Þjóðólfur - 15.12.1899, Side 1

Þjóðólfur - 15.12.1899, Side 1
ÞJOÐOLFUR. 5 1 . árg. Reykjavík, föstudaginn 15. desember 1899. Nr.59. T H U LE ~m. er útbreiddasta lífsábyrgðarfélag á Norðurlönpum. Lág iðgjöld, hár bonus, enginn aukakostnaður, þýðingarmikil hlunnindi fyrir sjúklinga. THULE er stjórnað undir yfirumsjón sænsku ríkisstjórnar- innar. Upplýsingar um THULE fást ókeypis hjá umboðsmönnum félagsins og aðalumboðs- manninum. BERNHARÐ LAXDAL. Patreksfirði. Útlendar fréttir. Kaupm.höfn, 22. nóv. Það hafa ekki borizt nein stórtíðindi frá ■ófriðnum milli Breta og Búa síðan 14. þ. m.; þær fregnir, sem hingað flytjast, eru og sem opt- ast ógreinilegar og því vandi að vinsa sannleik- ann úr. — Að því er menn frekast vita er Ladysmithí Natal enn á valdi Breta; Bú- ar hafa gert hverja atrennuna á fætur annari, þannig t. d. 9. og 14. þ. m., en orðið frá að hverfa; þeir leita jafnframt suður á bóginn, hafa tekið Colenso og Estcourt og náð brúnni Á Tugela fljótinu þar 1 nánd; þar er gott til varnar en sókn ervið, ef Bretar leita á þá að sunnan. Að vestanverðu hafa Búar gert harðar árásir á Kimberley, sem þeir þó ekki hafa náð; jafnframt hafa þeir farið herskildi yfir land- ið þar fyrir sunnan og tekið Colesberg og fleiri bæi. Búar eru þannig enn þá ofan á, en nú er hætt við, að Bretar fari alvarlega að sækja sig. Buller yfirhershöfðingi hefur enn ekki getað tekið til starfa, af því að hann vantaði lið, en nú kemur liver hersveitin á fætur annari frá Eng- landi og fleiri væntanlegar. Hann ætlar svo að haga áhlaupunum þannig, að hann frá Kap- staðnum sendir 3 hersveitir norður eptir. Fyrsta sveitin heldur undir forustu Methuen lávarðar til Kimberley til þess að bjarga þessum bæ og það- an til Bloemtontein í Oranjeríki. Önnur her- sveitin á undir forustu G a t a c r e hershöfðingja að halda beina leið til Bloemfontein, og þriðja sveitin á að fara til Natal og reyna að hjálpa White hershöfðingja ( Ladysmith. Sjálfur ætlar Buller að setjast að í de Aar (norðan til í Kap- nýlendunni), þar sem er járnbrautamót. Hinn 14. þ. m. byrjaði þing Frakka fundi sfna, og varð þegar gauragangur mikill. Mótstöðu- menn stjórnarinnar með Meline í broddi veiti sér yfir ráðherrana með allskonar útásetningum; Galliffet hermálaráðgjafi hélt sína fyrstu þlngræðu •og þótti takast röggsamlega, en einkum var gerð- ur góður rómur að ræðu Waldeck-Rousseau’ ráðaneytisforseta, enda er hann bæði stilltur og orðheppinn. Umræðum lauk svo, að þingið 'ýsti trausti sínu á ráðaneytinu með 317 atkv. gegn 212. Sigur stjórnarinnar þótti langtum skýlaus- ari en búizt var við. Meðal annara studdu sós- ialistar ráðaneytið, enda situr einn af þeirrra mönnum í því, eins og kunnugt er. Það er haldið, að stjórnin muni ætla að koma með tillögu um uppgjöf' allra saka, er standa í sambandi við Dreyfiismálið; meðal annars mun þá mál þeirra »Zola og Picquart« falla niður. Dreyfus er nú seztur að fyrst um sinn í Genf; áður en hann fór úr landi, varð hann að