Þjóðólfur - 09.02.1900, Page 1

Þjóðólfur - 09.02.1900, Page 1
ÞJOÐOLFUR. 52. árg. Reykjavík, föstudaginn 9. febrúar 1900. Nr.7. wr T H U LE -wm. er utbreiddasta lífsábyrgðarfélag á Norðurlöndum. Lág iðgjöld, hár bonus, enginn aukakostnaður, þýðingarmikil hlunnindi fyrir sjúklinga. THULE er stjórnað undir yfirumsjón sænsku ríkisstjórnar- innar. Upplýsingar um THULE fást ókeypis hjá umboðsmönnum félagsins og aðalumboðs- manninum. BERNHARÐ LAXDAL. Patreksfirði. Prestalaunamálið. Eptir séra Jóhannes L. L. Jóhannsson. III. (Síðasti kafli). Þegar svo séra Eggert er að tala um ver- aldlegu embættismennina fyrrum og nú og bera þá saman við prestana, þá held eg endilega, að hon- um skjátlist mjög í því efni, því hann álítur á- standið fyrrum miklu betra en það var og ástand- ið nú verra en það í sannleika er. Þeir peninga- tekjumenn, sem hér getur verið um að ræða til samanburðar, eru auðvitað engir aðrir en sýslu- mennirnir, því læknar mega heita ný stétt, og svo voru það, frá því fyrir síðustu aldamót, sýslu- mennirnir einir, sem áður höfðu landauratekjur ltkt sem prestar. En ósanngjarnt er, að jafna þessu saman, því sýslumannalaunin voru ávallt márgfalt hærri en laun prestanna. Það er nú satt, að sumir sýslumenn fyrrum voru mjög auð- ugir menn, en það er eigi rétt, að þeir hafi jafn- an verið auðugustu menn í stnu héraði, því það eru þó nokkur dæmi til, að þeir einnig, þá urðu gjaldþrota sumir. Aptur er nú á tímum til sýslu- menn sem eru með auðugustu mönnum 1 hérað- inu, þó, þeir hafi peningalaun, og það er alveg rangt að slá því fram, að þeir margir verði nú hver um annan þveran gjaldþrota. Þau dæmi ■eru, sem betur fer, fá, og er allsendis óhæfilegt að láta alla stéttina eiga óskilið mál 1 þessu lasti, þótt nokkrir óráðseggir hafi verið í hópnum. Þá er það nokkuð kátlegt, að álíta það hnekki fyrir framfarir og atvinnuvegi landsins, að sýslu- mennirir komust á peningalaun úr landssjóði, en þannig farast greinarhöfundi þó orð. Hann í- myndar sér, að þeir áður hafi verið miklir fröm- uðir framkvæmda og framfara í landinu, en nú hafi það misst þessa frömuði af völdum peninga- Wnanna. En hvar sjást nú framfaraverk hinna fyrri sýslumanna í jarðabótum og húsabyggingum öðru sem eflir atvinnuvegina? Eg held hvergi. ^‘r í Dalasýslu voru fyrrum ýmsir afar auðugir sýslumenn, en engin afreksverk til umbóta finn- ast eptir þá liggja og svo mun víðar vera. En þvert á móti þessu höfum vér nú á dögum í land- inu ýnisa sýslumenn, sem eru mestu nytsemda- frömuðir. Eg vil taka til dæmis sýslumanninn hér í Dalasýslu, sömuleiðis sýslumanninn í Borg- arfirði, og svo einnig hinn nýlega dána sýslu- mann þeirra Strandamanna. Eptir alla þessa menn %8ja Þau afreksverk búnaðarleg ra umbóta, að nienjar þeirra munu sjást, meðan landið er byggt, nptir því sem dauðleg augu geta framast séð. Þá eru sumir af læknunum einnig driftamenn ( bún- aði og hafa þeir þó peningalaun úr landssjóði. Hluturinn er, að slíkt fer eigi eptir því, hvaðan menn fá launin fyrir starfa sinn, heldur svo sem við er að búast eptir hinni efnalegu