Þjóðólfur - 19.01.1900, Page 2

Þjóðólfur - 19.01.1900, Page 2
xo verðum báðir sammála um máltækið: »Blindur ákafi er aðeins tll bölvunar«. Enaf því að læknir- inn þykist fulltrúa um, að eg sé í flokki brenni- vínsmannanna — hafranna, þá tek eg mér það til æru og kalla mig ekki Herrauð, heldur Hafur. Meiri Einurð. Bágt gengur Einari að gera hreint firir sln- um dirum í Isafold 13. þ. m. Það er lfka von. Hann er hinu vanari, að gera óhreint firir dirum annara. Honum hefur ekki tekist að hrekja eitt einasta atriði í grein minni gegn honum. Að vísu stendur hann enn á því fastar enn fótunum, að þær 3 ritgjörðir, sem um er að ræða, hafi verið bornar upp í einu, þvert ofan f fund- arbókina, sem hann sjálfur hefur samþikt. Enn hann játar þó nú, að »sumir af nefndarmönnunum hafi tekið fram við atkvæðagreiðsluna, að þeir væri þeirri og þeirri ritgjörð mótfallnir«. Hann játar, með öðrum orðum, að þær hafi fengið mismörg atkvæði, sem hefði verið ómögulegt, ef þær hefði allar verið bornar upp f einu. Þett'a eitt er nóg til að sína, hvor okkar segir sannara um atkvæðagreiðsluna. Ifirkennari Steingr. Thor- steinsson og , ritst. H. Þ. segja og, að atkvæða- greiðslan hafi farið fram, eins og jeg hef skírt frá. Auðvitað eru það þá líka ósannindi, sem Einar segir, að það hafi verið »eftir ósk Stgr. Thorsteinsson«, að atkvæðagreiðslunni hafi verið hagað eins og Einar skírir frá. Sjálfur S.Th. ber á móti því, að hann hafi látið nokkra slíka ósk í ljósi, og hvorki jeg nje ritst. H. Þ. munum eftir því. Einar heldur því fram, að því er virðist í fullri alvöru, að forseti Bókrnentafjelagsins »hafi ekkert meira vald ifir því, hvað Tímaritið skuli haft 1 a n g t « enn hver óbreittur nefndarmaður. Það er sama sem að segja, að meiri hluti Tíma- ritsnefndarinnar geti farið í vasa bókmentafjelags- ins að stjórn þess fornspurðri og neitt hana til að láta prenta meira, enn efni fjelagsins leifa. Með því móti gætu 3 menn úr Tímaritsnefnd- inni gert fjelagið gjaldþrota á einu ári. Slíkt firirkomulag gæti ef til vill verið arðsamt firir prentara, enn það væri ekki higgilegt firir fjelag- ið. Einar var ekki heldur sjálfur á þessariskoð- un, þegar hann spurði mig á nefndarfundinum 30. maí, nvað jeg mundi vilja teigja mig lengst, að því er arkafjölda árgangsins snertir. Þessi spurning felur í sjer játning þess, að forseti hafi töglin og hagldirnar, að því er þetta atriði snertir. Einar hefur ekki treist sjer til að bera á móti því, að hann hafi spurt mig um þetta, og ekki heldur á móti hinu, að jeg hafi svarað, að jeg vildi ekki hafa árganginri lengri enn 15 arkir. Þetta er, ásamt atkvæðagreiðsl- unni 30 maí, annað meginatriði þessa máls. Fleiri atriði í grein Einars tel jeg ekki svara verð. Enn ef nokkur kinni eftirleiðis að vera í efa um sannsögli hans, þá vil jeg biðja þann hinn sama að bera saman það, sem hann segir í þessari sfðustu grein sinni, að hann hafi »ekki átt nokkurn staf í« rimmu þeirri, sem reis út af Þorláksmessukvæði Hannesar Hafsteins, við eft- irfarandi útdrátt úr ísafold 1896, 1. tölubl. 3. bls.: »Endavar að undirlagiformannsfje- lagsins, er líkaði iJla, et móðgun hlitist af, biskup látinu sjá hann (o: Þorláksmessubraginn) firirfram«. Fjelag það, sem hjer um ræðir, er Stúdentafjelagið, og formaður þess var þá Einar HjörleifsSon. Orðin standa í ritstjórnargrein og á blaðinu stendur, að Bjöm Jónsson sje útgefandi og ábirgðarmaður, enn Einar Hjörleífsson meðrit- stjóri. Annaðhvort hefur þá aðalritstjórinn sett þetta 1 blaðið í heimildarleisi »formanns fje- lagsins«, Einars, og að fornspurðum meðritstjóra sfnum, e ð a Einar verður að bera sömu ábirgð á þessari ifirlísingu, eins og hann hefði undirskrif- að hana með fullu nafni sínu. Einar héfur ab idrei, svo að jeg viti, mótmælt því, áð blað það, I sem hann er meðritstjóri við, hafi haft heimild frá honum til að lísa ifir þessu í hans nafni. Annars hef jeg a 1 d r e i sagt, að Einar hafi »átt nokkurn staf« í rimmu þessari, þó að svo megi segja með rjettu. Og því síður hef jeg »eignað honum« rimmu þessa, eins og hann ber mjer á brín. Jeg hef að eins hrósað honum að maklegleikum firir »einurð« hans í því máli. Enn það kallar hann sjálfur ustaðlausan ósann- indaþvætting!