Þjóðólfur - 08.12.1899, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFUR.
51, árg.
Reykjavík, föstudaginn 8. desember 1899.
Nr. 58.
Bókmenntir.
Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1899.
44 bls 8v°-
Fyrsta ritgerðin þar er »Rannsókn sögustaða
i Grafningi« eptir hr. Brynjólf Jónsson. A slétt-
um völlum fyrir norðan og neðan túnið á Króki
í Grafningi heita enn Gn'mkelstóptir. ■ Þar hafa
Grímkelsstaðir verið, þar sem Grímkell goði fað-
ir Harðar bjó, áður en hann flutti að Ölfusvatni,
enda kemur það vel heim við Harðarsögu, er
segir, að Grímkell hafi búið »suður að Fjöllum«
þ. e. suður undir Henglafjöllum, en svo nefnist
optast fjallgarðurinn, er gengur út frá sjálfum
Henglinum niður undir byggð í Grafningi og
bærinn Krókur stendur einmitt í dalverpi, er
gengur suður í fjöllin. Vafasamara er, hvar Stein-
rauðarstaðir hafa verið, þ ar sem Steinrauður land-
námsmaður bjó. Br. J. hyggur, að þeir hafi stað-
ið í svonefndri »Vatnsbrekku« millum Nesja og
Heiðarbæjar, en verulegar sannanir verða ekki
fyrir því færðar og engin örnefni, er það styðji,
þvf að þótt sagt sé í Landnámu, að Hrolleifur
hafi numið öll lönd fyrir utan Exará (í Arbókinni
er prentvilla: Laxá) »til móts við Steinrauð« þá
þarf alls ekki af því að leiða, að landnám Stein-
rauðar hafi verið sama megin vatnsins, sem Hroll-
eifs og því síður að hann hafi búið þeim meg-
in (Heiðarbæjarmegin). Þótt Ldn. segi, að Stein-
rauður hafi eignazt «öll Vatnslönd«, þá er það
naumast svo að skilja, að landnám hans hafi náð
umhverfis a 111 vatnið (Þingvallavatn), því að land-
nám Hrolleifs hefur náð frá Öxarárós, er þá mun
hafa verið hjá Skálabrekku, út fyrir Heiðarbæ og
ef til vill töluvert lengra meðfram vatninu að
suðvestanverðu. Sennilegast ætlum vér, að við
»Vatnslönd« í Landn, sé átt við Þingvallasveit-
ina austan megin vatnsins, millum Öxarár að vest-
an og Sogsins (Ldn. Þverár) að sunnan, og bú-
staðar Steinrauðar sé einhversstaðar að leita á
því svæði. Þorgrímur bíldur, er bjó á Bíldsfelli
nam lönd »fyrir ofan Þverá«. (Sog), þ. e. Grafn-
ing norður að Þingvallavatni, en svo hefur Stein-
rauður, er var leysingi hans eignazt landið hinu-
megin vatnsins, austan Þverár (Sogsins) og allt
»til móts við« Hrolleif að vestan, (þ. e. til Öx-
arár, er þá hefur ekki fallið ofan á Þingvöll,
heldur í vatnið hjá Skálabrekku). í þessum orð-
um Ldn, »til móts við Steinrauð« liggur því ekki
annað en það, að landnám Steinrauðar hafi ver-
ið austan Öxarár og með fraro vatninu að aust-
an, andspænis landnámi Hrolleifs vestan (eða
utan) árinnar og vatnsins. Það er lang eðlilegast
að skilja þetta þannig. Það er og heldur ekki
sennilegt, að þeir Hrolleifur og Steinrauður hafi
búið rétt hvor hjá öðrum, eins og hefði verið, ef
tilgáta Br. J. um Steinrauðarstaði væri rétt. Land-
nám Þorgríms bílds mun, eins og fyr er á vikið,
hafa náð norður að Þingvallavatni að landnámi
Hrolleifs, ef til vill að hreppamörkum þeim, sem
nú eru, millum Grafnings og Þingvallasveitar (millum
Nesja. og Heiðarbæjar). Væri það rétt, að Stein-
rauður hafi átt land umhverfis allt vatnið, þá ætti
þetta »til móts við« um landnám 'Hrolleifs að
tákna: »í sameiningu við Steinrauð«, en sá skiln-
ingur virðist oss tæpast geta komið til greina, og
þessvegna mun hitt réttara: að Vatnslönd tákni
að eins Þingvallasveitina austan Öxarár eða Öx.
arárfarvegs hins forna og þar hafi Steinrauður
búið, þótt bústaður hans verði nú ekki fundinn.
