Þjóðólfur - 11.04.1900, Qupperneq 2
66
ætlaðar 30 kr. á dag, en verkstjórum 10 kr. og
telur það of hátt, eptir því, sem hér gerist. Hvað
á maðurinn við ? Hyggur hann, að útlendir verk-
fræðingar hafi almennt vinnumannskaup, sem hér
tíðkast? Einnig segir hann, að í annari áætlun-
inni séu ætlaðar 26,000 kr. á flutning efnis, en í
hinni 15000 kr. Af þessu dregur Valtýr þá á-
lyktun, að sá rétti kostnaður muni vera á milli
þessara stærða, sökum þess, að þessar tölur muni
eigi vera settar alveg út í bláinn. En sú »log-
ik!« Myndi eigi mun réttara að álykta, að ein-
mitt þessi ósamkvæmni bæri glögglega vitni þess,
að verkfræðingarnir bera alls eigi skyn á allaþá
örðugleika, sem flutningar efnis hér á landi eru
bundnir, og svo blint renna þeir í sjóinn 1 þessu
efni, að skakkað getur mörgum tugum þúsunda
króna einungis í þessari einu grein áætlunarinn-
ar, eða miklu meiru en helming fjárins, sem til
þess verks (o: flutningsins) er ætlaður. A þenn-
an hátt klýpur Valtýr afarmikið af kostnaðinum,
þvert ofan í áætlunina og alveg að ástæðulausu,
að þvf er virðist. Af árskostnaðinum klippir Val-
týr ósmeikur 7000 kr. með lítilli fyrirhöfn — og
þá kemur út útkoman, sem stóð í Isafold, sem
sé 11000 kr. Mjög er það dýrmætt að eiga svona
glöggskyggna menn, sem með einu orði af vör-
tim sínum geta fært útgjöld landsins niður um
helming, en slæmur annmarki er á þessu, sem sé
sá, að hætt er við, að verkfræðingarnir séu þeir
óhræsis þverhausar, að þeir standi á því fastari
en fótunum, sem þeir halda fram, hvað svo sem
docentinn segir. Eigi gat landshöfðingi fallizt á
þennan reikning Valtýs. En hvað gat hann að
því gert? Hann gerði án efa það, sem í hans valdi
stóð til að færa landsh. heirn sanninn í þessu efni,
og tók svo til orða: »Landshöfðingi segír nei,
en eg segi jú. Eg er eins vel kunnugur þessu
máli og hann, og eg hef skýrslur í höndum, er
sanna mitt mál«. Óskiljanlegt er víst, að lands-
höfðingi lét eigi sannfærast við svo skýr rök.
Auðvitað voru skýrslurnar »heimulegar« og aldr-
ei lagðar fram, en docents skinnið gat eigi betur
gert. Það má til að taka viljann fyrir verkið.
Nú kemur rúsínan í ræðunni hans Valtýs oghljóð-
ar svo: »Hvað viðhaldskostnaðinum viðvíkur,
skal eg geta þess, að hann verður enginn fyrstu
10—15 árin og þó er gert ráð tyrir í skýrslunni,
að hann verði 15000 kr.«. Þetta var vel gert.
Sá var ekki lengi að spara landsjóðnum 15000
kr.! Já, en hvernig stendur a því, að hann get-
ur þetta? Það getur hann nú reyndar ekki enn,
en hann hlýtur að vita, hvað hann syngur — og
ekki vantar hann þekkinguna(!). Þetta er nú auð-
vitað þvert ofan í áætlun æfðra verkfræðinga,
sem eru vanir blíðari náttúru, heldur en vér höf-
um við að búa og meta að öllum líkindum kostn-
aðinn nokkuð eptir henni.
