Þjóðólfur - 23.03.1900, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 23.03.1900, Blaðsíða 2
5° af því, að gjafirnar hafi verið auglýstar áðitr. Ó, sei, sei nei. Eða hefur Bj. ekki meira traust á »glögga« yfirlitinu sfnu en svo, að hann haldi, að þeir, er fræðast kynni að vilja um samskotin seinna meir, kysu heldur að leita innan um 2 árg. »ísaf.« en að leggja trúnað á yfirlitið. Eg mundi ofboð vel eptir kvittununum í »ísáf.«, en hitt er með öllu ósatt, að Bj. hafi sent mér öðru- vísi lagaðar kvittanir. Eg á að hafa notað spítalalegu Bj. til þeirr- ar frekju að mælast til leiðréttingar við »ísaf.« 20. sept. f. á. Eg gat þess í bréfinu, að margir gefendur hefðu fundið að því, að gjafanna héðan væri ekki getið í yfirlitinu, og þess að þeir hefðu mælst til að þetta væri leiðrétt. Og get eg nú meðal annara nefnt Svein snikkara Jónsson og séra Jósep Hjörleifsson, og mun »ísaf.« hvorug- an telja óvildarmann sinn. Bj. ætlar sig annars ekki lítinn, er hann hyggur mig ekki mundi hafa árætt annað eins, nema 350 mílur hefði verið milli okkar og hann auk þess fárveikur. Það kann nú að vera, að eg hefði ekki þorað að bjóða B., jafnupplitsdjörfum manni, þetta munn- lega, en áræt.t mundi eg hafa það, þótt ekki hefði skilið okkur nema Eaxaflói og Snæfellsnes. Hitt er annað mál, að eg mundi eflaust hafa séð aumur á B. og geymt honum »rúsínuna« þangað til honum batnaði magaslæmskan, ef mig hefði grunað, að hann þyldi hana ekki. Þá segii Bj. það missögn, að eg. hafi tvisvar beðið ritstjórn »ísaf.« um leiðréttingu. Spyrji Bj. meðritstjóra sinn, hr. E. Hj., hvort eg hafi ekki getið villunnar munnlega við hann. Hitt mun ekki duga að biðja Bj. sjálfan að hugsa sig betur um. Auk þess bað eg Svein snikkara bróður Bj. að reyna að koma vitinu fyrir Bj., og Sveinn hefur síðan sagt mér, að hann hafi beðið 1 af börnum Bj. að færa honum skilaboðin. Mér var meinlaust og enda hlýtt til Bj., þvf þaulreyndi eg að koma fyrir hann vitinu, enda sendi eg »Þjóðólfi« fyrst greinina fullum 3 mánuðum ept- ir bréfið til »ísaf.« — Þetta kallar Bj. »miður drengilega aðferð«. — Skýrsla mln á loks að vera röng, héðan úr sýslu hafi komið 636 kr. 9 a., en eg segi það aðeins verið hafa 618 kr. 21 aur. Þessu er snú- ið við eins og öðru og svo er það alveg rangt. Eg sagði, að eg hefði safnað og sent 618 kr. 21 a. Hitt minntist eg ekki á með einu orði, hve mikið fé hefði komið úr sýslunni, enda var mér ókunnugt um það. Bj. vísar sögu sinnar til sönnunar í »Isaf.« 3. og 24. okt. 1896 og 23.jan, og 17. febr. 1897, en það hefði hann ekki átt að gera, sá góði maður, því að einmitt þessi blöð hrekja sögu hans. 3. okt. er ekkert talið sent af mér, en 10 kr. frá frú Thorarensen, og kom það ekki mér við, 24. s. m. er eg talinn hafa sent 186 kr. og 23. jan, 434 kr. 9 a., en hvort- tveggja er rangt, eins og vottorð póstafgr.manns- ins hér, er taldi báðar sendingarnar, sýnir.1) — Eg sendi í fyrra skiptið 184 kr. 57 a. og í seinna skiptið 433 kr. 64 a., eða samtals 6x8 kr. 21 a. Þess er getið í »ísaf.« 27. jan. að gefizt hafi þar að auki úr Miklaholtshreppi 18 kr. 50 a. og 17. febr. telur »ísaf.« mig hafa sent 6 kr. viðbót úr Skógarstrandarhreppi, og mun það satt vera, en þeim sleppti eg af því, að eg hafði ekki safnað þeim, aðeinssent þessar krónur fyrir bón gefend- anna, eptir að giafasöfnun minni var lokið. En nú vildi eg spyrja Bj. Gáfust þá ekki héðan nema 636 kr. 9 aur. ? Eg safnaði þó 618 kr. 21 a., Skógstrendingar gáfu 6 kr., frú Th. 10 kr. og Miklhreppingar 18 kr. 50 a. Þetta er allt haft eptir »ísaf.« og telst mér það verða 652 kr. 71 a. Auk þess segir Sig. próf. Gunnarsson mér, að kona hans hafi safnað nokkru, en ekki mundi hann hve miklu. Eg get þessa af því einu, að Bj. lætur svo drýgindalega yfir því, að hafa gert hreint fyrir sfnum dyrum. 