Þjóðólfur - 09.02.1900, Side 3

Þjóðólfur - 09.02.1900, Side 3
27 um í Rosmhvalaneshreppi samstutidis gert aðvart um þetta. Til þessa er heimild 1 13. gr. tilskipunar 24. jan. 1838, sem lögfræðingurinn Skhli Thoroddsen eigi virðist þekkja. Það situr annars eigi á hon- um að tala um varðhald á töngum, sbr. söguna um Sigurð skurð. Ef rétt er skýrt frá í „Nationaltidende", þá furða eg mig á því, að slíkur maður sem Octa- vius Hansen er, skuli geta fengið sig til þess að dylgja um það, að það hafi verið liðið, að Bjarni Þórarinsson héldi uppi guðsþjónustu í Utskálakirkju á hverjum sunnudegi þótt hann væri orðinn upp- vís að skjalafölsun og sviksamlegu athæfi, og láta jafnframt 1 veðri vaka, að slík óhæfa gæti aðeins átt sér stað á Islandi. Vitanlega hafði presturinn verið settur frá öllum prestsverkum, um leið og varðhaldsúrskurðurinn var uppkveðinn, og upp frá því aldrei komið að prestsverkum. Reykjavík 31. janúar 1900. J. Havsteen. Til fróðleiks og skemmtunar. Hin þráðlausu hraðskeyti Marconi’s eru smátt og smátt að ryðja sér til rúms. Hing- að til hafa þau mest verið notuð millum skipa á sjó úti, eða af landi ofan til skipa og hins vegar (trá skipum til iands) og hefur það gengið ágætlega, þótt fjarlægðin væri allmikil. Nú hafa menn nýlega reynt að senda þráðlaus skeyti í fjalllendi, þar sem ekkert rennandi vatn er, er menn efuðust um, að unnt væri. Ur dalnum Chamounix á Frakklandi 1000 metra hátt yfir sjávarmál hefur verið sent þráðlaust skeyti upp á tindinn á Montblanc 3,450 m. yfir sjávarmál, en fjarlægðin milli þessara staða er í beinni línu 12 kílómetrar. Tilraunir þessar hafa hepppnazt mjög vel. Hvorki rafmagnið f loptinu, óveður, skýflókar né vöntun á vatni hefur haft nein á- hrif á sendingu hraðskeytanna. Hins vegar höfðu rafmagmslýsingartækin í Chamounix mjög trufl- andi áhrif á þau, svo aðþáer rafmagnsstraumurinn til framleiðslu lýsingarinnar var látinn verka, var alls ekki unnt að senda skiljanleg skeyti milli fréttaþráðarstöðvanna. Nýlega hafa 2 ungverskir menn, Pollak og Virág, fundið upp nýja aðferð við sendingu hrað- skeyta, svo miklu tíjótan en hina gömlu, að æfð- ur maður getur nú á tæpri hálfri klukkustund hraðsent jafnmörg orð, eins og áður á 30 klukku- stundum með gömlu aðferðinni. Vænta menn sér mikils af þessari uppgötvun á þeim frétta- þráðarstöðvum, þar sem mikið er að gera. Röntgen háskólakennari 1 Wiirzburg, sem X-geislarnir ósýnilegu eru kenndir við, er nú orð- inn háskólakennari í eðlisfræði í Miinchen með 11,000 kr. árslaunum. En aukatekjur hans við háskólann, sem er afarfjölsóttur, ætla menn að verði um 19,000 kr. Nýtt ábyrgðarfélag, er nefnist »ritskoð- uuar-ábyrgðarfélag finnskra blaða« hafa blöðin á ^'Unlandi stofnað nýlega sín á milli til þess að r;iða bót á því fjártjóni, er landstjórinn og rúss- neska kúgunarvaldið bakar þeim og þeim, er að Þeitn standa, með ritskoðun, sektum og ýmsu of- keldi. Er það íjártjón nú þegar reiknað um 850.000 kr. Hið árlega iðgjald í félagi þessu er 5—6°/0 af brúttótekjum blaðanna. í sama hlut- falli er og verð blaðanna hækkað, og menn bú- ast við því, að þjóðin styðji fyrirtæki þettadrengi- ^ega. Finnar hafa áður skotið saman um 100,000 ku, er þeir hafa gefið styrktarsjóði blaðamanna, hafa þeir sýnt með því, að þeir unna frjáls- yndum, þjóðhollum blöðum og láta ekki við- flangast, að tekið sé fyrir kverkar þeirra með Járútlátum og ofsóknum. Hvað mundu íslend- ,ngar gera í þeirra sporum ? Ríkisbankinn þýzki hefur 19. des. f. á. hækkað vextina af útlánum úr 6°/o upp í 7°/oOg vexti af lánum gegn handveði eða vörubirgðum upp í 8%, og voru þessa ekki dæmi í þeim banka síðan í ófriðnum við Frakka 