Þjóðólfur - 08.12.1899, Qupperneq 3
231
guðfræðingum) Greinilega var þar talað, og blöð-
in skrifuðu ýtarlega urn það.
Þetta var byrjunin! Hve mikið satt er nú í því,
að eg hefði átt að „smeygja" mér inn með því að
draga dul á það, sem vér trúum? —
„Vegurinn til Krists", er kom út nokkrum mánuð-
um seinna, er líka blátt áfram vor kenning, svo eiirfald-
lega sögð, sem unnt er. Hryggir það yður, séra F.
B., að vér eigum svo mikið sameiginlegt ? Mig
gleður það.
Gerið þér, séra F. B., eptir að hafa lesið þetta
ekkert til þess að gefa mér opinberlega rétt í þessu,
þá verður hinn myrki skuggi þessa sleggjudóms að
falla á yður sjálfan.
Ef eitthvert íslenzkt blað í Vesturheimi vildi ljá
þessum línum rúm, væri eg því þakklátur.
Rvík. 5. des. 1899.
Davíð Ostlund.
VitnisburOur hr E. H. um sjálfan sig
í síðustu Isafold er markleysa ein, fyrst og fremst
sakir þess, að hann er ekki bær um að bera
vitni í sinni eigin sök, og svo sakir þess, að hann
hefur öll gögn á móti sér. Það þarf ekki ann-
að en líta í »ísafold« síðan hann varð rið-
inn við hana. Áður var hún andstæð vest-
urflutningum, og flutti ýmsar greinar þar að lút-
andi, en síðan vorið 1895, að Einar Hjörleifsson
var hafinn upp í annað veldi við blaðið, hefur
komið annað hljóð < strokkinn: stöðugt daður
og flaður við allt vesturheimskt og það
-opt á mjög hlægilegan hátt, svo að það er
•engin furða, þótt almenningur sé farinn að sjá,
að »ísafold« er í rauninni hið rammasta út-
flutningsmálgagn. Og þau hamskiptihenn-
ar eru réttilega eignuð hr. E. H., tn ekki þeim
gamla, er sakir elli og lasleika er farinn að bila
við róðurinn. Frekar þarf ekki vitnanna við. Það
getur vel verið, að þessar amerísku lofgerðar-
messur hr. E. H. í »ísafold« séu sungnar af sann-
færingu og brennandi þakklæti fyrir það, að höf.
hafi »endurfæðst« þar vestra, en það þakklæti
má ekki ganga svo langt, að hann sem íslenzk-
ur blaðamaðnr gleymi skyldum þeim, sem hann
hefur gagnvart þeirri þjóð, sem hann lifir hjá og
á að starfa fyrir. Áhrif þau, sem hann hefur orð-
ið fyrir þar vestra hafa verið svo sterk, að hann
sér flest hér heima í ötugu ljósi, eða spéspegli,
en állt vestra í skínandi birtu gegnum stækkun-
argler. Og þess vegna skoðar hann sig ávallt
hér sem sgest og framandi«, en hið rétta heim-
kynni sitt vestan hafs. Honum er líka alveg ó-
hætt að fara að hypja sig burtu héðan úr þessu,
því að hann er fyrir löngu búinn að »spila út«
•öllu, sem hann hefur á hendinni, og getur enga
von gert sét* um, að honum verði neitt ágengt í
verki sinnar köllunar eptirleiðis, því að Islend-
ingar vita nú, hvaðan vindurinn blæs í »Isafold«,
og sjá, að honum fylgir engin hollusta.
Tilgáta E. H. um höfund bréfsins í Þjóð-
ölfi er dálítið undarleg. Heldur hann, að eng-
inn nema séra Hafsteinn Pétursson hafi einurð
til að sýna fram á, hverskonar blað »Lögberg«
■er, hverjir standi á bak við það og á hverjuþað
Og þeir félagar allir lifar
Drukknun. Af Eyrarbakka er „Þjóðólfi"
skrifað 5. þ. m. „í gær (4. þ. m.) drukknuðu á
Stokkseyri 2 menn af báti, er kom úr fiskiróðri, en
sjö mönnum varð bjargað; þeir sem drukknuðu voru:
formaðurinn Þorkcll Magnússon á Stokkseyri og
Ögmundur Jónsson frá Austvaðsholti áLandi. Slys-
ið vildi til á utanverðu Stokkseyrarsundi, á boða
þeim er „Skjótur" er nefndur. Voru fleiri bátar þá
að koma að og lítilli stundu eptir að slysið vildi til
bar Jón Grímsson hafnsögum. þar að og tókst honum
að bjarga 6 mönnum, en Pálmari Pálssyni á Stokks-
eyri 1, sem strax hafði losnað við -bátinn og var á
floti á árum rétt við „Austurboðann". Tvo eða
þrjá báta bar að sundinu á meðan verið var að
bjarga og tóku þeir fjóra af þeim, sem Jón Gríms-
son hafði bjargað og komust með þá í land, en
hina tvo varð Jón að flytja til Þorlákshafnar og
sömul. Pálmar þann, sem hann bjargaði, því þeir
treystust ekki til að halda þeim óskemmdum með því
að bíða með þá fyrir utan sundið þangað til sjór-
inn batnaði eða félli að, enda var kalt veður og
mennirnir (sumir) allmjög þjakaðir. — Þorkell sál.
