Þjóðólfur


Þjóðólfur - 08.12.1899, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 08.12.1899, Qupperneq 2
230 lífinu þar syðra, enda er Vín talinn gleðinnar og skemnitananna bær framar flestum öðrum bæj- tm í Norðurálfunni. Frá Vín skrifar merkur rithöfundur og Islandsvinur oss nú fyrir skömmu, að íslenzka frúin falli Vínarbúum mjög vel ígeð og segir (auðvitað að nokkru leyti í gamni) að það muni fara að tíðkast, að einhverjir fleiri Vfnarbúar fari að sækja konur sínar hingað til Islands og mega því Reykjavíkurstúlkurnar (NB. þær sem álitlegar eru) búast þá og þegar við, að einhver heldri maður þaðan að suiinan bjóð- ist til að flytja þær heim með sér úr fásinninu héðan til fagnaðar þar syðra í mildara loptslagi nær sól og sumri. Sj ónleikar. Leikfélag Reykjavíkur hefur nú 2 kveld leikið »Æfmtýri á gönguför« og hef- ur það verið mjög vel sótt. Það má einnig heita dável leikið, eptir því, sem hér verða gerðar kröf- ttr til. Af nýjum leikendum leikur Jón Jónsson sagnfræðingur (frá Mýrarhúsum) Vermund, og ferst það liðlega, enda syngur hann mjögvel, og það þarf Vermundur að gera, því að hlutverk hans er að öðru leyti allóþægilegt. Jón er ef- laust efni f góðan leikara, ef hann legði það starf fyrir sig. Hinar persónurnar 1 »Æfintýrinu« eru áður kunnar og leika líkt og fyr. Þó fer betur á því, að frú Stefanía leikur nú Jóhönnu, en frú Þóra Sigurðardóttir Láru, og tekst henni það vel. Assessor Svale (Davíð Heilmann) og Herlöv stúd- ent (Friðfmnur Guðjónsson) eru dágóðir, en Ej- bæk (Þorvarður Þorvarðarson) lakari; einkum er söng hans mjög ábótavant. Kranz birkidómari (Kr. Ó. Þorgrírosson) og Skripta-Hans (Arni Ei- ríksson) eru vel leiknir, einkum virðist Arnavera að fara stórum fram, eptir þessum leik að dæma og öðrum, er hann hefur leikið hér síðustu árin (t. d. í »Hermannaglettunum« og »Drengurinn minn«, sem hvorttveggja er mjög laglega leikið). Von bráðar ætlar »Leikfélagið« að byrja á •nýju leikriti: »Unge Folk« eptir Poul Nielsen og líklega síðar á »Mellem Slagene* eptir Björn- son. Það hefur og í hyggju, hvort sem úr því veröur eða ekki að reyna sig á »Ambrosius« ept- ir Molbech, leikritinu, sem vakti hið svonefnda »Ambrosíusæði«, er það var leikið á konungl. leikhúsinu í Höfn 1878—79, en þar varþaðlíka Emil Poulsen, sem lék aðalpersónuna (Ambfosi- us), enda ætlaði allt kvennfólk þar að tryllast af eldmóði og aðdáun. En leikritið er einnig mjög fallegt í sjálfu sér, og væri því mjög virð- ingarvert af leikfélaginu hér að freista, hvað það getur, enda þótt það hafi engum Emil Poulsen á að skipa. Það tjáir naumast fyrir oss að bíða eptir því, því að sú bið mundi verða ærið löng. Fréttabupður. I 71. tölubl. »ísafoldar« var getið um óeðli- legan svefn á stúlku, sem hjá mér er. Af því að saga þessi var svo ýkt, að menn hér í þorpinu höfðu orð á því við mig, og eg gat búizt við, að mér sem lækni og húsbónda stúlkunnar væri eignuð hún bæði af sýslubúum og vandamönnum, skrifaði eg leiðréttingu á þessu til »Isaíoldar«, og kom sú grein í 73. tölu- bl. þannig útleikin, að úr henni hefir verið sleppt heilum köflum, svo greinin verður samhengislaus og villandi. Eptir að hafa leiðrétt söguna bætti eg við: »Eg fyrir mitt leyti fæ nú eigi séð, að veikindi þessi varði aðra en húsbændurogvanda- menn stúlkunnar, en úr því hlýða þótti, að fræða landsmenn á þessu í einu helzta blaði landsins, hefði sagan átt að vera rétt sögð og frá fyrstu hendi, þvl lausasögur héðan úr sveitum eru tæstar þess verð ar, aðkoma fyrir almennings sjónir á prentis Þessu sleppir ritstjórnin úr, þótt þar sé skýrt tekið fram, að sagan muni vera lausasaga, o: ekki sögð af kunnugum mönnum, og því ekki prentandi. — Þar næst gat eg um annan mann með svefn- sýki til þess að sýna, að þetta væri ekkert