Þjóðólfur - 01.12.1899, Blaðsíða 4
228
sendur með þær. Er hann væntanlegur hingað
i næstu viku. Er mælt, að þá verði einnig sendur
hingað Nilsson skipstjóri og skipshöfnin af,„Royalist“
til að þola dóm hér fyrir illræðið á Dýrafirði, en
það mun samt alls ekki vist, að svo verði.
En hvort sem hann verður fluttur hingað eða
ekki, þá mun hann fá einhverja alvarlega ráðn-
ingu fyrir tiltækið.
Ný lðg. Þessi lög eru staðfest af konungi
(auk 9, sem áður er getið).
10. Fjdrlög fyrir driu igoo og zgoi.
11. Lœktiaskipunarmdlið.
12. Um verzlun og veitingar dfengra drykkja.
13. Útflutningsgjald af hvalafurðum.
14- Verðlaun fyrir útflutt smjör.
15. Breyting d Vógum um gjald af brennivíni o. fl.
(tollur á kynjalyfjum).
16. Breyting d logum um bœjarstjórn d Seyðts-
firði. (Launahækkun bæjarfógetans þar).
Stranduppboð.
Þriðjudaginn 12. des. næstkomandi
verður opinbert uppboð haldið að Járngerð-
arstöðum í Grindavík og þar selt hið strand-
aða gufuskip »Rapid« frá Haugesund, ásamt
öllu því, er bjargað varð frá og af farmi
þess, sem var salt, steinolía og kof — Upp-
boðið byrjar kl. 9. f. h.—
Söluskilmálar veröa birtir á uppboðs-
staðnum fyrir uppboðið.
Skrífstofu Gullbringu- og Kjósarsýslu 29. nóv 1899'
Páll Einarsson.
NORDISK BRANDFORSIKRING
tekur í ábyrgð hús, vörur, húsgögn o. fl. fyr-
ir lœgra iðgjald en önnur félög eru vön að
gera hér á landi.
Halldór Jónsson bankagjaldkeri er um-
boðsmaður fyrir Reykjavík, Kjósar- og Guil-
bringusýslu, Mýra- og Borgarfjarðarsýslu.
Lefoliis verzlun á Eyrarbakka hefur um-
boð fyrir Árnessýslu og Rangárvallasýslu.
Nýir kaupendur
að 52. árg. Þjóðólfs
1900
fá í kauþbœti sérprentað s'ógusafn blaðsin v
árið i8g8 tneð 11 skemmtisógum. Hafa
margir viðurkennt, að það væri hið skemmti-
legasta og fjölbreyttasta sögusafn, er birzt
hefur í íslenzku blaði. Þeir, sem ekki hafa
lesið það, ættu því nú að sæta færi og ná í
það með því að gerast kaupendur Þjóðólfs.
Þeir, sem safna 5—10 nýjum áskrifendum og
standa skil á borgun frá þeim í gjalddaga,
fá auk pess handa sjálfum sér:
Myndir af ritstjórum Þjóðólfs 184.8—
i8g8y og fimmtíu ára afmœlisblað hans með
2 fylgiblóðum.
BC Sætiö þessum
kjÖFum sem fyrst.
Næsta ár mun útgefandi gera sér far
um eptir því sem framast er unnt að láta
blaðið flytja fleiri neðanmálssögur, en þetta
ár, sem verið hefur með langminnsta móti,
sakir þess að sögurnar hafa orðið að rýma
sæti fyrir öðru efni. Einnig mun birtast ept-
ir nýárið fróðlegur og merkur söguþáttur um
Pétur sterka Bjarnason á Kálfaströnd, saminn
af fróðurn Þingeying.
Vantar af fjalll
jarpskjótt hesttryppi, vakurt, veturgamalt, ómarkað.—
Vatnsenda 30. nóv. 1899.
Olafur H. Benediktsson.
Leiðarvísir til lífsábyrgðar
fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr.
J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja
tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar.
Til vesturfara.
Þar eð margir hafa spuit mig um, hvort far-
gjald til Ameríku mundi ekki lækka, ef margir
færu næsta sumar, þá læt eg þá hér með vita,
sem hafa ásett sér að fara til Ameríku, að það er
mest í sjálfra þeirra valdi að fá fargjaldið lækkað,
því að það er einasta skilyrðið fyrir því, að fólk
láti mig vita það í tíma, svo eg geti fengið hug-
mynd um, hve margir hafa i hyggju að fara til.
Ameríku á næstkomandi sumri. Þeir sem því
hafa í hyggju að fara til Ameríku næsta sumar
ættu að láta mig vita það fyrir miðjan marzmán-
uð næstkomandi og skrifa mér greinilega nöfn
sín og þeirra, sem með þeim ætla, einnig aldur
og beimili hvers eins. Ef fjögur hundruð manns
hafa látið mig vita fyrir roiðjan marz næstkom
andi, að þeir hafi ákvarðað að fara ánæstasumri
til Ameríku, þá vona eg að fargjald geti orðið
talsvert lsegra næsta sumar, en það nú er.
Reykjavík 27. nóvember 1899.
Sigfús Eymundsson.
Islandsk Mos.
Til Levering af en god, lang og tör til Bin-
deri egnet Vare önsker jeg at trædei Forbindelse
med en leveringsdygtig Leverandör og udbeder
mig Tilbud med Prisopgave.
