Þjóðólfur - 12.01.1900, Blaðsíða 2
6
nefndinni í heild sinni, að rúm það, sem Tímar.
ræður ifir, reindist of lítið firir allar þær ritgjörð-
ir, sem nefndin hafði samþikt.
7. ósannindi Einars eru það, að jeg hafi
>beitt« nokkrum »undanbrögðum« í þessu máli.
8. ósannindi, að jeg hafi hjer »beitt ráð-
ríki«.
Um þessi tvö atriði er það að segja, að jeg
hef framkvæmt bókstaflega og grandvarlega þær
áliktanir, sem samþikfar vóru á fundum Tíma-
ritsnefndarinnar, að svo miklu leiti sem jeg gat
það án þess að ganga of nærri hagsmunum þess
tjelags, sem mjer er trúað firir. Tlmaritið 1899
er með efnisifirliti og titilblaði fullar 15 arkir,
eins og jeg lofaði munnlega á fundinum 30. maf.
I það komu allar þær ritgjörðir, sem vóru sam-
þiktar firir þennan fund og tvær afþeimfimm,
sem samþiktar vóru á þessum tundi. Meira var
ekki rúm firir á 13 örkum. Þessar tvær ritgjörð-
ir höfðu bæði fengið fleiri atkvæði enn ritgjörð
Bain’s og borist Tímaritsnefhdinni fir enn hún,
og hefði jeg því gert höfundum þeirra 2 ritgjörða
rangt til, ef jeg hefði ekki látið þær ganga firir,
og þá hefði með rjettu mátt bregða mjer um
gjörræði og hlutdrægni. Hvað átti jeg þá að
gera, hvað gat jeg gert annað enn það, semjeg
gerði, að geima ritgjörð Bain’s ásamt þeim tveim-
ur ritgjörðum öðrum, sem ekki komust að
sakir rúmleisis, til næsta árgangs, eins og siður
hefur verið aitaf að undanförnu, þegar svo hef-
ur á staðið, að ekki var rúm firir allar þær
greinir, sem samþiktar vóru. Atti jeg að hafa
árganginn 1 — 2 örkum lengri til að koma ritg.
Bain’s að? Það sá jeg að efnahagur fjelagsins
leifði ekki. Eins og kunnugt er, var deildin hér
í mjög mikilli skuldasúpu, þegar jeg tók við
stjórn hennar. Þetta áleit jeg þá og álít enn
bæði ósæmilegt firir fjelag vort og auk þess skað-
legt og jatnvel hættulegt firir tilveru deildarinnar-
og hef jeg því, sfðan jeg tók við, reint affremsta
megni að kippa þessu í lag með sparsemi, og
hefur mjer orðið talsvert ágengt í því efni. Firir
þetta higg jeg, að jeg eigi þakkir skilið enn ekki
vanþökk af fjelagsmönnum. Hvar eru þá und-
anbrögð mín og ráðríki?
9. ósannindi hjá E. er það, er hann ber
mjer á brín, að j e g hafi farið með nokkur ó-
sanmndi f þessa máli. Jeg hef sínt það hér að
framan, að Einar bregður mjer hjer um það, sem
hann hefur sjálfur gert sig sekan í, og til enn
frekari sönnunar því, að jeg hafi skírt alveg rjett
frá því, sem fram fór í Tímaritsnefndinni, vísa
jeg til eftirfarandi vottorðs:
Eg undimtaður votta hér með, að pessi skýrsla
rektors um pað, er gerðist á fundi Tímaritsnefndar-
innar 30. mai síðastl. er að öllu leyti rétt ög sann-
leikanum samkvcem. Eg man pað glöggt, að pœr3
ritgerðir, setn um er að rœða, voru bornar upp til
atkvceða hver i sinu /agi, og að engin krafa kom
fram um, að atkvceðagreiðslunni skyldi öðruvisi hag-
að, og eins heyrði eg rektor taka pað skýrt fram, að
hann treystist ekki til að hafa Timaritið lengra
en 13 arkir.
Reykjavík 21. des. 1899.
Hannes Þorsteinsson.
10. ósannindi eru það, sem E. segir, að
jeg »sje að reina að klóra' mig út úr klípunni á
neiðarlegan hátt«. Jeg vona, að þeim, sem les-
ið hafaskírslu mína um málið, skiljist, að það er
ekki jeg, heldur Einar, sem er í klípunni.
Það er annars ekki talið fallegt eða drengi-
legt að skíra öðrum frá því, sem gerist innan
fjögra veggja í nefndum, og síst að afbaka það
og misherma. Það er ekki jeg, sem hef birjað
á þessu, heldur hef jeg neiðst til að leiðrjetta ó-
sannan söguburð til að verja hendur mfnar. Á
brjefi frá Jóni Ólafssini, sem Einar lætur prenta
athugasemdalaust í ísafold, sjest, að það er
Einar, sem firstur hefur birjað þennan ósanna
söguburð úr Tímaritsnefndinni. Þar segir Jón
Ólafsson: »Mig minnir, að hr. Einar Hjörleifs-
son, sem nú er ekki viðstaddur, segði mjer, að
samþikt hefði verið um hana og tvær aðrar rit-
gjörðir (Boga Melsteðs og Helga Pjeturssonar),
að:þær skildu annaðhvort teknar allar eða engin«.