Eg hefi nú drepið á flestar vitleysurnar í
ræðu þessari, er koma málinu við; hinar geta
legið milli hluta. Bið eg hann svo sjálfan að
leita sér fróðleiks þess, sem hann hyggur mig
vanhagi um, og vísa eg honum á ræður þéirra
yfirdómara Jóns Jenssonar og bankastjóra Tryggva
Gunnarssonar, sem eru hinar allra skynsamleg-
ustu ræður, er fluttar voru í máli þessu á alþingi.
Isafold hefur neytt mig til að taka ræðu
þessa til meðferðar til þess að sýna mönnum fram
á, hvað ísafold dirfist að bjóða lesendum sínum
— og vil svo mælast til þess, að hún skírskoti
til trúverðugri manns í þessu efni, heldur en
doktors Valtýs, því að hver sámaður, er jafnber-
lega hefur auglýst þekkingarskort sinn á fram-
leiðslu- og samgöngumálum þjóðarinnar, eins og
doktorinn gerði hér forðum í járnbrautarmálinu
sæla, getur vart talizt trúvorðugur, gildur heim-
ildarmaður. Svo vitlausum málum geta einung-
is »forskrúfaðir« eða »vestheimskir« menn hald-
ið fram.
Eg hef nú svarað því, sem svaravert er, en
þó rak eg augun í eina rangfærslu, en þar er
gefið í skyn, að eg haldi því fram, að þjóðin eigi
skilji rök. Það hefur mér aldrei til hugar kom-
ið og get eg alls eigi skilið, út af hverju í grein
minni hann hefur getað leitt slíka ályktun. Eg
ráðlegg því Isafold að vera framvegis sparari á
útúrsnúningum og »vestheimskri« fyndni, og tek
það svo að síðustu fram, að ritstjóri Þjóðólfs
hvorki er né getur verið:
TJngur á orðaþingi.
Fregnbréf úr Árnessýslu 4. apríl.
[Aflabrögð. — Botnverplar — Viðskipti við þá — »Tröllabeita« —
Whisky og brennivín — Glompa í lögunum — Sóttvamanráðstafanir
— Taugaveiki — Veðurátta — Lítill Ameríkuhugur — Séra Stefán
á Mosfelli — Óhyggileg yfirlýsing — Þingkosningahugleiðingarj?
Aflabrögð eru nú orðin töluvert tregari í
veiðistöðunum hér, en búizt við, að fiskur komi
þessa frátökudaga, sem nú standa yfir. Aður hafði
gefið svo að segja í samfleyttar 5—6 vikur, enda
kominn allgóður afli, einkum á Stokkseyri. Mest
kvartað um beituleysi, þegar aptur gefur að róa.
Ishúsin þar í Rvfk hafa verið mönnum hinn mesti
bjargvættur. Stokkseyringum og Eyrbekkingum
og öðrum hér eystra þykir síldin ekki eitra sjó-
inn, eins og mig minnir að sumir formenn þar
syðra léti f ljósi, þegar íshúshreifingarnar byrjuðu
þar, en nú eru aðrir tímar. —
Botnverplarnir ensku, ásamt nokkrum línu-
veiðurum, eru hér stöðugt á sveimi fyrir strönd-
inni og draga skip þessi vörpur sínar austur með
landhelgislínunni, en lítið munu þau fara inn fyrir
hana, að minnsta kosti á svæðinu frá Ölfusá að
Þjórsá. — Á nóttum þykir sumum þeir halda sig
nær. Framundan Þorlákshöfn virðast þeir nær-
göngulli, enda er svo að sjá, að þeir eigi þar við-
skiptavini, eptirstöðvar af tryggum leifum, síðan í
fyrra(?)
Það er ef til vill ekkert á móti því, að
skip þessi fari inn á löggiltar hafnir, eins
og Þorlákshöfn, og kaupi þar kjöt eða annað, er
selja má, fyrir fisk eða eitthvað, sem menn þarfn-
ast og leyfilegt er að hafa í vöruskiptum, hafi skip-
in sýnt heilbrigðisskírteini (Sundhedspas). En
nokkur óvissa finnst mér á, að óbreyttir bátafor-
menn með skipshöfnum sínum, megi nær þeim
ræður við að horfa, sýslumannslausir og læknis-
lausir, hafa vöruskipti við þá, er getur varla ann-
að kallazt en beinn kaupskapur, enda mun hæp-
ið, að slíkt viðgangist lengi átölulaust.
