Þjóðólfur - 02.03.1900, Blaðsíða 1
m
ÞJOÐOLFUR
52. árg.
Reykjavík, föstudaginn 2. marz 1900.
Nr. 10.
Fátækralögin.1)
Fá hinna eldri, meiri háttar laga vor Isl.
hafa veiið á 19. öldinni eins föst í sessi og fá-
tækrareglugerðin trá 8. jan. 1834, og má slíkt þó
undarlegt virðast, enda þótt reglugerðin væri á
sínum ttma óneitanlega gott lagasmíði. A þess-
um 66 ára tíma, síðan reglugerðin kom út, hefur
þjóðinni fundizt óhjákvæmilegt að umsteypa fjöld-
ann allan af lögum slnúm, og má án efa telja sem
aðalorsök þess hina mjög svo miklu menningai-
framþróun hennar á stðari helming þessarar aldar.
Gallarnir á hinum ýmsu gömlu lögum hafa
meir og meir stungið í augun, svo þing og stjórn
hafa verið neydd til að kippa burt ýmsum ákvæð-
um og setja önnur ný í þeirra stað, samsvarandi
kröfum tímans. En 1 gegnum alla þessa löggjaf-
arlegu endurfæðingu vora, hefur fátækrareglugerð-
in frá 1834 skipað að mestu leyti óbreytt hið
æzta öndvegi í fátækralögum vorum. En hvað
"veldur nú eiginlega fastheldni vorri í þessu efni?
Hefur þjóðin enn í dag slíka velþóknun á reglu-
gerðinni, að menn vilji þessvegna ekki breyta
henni neitt, eða eru landsmenn farnir að skoða
hana sem nokkurskonar »helgidóm«, sem hvorki
»hafi blett né hrukku*, og sé því hrópleg synd
að hagga í hinu minnsta? Ónei, ekki er þetta
þannig, allmargir þykjast nú upp ásíðkastið vera
farnir að sjá það, að fátækralögin hafi þá stór-
galla, að ekki sé viðunandi; þetta hefur á síð-
ustu árum orðið tilefni til þess, að ýmsar breyt-
ingatillögur hafa komið fram, þó engin þeirra
hafi enn sem komið er náð fram að ganga sem
lög, enda sjálfstæður áhugi almennings í þessu,
sem öðru, tilfinnanlega lttill. Það er eins og
þjóðinni finnist hún enga fátæklinga eiga, en þó
er ekkert tíðara en að heyra hana barma sér yf.
ir fátækt sinni. —-
Þing og stjórn getur ár eptir ár og tug ept-
ir tug ára, horft með mestu ró og ánægju á þau
bersýnilegu þjóðarhneyksli, sem hin ófullkomnu
ög úreltu fátækralög valda, án þess að ráða nokkra
kót á slíku; allt annað er látið ganga fyrir.
Jafnframt því, sem hér er um töluvert fjár-
hagsspursmál að ræða, bæði beinlínis og óbein-
línis, þá ætti oss ávallt að vera það lifandi fyrir
hugskotssjónum, að það er ein hin helgasta og
háleitasta skylda vor, að hlynna sem bezt að
þeim aumingjum, sem fyrir hverfulleik hamingj-
nnnar neyðast til að leita sér styrks til lífsfram-
færis af almannafé, svo að þeim geti orðið líf-
Í9 sem bærilegast. Öðru máli er að gegna með
K sem sýnilega vegna leti og ómennsku biðjast
styrks. Hverjum hugsandi manni hlýtur að
Kskra það, hve skrælingjalegum sviptingum á
dsjálfbjarga aumingjum fátækraflutningarnir hafa
°pt og einatt valdið, svo að jafnvel hin eptir-
vœnta hjnlp hefur aukið hörmungar þeirra, þá
hún hefur verið látin í té, og þar á ofan hafa
sveitafélögin á stundum verið að rífast um það
í mörg ár, með allerfiðum málaflækjum, hverjum
bæri nú að hjálpa, þessum eða hinum. En sú.
tnannúð!
1) Það sem hér er rætt um fátækralög, á að-
allega við reglugerðina, frá 8. jan. 1834; enda þó
'u'k hennar sé mesti sægur af stjórnarvaldaúrskurð-
' Í)A útt, sem á ýmsum tímum hafa komið út sem
°k, þá eru flestir þeirra að eins skýringar á ein.
st°kum atriðum hennar, og sejn fellur úr gildi, ef sú
"reytingartillaga, sem hér er áminnst yrði lögleidd.