« Verði honum að góðu I Reikjavík i5-jan. 1900. Björn M. Ólsen. Hját verkfræðingnum Síðan rannsókn sú var hafin, er getið var um í síðasta blaði, gegn Einari Finnssyni vegfræðing, hefur margt um hana verið talað hér í bænum, án þess að. menn hafi þó fullkomlega vitað, hvern- ig kærunni var háttað, eða hver atriði það eru, sem hún einkanlega er byggð á. Til að skýra málefni þetta fyrir almenningi, er varðar hann miklu, og til að koma 1 veg fyrir ósannar getgát- ur manna um kæruefnið, höfum vér leitað upp- lýsinga hjá hr. Sigurði Thoroddsen verkfræðing, og spurðum hann fyrst um, hvort hann hefði ekki fyrstur kært þetta fyrir bæjarfógeta, og kvað hann það satt vera. Báðum vér hann þá að skýra oss frá tildrögum og gangi máls þessa, er væri svo þýðingarmikið og alvarlegt, og varð hann fúslega við þeim tilmælum. Hann kvaðst í haust hafa heyrt því fleygt, að það mundi viðgangast hjá einum verkstjóranum, Einari Finnssyni, að hann léti verkamcnnina kvitta fyrir meira kaupi, en þeir hefðu tekið á móti, og að það hefði verið altalað meðal verka- manna fyrir austan, að verkstjóri og 2 aðrir hon- um pákomnir „gerðu út“ menn, þ. e. réðu menn til vegavinnunnar fyrir viss daglaun, en létu þá kvitta fyrir hærra kaupi. Einn þessara manna, er þannig var ráðinn, Olafur Oddsson, hafði verið ráðinn af Högna Finnssyni (bróður Einars) 1 vegagerð fyrir 2 kr. á dag, en þá er hann um haustið rétt fyrir vegavinnulok tók á móti kaup- inu 2 kr. fyrir dag hvern, hefði hann orðið þéss var, að á kaupskránni stóð 2 kr. 80 a. fyrir dag hvern og hefði hann orðið að kvitta fyrir þeirri upphæð, en síðar hefði hann farið að hugsa út í, hvernig á þessu stæði og hvort það nutndi leyfi- legt, og fór svo á landshöfðingaskritstofuna til að kvarta undan þessu; eptir nokkra rekistefnu hefði svo E. F. orðið að borga Ólafi það sem á vantaði, en bæði hann og Högni hefðu ávítað Ó. harðlega fyrir að hafa „klagað" undan þessu, og sagt, að Sigurður Amundason, sem mörg ár hefði verið 1 vegavinnu hjá Einari, hefði ávallt verið mjög á- nægður með að fá 2 kr. á dag (en Sigurður þessi stóð á kaupskránni með 3 kr. daglaunum). Þótt- ist E. gagnvart Ólafi hafa fullt leyfi til að taka roenn upp á þessa skilmála, og kvað það hafa við gengizt hjá sér um mörg ár. Hr. Sig. Th. Jsvaðst hafa heyrt getið um 8— 10 menn alls, er hefði verið »gerðir út« af verk- stjóra eða frændum hans, auk Sig. Am. og 6—7 vinnumanna þeirra frændanna. —' Þá gat hr. S, Th. þess, að einn verkamannanna (Guðm. Magn- ússon), hefði staðið á kaupskránni með 121 dags- verk, en sagðist hafa unnið 92 um sumarið, og fleiri séu þeir af verkamönnunum, er standi með ofmörg dagsverk á kaupskránum, einn sé t. d.tal- inn hafa unnið 41 dagsv. í Svínahrauni, en það hafi sannazt, að sá maður hafi ekki unnið einn dag í hrauninu. Þessir 2 fyrnefndu vottar (Ólafur og Guðm) hafa borið, að þeir hefðu heyrt, að roaður nokk ur (Sig. Daníelsson), er kvittað hafi fyrir 14 hest- um, hafi fengið að eins 35 kr. fyrir hvern hest hjá Einari, en eptir reikningunum hefðu það átt að vera 65 kr. fyrir hvern hest. Fyrir rétti hafi Sig. Dan. kannazt við, að hann hefði sagt, aðhann fengi 35 kr. fyrir hvern hest, en kvaðst hafa sagt það að eins til þess, að menn skyldu ekki öfunda sig af því, að fá svona rnikið (65 kr,) fyrir hest- inn. Jafnframt var borið, að nokkrir af þessum hestum hefðu verið svo magrir og illa útlltandi um vorið, að þeir hafi hvað eptir annað gefizt upp undir vögnunum og lagzt niður. Urn kaup Sig. Amundas. hjá Einari