Jeg kunde yderligere önske at overtage Ag-
enturen for denne Artikel for Berlin og Nord
Tyskland, da den tidligere Agent er flyttet ti) Paris.
WILHELM SIECKE.
Berlin W. 50 Kurfiirstendam 218.
Waterproofkápur með slagi og
ermum nýkomnar í verzlun
Friðriks JÓNSSONAR
Steinolía (Royal Daylight) fæst í
verzlun Sturlu Jónssonar.
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Hannes Þorsteinsson, cand. theol.
Glasgow-prentsmiðjan.
34
Þegar Páll hafði borðað mat sinn með hálfslæmri lyst, fékk
hann með hangandi hendi að sjá blöðin. Hann hafði kveikt
sér í vindli og ætlaði nú að eiga náðugt í mjúka legubekknum
og lesa sér til skemmtunar. Það fyrsta, sem hann rak augun í
var tnynd á fremstu blaðsíðunni í „Ulustreret Tidende", afung-
um mannl, sem styður hönd undir kinn og horfði svo einmana-
lega og áhyggjulega fram undan sér. „Alene Nytaarsaften"
stóð undir henni. Var það ekki mynd af honum sjálfumf Var
hann ekki einmana og án allrar gleði og ánægju þetta kveldf
Og hann varð hugsandi og hugurinn hvarf heirn til gamla Fróns,
til gamlaárskveldanna heima. Þar var þó hægt að sjá hátíðis-
bragð á fólkinu gamlárskveld. Hann mundi eptir sér sem
dreng; fyrir aptansönginn haíði hann skipt alveg klæðum og
þvegið af sér gamla árið og nú var hann svo léttur og glað-
ur, því að hann átti að fara með mömmu og pabba í kirkju
og hlusta á fallega sönginn og heyra tónað og heyra prestinn
tala um gamla árið og hið nýja, sem allir ættu að byrja vel
sem nýir menn — og svo hlakkaði hann til að koma heim
eptir kvöldsönginn — hvað æskan og fátæktin er lítilþæg —
og drékka kafíi með jólaköku og „kleinum" og öllugóðgæti, og
svo sjá kertaljós í hverjum glugga, þar sem gleði var á ferð-
um, og ljósið átti að reka allar illar vættir burt og vera nýja
ársins friðarboði. — Og svo — nokkru fyrir miðnætti var faðir
hans vanur að taka drenginn sinn litla með sér og ganga með
honum um bæinn og ósjálfrátt minna hann á breytingar tímans
og hvað allt væri hverfult. „Hér var bjartara í þessu húsi í
fyrra, er N. lifði! Nú er svo dimmt og dauflegt að sjá það.
Það gengur svona!" og gamli maðurinn hélt í hönd drengsins
og sagði sögu bæjarins, lífsins og dauðans, um leið og hann
hor0i upp í húsgluggana bjarta eða auða. — Svo var heima
35
beðið með vínið í glösunum eptir því að klukkan slæi tólf og
þegar litla fornfálega veggúrið sló sín tólf ákveðnu högg, stóð
gamli maðurinn upp, viknaði, minntist fjarlægra vandamanna
og óskaði hjartanlega góðs og gleðilegs nýjárs, og Páll hafði
eins og fundið nýja árið líða með klukknahljóm og ljósadýrð
hressandi og lífgandi inn í huga sinn, um Ieið og móðir hans
hafði vafið hann að sér og kysst hann krossins marki, áður en
hann fór að sofa. — Hvað móðir hans hafði verið góð við
hann og hvað honum hafði þótt vænt um hana. Nú var hún
dáin. Hún hafði opt kysst tárin af augum hans og lofað hon-
um að gráta út við hjarta sitt. Hún var sú einasta, sem hon-
um hafði þótt reglulega vænt um og svo — hún,- kaupmanns-
dóttirin, sem hann gat ekki gleymt. Hvað margt var ekki
skeð í kaupmannshúsinu, sem hann gat ekki gleymt. Hann
hafði verið þar daglegur gestur frá því að hann mundi eptir
sér. Jfann mundi svo vel eptir fyrsta gamlaárskveldinu þar.
Kaupmaðurinn hafði boðið fjölda af fátækum börnum til sín
það kvöld ásamt heldri manna börnum. Það átti að kveykja á
jólatrénu, sem kaupmaðurinn hafði haft á jólakvöldið handa
börnunum sínum. En sú Ijósabirta, þegar dyrnar voru opnaðar
að stóra salnum, og öll smáljósin glitruðu svo skært undir
stóra ljóshjálminum með öllum glerdjásnunum, sem köstuðu
ljósgeislunum allavega litum frá sér. Þvílíka geisladýrð
hafði hann aldrei áður séð; hann hafði aldrei hugsað sér
aðra eins ljósaprýði, nema í æfintýrahöllum og í draum-
um sínum. Hann var hálffeiminn við alla nema Jóhönnu,
kaupnsannsdótturina, og þau héldu mest saman allt kvöldið og
hann sagði henni sögur úr „þúsund og einni nótt". — Það var
það eina verulega, sem samsvaraði draumum mínum þá, hugs-
aði Páll. — Aldrei hafði hann fundið þann ástarunað, sem hann