Þjóðólfur - 09.02.1900, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 09.02.1900, Blaðsíða 2
?6 þrátt fyrir þekkinguna á takmörkunum vorum, er- um vér oss meðvitandi um, að oss sé svo mikið frjálsræði gefið, að oss sé unnt að velja og hafna; fyrir framan oss sjáum vér sífellt tvær gagnstæð- ar götur: aðra lægri en aðra hærri. Vér höfum frjálsræði, að minnsta kosti að nokkru leyti (t. d. ef hvatir koma til) til þess að upphefja oss eða niðurlægja. Eigi er af oss heimtandi, að vér hefjum oss af eigin ramleik að fyrirsettu alls- herjarmarki, heldur hitt, að vér eigi lendum neð- ar en mælisnúra vorra möguleika segir til. Þessa er krafizt jafnt af manni með báum siðgæðis- hvötum, sem af manni með lakara innræti. Sér- hver á við sjálfan sig, hvort hann heldur kýs að hækka eða hníga; því að svo mikið er undir sérhverjum komið, að hann efli, en eigi aflagi hvað sem helzt hefur í hans hlut að erfðum fallið. Af öllum lögum náttúrunnar, virðist þetta erfðalögmál, á yfirborðinu skoðað,miskunnarlausast í þess grimmleik og ranglæti! Hvílíka beiskju hefur það af sér leitt, hvílíkar ofraunir á menn- ina lagt, með hve miklu hugvitseminnar hlut- drægni er úthlutað gáfum mannvitsins, fríðleik- ans, heilsunnar, menningarinnar og manngildis- ins? Þessi álög hljótum vér kynslóð eptir kyn- slóð að þola orðalaust og þiggja eins og lög- mál þyngdarinnar. Góður sonur er álitinn eins og eðlilegt og maklegt hnoss, sem msnn- prýði föður hans hefur tilstofnað; misind- is-afkvæmið er skoðað eins og réttmætur dóm- ur, kveðinn upp yfir óráðvendni og stjórnlausri hegðun foreldrisins. En hvað má þá segja um ólukkú barnsins, sem erfir hinar illu tilhneiging- ar ? Hrers vegna skal barnið falla sem blótfórn, sakir föður þess synda? Réttiæti dóms þess, sem kemur yfir föðurinn, er svo beisýnilegt, að horf- tirnar frá barnsins sjónarmiði gleymast venjulega, svo eigi er eptir tekið. Hér er sál borin í heiminn, bundin mann- legum líkama, þar sem hinir verri frumpartar vors eðlis liggja 1 fyrirrúmi. Þegar á bernsku- aldri koma þær hvatir í ljós, og þá fullyrðum vér óðara, að barnið muni verða auðnu- leysingi. Slík tilfelli eru alls eigi ótíð, enda drög- um vér ályktan vora af vissu vorri um, að við- komandi eigi til óvandaðra og óráðsmanna að telja. Þetta segjum vér reyndar eigi til þess, að niðra barninu sakir bresta þess, heldur blátt áfram til þess að rökleiða þá, og til þess að taka tram hina sjálfsögðu og óumflýjanlegu afleiðing synd- anna. En nu ber oss að sýna barninu sama réttlæti og foreldri þess. Hversvegna skal barn- ið, sem eigi hefur viljandi drýgt nokkurn hlut, dæmast til að lifa dómfeldu lífi og í auðnuleysi frá fæðingu sinni? Til eru tveir flokkar manna, sem báðir þykjast kunna óskaráð við slíkum vand- ræðum. Annar þeirra er hinn venjulegi siða- meistari, sem frá barnsbeini hefur haldið öll boð- orðin — að undanskildu einu: hinu nýja og bezta þeirra. Hreinn og flekklaus situr hann og dæmir sína breyzkari bræður; tekur ekkert tillit til arfgenginna ástríða, og í breyskleik holdsins eyg- ir hann ekkert nema þrjósku og gjörræði. I hans augum eru hinar hræðilegu ráðgátur lastanna, deginum ljósari. Hans læknisaðferð er, að herða á aganum, byggja fleiri og strangari fangelsi, láta lögin herða betur hlekkina á sakamanninum og reka hann nauðugan inn á rættlætisins veg með Ognum og pínslum. Hinn flókkinn fyllir hinn guðrækni ákafa- maður, sem fullyrðir, að hann hafi fundið í trúar- fræðum sinnar