uppi á stofulopti. Hlupu þeir
út í nærfötunum, annar til næsta bæjar, en hinn
braut glugga á baðstofunni og vakti fólkið. Var
þá kominn reykjarsvæla í hana og eldhúsið og
göngin að falla niður. Komst fólk allt út um
glugganr\og varð bjargað mestu, er í baðstofunni
var, rúmfötum o. fl., en föt öll, er frammi voru
brunnu, einnig kornmatur, kaffi og sykur. Tvær
kýr og vetrungur brunnu í fjósinu og var éngin
leið að bjarga þeim. Hálfri stundu eptir, að
eldsins var vart, var hann kominn í öll hús, og
brunnu þau, nema nýbyggt timburhús suður af
bæjarhúsunum. Gekk Friðrik bóndi kappsamlega
tram í að bjarga, en brenndi sig mjög á hönd-
um og fótum, en gætti þess ekki um nóttina og
var lengur úti en skyldi. Læknir var sóttur og
kvað hann Friðrik mundi liggja 3—4 vikur. —
Munu sveitungar hans vafalaust bæta honum að
nokkru þetta tilfinnanlega tjón, er hann hefur
orðið fyrir.
Séra Hafsteinn Fétursson er nú
hættur prestsskap í Winnipeg og farinn burtu það-
an til Kaupmannahafnar. Segir blaðið „Heims-
kringla", að hann sé orðinn „rithöfundur" við
Gyldendals bókaverzlun, og er það líklega svo
að skilja, að hann hafi fengið einhverja ritara-
eða aðstoðarmannsstöðu við þessa miklu bóka-
verzlun. Séra Hafsteinn mun aldrei hafa kunn-
að við sig í prestskapnum þarna vestur frá undir
handarjaðrinum á séra Jóni Bjarnasyni og Lög-
bergsmönnum, því að hann var ekki af sama
sauðahúsi, og þess vegna lýstur í bann, eins og
lög gera ráð fyrir hjá þeim kirknahöfðingjunum
þar vestra. ___________
„Ceres“ kom hingað norður og vestan um
land 6. þ. m. Með henni kom frá Patreksfirði,
Páll sýslumaður Einarsson, til að takast á hend-
ur hið nýja embætti sitt, sýslumannsembættið í
Kjósar-og Gullbringusýslu, og flutti skipið hann
að vörmu spori til Hafnarfjarðar, áður en það
hleypti farþegum í land hér, og voru þó menn
komnir á bát út að skipinu til að sækja þá, þeg-
ar skipstjóri hélt burtu aptur og komust aðeins
3 farþegar í bátinn og lá nærri, að hann yrði fyr-
ir skrúfunni. Urðu margir farþeganna svo að
fara gangandi úr Hafnarfirði hingað til bæjarins,
og undu slíku illa, sem von var. Þykir skipstjór-
inn (Möller) allólipur við fölk, og er eini skip-
stjórinn á skipum gufuskipafélagsins hér við land,
sem almennt er kvartað yfir, enda er sagt, að
hann muni ekki koma hingað aptur. —„Ceres“ á
að fara til útlanda í kveld.
q K-E-N-N-S-L-A.
<5! Þér sem ennþá hafið ekki útvegað bórn-
um yðar kennslu í vetur, getið komið þeim
<Stil mín, og eg skal kenna þeim: skript, lest-
^®ur, reikning og kristindóm, ef þér óskið, fyrir
^mjög væga borgun.
<0 Stálpuð börn og fullorðnir geta líka feng-
ið tilsögn f lslenzku og dönsku hjá mér.
<æ Mig er að hitta í Glasgow (hjá Friðriki
<3 Eggertssyni skraddara) frá kl. 5—7 slðdegis.
Notid tækifœrið, komið og talið við mig!
(|+ Gunnlauíjui' J. Jónsson.
# Jarðir til sölu eða leigu. ^
Hér með auglýsist, að eptirnefndar fast-
eignir Landsbankans fást til áblíðaP frá næst-
komandi fardögum, og til kaups ef um semst.
1. Heimajörðin Stóruvogar í Gullbringu-
sýslu, sem er z/s úr Stóruvogatorfunni.
2. Jörðin Garðhús, sem er V5 úr sömus
torfu. Eignum þessum fylgir tómthúsið Tjarn-
arkot.
