Þjóðólfur - 12.01.1900, Síða 4

Þjóðólfur - 12.01.1900, Síða 4
8 gamli hefur svo lengi verið leiksoppur í höndum misviturra og óþjóðhollra þjóðmálaskúma, svo lengi sleikt innan rjómatrog stjórnarinnar og stjórnarvald- anna, að pilturinn ætti að vera nokkurnveginn þekkt- ur að sjálfstæði, þjóðrækni og ósérplægni. Og hann er það líka. Það leyna sér aldrei fingraförin hans á ísa- foldar pontunni, þá sjaldan erhann stíguríhana sjáifur. Hann lætur nfl. optast kapelláninn prédika fyrir sig, en tónar endrum og eins pistilinn og guðspjallið sjálfur, og þykir þá lítt fagurrómaður, svo að það er eins og hann sé allur af göflunum genginn and- lega og líkamlega, karlskepnan. En það er eitt einkenni á Isafold ótalið, er honum láðist eptir að geta í sjálfslýsingunni síðast, og það er þegar eitt hvert agn er borið að vitum hennar, þá dettur henni ekki í hug að rannsaka, hvort það muni vera illt eða gott — virðist ekki hafa neina dómgreind til þess — en sér að eins hver á því heldur og gleyp- ir svo agnið, sem að henni er rétt viðstöðulaust og hugsunarlaust. Þess vegnaerþaðbeiniínis orðið að orð- taki hérálandi, að þaðsénaumasttil svo heimskulegog öfug hugmynd, að Isafold hafi ekki einhverntíma á lífsleiðinni tekið við henni tveim höndum, og „geng- ið með hana“ lengri eða skemmri tíma. Og hún fær ávallt nýjarog nýjar inngjafir af sama tagi, og við öllu er tekið jafn íhugunarlaust. Þetta vita allir. Auðvitað verður henni dálítið bumbult af sumu. En hvað gerir það til, því að „velferð landsins er vara- skeifa, verði ekki öðru til að dreifa“, eins og skáld- ið kvað einhverju sinni, þá er fýlan af Reykjavíkur- ýsunni ætlaði hreint að gera út af við hann. Forntungurnar. Herra rektor, dr. B. M. Olsen hefur ritað nokkrar línur móti umyrðum mínum um grískukennslu og grískukunnáttu. Eg svara því aðejns því, að eg talaði í minni grein aðeins um grískuna, eins og hún er nú og af- staða hennar við aðrar fræðigreinir. Eg átti ekki við — og það hélt eg væri lýðum ijóst — grísku- kennslu fyrr á tímum, þegar latína oggrískavoru næstum það einasta sem kennt var, Þá var öðru máli að gegna. Nú er grískan ekki nema brot af kennslugreinafjöldanum, og hefur nú ekki nema tilsvarandi biot af þýðingu, en þetta brot stendur þó í öfugu hlutfalli við tíma og fyrirhöfn. Eg tek því ekkert aptur af mínum ummælum, en þau eiga að skiljast, eins og eg þóttist tala þau. Það er ekki nema »tíma-spursmál«, hvenær grísk- an kveður skólann, en eg vildi óska, að hún yrði ekki langæ héreptir. K.höfn í des. 1899. Finnur Jónsson. Samskot til Norðmanna. Samkvæmt áskorun frá sænsk-norska konsúlnum hér í bænum (G. Olsen verzlunarstj.) mun í ráði, að bæjarmenn leggi fram einhvern skerf til hjálpar ekkjum og mun- aðarleysingjum, er forstöðu sína misstu við hina stórkostlegu mannskaða í Noregi næstl. haust. Með- al annars mun í ráði, að halda tombólu í þessu skyni m. fl. Þótt aldrei geti orðið að ræða um neina verulega fjárupphæð, er vér getum sent Norð- mönnum, þá votturn vér þó frændunum norsku hlut- tekningu vora með því, og á það mjög vel við, því að Norðmenn hafa jafnan verið íslendingum vel, og sýnt það opt í verkinu, svo að það má ekki minna vera, en að vér sýnum það einusinni, — þótt af veikum mætti sé — að vér kunnum að meta hlýjan bróðurhug. Góður afli kvað hafa verið um og eptir næstliðna helgi í Höfnum og á Miðnesi, mestallt þorskur. Á Eyrarbakka Og Stokkseyri hefur og afl- azt vel, mest ýsa. Upsareiði nokkur hefur verið í Keflavík og dálítið af upsa selt hingað til Reykja- víkur á 4 kr. tunnan, og þykir gott matarkaup. Rannsókn hefur verið haldin hér í bænum, um hátíðirnar og síðar, gegn Einari Finnssyni veg- fræðing fyrir einhverja miður skjallega meðferð á landssjóðsfé 1 vegagerðareikningum þeim, er hann hefur átt að sjá um. Aðalkærandinn mun vera Sigurður Thoroddsen verkfræðingur, sem er umsjónarmaður vegagerðanna og á að hafa ept- irlit með reikningunum. Hvort sakamál verður höfðað gegn Einari, er enn óvíst, því að rann- sóknum mun ekki enn lokið. Þjóðólfur mun á sínum tíma skýra frá því, hvernig rannsóknum þessum lýkur. Óveitt