1870. Staf- ar þessi vaxtahækkun nú einkum afþví, að ensku markaðirnir eða Lundúnamarkaðurinn, sem er og hefur verið aðalgullforðabúr heimins, þarf nú allra sinna muna við sakir ófriðarins við Búa. Þótt þessi mikla peningaeptirspurn í heiminum hafi óbeinlínis nokkur áhrif á peningamarkað vorn, þá verða þau þó tiltölulega mjög lítil, með- an við steypum oss ekki í samband við stóru bank- ana ytra, því að þá fáum vér fyrst alvarlega að kenna á ölduganginum, Skyldi íslenzkum lán- takendum ekki þykja nokkuð hart að borga 7— 8% vexti af lánum sínum, sem sjálfsagt verður, ef fjármálavitringunum hér tekst að setja stóra hlutafélagsbankann danska hér á laggirnar. Leifar af dýrum, sem nú eru útdauð hafa nýlega fundizt í helli einum í sunnanverðri Pata- goníu í Suður-Ameríku, Merkast var hauskúpa af dýri, sem nefnt er «Grypotherium«, og talið er útdautt að minnsta kosti fyrir 3—400 árum, en í munnmælum meðal Indíana hafa haldizt sagnir um voðalega stórt ferfætt dýr með löng- um klóm og löngum hárum, er menn ætla, að hafi verið »Grypotherium«. Húðin af dýri þessu hafði fundizt áður í sama hellinum, og var þá á stærð við uxahúð. I helli þessum fundust og leifar af öðru dýri, er líktist hesti, og leifar af stórum ketti, stærri en Afríkuljón. Leopold Schenk, forstöðumaður fóstur- fræðisstofnunarinnarí Vínarborg, fékk fyrir skömmu áminningu hjá læknisfræðideild háskólans fyrir »húmbugs« framhleypni sfna, er hann gaf út rit- gerðina nafnkunnu, er mest var talað um í blöð- upum, þar sem hann þóttist hafa fundið nokk- urnveginn óyggjandi ráð til að ákvarða fyrirfram kyn barnsins í móðurlífi, og þótti það harla mik- il uppgötvun, sem von var. Veslings maðurinn hefur nú þar að auki fengið þá »viðurkenningu« fyrir allt saman, að kennslumálaráðaneytið hefur skipað honum að segja af sér embætti, þó með eptirlaunum. Og hann hefur gert það. Laun heimsins eru vanþakklæti. Þess þarf naumast að geta, að uppgötvun Schenks var hégóminn einber. Ný læknisfræðileg uppgötvun, sem líklega má þó varlega reiða sig á, er nýlega gerð í Pasteurstofnununni í París. Metschnikofi prófessor segistmeð því að flytja »sellur« úr heil- brigðum líffærum í samkynja sjúk líffæri t. d. heila, lifur, nýru o. s. frv. geta læknað þau, auk- ið lífskrapt þeirra og þar af leiðandi lengt til muna líf manna. Metschnikoff hefur hingað til að eins reynt þetta á dýrum, og varar menn við að gera sér alltof miklar vonir. Að þetta sé þó ekki eintómt »humbúg« virðist sjást á því, að uppgötvun þessi er talin meðal þeirra, er muni geta fengið verðlaun af dánargjöf eða »leg- ati« Nobels hins sænska, er bráðum verður far- ið að úthluta. Háar tölur. Ef menn hugsuðu sér, að járnbraut lægi héðan frá jörðunni í beinni línu til sólarinnar og hraðlestin færi 60 kilómetra á klukkustundinni, álíka veg, eins og héðan úr Reykjavík austur í miðjan Flóa, þá mundi mað- ur ekki komast til sólarinnar, þótt haldið væri áfram viðstöðulaust nótt og dag, fyr en að 274 árum liðnum, þ. e. ferðalagið frá jörðunni til sólarinnar og heim aptur tæki um 5 T/a öld. Þótt lagt hefði verið af stað með hraðlest, þá er ís- land byggðist 874, væri ekki enn komið heim úr annari ferðinni. Ef reiknað er, að maður fari rfðandi 15 kilómetra á klukkustund, semermjög hörð reið, þá væri maður, sem hefði lagt af stað rfð- andi til sólarinnar á dögum Ingólfs, ekki kominn ' til sólárinnar, þótt hann hefðihaldið áfram hvíld- arlaust nótt og dag, þessi 1000 ár. Og þó er fjarlægðin millum sólarinnar og jarðarinnar svo sem ekkert að reikna í samanburði við fjarlægð fastastjarnanna frá jörðunni. Vér þekkjum flestir hina ljómandi skæru stjörnu Sirius (Hundastjörn- una). Menn