Þjóðólfur - 15.12.1899, Síða 3

Þjóðólfur - 15.12.1899, Síða 3
2.35 til að synda yfir fjörðinn. Skal eg ekki þrátta um þetta, því að honum mun sú meri kunnari en mér. Hitt skilur hann ekki, að því ljósari hugmynd sem menn og skepnur hafa um hætt- ttna, því meira sálarþrek þarf til að leggja út í hana og því meiri sem áreynslan er, því meira sálarþrek eða kjark þarf til að gefast ekki upp og leggja árar í bát. Að lfkindum hefur Grettir borið meira skyn á þetta en eyfirzka merin, því að það mun Guðmundur játa, að hann hafi haft meira en merarvit. Svo má óhætt trúa Guð- mundi fyrir því, að sálarþrek Grettis hafi opt kom- ið í meiri raun, en þegar hann synti úr Drang- ey. — Guðmundur minn kalsar það við mig að yrkja um sálarþrek eyfirzku merarinnar. Mun eg j)iggja þetta yrkisefni, ef Guðmundur getur full- vissað mig um, að hún hafi vitað gerla, hvað verður um ósynt dýr í vatni og að hún hafi ekki kunnað betur að synda en hann kann að skrifa ritdóma. Eg nefndi í þakkarávarpi mínu vísu eptir Sighvat skáld. Þar segir hann: mér þótti há, böll klif hlæja um allan Noreg meðan ólafur lifði: Nú þykir mér hlíðir miklu óblíðari síðan (o: Ólafur dó.). Þetta skilur Guðmundur svo, að »höllin hlæjic og xklifin séu óblíð«. Ekki vantar skilninginn! Sjúkdómseinkennin í þessari veikindastunu Guðmundar eru því rangfærsla, skilningsleysi, og m isskilningur. Þó er versta einkennið ó- talið. Það er hnoðið, sem hann setur í end- ann. Allir vita, að Guðmundur er vel gáfaður maður og skáld gott. Þetta er því ekki einleik- ið, og væri öll þörf að finna upptökin til þess- arar vfenheilsu. Þess er hér að gæta að hann hefur ekki orðið fyrir þessum ósköpum fyr en hann sté upp í Eimreið Valtýs. Liggur þvínæst að halda að meinsemd þessi stafi þaðan. Guðmundur minn ætti því að forðast þá ringul-reið framvegis, því að reiðarslög þau •eru honum einum hættuleg, er þaðan stafa. En mikil þörf er honum á bata, svo að skilningur hans verði ekki lengur eins og illa skafinn graut- arpottur1), því að ekki nenni ég að skafa þann pott lengur. Bjarni Jónsson frá Vogi. * # * Aths. Fleiri greinar um þetta verða ekki teknar í blaðið. Ritst. Nllsson og félagar hans. Frá Kaup- mannahöfn er Þjóðólfi skrifað 21. f. m.: »Skip- verjar á »Royalist« eru nú sloppnir úr varð- haldi að undanskildum Nilsson skipstjóra, Holm- green stýrimanni og matreiðslumanni, sem er danskur. Af þessum sómamönnum kvað síðast- nefndi einkum hafa æði mórauða samvi/.ku; það var hann, sem stal rýting sýslumanns og otaði að honum. Skipstjóri heldur því föstu, að hann eigi enga sök á því, að bátnum hvolfdi og þyk- ist ekki hafa vitað, að sýslumaður var í bátnum (!!). Verða þessir félagar dæmdir hér í Dan- mörku. Til þess að fá skipið laust urðu eigendur þess að fá lögreglunni í hendur 6000 kr. sem tryggingu fyrir borgun á væntanlegum kostnaði og skaðabótum. Þeir höfðu reynt að fá nýja skipshöfn hér, en tókst ekki, og urðu þeirþvlað .senda menn frá Englandi til þess að sækja skút- una«. Mál þetta hefur vakið allmikla eptirtekt er- lendis, og hafa ýms blöð flutt ítarlega skýrslu um aðfarirnar á Dýrafirði. Meðal annars hefur frú Adeline Bjarnason 1 Ziirich snúið á þý/.ku frásögn Þjóðólfs um þetta atferli, og hefur »ú grein birzt í 3 stórblöðum: »Neue Freie Presse« 1) Þannig lýsir Guðmundur skáld Friðjónsson hinininum í einum ritlingi sínum. í Vínarborg, »Kölnische Zeitung* íKöln, og »Ztir- icher Zeitung« í Ziirich. Gufubáturinn ,Skálholt, (kapt. Aas- berg) kom