1) Vottorð þetta ds. 4. f. m. er geymt á skrif. stofu Þjóðólfs, og staðfestir algerlega frásögn greirt- arhöf. um peningasendingarnar. Ritstj. Bj. játar, eins og áður er drepið á, að úr- fellingin á gjöfunum héðan hafi verið »leiðin- leg slysavilla«. En hví á eg að gjalda fyr- ir það ? Honum hefði verið nær að snoppunga sjálfan sig, prentarann eða prófarkalesarann. Það er vífillengjubragð að þeirri »málsbót«, að skýrsl- an hafi upphaflega verið samin í öðru skyni, og að B. hafi bráðlegið á að senda hana frá sér al- veg ókarraða. Eg skil ekki, hví manninum á að hafa orðið svo brátt. Og ómögulega skil eg, hvað rekið hafi svo á eptir, er skýrslan var prent- uð, að ekki hafi verið tími til að lesa hana áð- ur. Annars sýnir þetta, sé það satt, að mannin- um hæfir annað betur en vandvirkni. Hinu skal eg aptur á móti vel trúa, að B. bafi verið ofvax- ið, að halda glögga bók yfir svo mikið fé, sem samskotaféð varð. Og þó hefði ekki þurft ann- að en hafa sérstakt blað fyrir hvert hérað. En það er nú of seint séð. Stykkishólmi 10. febr. 1900. Lárus H. Bjarnason. ,Tvis var verður gamall maðurinn barn‘. Það er jafnan hálfraunalegt, að sjá gamla menn og gráhærða verða sér til minnkunar og gera sig hlægilega fyrir öllum almenningi. En það hefur prestaöldungurinn, séra Stefán Stephensen á Mos- felli, sannarlega gert með ritsmíð sinni í »ísa- fold« í fyrra dag með yfirskriptinni »Svipfríð þjóðrækni«, því að það mun sjaldgæft, að sjá á prenti }afn sótsvart og óskynsamlegt reiðirugl, og það frá presti. Og ástæðan til alls þessa austurs er sú, að presturinn hefur tekið til sín, þótzt sjá sig sjálfan í spegli í nokkrum ummælum á- hrærandi vesturfaraprédikanir í greininni »ískyggi- legur faraldur« í 10. tölubl. Þjóðólfs. Það er auðséð að grein þessi, svo hógværlega og vin- gjarnlega sem hún var orðuð presti til handa, hef- ur hitt beint í hjartastað hans, og snert þar við- kvæma strengi, sem ekki virðast hafa verið snortn- ir ófyrirsynju. Af vanstillingu prestsins gæti manni dottið í hug, að þar hafi sannast máltækið: »Sannleikanum verður hver sárreiðastur«, því að úr því að presturinn er svo hjartanlega sannfærð- ur um, að hann og énginn annar prestur á land- inu hljóti að vera þessi guðsmaður, sem talað er um í Þjóðólfsgreininni, þá vil eg alls ekki svipta hann svo rótgróinni sannfæringu. Eg fór llka að heyra það utan að mér hér í bænum, nokkru eptir að greinin birtist, að hér gæti naum- ast verið átt við annan en séra Stefán, svo að einhverjum hefur verið kunnugt um, að hann hefði orð á sér fyrir óvenjumikið meðhald með vesturflutningum. Þetta kom hálfflatt upp á mig, því að eg hugði séra Stefán meiri sómamann og ættjarðarvin en svo, að hann væri að vinna að því, að eyða landið, eða telja menn á, að flytja til Vesturheims. Eg hef einnig frétt síðar, að hann hafi nú tekið sinnaskiptum, og snúið sér á áttinni, svo að hann sé nú far- inn að tala gegn vesturflutningum, hvort sem þessi veðrabreyting stafar af Þjóðólfsgreininni eða ekki. En þessi fregn gladdi mig, enda er nú sagt, að lítið verði úr vesturflutningum í sókn- um hans, og að ekki fari þaðan nema einn bóndi — járnbrautarmaðurinn, einmitt bóndinn á jörð- inni, sem séra Stefán kvað flytja að í vor, eptir langa og sjálfsagt dygga þjónustu í vfngarði drott- ins. Oggetur þá farið að verða skiljanlegra, til hvers refarnir hafi verið skornir hjá presti með prédikunum sínum, því að allir eru menn og vilja hið bezta fyrir sig kjósa, séra Stefán engu síður en aðrir. Þess vegna vonast eg eptir, að úr þessu klórinu verði apturhvarf séra Stefáils frá augna- bliksvillu alvarlegt og óbreytilegt til æfiloka. Og erum við þá sáttir og kvittir, því að grein hans er þannig, rituð, að eg á mjög erfitt með að taka hana alvarlega. Eg vorkenni honum miklu frem- ur, svo gömlum manni og gegnum, að hafa ekki lært betur en þetta í