var rúml. þrítugur að aldri, einhver heppnasti for-
maðurinn á Stokkseyri, sjósóknari og dugnaðar-
maður hinn mesti. Hann var stilltur ílund og allri
framgöngu, skemtil. í viðmóti og góðgjarn, en frem-
ur þunglyndur og tilfinninganæmur. Hann var gipt-
ur fyrir ári síðan Jónínu Helgadóttur smiðs, Snorra-
sonar, og eignuðnst þau eitt barn, sem dó eptir fáar
vikur. Ögm. sál. mun hafa verið nál. þrítugur, ókvænt-
ur 'og í vinnumennsku um langan tíma hjá Olafi
hreppstj. Jónssyni á Austvaðsholti. Hann var mjög
stilltur og hæglátur í allri framgöngu og viðkynn-
ingannaður hinn bezti. Að báðum þessum mönn-
um er því söknuður mikill, því þeir voru á bezta
skeiði og atgervismenn í sinni stöðu.“
Fóstslcipið ,Laura‘ fór héðan áleiðis
til Hafnar í fyrra dag. Með henni fóru N. B.
Nielsen verzlunarm., Þórður Jónsson bóndi í Ráða-
gerði, Möller skipstjóri af »Hvítá« gufubát Hvlt-
árvallabarónsins, skipstj. af »Málfríði», er strand-
aði við Vatnsleysuströnd og skipshöfnin af gufu-
skipinu »Rapid«, er strandaði í Grindavík.
Maður hrapaði til bana aðfaranóttina
27. f. m. niður af fjallinu fyrir ofan bæinn
Fell í Biskupstungum, og fannst þar örendur fyr-
ir neðan klettana morguninn eptir. Hafði kom-
ið utan frá Stórafljóti seint um kveldið og villzt
upp á fjallið, en dimmt var. Hann hét Sæ-
mundurGuðmundsson, og átti heima í Ása-
koti, en áður lengi í Rauðárhól í Stokkseyrar-
hrepp, og var hniginn á efra aldur.
Eptirmæli.
Hinn 17. apríl þ. á. andaðist að Háafelli í Hvít-
ársíðu húsfreyja Þuríður Jónsdóttir, hátt á áttræðis
aldri. Hún var dóttir Jóns bónda í Deildartungu
Jónssonar dannebrogsm., Þorvaldssonar bróður Há-
konar prests á Eyri við Skutilsfjörð föður Magnúsar
prests á Stað í Steingrímsfirði, en móðir hennar var
Guðríður Jónsdóttir frá Stóra-Ási Þórólfssonar, bróð-
urdóttir Einars í Kalmannstungu.
Þuríður sál. ólst upp í Deildartungu, þar til hún
giptist árið 1845 merkisbóndanum Sigurði Guðmunds-
syni á Háafelli Hjálmssonar frá Norðtungu og
bjuggu þau hjón síðan saman á Háafelli í ástríku
hjónabandi, þar til hann andaðist voríð 1866. Þau
áttu saman 12 börn: 10 sonu og 2 dætur, er báðar
eru á lífi Guðrún og Helga, er ein var systkina sinna
eptir hjá móður sinni og sá með henni um búið á
síðustu æfiárum hennar. 5. synir þeirra hjóna eruá
lífi, en 5 eru dánir, 2 þeirra komust af barnsaldri:
Jón dó 17 ára vorið 1863 mesti efnispiltur og gjörfu-
legastur sinna bræðra, hinn var Sigurður bóndi í
Hlöðutúni, er drukknaði á Lambhúsasundi við Skipa-
skaga. Þeir sem lifa eru: Guðmundur bóndi á Kols-
stöðum, Helgi bóndi á Rauðsgili, Magnús fyr bóndi
á Geirastöðum við Húnavatn, Vilhjálmur á Dýra-
firði og Jón búsettur vestur á Kyrrahafsströnd í
Ameriku.