Og svo bætir Einar gráu ofan á svart með
því að segja, að jeg ætti að vera honum þakk-
látur fyrir »hlífð« hans og »miskunsemi«(!) við
mig í þessu máli. Jeg get ekki að því gert, að
mjer dettur í hug það sem Xenophon segir um
Menon hershöfðingja, að hann hafi talið það, sem
velgjörð, þegar einhver fór frá honum, að hann
hafði ekki drepið manninn, meðan hann var hjá
horvum.
Að svo mæltu legg eg þetta frumhlaup Ein-
ars óhræddur undir dóm almennings.
Reikjavík 22. des. 1899.
Bjórn M. Ólsen.
Hneykslanlegt verðlaunatilboð.
er það, sem »ísafold« flytur sfðast frá Sigurði
barnakennara Jónssyni í umboði einhverrar um-
dæmisstúku Goodtemplara nr. 1. Það er hvorki
meira né minna, en að stúka þessi heitir hverj-
um þeim 10—20 kr. verðlaunum, sem ljóstrar
upp brotum gegn vínsölulögunum nýju. Hefði
nú stúkan eða þessi barnakennari haft vit á að
birta hneykslistilboð þetta 1 sínu eigin blaði »Good-
templaranum«, þá hefði það þó verið sök sér,
en að hlaupa með annað eins og þetta í almennt
blað, er mjög óviðurkvæmilegt. En enginn, sem
hér er kunnugur þarf að furða sig á, þótt »ísa-
fold« tæki þetta með þökkum, því þetta og því-
Ifkt fellur einmittí hennar »kram« (og er ef til vill
beinlínis undanhennarrifjumrunnið). Húneraldr-
ei vöruvönd, og sízt þegar peningar eru í aðra
hönd. En tilboð þetta er hneykslanlegt, af því
að það getur haft svo ísjárverðar afleiðingar í
för með sér og siðspillandi áhrif á fólk. Eg get
t. d. hugsað mér, að ef þessu yrði einhver gaum-
ur gefinn, þá yrðu einhverjir misindismenn til
þess að bera fram lognar sakargiptir á sak-
lausa menn og staðfesta þær með eiði. Það eru
ekki allir svo samvizkusamir, þegar peningar eru
í aðra hönd, og þetta gæti orðið bezta atvinna
fyrir þá, er hana vildu rækja. En hinir sak-
bornu stæðu varnarlausir uppi gegn slíkum ó-
fögnuði. En að stuðlaað því, að slíkur ósómi
færi að tíðkast hér, er öldungis ónæfilegt, hvort
heldurþað er heiltfélag eða einstakir, menn, sem
hneykslið er sprottið frá. Og allra sízt sæmir
það þeim mönnum, sem settir eru til að fræða
og betra æskulýðinn, — börnin, að vera þar
fremstir í flokki. Það mundl t. d. þykja miður
fögur regla í bamaskólum og hafa miður góðar
afleiðingar í för með sér, ef kennarinn lofaði því
barni 25 aurum, er ljóstraði upp einhverjum smá-
brekum, eða ógætilegu orði annars barns. Með
því fyrirkomulagi yrðu allir skólar að svínastýj-
um, þar sem hver lærisveinn leitaðist við að gera
hinum smán fyrir fáeina aura, og svo koll af
kolli, því að hver vildi hefna fyrir sig með sams-
konar áburði á námsbróður sinn. Það væri nógu
laglegt ástand eða hitt þó heldur.
Látum hina áköfu bindindismenn sjálfa gera
sitt ítrasta til að ljóstraupp brotum gegn lögum,
er þeir telja sér hallkvæm. Það finnur enginn
maður að þvf, og það leiðir af sjálfu sér, að þeir
geri það. En þeir ganga langt út fyrir starfsvið
sitt og almennt velsæmi, með því að heita opin-
berlega verðlaunum — jafnt utanfélagsmönnum
sem öðrum — fyrir þennan uppljóstur. Það
mundi t. d, mælast miður vel fyrir, eins og eðli-
legt væri — ef einhverjir, sem ekki eru í Good-
templarreglunni tækju sig saman um að lofa 10
—20 kr. verðlaunum handa þeim, er ljóstruðu
upp brotum gegn bindindisheiti templara, leigðu
t. d. menn fyrir peninga til aö sitja um templ-
ara, hvar sem þeir væru staddir, þefa af þeim og
njósna um »inngang« þeirra og »útgang« alstað-
ar. Þetta væri einnig ljótt og svívirðilegt, Templ-
arar verða að gæta þess, að þeir brennimerki
ekki félagsskap sinn með neinu óviðurkvæmilegu
atferli, er setji blett á starfsemi þeirra og geti
haft ískyggilegar afleiðingar í för með sér fyrir
þjóðfélagið. En það hafa þeir gert með þessari
vanhugsuðu og mjög óviðurkvæmilegu verðlauna-
auglýsingu í Isafold, sem gerð hefur verið í ein-
hverju óskynsamlegu ofstækis fáti. Setning Jesú-
ítanna : »Tilgangurinn helgar meðalið» á ekki að
vera og má ekki vera einkunnarorð Goodtemplara,
fremur en annara heiðvirðra manna.