hingað loks 9. þ. m. og hafði verið mjög lengi á leiðinni frá Höfn, tafizt í Skot- landi og einkum 1 Færeyjum og . fengið optast vont veður. Báturinn kom með ýmsar vörur, er »Laura« hafði orðið að skilja eptir í síðustuferð, og auk þess dálftið af kolitm til H. Th. A. Thom- sens verzlunar. Hefur skippundið verið selt hér á 5 kr. (tekið á bryggjunni) og fengu færri en vildu. — Með bátnum komu 3 enskir köfunarmenn til að athuga rekaldið af botnvörpuskipinu vOcean- ic«, er strandaði hér við Seltjarnarnes í haust. Báturinn fer héðan til útlanda í dag. Pemlngaþurð virðist nú vera víðar en hér á Islandi. Að minnstakosti þykjast bankar 1 Danmörku ekki hafa ofmikið af hinum »þétta leir«, þvf að til þess að kría inn peninga, hafa þeir hækkað vextina af innlögðu fé upp í 4°/0, en hinsvegar er »disconto« eða vextir af víxil- lánum o. fl. útlánum orðin þar nú 6—7%// Getur þetta verið til athugunar fyrir fjármála- spekingana íslenzku, sem mest eru hrifnir af stóra danska bankanum fyrirhugaða, Islands bankanum svo nefnda(H), mennina sem halda, að hann láni nægilegt fé með vildarkjörum. Eptir þessu að dæma eru ekki líkur til, að »stóri bankinn« geti veitt mönnum betri lánskjör, eða útvegað sér ódýrari peninga til að hafa handa á milli, en stórbankar í Danmörku. — Heyrzt hef- ur, að nú sé svæsnum undirróðri beitt við dönsku stjórnina til að styðja »stórabanka« hugmyndina hér og fá stjórnina til að samþykkja ekki sitt eigið frumvarp(i), veðdeildarfrumvarpið. Væri það skoplegt hneyksli, ef sú yrði reyndin á, að það frumvarp næði ekki staðfestingu. Þá fara Islendingar þó líklega að sjá, hvar fiskur liggur undir steini með öllu þessu heimskulega og háskalega bankafargani, er meiri hluti þingsins glæptist á í sumar og ísafold vitnar í sér til málsbóta, með þvf að prenta langa kafla úr þingræðum þeirra Valtýs- og Guðlaugs(!!). En hún mundi gera réttast í því að vitna í hvorug- an þeirra, því að þótt trú hennar á hinn óbrigð- ula vlsdóm alls þess, er af munni þeirra líður, og hið blinda fylgi hennar við það alltsaman,sé ofar öllum skilning og skynsemi, þá er trú alls þorra manna á þessum herrum svo veik, að það er enginn gæfuvegur fyrir sigur málstaðsins að flagga mikið með þeim. Einkum var framkoma Guðlaugs í málinu í sumar svo undarleg, svo óskiljanleg, að hann ætti sem minnst að tala í því hér eptir. Eða hvorum á að trúa betur, þeim Guðlaugi, sem talaði harðast gegn málinu í Iðnaðarmannahúsinu, eða þeim Guðlaugi, sem talaði heitast fyrir sama málinu á þingi hálfum mánuði sfðar. Nú hefur ísatold lýst því hátfð- lega yfir, að hún trúi eingöngu Guðlaugi hinum síðara. En hvað ætlar hún þá að gera við hinn? Vill hún gera hann alveg ómerkan fleiprara? F.kki hefur það verið venja hennar áður. Hún verður í hreinustu vandræðum með þessa ráðgátu, og væri því langsnjallast fyrir hana að trúa hvor- ugum í þetta sinn. Væri ekki réttast að koma sér saman um það. En hvað sem því líður, þá er mjög óhyggilegt af ísafold að hafa þá Valiý og Guðlaug sem skjöld í þessu bankamáli. Hún verður jafn berskjölduð og hlífarlaus í almenn- ingsálitinu fyrir það, af því að menn vita svo vel, hvernig sambandi þessarar þrenningar er varið. Um manntjónið á Stokkseyri 4. þ. m. er getið var um 1 síðasta blaði, hefur nánarver- ið skrifað þaðan að austan: »Skipið fyllti yzt á Stokkeyrarsundi, og sogaðist svo út fyrir brim- garðinn og marraði þar í hálfu kafi með mönn- unum í um hálfa klukkustund. Einn maðurinn hélt sér