Þuríður sál. var á yngri árum talm meðal fremstu
kvenna í Borgarfirði sakir fríðleiks og gjöi-fuleika;
hún var ástrík eiginkona og móðir, umhyggjusöm og
og stjórnsöm á heimili, hreinskilin og hjartagóð og
það var á orði haft, hversu hún var gestrisin, hjálp-
söm og örlát við bágstadda og snauða. m.
Hinn 12. apríl síðastl., andaðist að heimili sínu
Efri-Brunná í Saurbæ prestsekkja Margiét Magn-
úsdóttir á 82. aldursári. Var liún fædd 2. janúar
1818. Fo.reldrar hennar voru: Magnús prestur'í
Steinnesi, Árnason biskups á Hólum, Þórarinssonar,
og Anna Þorsteinsdóttir prests í Stærraárskógi
Hallgrímssonar prófasts Eldjárnssonar. Séra Þor-
steinn átti 4 sonu, og þótti það merkilegt, að þeir
urðu allir prestar í Eyafirði á brauðum umhverfis
föður sinn; var einn þeirra séra Hallgrímur, faðir
Jónasar skálds.
Margrét sál. ólst upp hjá foreldrum sínurn í
Steinnesi, til fullorðinsára. Síðan var hún nokkur
ár þjónustustúlka á Möðruvöllum hjá Bjarna amt-
manni Thorarensen, og þegar hann andaðist flutt-
ist hún með ekkju hans, frú Hildi Bogadóttur, að
Staðarfelli vestur, og giptist þaðan 21. október 1847
Jóni Halldórssyni presti til Saurbæjarþinga. Bjuggu
þau á eignarjörð sinni Stóra Holti, einhverju hinu
mesta rausnarbúi í Dalasýslu; varð þeim 6 barna
auðið, og náðu aðeins 3 þeirra fullorðinsaldri: 1.
Theodor gullsmiður, áttijMargréti Eggertsdóttur frá
Kleifum. Bjuggu þau á eignarjörð sinni Efri-Brunná.
Þau eru bæði önduð, þau eignuðust 2 sonu Jón og
Eggert, nú á tvítugs aldri. 2. Sigrlður, átti hrepp-
stjóra og sýslunefndarmann Stefán Olafsson prófasts
Pálssonar, eiga þau 6 börn I æsku, öll mannvæn-
leg. Jón prestur Halldórsson andaðist^o. júní 1866
og bjó Margrét eptir lát hans í Stóra-Holti nokkur
ár, og flutti þaðan til Theodors sonar síns, en hann
andaðist 1883; eptir það hélt hún til dánardægurs
optast við búskap á Efri-Brunná með Steinunní
dóttur sinni, sem henni var hin ástríkasta dóttir í
öllu, og lagði allt í sölurnar til þess að gera móður
sinni ellinnar þunga sem léttbærastan.
Margrét sál. var hin mesta ráðdeildar- og bú-
sýslukona, jafnlynd og skemmtileg í viðræðum og
umgengni við alla, göfug í lund, og hjálpsöm öll-
um þurfandi, og ávann sér hvers manns hylli. Henn-
ar er því saknað af vandamönnum og vinum og
öðrum, erhana þekktu. (X).
Verzlun
J. P. T. Bryde.
Nýkomið með »Laura«
Fatatau og káputau alls konar
Sjöl smá og stór
Lífstykki margar teg.
Styttubönd
Silkitvinni
Brodergarn
Heklugarn
Vatt hvítt og svart
Dömuhanskar svartir og mislitir
Hálstau alls konar
Slifsi
Primus brennarar
Primus-hringar
Primus-nálar
Steinolíumaskínur
Stifti alls konar
Maskínunálar
Maskínuhringir
Oxetunge
Anjovis
Sardiner
Lax
Hummer
Ananas
Aprikoser
Pærer
Sukat
Cervelat-Pölse
Skinke
P’lesk reykt
Jólatré stór og smá og m. fl.
Á Jólabazarnum
verður mikið af góðum, fallegum og nyt-
sömum munum.
Jörðin Laugarás
í Biskupstungum fæst til ábúðar í næstu fardög-
um. Semja má við undirskrifaðan.
Laugarási s/ 12 1899.
Guðmundur Vigfússon.
Peysusnlð týndust 6. þ. m. á leiðinni frá
Bernhöftsbakaríi til Skólavörðustígs 6. Finnandi
skili og fái fundarlaun Skólavörðustíg 6.