eins- dæmi. Þær línur tekur »Isafold«, en sleppirsvo áframhaldinu sem er: »Eg skyldi sjálfur hafa skrifað yðar heiðr- aða blaði um báða þessa sjúklinga, ef mér hefðiþóttviðeiga, að vera að blaðra um heilsuleysi manna í fréttablöðum«. Þótti »ísafold« eigi vonlegt, þótt eg hirti eigi um, að sjúklingar mínir þyrðu eigi að trúa mér fyrir högum sínum af ótta fyrir, að eg setti það í blöðin? Til þess að vara ritstjórnina við lausafregn- um, sem ganga mann frá manni gat eg eins dæmis af konu í barnsnauð. Sá sögumaður var nú unglingur úr sveit. Mér sárnuðu öfgar hans, og því bætti eg við: »Almenningur getur haft nógar lygasögur til þess að fleygja milli sín, þótt sjúklingar séu látnir liggja milli hluta. Ogþegar þessirskúm- ar hvorki vilja né geta hjálpað sjúkl- ingnum og engan þátt taka í veikind- u m h a n s, þá varðar þá ekkert um, hvað að honum gengur, eða hvernig honum líður«. Þetta er eg viss um, að sjúklingarnir samþykkja með mér, og þeir eru beztu dómararnir í þessu máli, en þessu þóknast »ísafold« að sleppa. Síðustu greininni um embættismanninn er að ei ns beint að þeimmönnumí efri hluta Arnessýslu, sem sjá ástæðu til að taka hana til sín. Hérað mitt lét þann mann hlut- lausan. »ísafold« færir ýkjufréttir af heimili mínu, sem hana varðar ekkert um, og fæstir hirða um að heyra, og bætir svo gráu á svart ofan með því að sleppa úr grein minni því sem henni þóknast, svo hún verður bæði samhengislaus og hefur valdið misskilningi t. d. hér í þorpinu, þar sem mönnum finnst, sem eg eigni lausafregnina þorpsbúum, sem er fjarri öllulagi, þar sem hvert mannsbarn hér vissi hið sanna, og eg alls eigi dróttaði henni að neinum sérstaklega, heldur vildi að eins bend^. á, hve fyrirlitlegur ósannur fréttaburður er. Slíkt hefur áður verið gert op- inberlega í fyrirlestri af einum presti sýslunnar og þurfa góðir menn eigi að taka sér slíkt til, þvi þeir munu engu elskari að ósönnum fréttum en við. Það mátti og vel minnast á þetta i dagblaði, því víðar er pottur brotinn í þessu, en hér, og sannleikurinn verður hvervetna sagna beztur. Meira ræði eg ekki þetta mál. . ^/n’99 Ásgeir Bl'óndal. Um auðkenni á hun dum. Á síðasta sýslufundi Ámesinga kom til umræðu, að nauðsynlegt væri að merkja alla hunda í sýsl- unni, og eptir nokkrar umræður var samþykkt, að hver hundur skyldimerkturmeð brennimarki eiganda og bæjarnafni og skyldi það sett áspjaldeðaól.sem hengd væri um háls hundanna, og til framkvæmda átti það að koma um 15. sept. þ. á.,.en hver eða hverjir hafi átt að sjá um þetta í hreppunum er mér ekki kunnugt; það mun hafa verið aðallega hugsunin, að sýslumaður gerði nauðsynlegar ráðstaf- anir þessu til framkvæmcla. Hvernig sem þessu er varið, þá er svo enn þá, að nafnspjöld þessi semáð- ur er áminnst eru enn ekki komin nema á einstaka rakka, og fullyrða má, að fá heimili eru með veg- inum úr Rvík. austur að Þjórsá, að ekki hafi þar verið fleiri en færri óskilahundar á flækingi í haust, annaðhvort marklausir eða svo illa merktir, að ekki var unnt að vita, hvaðan þeir voru, enda var þeim lógað, eins og vani er með flækingshunda, enda verð- ur ekki annað betra við þá gert, þegar eigandinn finnst ekki. Eins og allir sannsýnir menn hljótaað kannast við, var þetta fyrirmæli sýslunefndarinnar mjög þarft og f alla staði sanngjarnt, því fyrst og fremst mun flestum nú kunnugt, að hundurinn er orðin eign, sem goldið er af, og að því leyti verð- mæt, svo þarf hitt líka að vera ljóst, að prakkara- skapur er það og þrælmennska, að verða þess vald- andi, fyrir hirðuleysi eða annað, að hundur lendi í flækingi fyrir merkisleysi; verður þá af því niður- staðan optast sú, að þeir eru hraktir og hrjáðir, horaðir og hungraðir bæ frá bæ, þar til einhver styttir kvala-stundir þessara aumingja með skoti eða hníf og