Þjóðólfur - 01.12.1899, Síða 1
/
Þ JÓÐÓLFUR.
51. árg.
Reykjavík, föstudaginn 1. desember 1899.
Nr. 57.
«r t h u l e ~ms
er útbreiddasta lífsábyrgðarfélag á Norðurlöndum.
Lág iðgjöld, hár bonus, enginn aukakostnaður,
þýðingarmikil hlunnindi fyrir sjúklinga. THULE
er stjórnað undir yfirumsjón sænsku ríkisstjórnar-
innar. Upplýsingar um THULE fást ókeypis
hjá umboðsmönnum félagsins og aðalumboðs-
manninum.
BERNHARÐ LAXDAL.
Patreksfirði.
Útlendar fréttir.
Kaupmannahöfn, 14. nóv.
Um styrjöldina milll Breta og Búa er það
að segja, að Búum hefur hingað til veitt betur.
Bretar voru hvergi nærri vígbúnir, þegar ófriður-
inn hófst, voru allt of liðfáir þar syðra, og að
því leyti er það skiljanlegt, að þeim hafi orðið
erfitt uppdráttar hingað til. Að lýsa stríðinu frá
upphafi, er að öðru leyti ekki auðvelt; fregnirn-
ar, sem berast frá vígvellinum, eru optast nær ó-
Jjósar og ósamkvæmar, stundum líka falsaðar,
svo eru og fréttaþræðirnir skemmdir og ónýttir,
svo að fréttirnar verða einatt gamlar, áður en
þær ná hingað norður.
Bardagasvæðin eru tvískipt. Annar vígvöll-
urinn er N a t a 1, ensk nýlenda fyrir austan Trans-
vaal og Oranjeríkið, hinn n o r ðu r - hl u t i Kap-
nýlendunnar fyrir vestan þau. Um viðburð-
ina í vesturátt er eiginlega ekki inikið að segja
Búar settust þar um Mafeking, einhvern
hel/.ta bæinn þar, en hafa þrátt fyrir rnargar at-
rennur enn þá ekki unnið tilbug á mótstöðu-
mönnum sínum, er standa undir forustu Baden-
Powell’s ofursta. Það lítur hel^ur ekkiútfyr-
ir, að Búum hafi orðið neitt verulega ágengt
annarstaðar á þessu svæði. Þeir hafa þannig
fleirum sinnum gjört áhlaup á Kimberley,
annan helzta bæinr> þar fyrir sunnan Mafeking,
■en hafa orðið frá að hverfa; í Kimberley situr
Cecil Rhodes, versti óvinur Transvaalinga
frá tyrri tíð. Það má þó sjálfsagt ganga að því
vísu, að Bretar reisi hér ekki lengi rönd við Bú-
um, ef þeir ekki fá liðstyrk.
Töluvert sögulegri hefur viðureign Breta og
Búa' verið < Natal. Yfirforingi Breta þar er
White hershöfðingi, en Búaliði stýrir Joubert
Tiershöfðingi. Aðalstöð enska hersins er í bæ
þeim, er Ladysmith heitir. Hver orustan hef-
nr rekið hér aðra, fyrst nokkrar smástympingar.
en svo frá 20. oktbr. mannskæðar orustur við
Glencoe, Dundee og F.landslaagte fyrir norðan
Ladysmith, þar sem Búar loks unnu sigur, svo
að Bretar urðu að setjast að í Ladysmitt. 30.