hafa fundið með rannsóknum, að hún gengur í gagnstæða átt við sól vora. Hún fjarlægist oss með 35 kilómetra hraða á sekúndu þ. e. 3,000,000 km. á hverjum degi, eða sömu vegalengd sem 75 sinnum umhverfis jörðina. Og þessi hreyfing hefur haldið áfram viðstöðulaust í þúsundir ára, og þó hafa menn ekki orðið þess varir, að hún skíni með minni Ijóma nú, en fyr- ir 2000 árum. Hin bjarta stjarna Vega í Hörp- unni er einnig á nreyfingu, en í gagnstæða stefnu við Sirius, þ. e. hún nálgast oss með 71 km. hraðaásekúndueða 3,600sinnumfljótsr en hraðlest, en þó sjáum vér ekki, að þessi feikilega fjar- lægðarminnkun auki neitt verulega birtu hennar. Og þó eru Sirius og Vega næstu nágrannar okk- ar meðal fastastjarnanna. En hversu stórir eru þá þessir ljósdeplar, er sýnast svo örlitlir í bpz.tu sjónaukum vorum? Menn ætla, að Vega sé 500 sinnum stærri en sólin og Sirius líklega 1600— 1800 sinnum. Og þessar stjörnur eru ekki und- antekningar. Stjarnan Capella í stjörnumerkinu »Ökumaðurinn« er stjarna fyrstu stærðar. Fjar- lægð hennar frá oss er talin 680 biljónir kilómetra, og þessavegalengdþarf ljósið 71 ár og 8 mánuði til að komast. Ef vér hugsuðum oss, að einmitt nú t. d. yrði einhver sú bylting í himingeiminum, er slekkti ljós þessarar glæsilegu sólar, þá mund- um vér samt sjá hana skfna á himninum í hér umbil 72 ár enn eða til 1972; þeir ljósgeislar, sem hún sendir oss nú, voru sendir frá henni fyrir 72 árum, og þeir segja oss ekkert nm ástand hennar nú, heldur aðeins, hvernig hún leit út þá. Capella er miklu stærri en Sirius og Vega, og menn hafa reiknað, að hún sé 41,200 sinnum stærri en sól vor. Fjárvanskil. Svo heitir grein f 49. tölublaði Fjallkonunnar f. á., þar sem höf. gerir mjög ósvífna aðdróttun að Húnvetningum, um fjárstuld, sem hann er að leitast við að sanna með vaxandi vanhöldum, er hann seg- ir vera á rosknu fé í Húnavatnssýslu á haustin. Hin fyrsta röksemdaleiðsla höf. er sú, að eldra fé hafi áður fyrri vanalega komið með tölu. Þetta er ekki satt. Um öll þau ár, sem hinn heiðraði höf. hefur haft meðvitund um sig og sína sannsögli, hefur ekki fyrirfundizt einn einasti hreppur innan Húna- vatnssýslu, sem fengið hefur fé sitt með tölu að að haustinu, enda getur það af ýmsum ástæðum verið fyllilega eðlilegt, þó engir steli fénu. Fé hef- ur opt „gengið illa undan“ að vorinu, stundum vegna heyskorts og stundum vegna kláða, sem gamL ir og reyndir bændur segja að hafi verið töluvert meiri hin síðustu árin en áður, og þegar fé fær svo á sig hret eða kulda að vorinu, nýrúið, kláðugt og magurt, þá þarf engan sauðaþjóf til þess, að van- höld geti átt sér stað að haustinu. Höf. fer þar með algert slúður, sem hann segir, að tíðrætt sé um þennan sauðastuld á meðal Hún- vetninga. Grunur um slíkt alhæfi er þar ekki til, nema hjá höf. nefndrar gr. og kom hún því (grein- in) sýslubúum almenut jafnmikið á óvart, eins og einhver hefði staðhæft, að framin væru í sýslunni árlega mannsmorð, að sínu leyti eins mörg og höf. segir, að stolið sé mörgum kindum. En hvað því viðvíkur, að menn vanti þar, suma allt að fimmtu hverja kind, þá getur vel verið að finna megi dæmi til þess, en þau verða fá. Fyrir 6—7 árum vönt- uðu mig af fjalli 2 kindur af 6 (taki nú nefndur gr. höf. á sinni reikningslist) og veit eg þó með vissu, að hvorugri var stolið. Enginn hefur tekið eptir því, nema hr. Leví, að vanhöldin fari vaxandi í beinu hlutfalli við vaxandi markaði, en þar sem hann segir, að kindur hafi ver- ið téknar á mörkuðum, sem annar en réttur eigandi hafi selt, þá skal eg taka hér fram hið eina dæmi, sem eg veit til þess.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.