Þjóðólfur - 17.11.1899, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 17.11.1899, Blaðsíða 2
2l8 fátæklingarnir eigum að læra það aföðrum þjóð- um að gera oss hann sem arðsamastan og hugsa oss vel um, þegar um það er að ræða að láta hann af hendi um marga ára tugi. Til þess eru 3 vegir: 1. að hafa sjálfur not hans eins og hingað til, þannig að landsjóður og landsbankinn hafi hagnaðinn af honum. 2. að selja hann hlutafélagsbanka fyrir eitthvert visst árlegt gjald. 3. að fá hann í hendur hlutafélags- banka gegn því, að vér sjálfir, stjórn vor og þing stjórni þeim banka að öllu leyti. Svo lengi sem vér skoðum oss sem sérstaka þjóð og gerum þær kröfur að stjórna vorum sér- stöku málum sjálfir, svo lengi eigum vér sjálfir að hafa öll not óskert af því, sem vér eigum sjálfir. Vér stjórnum ekki lengur sjálfir sérstökum mál- um vorum, þegar vér förum að taka Dani, Engla eða Norðmenn eða Svía inn í fjármálastjórn vora. Það er skrípanafn að kalla það þjóðbanka fyrir Island eða Islandsbanka (!!), sem hefur helming af stjórn sinni kosna af útlendingum og Z3/IS hluta at starfsfé sínu erlendis. Þeir sem eru á- kaflega hrifnir af þessum stóra banka hafa ef- laust þá skoðun, að vér hljótum að, »dependera« af Dönum, getum ekki staðizt án þeirra styrks og liðsinnis, séum ekki færir að hafa fjármálvor á hendi eða ráða þeim sjálfir, og þurfum því fjárráðamenn, séum komnir svo á hausinn í efna- legu tilliti, að vér getum aldrei rétt við af eigin ramleik, og megum þakka fyrir að geta selt oss og þennan horskika, sem vér búum á, einhverj- im útlendingum, er vilji vera svo náðugir að sletta einhverju í oss að eta sem leiguliðum eða daglaunamönnum. Þetta er skoðun fyrir sig, sem virðist vera farin að teygja höfuðið hér upp úr moldinni á síðari árum. A fyrri tímum sáu menn ekki önnur úrræði en að »lifa og deyja upp á kóngsins náð«, og fannst það ekkert óvið- kunnanlegt. Nú fer nokkuð á sömu leið. Nú þykjast menn ómögulega geta staðið lengur á eigin fótum eða gert nokkurn skapaðan hlut til að hjálpa oss sjálfir áfram. Nú eiga útlending- ar og útlendir peningar að gera allt, umsteypa öllu, innleiða nýja og betri tíð, en um leið lát- ið í veðri vaka, að vér smælingjarnir verðum hinir drottnandi yfir þessu öllu saman, höfum útlendingana og útlendu peningana í vorri þjón- ustu. Þetta er >auðvitað gert til þess að gylla, en er hreinasta svikagylling og stór misskilning- ur eða bláber heimska, eins og liggur í augum uppi. Þetta verður einmitt þverófugt: vér þessar fáu hræður, verðum þjónarnir, þrælarnir og þökk- um fyrir að fá að hirða mola þá, sem detta af borðum drottnanna, hinna auðugu útlendinga, sem nógu mikið fé hafa í höndum til að gera oss að ósjálfstæðum ræflum. Þá verður setinn Svarfaðardalurinn. En er þessu í raun og veru þannig háttað. Þurfum vér að »dependera« at Dönum eða öðr- umvútlendingum í fjármálum vorum. Vér segj- um nei og aptur nei. Vér getum staðið á eig- in fótum og eigum að gera það bæði í fjármál- um og öðru, þrátt fyrir allan barlóm og volæð- isprédikanir, sem verið er að hamra inn í þjóð- ina til að gera hana óánægða, ósjálfstæðaog kjark- lausa. Og að því er þetta margnefnda bankamál snertir, þá er enginn sá voði fyrir dyrum, ervér getum ekki afstýrt af eigin ramleik án þess að knékrjúpa Dönum eða öðrum útlendingum. Vér getum það beinlínis með því að byggja framveg- is á þeim bankagrundvelli, sem lagður er með bankalögunum 1885. Það er, fyrsti vegurinn,sem bent var á áðan, sem vér eigum að ganga: að byggja á því sem vér höfum. Þótt landsbankinn væri lítill í fyrstu, hefði aðeins V2 miljón kr. í starfsfé, þá reyndist þó það fé, sem hann hafði ásamt sparisjóðnum, svo nægilegt fyrstu 10 árin, áð ekkí þurfti að neita lánum fyrir þá sök. Eng- ar kvartanir komu fram til stjórnar eða þings né á þingi um fjárskort í bankanum fram að 1897, enda var það fyrst vorið 