oktl>r. fóru þeir þó fyrst fyrir alvöru halloka fyr-
ir Búum; Bretar misstu í þessari orustu að öllu
■samtöldu 3000—4000 manns, sem féllu, særðust
eða komust á vald Búa; meðal annars tóku Bú-
ar þá höndum heila hersveit, yfir 2000 manns,
þai á meðal 42 herforingja. Búar misstu og
margt manna. Af meiri háttar mönnum, erféllu
í orustum þessum, eru nefndir, Kock ofursti af
Búaliði og Symons hershöfðingi, er stýrði liði
Breta við Glencoe. Búar sitja nú um Ladysmith,
en halda jafnframt suður á bóginn til Pieter-
maritzburg (höfuðstaðarins í Natal) og Durban,
er stendur við sjóinn, þar sem ensku hersveitirn-
ar heiman að eiga að stíga á land. Það er lítið
útlit fyrir, að White hershöfðingi geti haldið
Ladysmith, ef hann ekki bráðlega fær hjálp, en
að hinu leytinu er ólíklegt. að Búar nái Durban
svo fljótt, að þeir geti varnað Bretum landgöngu,
því síður, ef það er satt, sem nú er sagt, að
Buller yfirhershöfðingi Breta, sem dvalið hefur
í Kapstaðnum, síðan hann í lok f. m. kom
frá Englandi, þegar sé kominn til Durban með
4000 manns á leið tiJ Ladysmith. Gefist White
upp, áður en Buller kemur, getur leiðin þó orð-
ið honum ervið; Búar geta þá mætt honum með
öllum sfnum her og varnað honum framgöngu,
því fremur sem landslagið léttir þeim vörnina.
Af því sem sagt er má ráða, að allar líkur
eru til, að ófriðurinn verði langvinnur. Um Búa
er sagt, að þeir séu hermenn góðir, harðir og
skotheppnir, og herforingi þeirra, Joubert, þykir
hafa sýnt mikla herkænsku. Meðal helztu
aðstoðarmanna hans hefur verið nefndur þýzkur
maður, Schiel ofursti, sem nú er í höndum
Breta. Sem dæmi þess, hve siðaðir Búar séu,
er þess getið, að þeir fari vel með hertekna ó-
vini. Þegar Symons hershöfðingi var fallinn,
sendi Joubert White skeyti, þar sem hann vott-
aði honum og frú Symons hluttekningu sfna.
Ófarir Breta í Natal hafa, eins og við má
búast, valdið þungum áhyggjum í Englandi. 17.
f. m. byrjaði parlamentið fundi sína og var ófrið-
urinn einasta umræðuefni. Vinstri menn með
Campbel 1- B a n n er m an n og W illiam H a r-
court í broddi fórti þungum orðum um nýlendu-
pólitík Chamberlains, en voru þó sammála um,
að nú þegar í óefni væri komið, riði á að halda
höndum saman og spara ekki nauðsynlegar fjár-
veitingar. Að því leyti vann Chamberlain (eða
stjórnin) sigur, en óvanalega heitur þótti hann og
gífuryrður. Betri undirtektir fékk ræða Salisbury’s
ráðaneytisforseta í samsæti því, sem yfirborgar-
stjórinn f T.undúnum helt hér á dögunum í
Guildhall; hann gat þess meðal annars, að Eng-
land ætlaði ekki að kasta eign sinni á Transwal,
heldnr vildi að eins tryggja yfirráð sín í Suður-
Afríku, og huggaði að öðru leyti landa sína
með því, að ófarir Breta þar syðra mundi nú
senn á enda. Þessu til sönnunar skýrði einn af
æztu herforingjum Breta frá því, að af 53000
mönnum, sem kvaddir hefðu verið til herþjón-
ustu seinasta mánuðinn frá 9. okt.,—9. nóv.væru
44000 manna nú á leið til Suður-Afríku.
Voðalegir mannskaðar hafa orðið við Nor-
eg í f. m. — Heil líkfylgd frá eynni Rövær
(nálægt Haugesund) um 30 manns týndist ger-
samlega; svo hefur og farizt í ofsaveðri fjöldi
vermanna (sumir segju um 250) við eyna Fröjen
eða þar í grennd; til þess að bæta úr bágind-
um nauðstaddra ættmenna hinna látnu, hefur ver-
ið stofnað til samskota bæði hér og í Noregi.
Norðmenn hafa nú loksins fengið hið marg-
þráða xhreina. flagg« ; þingið hafði samþykkt frum-
varpið 3 sinnum og Óskar konungur varð því
; nauðugur viljugur að beygja sig; þessi atburður
fékk svo rnikið á Douglas utanríkisráðgjafa kon-
ungs, að hann sagði af sér.