borga kostnaðinn við mál sitt: 20,823 fr- 7 cent. Þess er getið, að dómurinn einn hafi kostað 12 fr. og að hershöfðingjar hafi sem vitnaþóknun fengið 800 fr. hver. Hinn 19. þ. m. var í París afhjúpaður minnis- varði, er reistur hefur verið til minningarumstjórn- arbyltinguna: »sigurmerki þjóðveldisins« kalla blöðin það. I samsærismálinu, sem enn er óútkljáð, varð sá atburður 18. þ. m., að Derouléde var dæmd- ur í 3 mánaða fangelsi fyrir ósæmileg umyrði í réttarsalnum um Loubet forseta. Þess er getið til, að Philip Eulenburg greifi, sendiherra Þjóðverja í Wien, muni bráðum verða skipaður í sæti Hohenlohe ríkiskanzlara, Vilhjálmur keisari er nú hjá ömmu sinni á Eng- landi. v. Kiderlen-Wáchter, sendiherra Þjóð- verja í Kaupmannahöfn, á að flytja búferlum til Búkarest í Rúmeníu; eptirrennari hans heitir v. Schön. Þing Þjóðverja hefur í gær við aðra umræðu fellt hið áðurnefnda lagafrumvarp um vernd vinnufúsra verkmanna og hegningu fyrir ofsókn- ir gegn slíkum mönnum. Það er lialdið, aðþað rísi ekki úr gröf sinni aptur; keisara er nú ekki svo umhugað um neitt sem flotamálið. o: fjár- veitingar til nýrra herskipa, Kona Salisbury’s ráðaneytisfosseta í Eng- landi er dáin. Stephanía, ekkja Rúdolfs krónprins í Aust- urríki ætlar að giptast aptur. Unnusti hennar er réttur og sléttur greifi, Lonyay að nafni. 18. þ. m. var minnisvarði Ferdinand de. Lesseps, þess er gróf Suezskurðinn, afhjúpaður í Port-Said 1 viðurvist fjölda manna, Myndastytt- an er 20 feta há og stendur á háum palli með ágreiptu orðtaki hans: aperire terraiu gentibus. Nýfrétt er, að Englendingar hafi unnið mik- inn sigur á Aröbum suður í Súdan, og þar hafi fallið kalífinn, sem komst Wfs af úr orustunni við Omdurman í fyrra sumar; má því búast við, að Englendingar mæti ekki mikilli mótspyrnu þar suðurfrá úr þessu. Geta má þess, að nýdáin er í Triblitz í Bæheimi Ulrike v. Levetzow, 96 ára gömul, nafnkunn sakir þess, að skáldið Goethe var svo alvarlega skot- inn í henni, að hann beiddi hennar, er hún var tvítug að aldri, en hann nærri hálfáttræður (74 ára). En karlinn fékk hryggbrot og Ulrike stílaði neitun- ina á þessa leið : »Því meiri hamingja sem það væri að eignast sllkan mann, því meir hlýt eg að óttast þá hættu að missa hann bráðlega«. Goethe ritaði henni mörg ástarbréf, er hún af- henti löngu síðar bókmenntasöguhöfundinum Wil- helm Scherer, er átti að gefa þau út eptir dauða hennar, en hann dó á undan henni. Nú von- ast menn eptir, að þau verði gefin út. Julian Schmidt segir, (í bókmenntasögu sinni) að þessi síðasta ástríða hafi verið sterkari og áhrifameiri, en nokkur önnur, er Goethe hafi orðið fyrir á æfi sinni og sjáist þess merki í »Trilogi der Leidenschaft«, er einmitt á við þetta síðasía ást- aræfintýri skáldsins. Ulrike v. Levetzow hafði einnig verið forkunnarfögur á yngri árum, menntuð vel og einkar kjarkmikil. Lifði hú^ 67 ár eptir dauða Gotehes og giptist aldrei. Hún dóumþað leyti, sem verið var að halda 150 ára afmælis- dag