getu manna, náttúru þeirra og dugnaðarhæfileikum, ef þetta fær að njóta sín. Hver maður, er elskar gamla fyrirkomulagið á prestalaununum ætti að varast að koma með svona léttvægar varnir. Séra Eggert virðist halda, að laun vor prest- anna þyrftu að vera hærri, væri þeim breytt í peninga, en þessu er eg gersamlega mótfallinn, því sé prestum unnt að lifa sómasamlega á hin- um litlu tekjum í þeirri mynd, sem þær eru nú, þá ættu þeir, eptir því sem mér sýni'st, því frem- ur að geta lifað á þeim, ef þær kæmu í pening- um á vissum tímum, þar sem allar nauðsynjar eru í lægra verði gegn peningum en vörum. Eg er reyndar á því, að oss prestum væri til-‘ vinnandi, að þær væru nokkru lægri, ef vér fengj- um þær í þeirri mynd. Eigi get eg heldur ætl- að oss prestana þá andlegu aumingja, að vérþurfum endilega að láta aðra halda inni tekjunum fyrir oss og greiða þær síðan' í landaurum, til þess að vér eigi eyðum þeim jafnóðum 1 einberan óþarf- ann. Sá ber sannarlega lítið traust til prestanna ísenzku og ætlar þá eigi mikils virði, sem hefur slíka skoðun um þá. — Að fara að benda á brauðasameiningarveg- inn til að hækka laun prestanna, held eg helzt að enginn maður ætti að gera, því að hann er orðinn þjóðinni til skammar hjá öllum áhuga- sömum kristnum mönnum. Að stækka starfsvið prestanna fram yfir það sem þegar hefur verið gert, mundi leiða til þess, að minni andleg og líkamleg not yrðu að prestunum fyrir þjóðina en nú er. Alþýðan er á móti fækkun prestanna og hefur víða orðið óánægð út af brauðasamsteyp- unni, og það mætti gera mörgum presti kinn- roða, því þó sá rekspölur sé kominn á, að létta undir með prestunum við uppfræðslu æskulýðs- ins, eins og séra Eggert er að tala um, þá er þess að gæta, að kröfur uppfræðslunnar eru nú miklu meiri en áður og nýjum námsgreinum hefur ver- ið bætt við,og þvf hafa kennarar verið settir, en störfum prestanna hefur, mér vitanlega, ekkert fækkað við það, frá því er áður var. Þvert á móti er nú miklu meira verk og vandi en áður, að vera prestur, því nútíminn heimtar, og það með réttu, svo undurmargt af oss prestum. Verkin prestanna eru því eigi minni, heldur meiri en fyrrum. Presturinn þarf að lesa fleira, vera víðar heima og hafa hugann miklu víðar á verði nú en fyrrum, ef nokkurt gagn á að honurn að verða. Þetta vona eg, að hver prestur sjái, sern þekkir nokkurn veginn þýðingu stöðu sinnar og skilur eitthvað dálítið nútfðarlífið í heiminum. Alþýða vor er fátæk og þolir naumast ný útgjöld og helzt veitti sveitabóndanum eigi af, eptir því sem nú er ástatt, að á honum væri létt íþyngjandi kvöðum. Bezt er að geta komið þessu prestalaunamáli öllu þannig fyrir, að bæði bændur og prestar yrðu sem ánægðastir-. Þær stéttir hafa lengi staðið saman í allri þjóðbaráttu vorri, og svo mun verða, meðan hvor þeirra styð- ur aðra. Skynsamlegasti vegurinn til að laga misfellur þær hinar mörgu, er nú finnast ígjaldmát- anum til presta, fyrir báða hlutaðeigendur, sýn- ist.mér vera að leiða í lög frumvarpið frá síð- asta þingi, sem fór fram á að afnema prestsgjöld- in, en