Valdimar Danaprins er lagður í aust-
urveg á herskipinu »Valkyrien«. Hann ætlarþó
ekki að leggja undir sig lönd þar eystra, heldur
að eins »sýna flaggið* og hlynna að verzlunar-
yrirtækjum landa sinna í Austurheimi; meðal
annars ætlar hann að heimsækja vin Dana Chula-
longkorn konung í Síam.
Meðal dáinna merkismanna hér, má nefna
Nutzhorn, fyrv. amtmann íVeile-amti; hann
hafði verið innanríkisráðgjafi í ráðaneyti Mon-
rads 1863 og dómsmálaráðgjafi í ráðaneyti Frijs-
Frijsenborgs 1868.
Það hefur þótt tiðindum sæta, að Rússakeis-
ari heimsótti nýlega Vilhjálm Þýzkalandskeisara;
hvað þeir hafa talað um, er mönnum þó ekki
ljóst, en líklega hefur það verið eitthvað um
landsins gagn og nauðsynjar, því að utanríkisráð-
gjafar beggja, þeir Mouraview og Búlou voru við-
staddir. Aður hafði Mouraview verið í París til
þess að spjalla við Delcassé. Það er sagt, að
Bretar hafi ekki litið með hýrum augum á þessí
ar viðræður; þeir vita, að þeir eru ekki vinsæl-
ir, hafa og einatt átt í stfmabraki við Rússa (1
Kína) og Frakka (í Atrlku) í nýlendumálum; Bret-
far eiga annríkt í Transvaal og kæmi það því
ekki vel, et t. d. Rússar notuðu tækifærið til þess
að færa sig upp á skaptið í Asíu. Þjóðverjum
stendur þeim minni stuggur af; reyndar hefur
Vilhjálmur keisari í hyggju, að auka herflotann
stórkostlega, en hann ætlar bráðum að heimsækja
Bretadrottningu, ömmu sína, og þykir það vin-
áttumerki.
Samsærismálið gegn þeim Derouléde, Guerin
o. fl. í Parls er nú byrjað fyrir ríkisrétti. Tala
hinna ákærðu er nú orðin að eins 14. Það er
einkennilegt, hve lítinn gaum Frakkar gefa þessu
máli, eins alvarlegt og það í sjálfu sér er. Hing-
aðtil hefur ekkert gerzt sögulegt. 500 vitnum er
stefnt.
Fyrir fjársvik gegn frænda sínum Kristjáni,
hefur Esterhazy verið dæmdur til 3 ára fang-
elsis »til svívirðingar« ; auk þess á hann að greiða
33,500 fr. í skaðabætur.
Voulet og Chanoine kapteinar, uppreist-
armennirnir, sem drápu Klobb ofursta í Afríku
(Súdan) hafa þegar fengið makleg málagjöld;
liðsmenn þeirra snerust til óhlýðni og skutu þá
báða. — Meunier lautenant í liði Klobbs, —
sem sagður var dauður — kvað vera á Hfi og á
batavegi.
Nilsson handsamaðuF.
Frá Kaupmannahöfn skrifar fréttaritari Þjóð-
ólfs 14. f. m.
Það er engin nýlunda hér, að danska varð-
skipið við vesturströnd Jótlands grípi enska'botn-
votnverpinga og fái þá sektaða. En þegar það
hér á dögunum fréttist, að aukaskipið „Absalon"
hefði klófest einn af þessum ræningjabátum, sem
ber nafnið „Royalist H. 428“, fórum við landar
hér, sem lesið höfðum fregnmiða Þjóðólfs um slys-
ið á Dýrafirði, heldur en ekki að sperra eyrun!
Varðskipið hafði hitt skútuna við Jótlandsskaga
og farið með hana til Friðrikshafnar; þar var
skipstjóri dæmdur í 200 kr. sekt og veiði og verk-
færi gerð upptæk; en rétt áður en lögreglustjóri
ætlaði að gefa skipverjanum fararleyfi, fékk hann
hraðskeyti héðan frá Höfn um að kyrsetja skút-
una og hefja rannsókn gegn skipverjum fyrir að-