fullyrða má, að mesti urmull af smalahund- um endar æfi sína á þessa leið hér á landi. Ekki man eg til, að neinum hafi verið refsað fyrir vonda meðferð á hundi sínum; lítur því helzt út fyrir, að þeir hafi enn elclci fundið náð fyrir löggjafarvaldinu. Ur því nú sýslunefndin í Árnessýslu tók sig fram um að fá þessu breytt til batnaðar, þá var líka sjálfsagt að búa svo um hnútana, að þetta yrði meira en nafnið eitt, t. d. fela vissum mönnum umsjón á merkingunni, annaðhvort þeim, sem fást við hundalækningar í hreppunum eða þásetja þetta undir yfirlit hreppsnefndanna, og setja jafnframt á- kvæði um, að hver hundur, sem ekki hefði merki skyldi meðhöndlaður sem annar óskilafénaður. Þetta mál er ekki eins ómerkilegt og margur kann að halda, og ætti þvf alþing vort að taka þetta mál að sér og semja lög um merki á hundum, sem fara ætti eptir um land allt; þess er full þörf, mætti þá um leið hækka skattinn á þeim. Það yrði máske til þess, að þeir væru betur vandir og meira um þá hugsað en nú er. I Búnaðarriti Hermanns Jónassonar 1891 er d- gcet ritgerð „um hundahald" rituð af honum sjálf- um. Telur hann þar upp meðal annars ýms afreks- verk, sem vænir hundar hafa afkastað, og álítur hann, að ársvinna sumra geti orðið t—300 kr. virði og færirj ýmislegt máli sínu til sönnunar. Þá rit- gerð ættu sem flestir að lesa, því að hún gefur mjög góðar og þarflegar bendingar, eins og flest það sem Búnaðarritið flytur; þess má geta, að Her- mann álftur að rétt sé að hækka skattinn af hund- um upp í 5—10 kr., en hætt er við að alþýðu þyki það nokkuð hátt nú ofan á annað. Eg fjölyrði svo ekki meira um þetta mál og vona jafnframt, að þetta lagist sem allra fyrst, því skeytingarleysi sumra fjárrekstramanna, bæði með fé og hunda o. fl. nú orðið, er alveg óþolandi lengur. í okt. 1899. Arnesingur, Nokkur orð til séra Friðriks Bergmanns. Háttvirti herra ! Það hefur verið hugsun mín að segja ekki neitt við því, sem þér hafið skrifað um mig og að- ferð mína nú síðast í Aldamótum, en einstakir sannleikselskandi landar yðar (bæði hér og vestan hafs) hafa hvatt mig til að skýra með fáum orðum opinberlega, hvernig þér hafið (eg vona óviljandi) svívirt mig og þann flokk, er eg heyri til, svo að þessum svívirðilegu ummælum skyldi eigi verða trúað. I ritdómi um bókina „Vegurinn til Krists" tak- ið þér svo til orða: ......Það er siður aðventista, að smeygja sér inn með þessari bók eða öðrum henni líkum. Þeir byrja vanalega með því að segjast halda fram ná- kvæmlega hinum sama kristindómi og það fólk hefur átt að venjast, sem þeir komast inn á meðal; þeirra kristindómur sé að etns heitari og sannari. En svo lfður ekki á löngu, áður en þeir fara að leggja alla áherzluna á sérkenningar sínar: helgi- hald laugardagsins, heimsendi þá og þegar væntan- legan, ódauðleika sálarinnar að eins fyrir trúaða, „skírnina að eins fyrir fullorðna. Sömu aðferd er nú beitt d Islandi". Hér kærið þér oss aðventista fyrir fals og þar sem eg er sá eini aðventistatrúboði, sem send- ur hefur verið til íslands, þá beinið þér þessari sakargipt á móti mér. Til þess að þérgetið séð, hve mikið sé satt í henni, skal eg gefa yðutþessarupp- lýsingar: Eg kem hingað frá Norvegi 27. nóv. 1897, byrja undir eins að lesa íslenzku, bý hið al-aðvent- iska rit „Endurkoma Jesú Krists” undir prentun, svo að það kemur út f des. 1897. Eptirnýár(i898) er eg fær um að tala íslenzku nokkurn veginn skilj- anlega, og byrja undir eins að halda opinbera fyr- irlestra um trú vora. Hinn 6. febr. 1898 held eg sérstakan fyrirlestur um „trú og kennmg sjóunda- dags adventista". Til hans var auk almennings sér staklega boðið flestum máls metandi mönnum bæjarins (ogmeðal þeirrabiskup, prófasti, lektor, dócentum og

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.