1898, að bankinn fór að takmarka útlán sín fyrir fjárskorts sakir að verulegum mun. Af þessari reynslu, sem fengin er virðist mega ætla, að viðbót sú 1,200, 000 kr., sem stjórn og þing ætlar bankanum með stofnun veðdeildarinnar muni nægja viðskiptum Islands og fyrirtækjum þess næstu 10 árin, eða að minnsta kosti meðan þjóð og þing eru að koma sér niður á því, hvernig heppilegast sé að koma bankamálum vorum svo fyrir, að sjálfstæði voru og hagsmunum sé ekki nein hætta búin. En það er vonandi, að þingið taki aldrei til þeirra örþrifráða að varpa fjármálunum, peninga- málum landsins, fyrir fæturna á dönskn auðmanna- fyrirtæki. Sízt skal því neitað, að ekki megi stjórn landsbankinn sitthvað til foráttu finna, en stjórn vor og þing á þá sök á því að kippa slíku ekki 1 lag, þar sem bankinn og öll stjórn hans er þeim algerlega háð. Einkum hefur bólað á all- mikilli óánægju hjá einstökum mönnum yfir banka- stjóranum og getur vel verið, að sumt af þeim umkvörtunum sé á rökum byggt. Vér vilj- um ekki dæma um það. En þótt svo komi fyrir, að einhver bankastjóri sé ekki starfa sínum vaxinn — og það verður ltklega seint fundinn sá er ölluin líki — þá er naumast rétt að áfella stofnunina sjálfa eða spilla fyrir henni á allan hátt sakir þess. Þann mikla kost hefur stjórn landsbankans optast haít að vera hyggin og gætin, og ber það þess vott, hve litlu fé bankinn hetur tapað þau þrettán ár, sem hann hefur starfað. Það er lyndiseinkunn vor Islendinga að vera aðfinningasamir, fljótráðir en þollitlir. Yms fyr- irtæki vor sýna þetta: verzlunarfélög, síldveiða- félög o. s. trv. Þessar lyndiseinkunnir hafa án efa gefið þessu hlutabankafyrirtæki vind í seglin, og svo hitt, að þá er menn heyra svo mikla peninga nefnda, þá stíga þær tölur fólki til höfuðsins, og það hyggur að þetta verði nokkurs konar náma, sem allir geti grafið í og ausið úr eptir vild. Og þarf ekki að leiða rök að, hversu sllkar hugmynd- ir eru öfugar og fjarri öllum sanni. Menn mega ekki af nýjungagirni eða í hugs- unarleysi hlaupa út í einhverjar gönur, og sjá ekki fótum sínum forráð, fyr en þeir eru komnir á höfuðið ofan 1 fenið. En þá er um seinan að snúa við, er menn geta hvergi hrært sig. Hin mikla peningasótt og lánagræðgi verður að hafa einhver takmörk; það kemur einhverntíma að skuldadögunum, að því, að reikningarnir verða gerðir upp. Og fögnuður þeirra, sem hæst hafa hrópað og mest hafa drukkið úr lána-lindindinni verður þá ef til vill nokkru minni á þeim reikn- ingsskapardegi. Og þegar »stóri bankinn« er bú- inn að taka mestan hluta af fasteignum landsins og bændurnir íslenzku orðnir leiguliðar þessara útlefidu burgeisa, fer almúganum sjálfsagt að vegna vel, því að hann losnar þá alveg af sjáltu sér við allar sjálfstæðis- og sjálfstjórnargrillur, þá er Dan- ir verða hér allt í öllu, og leggja peninga til alls, en almúgadrengirnir ganga í herþjónustu og fá gyllta snúru á^húfuna, og ef til vill gyllta hnappa á treyjuna, því að þá er gullöldin komin, og eng- inn íslenzkur jarðeigandi til í landinu, allir orðnir leiguliðar og vinnumenn peningamannanna góðu, sem voru svo »náðugir« að gera landið að danskri lijáleigu með skildingunum sinum, samkvtémt ósk hinna margvísu fslertzku þjóðfulltrúá og hinna spöku fylgifiska þeiira, er allir féllu á kné og kengbeygðu sig fyrir hinum máttuga guði Plút- usi, er þeir töldu einn megnugan að leysa þá úr læðingi peningaleysis og volæðis, því að það er guðlast og heiðinn hugsunarháttur, að trúa nokk- uð á mátt sinn og megin á þessum tímum. En að trúa á aðra, varpa allri sinni áhyggju upp á hina stt rkari, hina auðugri, útlendu mennina, það er hin eina rétta trú, og sá vegur, er til lífsins leiðir. Svona eru kenningar íslenzku fjármála- fræðinganna, spekinganna, sem blindir eru á öðru auganu. En það telja margir vizkumerki. Vér höfum orðið nokkuð langorðir um rnál þetta, at því