Það eru sérstaklega 3 atriði, byggð á hinum
núgildandi fátækralögum, sem erualveg óhafandi
sem sé: fátækraflutningarnir, ömun við fá-
tækrafjölskyldunum af ótta fyrir því, að þær
verði sveitlægar, og hin tíðu umfangsmiklu, og
opt langdregnu málaferli út af sveitfesti þurfa-
linga. Þetta þrennt er alveg ósamrýmilegt þvf
menningarstigi, sem þjóðin nú í ýmsttm greinum
er komin á; það er með öllu óalandi og óferj-
andi lengur. Eg skal því sérstaklega snúa máli
mfnu að þessum atriðum.
Hin eina tillaga um verulegar breytingar á
fátækralögunum, sem í frumvarpsformi hefur kom-
izt inn á þing á seinni árum, er frá séra Þorkeli
Bjarnasyni 1897. Þar er gert ráð fyrir, að mað-
ur skuli eiga framfærslurétt, þá er hann þarfnast,
í þeim hreppi eður bæjarfélagi, sem hann hefur
átt lögheimili í um eitt ár, eptir að hann er 16
ára, þó því að eins, að hann sé ekki í skuld fyr-
ir sveitarstyrk, er hann hefur þegið á síðustu 5
árum — Við frumvarp þetta gerði efri d. alþ.
nokkrar smábreytingar, en lét flest meginatriði
þess halda sér, en hið upphaflega frumvarp tók
flutningsmaður aptur. — Hvað fátækraflutning-
ana beinlínis snertir, mátti búast við, að þessi
breyting hefði orðið til nokkurra bóta; en um
hina réttu framfærslusveit þurfamanna hefði ef til
vill orðið meiri ágreiningur en áður, og sama
hvöt sem fyr hjá hinum ýmsu sveitarfélögum til
að amast við þeim mönnum, sem mildar líkur
væru til, að bráðlega þörfnuðust styrks.—Nokkr-
ir hafa hreyft þeirri uppástungu, að h'rer skyldi
eiga framfærslurétt í þeirri sveit, er hann væri
fæddur í; það eru þeir stórannmarkar á slíku
fyrirkomulagi, að með því væri breytt mjög til
hins verra frá því sem nú er, og getur þessi upp-
ástunga því naumast komið til nokkurra mála.
Enn hefur þeirri t.illögu verið hreyft, að hver
eignaðist þar framfærslurétt (o: í hreppi eða bæj-
arfélagi), sem hann ætti Iögheimili í, þá er hann
fyrst fengi styrk, eptir að hann væri 16 ára.
Þessi hugmynd virðist í fljótu bragði hreint
ekki svo fráleit, því ef hún kæmist í framkvæmd,
mætti ætla, að hinir leiðu fátækraflutningar og
hreppapólitíkin þverraði lil muna. En við ná-
kvæma íhugun sér rnaður þó fljótt, að þessi
breyting væri hvergi nærri fullnægjandi, því í
fyrsta lagi mundu syeitafélögin hvert í sínu lagi
beita ýmsum, ef til vill miður mannúðlegum með-
ulum, til þess að koma þeim úr sveitinni, sem út-
liti fyrir, að bráðlega þörfnuðust styrks. í öðru
lagi gætt átt sér stað ágreiningur ttm það, hvar
þessi eða þessi ætti lögheimili, þáer hann beidd-
ist styrks, og í þriðja lagi gætu fátækraflutning-
ar haldizt, t. d. maður á aldrinum frá 16:—20
ára fengi styrk vegna heilsubrests eða annara
slíkra ástæðna, um eitt ár, yrði svo aptur sjálf-
bjarga og flyttist í annan landsfjórðung, settist
þar að og byggi um nokkur ár, neyddist síðan
til vegna ómegðar eða heilsuleysis á ný að biðja
um styrk, þá yrði að flytja hann aptur á þásveit,
er hann fyr þáði af.