Þetta skiptir auðvitað ekki miklu, en það væri
nógu gaman að vita með vissu, hvar þessir Stein-
rauðarstaðir hafa verið, bústaður þess manns, er
fjnstur byggði Þingvallasveit.
Næsta ritgerðin í árbókinni er xRannsókn í
Barðastrandarsýslu sumarið 1898« eptir hr. Br.
J., helzt um örnefni úr Gull-Þórissögu. Þá eru
smágreinar um nokkur einstök örnefni (Skiphól
hjá Staðarhóli, Inghól eða Ingólfshól á Ingólfs-
fjalli, Grettisbæli í Fagraskógarfjalli, tópt á Erps-
stöðum í Miðdölum, Bollatóptir í Sælingsdal o.
fl.), allt skýrt og skynsamlega ritað, eins og hr.
Br. J. er lagið. Þá er getið um grafletur á nokkr-
um legsteinum (Magnúsar Arasonar sýslumanns
á Reykhólum -þ 14. nóv. 1635, Margrétar (-j- 7.
ágúst 1774) Hannesdóttur (prestsá Kvennabrekku
Björnssonar) Sigurðar Ólafssonar prests 1 Mið-
dalaþingum -j- 1643, og Torfa Jónssonarlögréttu-
manns -j- 4. júní i64ÓIh Sá Torfi bjó í Hlíð í
Eystri-hrepp og eru frá honum allmiklar ættir
komnar).
Næsta ritgerð er um »rúnasteina« hérálandi
eptir dr. Björn M. Ólsen, með sýnishornum af
rúnaletrinu og ráðningu þess. Hefur höf. athug-
að vandlegar ýmsa rúnasteina, er dr. Kaalund hef-
ur lýst í ritgerð, sem prentuð er 1882 í »Aarbög-
er for nordisk 01dkyndighed«, og fundið auk
þess stöku stein, er hann þekkti ekki, eða að
minnsta kosti vissi ekki um letur á. Merkastur
rúnasteina þeirra, er dr. Ólsen lýsir, er steinn úr
Hjarðarholtskirkjugarði í Dölum, er D. Bruun
kapt. fann þar og lét flytja á forngripasafnið hér
í fyrra sumar. A honum stendur: »herligrhallr-
arason« (þ. e. hér liggur Hallur Arason) pg er
enginn vafi á, að það er annaðhvort Hallur Ara-
son á Höskuldsstöðum í Laxárdal, sem getið er
í Sturlungu síðast á 12. öld, eða Hallur Arason
(yngri) á Jörfa í Haukadal, sem einnig er nefnd-
ur í Sturlungu og fæddur um 1214. Dr Ólsen
lætur það liggja á milli hluta yfir hvorn þeirra
steinninn hafi reistur verið, en þykirþó líklegra,
að það hafi verið yfir Hall eldra. Hann færir
og ýmsar líkur fyrir því eptir letrinu á steinin-
um, að hann hljóti að vera gamall. Er sþessi
rúnasteinn hinn elzti (hér á landi), sem hingað
til hefur tekizt að ættfæra til manna, er sögur
fara af«, segirhöf.
f \
Slðast í Arbókinni er grein um myndir af 2
gripum (ábreiðu og nisti) í forngripasafninu eptir
Jón Jakobsson, og fylgja þær myndir árbókinni
ásamt uppdráttum af nokkrum rústum (Grímkels-
staða, Steinrauðarstaða (?) o. fl.)
í þetta skipti fylgir árbókinni ritgerð ádönsku
1) í þessu sambandi viljum vér geta þess, að
það er mjög áríðandi, að undinnsé bráður bugur að
því að safna sem flestum grafletrum af legsteinum
og prenta þau í „Arbókinni" því að steinar þessir
eru víða miklum skemmdum undirorpnir. Vér
viljum t. d. benda Br. J. á að lesa sem fyrst á leg-
steinana, sem mynda tröppurnar við kirkjudyrn-
ar á Stokkseyri. Einn þeirra er yfir dönskum
skipara frá 17. öld, annar mjög veglegur en all-
mjög skemmdur frá sama tíma yfir Bjarna Markús-
syni, broður Stokkseyrar-Dísu. Þriðji steinninn (í
miðið) er langmest skemmdur og verður letrið, sem
eptir er á honum ekki lesið nema í góðri og hag-
felldri birtu. Það er hneykslanlegt að sjá, hvernig
menn fara með jafn vegleg minnismerki, eins og
sumir gömlu legsteinarnir eru.
eptir D. Bruun kapt. um fornfræðilegar rann-
sóknir hér á landi sumarið 1898, með myndum
at Borgarvirki og ýmsum uppdráttum, og er það
góð uppbót, því að ritgerðin er liðlega rituð, en
annars fremur lítið á henni að græða í fomfræði-
legu tilliti.