að það er svo alvarlegt, svo íhug- unarvert. Það er ef til vill einhver sú skæðasta og geigvænlegasta atrenna, sem gerð hefur verið til að binda oss á óleysanlegan, órjúfanlegim klafa við Danmörku, því að það er auðsætt, að þá er íjármál landsins eru komin í danskar hend- ur, þá er allt farið. Það þarf ekki að tryggja hnútana úr því. Þeir verða nógu fast reyrðir. En atrennan er einkum skæð vegna þess, að hún er gerð undir yfirskini ósérplægninnar, undir því yfirskini að koma Islandi upp, en einkum sakir þess, að í gullinu glamrar á bak við. - Þar er fundin veika hliðin á oss Islendingum, og frá þeirri hlið veitir létt að sækja oss, því að flestir erum vér fátækir og höfum lítið af hinum þétta leir. Og margur fer að vona, að hann fái að njóta einhvers góðs af þessu fé, það verði til að rétta við hag hans, þótt svo verði alls ekki og geti ekki orðið, frekar en hann getur gert sér vonir um hjá innlendri stofnun. En sjónhverf- ingarnaroglofgerðarrollurnar um miljónirnarhleypa vímu í fólkið. Og forkólfarnir treysta því, að meðalið hrífi, því að það reynist víðasthvar á- hrifameira en allt annað. Og svo á að hleypa öllu þessu máli upp, sem aðalmáli við næstu kosningar, af því að Hafnarstjórnarmenn (Valtý- ingar) gátu fengið nokkra heimastjórnarmenn f lið með sér í því á síðasta þingi. Valtýingar hugsa sér því að fljóta á því við næstu kosning- ar og smella svo bankamálinu samhliða Valtýsk- unni á íslenzku þjóðina. Það eru launráð, sem kjósendur verða að athuga f tfma. Og þeir ættu því jafnframt sem þeir hrinda Valtýingnm frá kosningum, að krefjast þess, að þeir heima- stjórnarmenn, er sýndu sig þessu bankamáli fylgj- andi d síðasta þingi, hyrfu frá því. Kjósendur verða að beita rólegri íhugun einmitt við þetta mál og athuga hvert það stefnir, því annars liggja þeir flatir fyrir því, sakir þess að það er sett í samband við þetta skæða vald — peningana — er umhverft getur sannfæringu manna á svipstundu, eins og dæmin sanna. Látið því ekki hugsunar- lausa glamrara, eða fjárþurfa óreiðumenn villa yður sjónir með staðlausum orðaflaum og gylling- um um ágæti þessa máls. En það þarf töluvert þrek hjá öllum þorra manna til að vinda af sér jafn kænlega smíðaðan fjötur og álitlegan sýnum í fljótu bragði. En það þrek ættu Islend- ingar að sýna við næstu kosningar. Það sýndi, að þeir væru ekki aldauða enn eða ættlerar einir. Svar til bins ónefnda prests í Árnessýslu frá séra Eggrert Pálssyni á Breiðabólstað. í 26.—31. tölublaði Fjallkonunnar þ. á. hefur einhver ónefndur prestur úr Arnessýslu skrifað all- langa grein með fyrirsögninni:, „Enn um launakjör presta". — Aðalþættirnir í þeirri grein eru bannlýs- ing, byggð á orðum séra Janson, yfir fríkirkjuhug- myndinni og harmagrátur örbirgðarinnar yfir laun- um og launakjörum prestanna hér á landi. En allra síðast í grein sinni hefur höfundurinn, líklega til að gera samsuðu sína sætari og bragðbetri fyrir les- endur sína, skotið inn rangfærslu á orðum mínum á kjörfundinum á Stórólfshvoh síðastl. vor ásamt nokkrum persónulegum hnútum. Hver sem les í Þjóðólfi nr. 30. þ. á. orð þau, sem höfð eru eptir mér á kjörfundinum þessu við- víkjandi, og sem eg fyllilega kannast við, að séu rétt hermd og aptur á móti niðurlag greinarinnar hjá hinum ónefnda höfundi, honum gétur eigi dulizt, að hér er um allmikla rangfærslu að ræða óafvitandi eða vísvitandi, þótt hvorttveggja sje jafnóskiljanlegt. Það er óskiljanlegt, að rangfærslan sé oafvitandi gerð, þar eð maðurinn virðist hafaj) töluvert álit á greind sinni og gáfum, eins og hann líka sjálfsagt má, og það er óskiljanlegt, að hún sé vísvitandi gerð, þar sem maðurinn er prestur, og líklega vel metinn prestur, sem mundi telja útursnúning og rangfærslu óviðeigandi hjá öðrum, allra helzt, þar sem það er gert svona að ástæðulausu og að fyrra

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.