Sú vara, sem vitanlega er helzt höfð á boð-
stólum við botnverplana, er hin svonefnda »trölla-
beita«, Whisky eða »Bakka-brennivín«, sem hvor-
ugt þykir nein fantafæða meðal »nontemplara«.
Með þessar vörutegundir er svo verzlað og víxlað
sem í leyfi væri. — Eg hef haft þá skoðun, hvort
hún er rétt veit eg ekki, en full sennileg virðist
hún vera — að full r ærgöngult og ósvífið er sumt
af þessum útlenda sjóaralýð, þó algáður sé og
gæti opt líttlaganna. Hvers getur maðurþá vænst
af þessum yfirgangsseggjum, þegar þeir eru orðnir
viti sínu fjær af ölæði, sem líklega ber ekki ótítt
að? Þá virðist mér það ærinn ábyrgðarhluti fyrir
samlanda okkar að veita þrælum þessum óminn-
isöl. —
»ísafold« flutti hérna um daginn lögskýringu
á vínfangalögununum nýju. Hún gerir ekki ráð
fyrir, að vínföng séu brúkuð fyrir fiskbeitu, minn-
jst ekkert á það atriði, sem er þó að minni hyggju
hið stærsta, þegar svona stendur á. Fyrir vöntun
á þessum skýringum, halda misfróðir náungar því
fram, að þarna sé glompa í lögunum, sem leyfi-
legt sé að smjúga um, já, svona er þessi mislita
skoðun á lögum og skýringum á þeim stundum.
Stjórnarráð íslands auglýsir 21. nóv. 1899, að
bólusótt gangi í Hull, og skipar fyrir um, að á-
kvæðum laga frá 17. des. 1875, sbr. viðaukalög
18. des. 1897 sé beitt — Þar sem eg man ekki til,
að enn hafi komið neitt það frá stjórnarráðinu,
sem geti veikt þessa fyrirskipun, mun læknir og
sýslumaður hafa lagt blátt bann fyrir, að mök
væri átt við skip þessi nema með þeirra til-
hlutun?
Talsvert hefur brytt á taugaveiki í veiðistöðinni
Þorlákshöfn. Lítur helzt út fyrir, að hún verði þar
viðvarandi; veikin hefur eflaust borizt þangað of-
an úr Ölfusi,1 frá Kröggólfsstöðum eða Núpum.
Það er mjög bagalegt, hve illa tekst að stemma
stigu fyrir veiki þessari meðal Ölfusinga, jafnvel
sem það hefur heppnazt annarstaðar hér í sýslu.