Jarðirnar geta selst, hvort er vill, báðar
í sameiningu eða hvor fyrir sig. Stórt og
gott íbúðarhús úr steini er á jörðinni Stóru-
vogum, auk annara húsa. í Garðhúsum eru
venjuleg bæjarhús.
Fyrir hönd bankastjórnarinnar,
Tryggvi Gunnarsson.
Alt>ýöufyrirlestur verður ekki hald-
inn á sunnudaginn kemur, sakir tombólu, sem þá.
verður í Iðnaðarmannahúsinu.
32
á að hlaupa upp til kunningjanna; sumir voru ekki heima, aðr-
ir voru að tygja sig til og voru að furða sig á, að Páll skyldi
ekki eiga neinn samastað þetta kvöld. A Garði var enginn
friður; menn voru á einlægum hlaupum hver ti! annars Einn
gekk grenjandi um, af því að hann vantaði hnapp í brjóstið,
annar var í vandræðum með skóna sína, sem hann hélt að
„gengju ekki an“, og sumir þurftu að fara langar leiðir með
sporvögnum og það kostaði peninga, en Garðsstyrkurinn fyrir
desember var allur genginn í jólasumbl og jólagleði og sumir
sögðu í jólagjafir, en það voru nú ekki allir, sem trúðu því; en
ef þeir nú tækju ekki sporvagn og gengju, þyrftu þeir samt fé,
því að þá yrðu þeir móðir og þyrstir af göngunni og þyrftu
þá að skvetta í sig bjór, svo að „peninga" yrðu þeir að hafa
og þar fram eptir götunum, og Páll fór af Garði eigi léttari í
hug, en dálítið léttari á skjóðunni.
Milli þess að Páll var að hlaupa á milli kunningjanna út
í bænum, var hann að skieppa niður í kjallarana, bæði til þess
að hressa sig og svo að vita, hvort hann hitti þar ekki ein-
hvern góðan náunga, en hann kunni hvergi við sig; það var
eins og væri horft svo mikið á hann, hvar sem hann kom, rétt
eins og óboðinn gest, og hann sá, að það var einhver annar
blær á kjallaralífinu en endranær; það var eins og daufara og
rólegra niðri í þeim; hann tók fyrst eptir því, er hann kom nið-
ur í þá, að þetta kvöld var ekki eins og önnur kvöld. Úti á
strætunum var allt eins og vant var á iði og hlaupum og ekk-
ert var að sjá á fólkinu, sem hann mætti, að það hefði nokkuð
meira við í búning sínum, en Páll var vanur að sjá hversdags-
lega; en er hann kom niður í kjallarana, voru þar gestir öðru-
vísi að útliti, en hann var vanur að sjá þar; það var auðséð,að
þeír höfðu gert sér far um að vera sem bezt skinnaðir og vel
29
„Þakka yður fyrir".
„Það er ekkert að þakka. Reynið nú einungis að kornast
í gott rúm í veitingahúsinu.
„í Dilsted?"
„Já, auðvitað, hvar skyldi það annars vera “
„En Germelshausen ?“
„Gerið það fyrir mig að nefna ekki þetta orð, og eink-
um ekki á þeim stað, sem við erum nú á. Látum hina dauðu
hvíla og einkum þá, sem enga ró hafa, og einn góðan veðurdag
geta birzt oss“.
„En í gær var þorpið þarna", sagði Arnaldur utan við
sig“ eg hefi borðað, drukkið og dansað í því“.
Veiðimaðurinn virti hinn unga mann fyrir sér frá hvirfli
til ilja og sagði brosandi:
„En það hefur víst heitið annað, er það ekki svo ? þér
hafið auðvitað verið í Dilsted, það var dansleikur þar í gær-
kveldi og það eru ekki allir, sem þola hið áfenga öl þar“.
í stað þess að svara opnaði Arnaldur teiknibók sína og
sýndi honum myndina, sem hann hafði teiknað í kirkju-
garðinum".
„Þekkið þér þetta þorp?“
„Nei“, sagði veiðimaðurinn, „svona flatur turn er hvergi
hérna í grendinni“.
„Það er Germelshausen", sagði Arnaldur alvarlega „og
þar eru bændastúlkurnar svona klæddar" og tók fram myndina
af Geirþrúði.
„Nei, hvaða skelfing er þetta kynleg líkfylgd“.
Arnaldur sagði ekkert.
Hann lét blöðin aptur inn í teiknibókina og hann varð
hrifinn af undarlegri tilfinningu.