Árbókin er fróðleg bók og eiguleg, sem
menn ættu að eignast, með því að gerast með-
limir fornleifafélagsins. Það kostar ekki nema
2 kr. á ári og menn styrkja með því gott og
þjóðlegt félag, er heiur unnið mikið gagn með
rannsóknum á sögustöðum, aðhlynningu að forn-
gripasafninu o. fl. Formaður þess er séra Eirík-
ur Briem prestaskólakennari en Pálmi Pálsson
adjunkt varaformaður.
Frá Kornenburg. Lesendur Þjóðólfs
hafa nokkrum sinnum séð getið hér í blaðinu
austurrlska aðalsmannsins, Hans Krticzka frí-
herra von Jaden’s, erkom snöggva ferð hing-
að til lands sumarið 1897, og ritaði þá meðal
annars stutta grein í »Þjóðólt« um þjóðhátíð
Reykvíkinga hér á Rauðará. En mesta eptir-
tekt vakti hann með því að trúlofast litlu síðar
íslenzkri stúlku frk. Ástu dóttur Péturs Péturs-
sonar bæjargjaldkera hér og frú Önnu Vigfús-
dóttur (f. Thorarensen), — og giptust þau 1
Kaupm.höfn 1 næstl. ágústmánuði. Búa þau
hjón nú í bænum Kornenburg við Dór>á, þvf
að þar hefur hr. Jaden dómaraembætti á hendi.
Hann er nfl. doktor í lögfræði og mjög vel
menntaður maður. Ritar hann Þjóðólfi nú fyr-
ir skömmu stutta lýsingu á Kornenburg, aðset-
ursstað þeirra hjóna, og birtum vér hér ágrip af
henni. Þar segir meðal annars svo:
»Kornenburg er lítill bær, skammt frá Vín-
arborg og er ekki rneira en 30 mínútna ferð á
járnbraut þaðan til höfuðborgarinnar. Bærinn er
meir en 600 ára gamall, og hefur um 8000 fbúa.
Þar er aðsetur dómstóls (héraðsréttar) auk 17
smærri undirrétta, og þessvegna eru í bænum
rúmir 70 embættismenn, að mestu leyti lögfræð-
ingar. I Kornenburg hefur og hin »keisaralega
járnbrautar og fréttaþráðarherdeild« aðsetur sitt
og hefst þar við í 3 nýjum liðsmannaskálum.
Mesta prýði bæjarins er hið nýja og fallega ráð-
hús, byggt í gotneskum stfl, með stórum hátíða-
sal, prýddum skjaldarmerkjum, og skrautlegum
veitingasal. I þvf húsi er og einskonar borgar-
kjallari með málverkum á veggjunum. Þá má
og geta dómhússins við aðaltorg bæjarins, sem
er helmingi stærra en Austurvöllur. Þar er enn-
fremur vinnuþvingunarstofnun (»letigarður«) Neðra-
Austurríkis, með 7—800 persónum, einnig mörg
gömu! hús, skemmtibústaður í hollenzkum stfl o.
s. frv. Umhverfis bæinn liggur »Hringgata« með
trjám gróðursettum á báða vegu, og þar í nánd
eru ýmsir skemmtigarðar. Allskammt frá bænum
er hin nýreista, undurfagra höll Kreuzenstein,
fyrrum gömul »riddaraborg«, en nú hefur hún
að geyma dýrmætt vopna- og herbúnaðarsafn,
ásamt bókasafni. I höllinni eru mörg herbergi
í fornum stýl. Útsýnið frá Kornenburg til fjall-
anna þar í nánd og hins sögulega meika bæjar
Klosterneuburg er mjög fagurt. Loks má geta
þess, að Dónár-gufuskipafélagið hefur skipasmíða-
stöðvar sínar í Kornenburg«.
Þannig lýsir hr. von Jaden bænum, þar sem
íslenzka barónessan á heima. Lætur hún vel yfir