lífsins skóla að hafa taum- hald á geði sínu, eða gæta betur virðingar sinn- ar, en hann hefur gert í þesssari Isafoldargrein sinni. Eg ætla ekki að tala um vitnisburðinn, sem hann velur einu sóknarbarni sínu, efnilegum og duglegum manni, er hann á líklega erfitt með að staðhæfa, né um skáldsögu þá, er hann býr til um samtal eða viðskipti mín og þessa manns, því að það er yfirleitt tómur ósannindavefur, eins og auðveldlega má sjá. Mér hefur a 1 d r e i svifið það í hug eitt einasta augnablik, að sækja um Mosfell, og þótt séra St. trúi því ekki, þá held eg að all- ir aðrir, sem til þekkja, taki mig trúanlegan fyrir því. Það er ekki til neins að búa til neina skáld- sögu um það. Og eg vildi mælast til þess, að guðsmaðurinn á Mosfelli léti eptirleiðis heimili mitt óáreitt opinberlega, fari ekki með fleipur og ósannindi gagnvart saklausu ' fólki í þeim mál- um, sem mér og honum einum fara á milli, því að það er óséð, að eg láti honum það atferli uppi haldast átölulaust. Yfir mig sjálfan per- sónulega má hann gjarnan hella skálum reiði sinnar og bræði í sambandi við framkomu mína t opinberum málum, ef það svalar honum nokk- uð. Eg hef séð framan í jafn ægilega menn, sem hann, þótt höfðingjabragur sé mikill að honum(!!). En þar sem hann klykkir út grein sína með því að gefa í skyn, að eg muni ekki taka nærri mér að svíkja loforð mín, þá gæti, ef til vill, orðið dá- lítið erfitt fyrir hann að standa við það, eða færa sönnur á slík ummæli og sum önnur í grein hans, ef eg krefði hann til reikningsskapar fyrir þau lagaveginn, eins og hann raunár ætti skilið. En hann má ekki misvirða, þótt eg, eptir öllum anda greinar hans og orðfæri hennar, meti persónuleg illmæli hans um mig, sem ómerk ómagaorð, rit- uð í óstjórnlegri ofstækisbræði og honum sjálf- um til ófrægðar og vansa, en mér ekki, hjá öll- um, sem til þekkja. H. Þ. tsafoldarspelcingarmr. Hverju eigum við að svara þessari grein, við verðum eitthvað að skrifa á móti henni, en það er verst við hana, að innihald hennar er sann- leikur, sem kemur ónotalega við kaun okkar. Björn! hvað á að gera? Einar! hvað á að gera? Er ekki réttast að segja bara, að þessi náungi sé mjög »treggáfaður«, helzt að hann í$é »bandvit- laus«, við verðum svo hvort sem er að ráðast á manninn en ekki málefnið, því að fara út í það gerði fyrir okkur illt verra. Jú, einmitt, það skulum við gera, en hvað það er líka fínt og spekingslega hugsað, eða hvað það sannfærir almenning um, að »Húnvetningur« hafi á röngu að standa (!!). Ekki virðist svo fjærri eptir »ísafold« að dæma sfðast, að »spekingarnir« hafi hugsað á þessa leið, þá er þeir lásu greinina eptir »Húnvetn- ingí »Þjóðólfi« síðast. í sambandi við það setjaþeir svo dæmi, sem á náttúrlega að sýna, hvað Hún- vetningurinn sé skyni skroppinn að álíta að ekki geti verið um 2 gagnstæðar stefnur að ræða í sömu átt(!!). Dæmið er af manni, sem ætlar að ferðast norðan úr Húnavatnssýslu suður til Reykjavíkur, og með því á að sanna, að ef hann geti ekki farið einmitt þann veg, er hann hafi hugsað sér, heldur verði að fara utan við hann annan veg eða vegleysu, þá sé aðalstefna mannsins allt önnur. Svona lagaðan skilning hafa víst ekki aðrir Islendingar, en aðeins hinir allra vestheimskustu. Flestir munu álíta, að hvort sem farið er um »tjöll« eða sveitir« þá sé aðal- stefnan t. d. frá: Blönduósi til Reykjavfkur ávallt hin sama, enda þó um fleiri brautir eður vegi sé að ræða og misjafnlega torsótta. »ísaf.« tekur það greinilega fram, sbr. 7. tölubl. hennar þ. á., svo sem »Húnv.« bendir á, að »Yaltýskan« hafi allt aðra stefnu en »Benediskan« og »miðlunin«, og það er rétt, En þó maður geri nú t. a. m. ráð fyrir, að »Valtýsknleiðinni« mætti líkja við sveitaveginn til Reykjavíkur, en, »BenediskUleiðinnH við fjallveg-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.