kirkjn, lækning við öllum brot- nm og bréyskleika. En þessi er engu síður boð- inn og búinn til að vérðá æfur ofsóknari. Seg vio hann, að til séu tilfelli, þar sem hans ráð nái hvergi' til, og óðara muntu sjá, að hann krepp- ir knefann, þótt hægur sýnist í fyrstu. sSlíkur og því líkur! — mun hann segja— lofið honum að fara sína leið; hann er skynlaust dýr, og verðskuldar ekki áð heita maður«. En slík rök- semd leysir eigi gátuna, að kalla menn villidýr eða illa ára, gerir engan betri. Hér þarf ein- hverja aðra aðferð við að haía, en refsidóma, einhver öflugri áhrif að bjóða en einhverja á- kveðna trúarfræði, ef hefja á spillta og fallna til hærri og betri lífsbreytni. Sá komst vel að orði, sem sagði, að hvað sem óumflýjanlegt er, það væri að einhverju nyt- samlegt. Það er með öðrum orðum, að allar afleiðingar, í hversu óttalegri mynd, sem sýnast kunna, eru samt sem áður háðarmöguleikum blessun- ar og bóta. Sannleikurinn er ávallt beztur, hvern- ig sem oss fellur hann í fyrstu. Guðs vegir eru eigi vorir, en eru þó ávallt fullkomnir. »Allt, sem til er, það er rétt« — jafnvel hinar hræði- legustu forynjur sjúkdóma, lasta og glæpa, geta aldrei að lokum orðið til glötunar, hversu sem eðli tilverunnar hefur gert þá óumflýjanlega. Og ef vér höldum þessum sannleika föstum, vofir yfir oss tvennskonar villa: i. Oss verður ærið hætt við að tileinka hverri einstakri veru ofmikla ábyrgð. Að ætla að maðurinn beri ábyrgð fyrir meðfæddar hvatir, er jafn óskynsamlegt, eins og að kenna honum um, að hann sé vanskapaður. En nú er dómfelling og refsing sú aðferð. sem beitt er við hvern afbrotamann; honum er eins harðlega refs- að, eins og væri hánn sjálfur upphaf hins með- fædda illa, sem hann býr yfir. Ef vér vildum grafa til rótar sakanna, yrðum vér að rekja þær til forfeðra viðkomenda, enda myndum vér þá eigi geta lagt sökina á þennan eða hinn þeirra, heldur myndum vér sjá, að hið illa hefur haft náttúrlegan vöxt, og að hin fyrstu rök liggja fal- in í hinu sama myrkri, sem dylja fyrir oss öll frumrök og fyrstu orsakir. Það er ekkert guðlast, heldur vottur um hið mesta trúaráræði að segja, að hjá skaparanum hvíli frumábýrgð allra hluta. Það er engin smán til, semmaðurinngetursokkiðf, að hún hafi eigi verið fyrir séð, og — að svo miklu leyti, sem honum var gert unnt í hana að sökkva — fyrirsett, úr því heimurinn er frá anda guðs útrunninn. 2. Hin villan, sem vofir yfiross, er örvinglun og svartsýni (Pessimisme). Þessi hætta situr helzt um viðkvæmar sálir, þeim sem annara þjáningar og sekt fellur eins þungt og sjálfar þær ættu í hlut. Það er ekki torvelt, að rekja hönd gæzkuríkrar forsjónar, þar sem liáir og göfugir hæfilegleikar ganga mann frá manni, en þar sem um illar hvat- ir er að ræða, þá kemur stjórnin eigi fram, að oss virðist, framar sem gæzka, heldur sem end- urgjalds-lögmál, eða hefnd. Viðkvæmri sál þyk- ir eigi nóg, þótt lögmálið birtist til góðs fyrir fáa útvalda; 1 sannleika finnst henni heill hins hálfa mannkyns dýrkeypt fyrir niðurlæging hins helm- ings þess. Engin unnin dygð er svo stór, að hún gæti fullu goldið eyðilegging einnar einustu sál- ar. Og meðan vér nú sjáum eigi, að erfðalög- málið verki með sömu óhlutdrægni og gæzku á alla, sem því eru háðir, ætlum vér þá eigi að hika við að lofa brestum vorum að ganga að erfðum til eptirkomendanna? Hversu optlega ber það eigi við, að það, sem í fari föðursins þykir heiðarlegur breyskleiki, kemur fram í harðari og verri mynd hjá syni