Goethes hátíðlegan um allt Þýzkaland og víðar. Nýdáin er og í Hamborg frú Charlotte E m b d e n, systir skáldsins Heinrich Heine’s, sem dáinn er fyrir 43 árum. Hún varð 99 ára göm- ul. Þótti Heine mjög vænt um þessa systur sína, er var að eins 3 árum yngri en hann. Nokkur síðustu kvæði hans eru ort til hennar, er hann nefnir »Lotte«. Forntijngurnar. Opid bréf til hr. Einars Hjörleifssonar. Kæri frændi! Þú hefur ofreiðst mér 1 ísafold, 16. sept. síð- astl. fyrir ritgerð mína um afnám forntungnanna (Tlmariti bókmenntafélagsins. Varsú greinþóhóg- værlega skrifuð, fékkst að eins við málefnið, en fór í ekkert manngreinarálit. Að eg ekki titlaði hátt það athygli, sem afnámsmenn hafa veitt þessu máli, kom af því, svo eg segi þér eins og er, að það gengur hreint fram af mér, að nokk- ur maður skrifi um mál eins óskoðað, eins og skrif ykkar afnámsmanna votta, að þetta mál er ykkur. Þið lítið ekki á hlutarins eðli heima, en útlenda rithöfunda mislesið þið ykkur sjálfumívil. Þegar á þetta er bent, reiðist þú mér náttúrlega á ísafoldar vísu, svo aðjritleg og ritstjóraleg ráð- vendni og mannúð verða að umskiptingum. Var- úð, reynsla, rannsókn, sannleiksást, sannleikurinn sjálfur — allt þetta verður þér vaðall og vit- leysa, er mín er þar við getið. Skal eg nú sýna þér, að hér er ekki mælt um skör fram. 1. Þú segir mig teljaþað »eitt útaffyrirsig vltavert, að gera afnám þessara kennslugreina að blaða- og tímaritsmáli«. Hér heggur þú aptan af orðin: — »á þann hátt, sem það þegar hefur verið gert, því að hætt er við, að það vekji hjá vanstilltum og óþroskuðum unglingum anda óreglu og óbeitar á námslífi, þeim sjálfum eingöngu til óhamingju og kennurunum til skap- raunar«. Undirstrykuðu orðin eru atriðisorðin f málsgreininni; með þvf, að sleppa þeim, léztu mig halda fram sannfæringu, sem hvorki var mín, né mér datt í hug að halda fram. Er þetta atferli grandvars og ráðvands ritstjóra? Annars skal eg geta þess í sambandi við þetta atriði, að í huga mínum var sár vorkunn við afvegaleidda pilta, foreldrum fjarri, sem af véluðum ungæðisskap leiddust til að vinna sjálfum sér í fyrra, æfilangt iðrunarverk, feðrum og mæðrum langæja, táruga skapraun, og skól- anum óhróður. Ekki er þetta svo að skilja, að eg telji þig né blað þitt hafa átt neinn beinan þátt 1 þeim tiltektum, er hér ræðir um. En að víkja máli að forntungnanámi við Reykjavíkur- skóla með útvöldum níðsyrðum, svo sem : »forn- tungnakák«, »forntungnakáks-áþján« og þar fram eptir götunum, er s\ro ber ásökun borin á kenn- ara fyrir illa kennslu, svo bein áskorun til pilta, að brjótast upp gegn slíkum þrældómi, sem op- inbert blað vel fær vogað sér að látauppi. Slíkt atferli sjá’ allir menn, að hefur^ enga aðra þýð- ingu en þá, að vekja ólgu og æsing hjá piltum, fjarri athvarfi hjá föður og móður gegn því, að hlýða lögum og reglum og gegna skyldu sinni. Slíkt atferli er ekki einungis vítavert, það er glæplegt.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.