Herrauður.
Úr Árnessýslu.
[Heyskaptir — Bráðasóttarbólusetning — Jarðarför — Bindindismál
— Bankamálið stóra — Pólitík — Merki B. Sveinssonar — Skúli
Thoroddsen og almenningsálitið — Alþingí — Eptirlaun — Stokks-
eyrarhöfn — Samgöngumál — Ameríkuferðir].
Þótt langt sé síðan Þjóðólfur hefur flutt frétta-
bálk héðan úr sýslu verður ekki mikið um ný-
ungar, þvl beri eitthvað við er það samstundis
komið í eitthvert blaðanna; mér verður nú sem
flestum að byrja á tíðarfarinu.
Heyskapur í sumar var hér í neðri hluta
sýslunnar með lakasta móti, ollu því sífelldar rign-
ingar, sem fylltu allt mýrlendi; náðist því lítið
annað en reitt var heim á tún í votabandi; þó
heyjaði stöku maður vel, þar á meðal Sig. Ólafs-
son sýslum. í Kaldaðarnesi, hann fékk við 2,000
hesta í garð af sæmilega verkuðu vallendisheyi,
sem hann lét í eina hlöðu, og þykir það heppni
mikil að ekki brann, eptir því sem heybrunar hafa
verið tíðir í þetta sinn.
Fjárpest hefur hér enn ekki drepið neitt að
ráði og í sumum sveitum ekki gert vart við sig,
enda er talsvert unnið að bölusetningum hér og
framkvæmir það verk Vigfús búfræðingur í Haga
og þykir honum vel takast.
Mannalát hafa nokkur orðið, og sumir fall-
ið frá, sem skaði er að missa úr felaginu; hafa
blöðin getið þeirra flestra; í sambandi við þetta
get eg þess, að jarðarför Þorvarðar sál. Guð-
mundssonar í Litlu-Sandvík fór fram laugardag-
inn 2. des. 1 viðurvist meira fjölmennis en vana-
legt er í sveitinni, einkum um þennan tíma árs.
Eitthvað um 300 manns komu að kirkjunni, og
þáðu einhverjár góðgerðir og 100 manns sátu til
borðs um kveldiði. Er þessa getið af því, að
rausn þessi þótti samboðin gestrisni þeirri og vel-
vild þeirra hjóna, sem var alveg einstök hér í
sýslu og líklega víðar. Viðstaddir hreppstjórar
báru hann til grafar. —
Þá er bindindismálið; þar held eg megi segja að
öllu lfði vel. Stúkumar á Eyrarbakka ogStokks-
eyri færa óðum út kvíarnar, einkum hefur sú fyr-
talda duglega og framgjarna foringja. Eyrbekk-
ingar hafa rifið niður gamla bindindishúsið sitt
og sett upp annað á öðrum stað, að stærð 20 X
10, tvfloptað, hvort lopt með fullri hæð. Húsið
mun vera vandað eptir föngum og að mörgu
templurum til sóma. Heyrt hef eg, að sumum
þeim fátækari þyki ekki bygging þessi eins
bráðnauðsynleg og talið er, einkum nú þegar
misjafnlega lætur í ári, eins og nú; óskandi væri,
að þetta mismunandi álitj yrði ekki meðlimum
stúkunnar að þykkjuefni eða sundrungar, því við
því má þetta félag ekki fremur en aðrar nytsemd-
arstofnanir. —
Bankamálið er talsvert rætt nú um þessar
mundir og þó furðu kunni að gegna eru þar
ekki mjög skiptar skoðanir. Reyndar’Lná efalaust
segja um okkur leikmenn, að það mál sé fyrir
ofan okkar heila. Það kann rétt að vera, en
samt eru það bændur og búaliðar, sem eiga að
hafa gott af þessháttar stofnunum og þvf von, að
þeir vilji athuga það mál eptir mætti. Meðal
annars er talsvert orð á því gert nú, hvað veld-
ur drætti á staðfestingu laga frá þinginu í sumar
um aukna seðlaútgáfu landsbankans; sama er og
sagt um veðdeildarfrumvarpið. Það er stjórnar-