hans? Hver er svo hreinn óg heilagur, að hann geti verið ugglaus um, að hann eptirláti ekkert það niðjum sfnum, sem þá geti leitt tilglötunar? Finnst eigi í hvers vor fari einhver brestur eða veikleiki? Sljóleiki, óhóf- semi, ofmetnaður, öfundsýki, vægðarleysi, hégóma- skapur — eru það ekki plönttir, sem þegar svo kann á að standa og hagir og horfur síðar breyt- ast, geta orðið að heilum löstum? Væri eigi betra, að öll kynslóðin liði undir lok, heldur en að eiga þvílíkt erfðastríð á hættu: Vissulega: nema því að eins að oss verði auðið að sjá silf- urþráð æðri tilgangs, rakinn gegnum reynslustríð sorgar og syndar sérhverrar sálar, þá er þessi veröld voðalegt sjónarmið: »Þar sern öll hugsun hjartað fyllir sorg Og ógn og ofraun blindar augu bæði«. En f þeirri trú, að birti af betri von, vil eg bæta hér við nýrri hugvekju .(Frh.). Matth. Joch. Morgun. I austri lypti ljósa brúnin litardökku klæði — I léttum skjálfta hauður hófst og hné að öðrum þræði.— Og dagur reis — og dagur reis af djupum austur víði; en litverp nóttin leit um öxl — hún leit um öxl og flýði. Og þerna sólar blundi brá í blíðum sunnanvindi. Hún þrýsti kossi og rétti rós að rjóðum fjallatindi. Og vonin reis — og vonin reis og vakti söng og gleði. Og sjál — í fjarska sólin sté — og sólin sté af beði. Þá var það gott:—um leiti og laut að líta og skoða heiminn. Eg lagði í mína fyrstu för á fagur bláa geiminn. —Því langt í burtu—langt í burt í loga fjall eg eygi; þar vil eg Ijúka ljóma björtum — ljóma björtum degi. Þú mátt ekki tefja. — Þú mátt ekki tefja mig — nú er allt nýtt og nú er allt gott á réttum stað; eg finn það, að lífið er ljóst og hlýtt og léttur er fótur minn. -- Hvað'i — Húrra ! Eg flýg eptir grænni grund á guð’ míns fund og hugsa’ ekki hót um fað. Og blærinn leikur um logandi kinn — hann leikur og allt á þessum stað. Og stefnan er sjálfsögð — í fjarska eg finn að fram liggur vegurinn. — Hvaði — Húrra! Eg flýg eptir grænni grund á guðs míns fund og hugsa ekki hót um fað. Þú mátt ekki tefja — um ljósara líf og léttara eg veit en á þessum stað. Hún bíður þarna — hið bjarta víf með brosið fegursta. — Hvað ? — Húrra! Eg flýg eptir grænni grund á guðs míns fund og hugsa ekki hót um fað. S. F. Um varðhald séra Bjarna Þórarinssonar, Leiðrótting. í danska blaðinu „National- tidende" 2. nóv. f. á. eru þau orð lögð í munn sækjanda sakamálsins á móti fyrverandi presti Bjarna Þórarinssyni fyrir hæstarétti, hæsta- réttar málafærslumanni Octavius Hansen, að það sé merkilegt, að varðhaldsúrskurður sá, sem á sln- um tíma var kveðinn upp yfir presti, hafi aldrei verið úr gildi felldur, þótt hann sé heima hjá sér, og yfirvöldin á Islandi auðsjáanlega eigi skoði hann lengursem varðhaldsfanga. Geti svo verið, að hann fari í Útskálakirkju á hverjum sunnudegi og prédiki þar, og að slíkt muni aðains geta átt sér stað á íslandi. í „Þjóðviljanum unga“ 30. desbr. f. á. segir fyrverandi sýslumaður Skúli Thoroddsen, að ís- lenzka löggæzlan hafi látið Bjarna Þórarinsson ganga frían og frjálsan, þótt varðhaldsúrskurður- inn væri óupphafinn. Þessum fróðleik fylgir svo olbogaskot til mln. Sannleikurinn er sá, að varðhaldúrskurðurinn var upphafinn fyrir lögreglurétti Gullbringtt- og Kjósarsýslu 19. febr. 1898, og Bjarna Þórarins- syni gefið heimfararleyfi; var honum bannað að fara burt af heimili sínu, nema með leyfi lögreglu- stjóra, að viðlögðu fangelsi, og var hreppstjóran-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.