allan tfmann uppi á árum, og varð bjarg- að ásamt 6 öðrum fyrir frábæran dugnað og snaVræði 3 formanna hér, með því að skipin voru í hættu að sogast inn í brimgarðinn. Bjarg- aði Jón Grímsson 4, Jón Sturlaugsson í Starkar- húsum 2 og Pálmar Pálsson 1. Að mennirnir héldust í skipinu allan tímann, þangað til hjálp kom, mun ekki lítið því að þakka, að einn af beztu formönnum á Stokkseyri, Jón Einarsson 1 Dvergasteinum, var háseti og gerði þær fyrirskip- anir, sem unnt var til að skipinu hvolfdi ekki og hughreysti hásetana og naut þar einkum mikillar aðstoðar ungs manns á skipinu, er heitir Eirfkur Jónasson, ereinnig sýndi óbilandi kjnrk og rósemi. — Annar þeirra, sem drukknaði, Ögmundur Jóns- son, (sonur Jóns. Snorrasonar bróður Helga heit. Snorrasonar smiðs) átti heima í Bjálmholti í Holt- um, en var haustmaður á Stokkseyri. Hann var. kvæntur og á 1 barn á lífi«. TJm strand. gufuskipsins »Tejo« 7. f. m. hefur nú frétst nokkru nánar. Skipið rakst á sker eða klett, skammt fyrir framan landstein- ana á Hraunum f Fljótum, þar sem Einar danne brogsmaður Guðmundsson býr. Er mælt, að skipstjóri hafi verið svo villtur, að hann hafi haldið, að hann væri kominn fyrir Dalatá og ætlaði að beygja inn á Síglufjörð, en fór svo þarna upp. 4000 skpd. af saltfiski voru í skip- inu og bjargaðist það a,ð mestu, þar á meðal 100 skpd. alveg óskemmd og ágætasta verzlun- arvara, en eitthvað á 3. hundrað skpd. dálítið skemmt, en þó útgengileg vara, hitt meira skemmt. Fyrir forgöngu Einars á Hraunum gengu Fljótamenn og Siglfirðmgar í félag til að kaupa á uppboðinu, enda fór fiskurinn með ó- heyrilega lágu verði. Hjálpaði það og til, að fáir menn úr fjarlægari hreppum sýslunnar sóttu uppboðið, sakir þess að skæð barnaveiki gekk í Fljótum,og læknir varaði menn því við að fara á uppboðið. Hefur skipstrand þetta orðið fá- dæma happ fyrir þá Fljótamenn og Siglfirðinga og ekki sízt fyrir Einar dbrm., er bezt stóð að vigi til að hagnýta sér það, enda framtaks- samastur og efnaðastur manna norður þar. Mannalát. Hinn 21. f. m. andaðist að Skarði á Skarðsströnd ekkjulrú Ingibjörg Ebenezersdóttir, á 88. aldursári, ekkja Kristjáns Skúlasonar Magnúsen kammeráðs á Skarði (f 1871). Hún var dóftir Ebenezers Þor- steinssonar sýslumanns í. ísafjarðarsýslu (f 1843) og Guðrúnar Þórðardóttur prests Ólafssonar, en móðir Guðrúnar var Kristín dóttir Boga Bene- diktssonar í Hrappsey, og giptist hún síðar Skúla Magnússyni kammeráð á Skarði; var þeirra son Kristján kammeráð; varð hann því að fá kon- ungsleyfi til að kvongast Ingibjörgu systurdóttur sinni. Vorubörnþeirra hjóna: Skúli bóndi í Frakka- nesi, Ebenezer (báðir dánir) Bogi bóndi í Rauðs- eyjum, Elinborg, ekkja séra Jónasar Guðmunds- sonar, er var á Staðarhrauni og Kristín kona Böv- ings héraðsfógeta í Danmörku. — Frú Ingibjörg var liöfðingskona mikil og rausnarleg, trygg í lund og tápmikil. Bjó jafnan miklu rausnarbúi og hélt uppi fornum veg og virðingu, þótt held- ur sneyddist um efnahag slðari árin, sakir ým- islegs kostnaðar, en þar var líka af rniklu að taka. Er nú autt »skarð fyrir Skarði«, þar sem gamla konan er fallin frá, og mun höfuðbólið Skarð, er löngum hefur verið höfðingja- og auð- mannasetur, ekki fá það fyllt fyrst um sinn. Hinn 6. þ. m. andaðist á Eyrarbakka F r i ð - rik Guðmundsson bókbindari, bróðir sam- feðra Guðmundar bóksala þar, og hafði dvalið lengi hjá honum, en áður hér í Reykjavík. Hann

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.