Þjóðólfur - 15.12.1899, Síða 4
236
var sonur Guðm. Péturssonar bókbindara á Minna
Hofi á Rangárvöllum og fyrri konu hans Guð-
rúnar Sæmundsdóttur Friðrikssonar prests á Borg
Guðmundssonar. Var séra Friðrik fluggáfaður
maður, að vitni séra Benedikts Pálssonar (bróður
Bjarna landlæknis), er var skólabróðir hans. Ól-
afur Snókdalín ættfræðingur talar og um hann
sem »frægan ræðumann«. Hann dó á Ólafsvöll-
um 1812 hjá séra Bjarna Péturssyni dótturmanni
sínum, og var j>á á níræðisaldri. — Friðrik heit.
bókbindari var kvæntur hér í Reykjavík Guð-
rúnu Ólafsdóttur smiðs 1 Hafnarfirði Bjarnason-
ar Gunnarssonar lögréttumanns í Götu í Ytri-
hrepp Hafliðasonar prests í Hrepphólum Berg-
sveinssonar. Er hún látin fyrir skömmu og áttu
þau ekki börn'. Friðrik heit. var velgáfaður mað-
ur, sem hann átti kyn til, síglaður, fjörugur og
skemmtinn í viðræðum og »sakna hans margir, er
það kunna að meta« ritar einn kunningi hans
þar eystra.
Nýdánir eru tveir merkisbændur í Holtum:
Einar Einarsson á Bjólu (fyrrum bóndi á Yzta-
Skála undir Eyjafjöllum) og Arni Helgason á
Brekkum, sonur Helga stúdents Helgasonar (-j-
1836) bróður Árna stiptprófasts í Görðum. Báðir
þessir bændur voru hnignir á efra aldur.
Látinn er og Loptur Bjarnason bóndi á
Eyjum í Strandasýslu, er þar hafði lengi búið
rausnarbúi, vel greindur maður, hjálpsamur og
mjög vel látinn.
»l»jóðviljinn« er eitthvað að myndast
við að senda Þjóðólfi tóninn, nú í síðustu blöð-
um, eins og endrarnær, og kveinar allmjög und-
an meðferðinni á Valtý og hans liðum. En raus
þetta er langt frá þvl að vera svaravert. „Þjóð-
ólfi'1 stendur svo hjartanlega á sama um, hvernig
„Þjóðviljinn" ærist og springur, að hann nennir
ómögulega að taka hann til bænar fyrir slík
barnaærsli. Vopnin hjá „Þjóðv." eru líkaorðin svo
dæmalaust sljó og bitlaus, síðan hann hjó 5000
kr. stykkið úr landsjóðnum 1895. Þá veðraðist
svo upp öll eggin í axargreyinu, að slðan hefur
Skúli orðið að brúka skallann. Hann klýfur því
engan í herðar niður úr þessu, karlinn. Það er
áreiðanlegt. En annars vonumst vér til, að hann
geti teygt svo úr hinu pólitiska orðaskvaldri sínu,
að honum takist að koma út fyrir nýár yfirstand-
andi árgang blaðsins, er átti að vera kominn
allur í septemberlþk, því að hann má ómögulega
herma pad eptir Isafold vinkonu sinni að springa
á ofurlítilli stækkun, eins óg hún gerði foroum.
Hentugarjólagjafir!
Ljóðmæli P. Ólafss. í skrautbandi.
Nýjasta barnagullið með fjöldamörgum
myndum.
Bókasafn alþýðu.
Bj. Jónsson: Baldursbrá.
G. Magnússon: Heima og erlendis.
ALADDINSBAZARINN
„ Edinborgu.
MKátt er á jólunum koma þau senn".
Nú hafa þeir annir Edinborgarmenn.
Nú hafa þeir annir, því allir vilja sjá
Aladdinsbazarinn búðarloptinu’ á.
Aladdínsbazar — þar eru allskonar dýr.
Apakettir nærri þvi lifandi og kýr.
Apakettir, trallarar og allskonar spil
Yndislegar myndir að hengja á stofuþil.
Yndislegar myndir og album stór og smá
Ilmvötnin og morgunskór Tyrkjasoldán frá.
Ilmvötn sem að lykta út fyrir dyr
Oddfellowapípur. — Hafið þið séð þær fyrf
Oddfellowapípur og — óskasteinar tveir.
Ó þeir væru líka þá þyrfti ekki meir.
Ó þeir væru líka’, en þeirra með ei þarf.
Þvi hér gefar að líta, allan Aladdinsarf.
______j Til verzlunar |________________
Sturlu Jónssonar
er nýkomið með .Skálliolt*.
Epli
do. niðurs.
Perur
Ananas
Apricots.
Syltutau.
Picles.
Kartöflur.
Allskonar
matvara.
»
>i
&
M.
B
e
>i
0
0
c
*i
Chocolade.
Cocoa.
Gráfíkjur.
Sveskjur.
Rúsínur.
Kúrennur.
Kirsiber.
Lárber.
V)
K
e
<i
®
to
Brauð m. t.
Stívelse.
Corn Flour
Eggjapúlver.
Gerpúlver.
Sitronolía.
Lakkris.
Möndlur.
Cardemommur.
do. steyttar.
Kanel.
Lampar m. teg. — Lampaglös. — Kveikir. -
Vindlar m. teg.
— Gólfvaxdúkur. —
- Kerti. —
— Reyktóbak m.
Borðvaxdúkur. —
teg. — Cigarettur m. teg.
Allar vörurnar seljast með mjög lágu verði mót peningaborgun út í hönd.
Þessar bækur fást hjá:
Arinb. Sveinbjarnarsyni.
Þingholtsstræti 3.
Allar tegundiraf farfavöru, einn-
ig ýmsar tegundir af lökkum, bronze,
terpentínolia, fernisolía, blackfern-
is, gljákvoða, (þólitur), benzin, sal-
míakspiritus, stearinolía, Vinar-
kalk, skósmiðavax, seglgerðar-
mannavax og margt fleira, sem
hvergi fæst annarsstaðar.
Allt þetta selzt mjög ódýrt
í verzlun
Sturlu Jónssonar.
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Hannes Þorsteinsson, cand. theol.
Glasgow-prentsmiðjan.
Ekta anilinlitir
s | fást hvergi eins góðir og ódýrir eins 1 5- ► ’-P > —
: og í verzlun n » = ! 'E
l! STURLUJÓNSSONAR í * !
1! Aðalstræti Nr. 14. • ^ ld 1
’U\\\UV ^>13
Hús til leigu.
I húsinu Nr. 7 í Grjótagötu fæst öll neðri
fbúðin ásamt kjallara til leigu frá næstk. 14. maí
1900,
Magnús Ólafsson,
íólabazar
mjög fjölskreyttur
í VERZLUN
STURLU JÓNSSONAR.
NORDISK BRANDFORSIKRING
tekur í ábyrgð hús, vörur, húsgögn o. fl. fyr-
ir lœgra iðgjald en önnur félög eru vön að
gera hér á landi.
Halldór Jónsson bankagjaldkeri er um-
boðsmaður fyrir Reykjavík, Kjósar- og Gull-
bringusýslu, Mýra- og Borgarfjarðarsýslu.
Lejoliis verzlun á F.yrarbakka hefur um-
boð fyrir Arnessýslu og Rangárvallasýslu.