prestaköll: Útskálar í Kjaiar- nessprófastsdæmi. (Utskála- Hvalsness- og Kirkju- vogs-sóknir)Metið 1696 kr. 88. Lán til húsbygg- ingar hvílir á prestakallinu tekið 1889, upphaflega 7500 kr., er afborgast með 300 kr. árlega í 25 ár. Brauðið veitist frá fardögum 1900. Auglýst 6. jan Umsóknarfrestur til 20. febr. Akweyii í Eyjafjarðarprófastsumdæmi (Akur- eyrar ogLögmannshlfðarsóknir). Með Iögumi3.des. 1895 er jörðin Hrafnagil lögð frá brauðinu til Grundarþinga prestakalls; uppbótin úr landsjóði til endurgjalds fyrir Hrafnagil fellur burt. — Met- ið 1897 kr. 39 a —- Veitist frá fardögum 1900. — Auglýst 6. jan. Umsóknarfrestur til 20. febr. Lausn frá prestskap hefur séra Stefán Stephensen á Mosfelli í Grímsnesi fengið frá næstu fardögum. Einnig sækir séra Þorkell Bjarna- son áReynivöllum umlausn og sömuleiðiseralmælt, að séra Jón Benediktsson í Saurbæá Hvalfjarðar- strönd muni von bráðar segja af sér, svo að það lítur út fyrir, að þetta verði bezta ár fyrir guð- fræðingana, þótt það verði ekki annað eins velti- ár, eins og fyrir iæknana. ,Leikfélag Reykjavikur1 Annað kveld (laugardag) leikinn: Hjartsláttur Emilíu. Eptir J. L. Heiberg. °g Ungu hjónin. Eptir Poul Nielsen. Á sunnudagskveldið verður leikið: Æfintýri ágönguför, Eptir C. Hostrup. í síðasta sinn Undirskrifaðan vantar, rautt mertryppi, 2 vetra affext, vakurt, mark: Standfjöður fr. bæði. Hvern, sem kynni að finna ofangreint tryppi, bið eg að gera mér aðvart hið fyrsta. Bjarnastöðum í Selvogi 2. jan 1900. Eiríkur Freysteinsson. Trésmiður getur fengið atvinnu (helzt ársvist) á sveitabæ trá 14. maí. Nánari upplýsingar á afgreiðslustofu Þjóðólfs. — Allar tegundiraf farfavöru, einn- ig ýmsar tegundir af lökkum, bronze, terpentínolia, fernisolía, blackfern- is, gljákvoða, (þólitur), benzin, sal- míakspiritus, stearinolía, Vinar- kalk, skósmiðavax, seglgerðar- mannavax og margt fleira, sem hvergi fæst annarsstaðar. Allt þetta selzt mjög ódýrt í verzlun Sturlu Jóxissonar. AGENTUR. En norsk Jærnvarefabrik söger en driftig A- gent for Island. BiIIet rnrk. „G. /.“ sendes Höy- dahl Ohme’s Annonce-Expedition. Christiania. NORDISK BRANDFORSIKRING tekur í ábyrgð hús, vörur, húsgögn o. fl. fyr- ir lœgra iðgjald en önnur félög eru vön að gera hér á landi. Halldór Jónsson bankagjaldkeri er um- boðsmaður fyrir Reykjavík, Kjósar- og Gull- bringusýslu, Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Leýoliis verzlun á Eyrarbakka hefur um- boð fyrir Árnessýslu og Rangárvallasýslu. I»aklcarávarp. Við undirrituð vottum hér með innilegt þakk- læti öllum þeim, sem heiðruðu útför Jóns sonar okkar, með nærveru sinni, og sérstaklega þökkum við þeim hjónum Birni kennara Jenssyni og frú hans fyrir höfðingsskap þeirra, og alla umönnun útförina áhrærandi. Reykjavík n. jan. 1900. Samson Ingimundarson. Þóra Brynjólfsdóttir. Ágæt taða fæst keypt. Ritst. vísar á seljanda. Þakkarávapp. Hér með vil eg votta mitt innilegasta þakklæti öllum þeim vinum okkar og nágrönnum, sem réttu okkur hjálparhönd á liðnu ári. Sérstaklega vil eg tilnefna mín ástkæru systkini: Halldóru Bjarnar- dóttur á Gerðabakka, sem ásamt Sigutði Gestssyni ólu önn fyrir börnunum okkar á liðnu sumri, og gaf mér 18 krónur í peningum, og Bjatna Bjarn- arsyni og konu hans Margréti Bjarnadóttur,' sem hafa stutt okkur á svo margan hátt. Við biðjum guð af hjarta að blessa alla þessa ástvini okkar og hjálparmenn á komandi ári og alla tíma. Guðlaugsstöðum í Garði 1. jan. 1900. Oddur Bjarnarson. Guðrún Tómasdóttir. Til ábúðar fæst í fardögum 1900, jörðin Skammbeinsstaðir í Holtahreppi í Rangárvallarsýslu. Um ábúð og leiguskilmála má semja við Jón Sigurðsson á Búrfelli fyrir marz- mánaðarlok 1900. Bygningsmaterialer. Et Traelastfirma í Norge önsker at komme í p'orbindelse með större Trælastexportör- er eller Bygmestere paa Island for Export af Bygningsmaterialier — især hövlede Bord. Henvendelse, Brugsejer E. M. OLSEN Blegebakkens Dampsag & H'óvleri. Skitn — Norge. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þosteinsson, cand. theol. Glasgow-prentsmiðja.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.