Með því að engin þessara breytirga er líkt
því tryggileg til umbóta á fátækralögunum, eink-
um hvað sveitfesti snertir, — sem er aðal merg-
ur málsins, — þá skal eg leyfa mér að korna
fram með uppástungu, sem lítt hefur hingað til
hreyft verið, og til glöggleika setja hér aðalatrið-
in i sundurliðuðum greinum:
1. I hverri sýslu skal stofnaður fátækra-
sjóður, sem eingöngu skal varið til framfærís
þurfamönnum, og eru tekjur hans þessar:
a. Tiund af lausafé og fasteignum.
b. Vs (einn fimmti) af allskonar fiskifangi, sem
á helgurn dögum fæst á opin skip, og enn
fremur 10—100 kr. þóknun, þá nót er lögð
á helgum degi, og síld er króuð inni.
c. Fésektir eptir dómi, yfirvaldsúrskurði eður
sáttagerð.
d. Tillög framfærslumanna.
e. Fjármunir dáinna sveitarómaga, þó ekki meir
en til endurgjalds áður fengnum styrk.
g. Greiðsla úpp i skuldir þurfamanna.
h. Verð fyrir óskilafénað þann, er eigi finnst eig-
andi að.
i. 3% á ári af þeim peningum, er sveitarfélögin
eiga í sjóði (netto) og x/2 afgjald af fasteign-
um, er þau eiga.
j. Aukaútsvör, er sýslur.efnd leggur á hreppa sýsl-
unnar með niðurjöfnun, að svo miklu leyti,
sem aðrar tekjur sjóðsins hrökkva ekki móti
útgjöldum hans. Þessari niðurjöfnun skal sýslu-
nefnd haga eptir framtals- og tíundarskýrsl-
um hreppanna, og efnurn og ástæðum þeirra.
2. Hver maður,—hvort heldur erungur eða
garnall — sem styrks nýtur af fátækrafé, skal á-
vallt hafa rétt til hans úr fátækrasjóði þeirrar
sýslu, er hann á lögheimili í.
3. Hreppsnefnd hvers hrepps, skalfyriri5.
júní ár hvert, semja nákvæmar skýrslur um allar
opinberar fátækrastyrkveitingar til þurfamanna
í hreppnum á síðastliðnu fardagaári. Þessi skýrsla
skal þvínæst endurskoðuð af sýslunefndarmanni
hreppsins, og öðrum manni til, sem sýslumaður
til þess skipar; skal hún ásarnt greinilegum at-
hugasemdum endurskoðenda vera komin til sýslu-
nefndar tyrir næsta aðalfund hennar.
4. Aukaútsvari því, er sýslunefnd jafnar nið-
ur á hvern hrepp, jafnar hreppsnefnd aptur nið-
ur á íbúa hreppsins.
5. Hreppsnefnd skal hafa strangt eptirlit
með því, að styrkþegar þeir, er dvelja í hreppn-
um og til nokkurrar vinnu eru færir, hafi ávallt
nóg að starfa, og að þeir verji hagkvæmlega því
fé, er þeir hafa undir höndum, auk þess á allan
hátt að styðja að því, að opinber fátækrastyrk-
ur til þurfamanna í hreppnum verði sem minnst-
ur. Vanræki hreppsnefnd þetta og það sannist,
að hún hejmti meira handa þurfalingum úr fá-
tækrasjóði en nauðsynlegt er, skal hreppurinn úr
sínum eigin sjóði borga þann mismun, eptir yfir-
valdsúrskurði.
6. Þeim sem vegna leti eða óhófsemi biðja
um styrk og sem sýnilega geta af eigin ramleik
alið önn fyrir sér og sínum, má alls ekki veita
hann, heldur ekki þeim sem neita áfengra
drykkja.
Hér hef eg þá sýnishorn af því fyrirkomu-
lagi, sem eg álít að heppilegast mundi verða, ef
fátækralögunum yrði breytt, — sem sjálfsagt bráð-
lega verður gert.
Auðvitað er, að samfara þessum breytingum
þyrftu að koma ýinsar nákvæmari ákvarðanir en
hér eru sýndar. En hvað aðalatriðin snertir, fæ
eg ekki séð neinar aðrar breytingar líklegri til
þess að reka 1 brott þann þjóðarósóma, er fátækra-
flutningarnir og hreppapólitíkin valda. Samkvæmt
þessu hyrfu allir fátækraflutnmgar, allar deilur
rnilli hreppanna, út af sveitfesti þurfamanna, og
loks öll sú hræðsla sveitafélaganna við fátæk-