ber vitnis- burðum manna fyrir réttinum alls ekki saman, að því er S. Th. segir, og hljóti því framburður ein- hverra að vera boginn. T. d. gat hann þess, að Sig Ámundason segðist hafa fengið 3 kr. um dag- inn og sver það, en annar maður ber það, að Sig. Á. hafi sagt sér, að hann fengi aðeins 2 kr. hjá Einari, en S. Á þykist ekki muna eptir þvl; tveir aðrir menn bera það og sverja, að Högni Finns- son hafi sagt sér, að S. Á. hefði 2 kr. (en Högni þykist ekki muna það), ennfremur beri einn mað- ur það, að Einar sjálfur hafi sagt við sig, að S. Á hefði 2 kr., en Einar kveður það ósatt, að hann hafi svo mælt. Vér spurðum verkfræðinginn, hvort það væru að eins reikningar frá síðasta sumri, er rannsak- aðir hefðu verið, og kvað hann svo vera, og þeir væru ekki fullrannsakaðir enn, því að allir verka- mennirnir hefðu ekki verið yfirheyrðir enn. Svo væri eptir að rannsaka reikninga frá fyrirfarandi sumrum, og gæti verið, að þar fyndist eitthv.að athugavert líka. Vér spurðum hann loks um, hvort rannsókn- ardómarinn (bæjarfógetinn) gengi ekki ötullega fram í að leiða sannleikann í Ijós í þessu máli, er varðaði svo mjög almenning og hag landsjóðs, því að í bænum væru sumir að flimta um, að það kynni að hata einhver áhrif, að rannsóknardóm- arinn og E. F. væru Oddfellóar. S. Th. kvaðst ekki geta eða vilja dæma um það, enþað væriþó sannfæring sfn, að þessi félagsskapur ætti ekki að geta haft nein áhrifá málið. Þá vorum vér ánægðir, þökkuðum fyrir upplýsingarnar, tókum hatt vorn og kvöddum. I 10. tölublaði XXVI. árg. »ísafoldar«, dags. 18. febr. f. á., er ritstjórnargrein, sem heitir Landsskjálftaskadabæturnar« og ér þar meðal annars lofað »gíöggu yfirliti yfir samskotahjálpina« Þó ergjafannaúrSnæfellsness-og Hnappadalssýslu að engu getið. Eg hefi tvisvar beð- ið ritstjórn »Isafoldar« að geta þess, að gleymzt hafi að geta gjafanna héðan, í síðara skiptið bréflega 20. sept., og var mér þá lofað leiðréttingu með bréfi, dags. 12. okt. Nú bið eg yður, herra ritstjóri, að láta þess getið í háttvirtu blaði yðar, að eg hafi safnað 6x8 kr. 21 aur. og sent þessa upphæð gjaldkera samskotanefndarinnar, herra ritstjóra Birni Jóns- syni, 184 kr. 57 au. í okt. 1896 og 433 kr. 64 aur. í janúar 1897. Stykkishólmi 3. janúar 1900. Virðingarfyllst Lárus H. Bjarnason. Til ritstjóra Þjóðólfs. Heiðursminning. í fyrra dag, 17. þ. m.voru liðinsoárfrá hinum óvenjulega atburði í sögu lærða skólans, þá er skólapiltar gerðu upp- reisnina gegn Sveinbirni rektor Egilssyni og hróp- uðu »pereat« fyrir honum, i7.jan. 1850, sem kunn- ugt er orðið. Mæltist þetta tiltæki pilta þá þeg- ar allmisjafnlega fyrir sem von var. Sem eins- konar yfirbót og mjög vel til fundna, má þvf skoða það, er lærisveinar lærða skólans gerðu nú í fyrra dag til að heiðra minningu þessa merka óg mikilhæfa vísindamanns. I samráði við rektor B. M. Ólsen, var keyptur virðulegur blómsveigur á kostnað skólakennaranna og pilta, er gengu í hátíðagöngu upp í kirkjugarð og lögðu hann þar á leiði Sveinbjarnar, en rektor talaði um leið fáein orð. í skólanum hafði áður verið sungið kvæði, er Lárus skólapiltur Halldórsson hafðiort, en rektor hélt ræðu allítarlega, lýsti æfi Svein- bjarnar og hinni stórmiklu þýðingu hans sem vísindamanns, einkum að því er viðreisn tungu vorrar snerti. Jafnframt minntist hann með mjúk- um og vel völdum orðum þess atburðar, er fyr- ir 50 árum hefði valdið Sv. E. svo djúprar hryggð- ar. — Var það heppilega hugsað af piltum að heiðra minning Sv. E. á þennan hátt, á þessum einkennilega afmælisdegi og mjög ræktarlegt og sómasamlegt af rektór og kennurum skólans að taka þátt í athöfn þessári með piltum. Nýtt ísfélag. Af Eyrarbakka er skrifað xo. þ. ,m. „Á Þorláksmessu var stofnað á Stokkseyri íshúsfé- lag, með hlutabréfum (25 kr. hvert) og voru lög þess

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.