bæta prestum þau upp með tillagi úrlands- sjóði. Frumvarpið varð eigi útrætt og bíður því aðgerða næsta þings. En lögin um prestsgjöldin, sem síðasta þing saroþykkti, álít eg að geti orð- ið til að vekja kala milli presta og safnaða og því báðum til ills eins, nái þau konunglegri stað- festingu. Siðferðisleg skoðun á erfðaspillingu (Heredity). [Snúið tír ensku kirkjutímariti, »The Inquirer«, (málgagni hinna frjálslyndari Dissenta áEnglandi).! Óhjákvœmileiki afbrotanna. Hinn heimspekilegi kennimaður F. W. Ro- bertson segir: »Sérhvert volæði, sem manninum mætir hefur verið afleiðing einhverra boðorða- brota, hans eiginna ávirðinga eða annara. Má. vera að sökin hafi legið hjá foreldrum manns, eðá þeirra foreldrum, eða þá forfeðra hans og formæðra fram 1 ættum, er valdið hafa því, að hann nú stendur ver að vígi í stríðinu en aðrir*. Þessa röksemd mætti enn þá lengra teygja: eigi er böl vort einungis afleiðing eldri ávirðinga, held- ur liggja rætur vors siðgæðis-breyskleika og van- meta í fyrri brestum og yfirsjónum. Því þó að hverjum einstökum sé gefinn viss kraptur til sjálfs- ákvörðunar til að stýra og stjórna eigin breytni, þá má þó eigi álíta hann tilreiknanlegan að svo miklu leyti, sem snertir tilhneiginguna sjálfa, af því að hið eina og sama lögmál, sem ræður vorum líkamlegu og sálarlegu hæfileikum, ræöur einnig vorum siðterðisstefnum. Siðgæðistakmark- anir eru til eigi síður en vitsmunalegar. Það, að gáfurnar segi til og skammti, hvelangt kraptarnir nái, er sýnd og gefin sök (truism). Vér erum til- reiknanlegir að samá skapi, en eigi fremur, sem vér erum frjálsir (o: sjálfráðir)-, en það sem til vorra meðfæddu hvata kemur, erum vér eigi annað en ósjálfráð og ótilreiknanleg framleiðsla (produkt) forfeðra vorra, ótilreiknanlegir, að svo miklu leyti sem vér erum afleiðing en ekki or- sök, tilreiknanlegir, einungis að því leyti og svo langt, sem oss er sjálfrátt að hnekkja eða ala slíkar hvatir. í vorum arfborna innra manni (character) hvílir fólgin reynsla liðinna kynslóða, komin f einn sjóð. Fyrir áreynslu þeirra verður oss auð- ið frekari framkvæmda-, fyrir breyskleik þeirra eða dáðarskort berum vér bundnari hendur. Því að engu má til vegar koma fyr en svo langt er komið, að þess eða þess sé auðið; og enda þótt öll ný uppgötvan, allar nýjar hugsanir og opin- beranir komi sem leiptur af himni ofan, kemur það þó ekki fyr en sálin er undirbúin til að veita því viðtöku. Einkunnir einnar kynslóðar kvikna aptur og magnast hjá hinni næstu. Sið- gæðiskrapturinn er kornið, sem píslarvottar og hetjur framtíðarinnar upp af spretta; siðferðis- dáðleysið ber sitt síðasta bar hjá niðjunum í einhverjum hryllilegum löstum. Þessi skoðun á erfðalögmálinu er nú eigi illa fallin til að letja siðferðis-áreynslu manna. Vér vörpum fegins hendi skuldinni aptur á for- feður vora og leitum griða í skjóli kenninganna um forlög og tyrirákvörðun. Þó er efasamt, hvort nokkur maður hefur nokkurn tíma með fullri hreinskilni, neitað frjálsræði sínu. Því að

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.