Ölfusingar hafa þó manna bezt tækifæri til að
sótthreinsa föt sjúklinga, rúmföt og annað, þar
sem mesti fjöldi af sísjóðandi hverum er í miðri
sveit þeirra á greiðum og aðgengilegum stað. —
Veðurátta er hin ákjósanlegasta, sífelldar blíð
ur og stillur. Jörð alauð fyrir löngu, og hvarvetna
bezta útlit fyrir nægar heybirgðir, fénaðarhöld
góð o. fl. —
Hér í grennd heyrist ekki, að nokkur maður
fari til Ameríku. Það er að eins fáeinar hræður
í Grímsnesinu og 1 bóndi í Ytrihrepp, sem vest-
ur kváðu ætla. Er mesta furða, að ekki varð meira
af, eptir allan gauraganginn, sem kvað hafa verið
hér í efri hluta sýslunnar í vetur, einkum í Gríms-
nesinu, og nú sé eg af »ísafold« af grein eptir
séra St. Stephensen, að svo hefur verið. Áður
vissi hér enginn, nema eptir lauslegurn ágizkunum,
hvað greinin f 9. tbl. »Þjóðólfs« svo rneinlaus sem
hún er, og að öðru leyti kurteislega rituð, átti
við. Eg hefði svarið fyrir, að gamli presturinn á
Mosfelli, þessi góði sýslungi rninn og framfara-
vinur, væri maðurinn, sem talsvert afþessum gaura-
gangi snerist um. Af grein hans að dæma, sjá
bæði eg og aðrir, að svo hefur verið, annars hefði
fáa grunað, hver maðurinn var, og hefði slíkt sæmt
betur eptir atvikum. —
Þingfeosningar er ekki minnst á enn, en lík-
lega fyrir fram ráðið, hverja kjósa beri, og mun
það koma í ljós síðar. Munu Árnesingar reyna
sem unnt er að forðast æsingar við þann undir-
búning; helzt halda þeir sér að heimastjórnar-
mönnum, en lofa líklega öllum tví- eða þríveðr-
ungum að hlaupa um stekk. ?i.
Ver farið en heima setið.
ísafold hefur sviðið sárt, er Þjóðólfur minntist
á það síðast, að hún tæki fréttir eptir honum. Þetta
var ekkert til að reiðast af, þótt satt væri. Henni
er velkomið að hagnýta sér fréttirnar úr Þjóðólfi,
eptir því sem hún hefur bezt vit á. En það situr
illa á henni, að rjúka upp á nef sér og fara að hrósa
sér af, að hún flytji skjótari og áreiðanlegri fréttir.
Hún verður aldrei feit af því, að leita að villum í
Þjóðólfsfréttunum. Það hefðist meira upp úr þeirri
leit í Isafold, eins og allir munu kannast við, er
hafa lesið hana ofan í kjölinn. En Þjóðólfur hefur
jafnan leitt hjá sér að skipta sér neitt af því —
hefur þótt það of smásmuglegt. — Svo er að sjá
sem blaðið ímyndi sér, að Roberts lávarður hafi
aldrei verið yfirforingi breska hersins á Indlandi,
heldur verið jafnan í Dýflinni á írlandi. Það er
ekki Þjóðólfi að kenna, þótt ísafold sé svona fáfróð.
En vér játum það hreinskilnislega, að vér lesum al-
drei fréttir ísafoldar eins nákvæmlega, eins og ritst.
ísafoldar virðast lesa Þjóðólfs fréttirnar. Það er nfl.
sjaldan neitt á fréttum Isaf. að græða fyrir Þjóðólf.
Síðan Eirík Jónsson leið hafa útlendu fréttirnar, er ísaf.
hefur flutt af eigin ramleik að eins verið hrafl eitt,
nauða Iítilfjörlegt. En ræktarsemin við Eirík, marga.
ára fréttaritara blaðsins, var ekki meiri en svo, að það
minntist hans látins ! 2 línum(l). Það voru allar
þakkirnar. Nú virðist það ekki hafa neinn frétta-
ritara erlendis, heldur lifa á snöpum.—Þjöðólfi dett-
ur ekki í hug að fara að safna saman í eitt öllum
þeim vitleysum, er ísafold hefut flutt í fréttaskyni
t. d. nú upp á síðkastið. ■ Það yrði óskemmti-
leg romsa. Hann ætlar að eins að minna hana á
allra njjustu axa? sköptin hennar. Þá er „Vesta“
kom hérna núna um daginn, fræddi blaðið lesendur
sína á, að Corfitzon væri skipstjóri hennar, maður,
sem farinn er úr þjónustu gufuskipafélagsins fyrir
nálega 2 árum, og hefur aldrei komið hingað síðan(!)
Nú í síðasta blaði hefur hún þegjandi vikið Corfitzon
aptur frá skipstjórninni(l), og sett Holm í stað hans,
ekki að tala um, að hún leiðrétti hina vitleysuna