Þjóðólfur - 02.03.1900, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 02.03.1900, Blaðsíða 4
4o Um Útskála sækir að eins hinn setti prestur þar, séra Friðrik Hallgrimsson. Veitt prestakall. Rípur-prestakall í Skagafirði er veitt af landshöfðingja 17. f. m. séra Jóni O. Magnússyni á Mælifelli. Óveitt brauð: Mælifell (Mælifells og Reykjasóknir) 1 Skagafjarðarprófastsdæmi. Metið 1071 kr. ig. a. Lán hvílir á prestakallinu tekið 1895, upphaflega 1500 kr., er endurborgast með 6% vöxtum í 28 ár. Umsóknarfrestur til 10. apríl. Veitist frá næstu fardögum. Rannsókn í Nilssons málinu er nú lok- ið vestra (á Isafirði og Dýrafirði). Hr. Einar Benediktsson málafærslumaður, er skipaður hafði verið til að halda próf í málinu, kom hingað að vestan 25. f. m. með gufuskipi frá Isafirði, er fór til útlanda, en hleypti E. B. á land við Garðskaga. Við rannsókn þessa munu hafa sannazt svo mikl- ar sakir á Nilsson , að sennilegt þykir, að dóm- ur hans harðni, en fyrir undirrétti (í Danmörku) er mælt, að N. hafi þegar verið dæmdur í 1 árs betrunarhúsvinn u. Mesta veðurblíða hefur verið hér allan næstl. febrúarmánuð, að kalla má, syo að menn muna naumast annað eins góðviðri um þetta leyti árs. Þilskipin eru nú að leggja út héðan til aflafanga þessa dagana; lögðu 8 hin fyrstu af stað í gær. Fyrirspurn. Getur bæjarfógetinn í Reykjavík verið þekktur fyrir að halda sem fulltrúa mann, er gerzt hef- ur handveðslánandi („Pantelaaner11)? Sú atvinna þykir í öðrum löndum ekki neitt sérlega „fín“, og það mundi hvergi þolast nema hér, að maður, er þá atvinnu ræki, gæti jafnframt verið „fullmektugur" hjá háttstandandi embættismanni eða lögreglustjóra. Svar'. Vér getum ekkert dæmt um það, hvað bæjarfógetinn getur verið þekktur fyrir gagnvarc bæjarmönnum, því að vér erum honum ekki neitt handgengnir. Réttast fyrir spyrjanda að snúa sér til bæjarfógeta sjálfs ! þessu efni. Það er hverju orði sannara, að það á ekki sem allra bezt við, að „full- mektugur" hjá bæjarfógeta reki þá atvinnu, er hann hefur auglýst, því að henni er svo háttað, að nauð- synlegt væri, að banna hana hér með lögum. Að minnsta kosti ætti „prívatmönnum“ ekki að leyfast, að gera sér hana að gróðavegi. Nokkuð öðru máli væri að gegna, ef bæjarfélagið sjálft hefði umsjón yfir lán- stofnun, þar sem fátæklingar gætu fengið lítil bráða- birgðarlán gegn handveði og hóflegum vöxtum. Bæjarstjómin þyrfti að taka málefni þetta til umræðu og athugunar. Lestrarfélag Reykjavíltur heldur að öllu forfallalausu ársfund sinn mánu- daginn 5. marz næstkomandi á »Hotel Island« kl. 87^ e. h. Þar fer fram uppboð á bókum, blöðum og myndum. TU letgu óskast tvö herbergi (annað svefnherbergi) með góðum húsgögnum, handa ein- hleypum manni frá 1. apr. til 30. júní. — Ritstj. vísar á. Mikiö af ódýrum og sterkum KARLMANNAFÖTUM er nú til sölu hjá mér, saumuðum á vinnustofu minni. Guðm. Sigurðsson klæðskeri. 1 verzlun Vilhjálms Þorvaldssonar á Akranesi eru keypt allskonar brúkuU íslenzk frímerki. NORDISK BRANDFORSiKRING tekur í ábyrgð hús, vörur, húsgögn o. fl. fyr- ir lœgra iðgjald en önnur félög eru vön að gera hér á landi. Halldór Jónsson bankagjaldkeri er um- boðsmaður fyrir Reykjavík, Kjósar- og Gull- bringusýslu, Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Lefoliis verzlun á Eyrarbakka hefur um- boð fyrir Arnessýslu og Rangárvallasýslu. Leiðarvísir til lífsábyrgðar faest ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. Umboðsmenn á Islandi fyrir lífsábyrgðarfélagið Thule: Hr. Einar Gunnarsson, cand. phil., Reykjavík » Otto Tulinius, káupm., Hornafirði » Gustav Iversen, verzlunarm., Djúpavog » Guðni Jónsson hreppstjóri, Eskifirði » Stefán Stetánsson, kaupm, Seyðisfirði » Ólafur Metúsalemsson, verzlunarm., Vopnafirði Séra Páll Jónsson, Svalbarði í Þistilfirði Hr. Jón Einarsson, kaupm., Raufarhöfn » Bjarni Benediktsson, verzlunarm., Ilúsavík. Séra Arni Jóhannesson Grenivík. Hr. Baldvin Jónsson, verzlunarm., Akureyri » Guðmundur S. Th. Guðmundsson kaupm. Siglufirði » Jóhannes St. Stefánsson kaupm. Sauðárkrók » Halldór Árnason, sýsluskrifari Blönduósi » Búi Ásgeirsson, póstafgr.m. Stað í Hrútafirði » Jón Finnsson, verzlunarstjóri Stein- grímsfirði » Björn Pálsson, myndasm. Isafirði » Jóhannes Ólafs son, póstafgr.m. Dýrafirði Séra Jósep Hjörleifsson Breiðabólstað, Skóg- arströnd. Hr. Oddgeir Ottesen, kaupm. Akranesi. Aðalumboðsmaður fyrir „T H U L E“, Bernharð Laxdal. Patreksfirði. Hér með viðurkenni eg undirskrifaður, að herra Sigurður Benediktsson á Geysi hefur frá því í vor haft leyfi til að brúka skipið mitt, og nú síðast í vetur suður í Keflavík að sækja upsa. Reykjavík 28. febrúar 1900. Gudmundur Þórdarson. Eg undirskrifaður skora hér með á þá menn, sem hafa látið sér það um munn fara, að eg hafi í síðari upsaferð minni á nokkurn hátt gert þeim rangt til með kaup eða sölu á nefndum farmi, að sanna þau orð, annars ber að skoða þau ómerk og þá menn ósannindamenn. Geysi, 1. marz 1900. Sigurður Benediktsson. Reningabréf með utanáskript „hr. Jón Árnason, Reykjavík" hefur nýlega tapazt hér í bænum. Ráðvandur finnandi skili bréfinu á af- greiðslustofu Þjóðólfs gegn fundarlaunum. Alþýðufyrirlestur stúdentafélags- Ins á sunnudaginn kemur. Ingeniör Sigurður Thoroddsen talar um vegi. Ðæmalaust er það! Nýtt hús við Skóla- vörðustíg fæst keypt fyrir hálfvirði.' Menn snúi sér til Gísla Þorbjainarsonar, Reykjavík. Aldrei framar á æfinni býðf1SÍn5ott fyrir auka-útsala. Aðeins 6 kr. Veljið úrið „La Vigilant", sem er dregið upp án lykils. 6 stykki fást aðeins fyrir 30 KRÓNUR. 25 kr.i 8 ,karat‘ gullúr með akkerisgangi handa karl- mönnum með 2 gullkössum,. 50 mm. að stærð, 15 ekta stein- um, skriflegri tryggingu fyrir að úrin gangi rétt, með haldgóðu, óbreytilegu gulli, eins og í 400 kr. úrum, sel eg fyr- ir einar 25 kr. Þar að auki samsvarandi úrkeðjur á 2 kr. 50 a. — Gullúr handa kvennmönnum á 23 kr. Silfurúr með fínasta akkerisgangi, 15 rubístein- um og 3 þykkum, ríkulega gröfnum silfurkössum,. vandlega stillt, viðurkennd beztu úr í heimi, áður 60 kr., sel eg nú fyrir einar 15 kr. Silfurúr handa kvennmönnum með 3 silfurkössum á 14 kr. Send- ist kaupendum að kostnaðarlausu og með ábyrgð, en borgun fyrir hið pantaða sendist fyrirfram. Pant- anir geta menn óhræddir stílað til; Uhrfabrik M. Rundbakin. Wien , Berggasse 3. Verðskrá með meir en 500 myndum er send ókeypis. I. Paul Liebes Sagradavín og Maltextrakt með kinín og járni hefi eg nú hnft tækifæri til að reyna með ágæt- um árangri. Lyf þessi eru engin leyndarlyf (arc- ana); þurfa þau þvl ekki að brúkast í blindnþ þar sem samsetning þessara lyfja er ákveðin og vitanleg. Sagradavínið hefur reynzt mér ágætlega við ýmsum magasjúkdómum og taugaveiklun, og er það hið eina hægðalyt, sem eg þekki, er verk- ar án allra óþæginda, og er líka éitthvað hið ó- skaðlegasta lyf. Maltextraktin með kína og járni er hið bezta styrkingarlyf, eins og efnin benda á, hið bezta lyf gegn hvers konar veiklun, sem er, sér- staklega taugaveiklun, þreytu og lúa, afleiðingum af taugaveiki, þróttleysi magans o. s. frv. — Lyt þessi hef eg ráðlagt mörgum með bezta árangri og sjálfur hef eg brúkað Sagradavínið til heilsu- bóta, og er mér það ómissandi lyf. Reykjavík 28. nóv. 1899. L. Pálsson. Einkasölu á I. Paul Liebes Sagrada- víni og Maltextrakt með kínín og járni fyrir Island hefur undirskrifaður. Útsölu- menn eru vinsamlega beðnir að gefa sig fram. Reykjavík í nóvember 1899. Björn Kristjánsson. Lengur en heilt ár hef eg þjáðst af kvala- fullri óhægð fyrir brjóstinu og taugaveikl'un og á þessum tíma hef eg stöðugt neytt margra læknislyfja án þess að öðlast nokkurn bata; þess vegna fór eg að reyna Kfna-lífs-elixir hr. Valdemars Petersens; hef eg nú neytt úr hálfri annari flösku af honum, og finn þegar mikinn létti, er eg á eingöngu elixírnum að þakka. Arnarholti á íslandi. ' Guðbjórg Jónsdóttir. KÍNA-LÍFS-ELIXIRINN fæst hjá flestum kaup- mönnum á íslandi. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-llfs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel V. P. eptir því, að-þý-standi á flöskunum í grænu lakki,. og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flösku- miðanum: Kínverji með glas í hendi, og firma- nafnið Waldemar Petersen, Nyvej 16, Köbenhavn. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Glasgow-prentsmiðjan.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.