Þjóðólfur - 27.04.1900, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 27.04.1900, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUR. 52. árg. Reykjavík, föstudaginn 27. apríl 1900. Nr. 19. Útlendar fréttir. Kaupmannahöfn, 12. apríl. Engin veruleg stórtíðindi frá ófriðnum milli Breta og Búa. Roberts situr enn þá kyrr í Blo- emfontein og lítið útlit fyrir, að hann muni hreyfa sig fyrst um sinn; það er jafnvel sagt, að hann sé farinn að víggirða bæinn. Búar virðast hafa breytt hernaðaraðferð sinni. Aður létu þeir sér nægja að verjast áhlaupum Breta og börðust þá í einum hóp. Nú hafa þeir skipt sér í fleiri flokka, vaða yfir landið og ráð- ast á Englendinga, hvar sem þeir geta, og gera þeim optast hinn mesta óskunda. Þeir eru jafn- vel orðnir svo nærgöngulir við Roberts, að ekki þykir ólíklegt, að þeim takist að sperra sam- göngur Breta milli Bloemfontein og Kapstaðar; fréttaþráðinn milli þessara bæja er í öllu falli sagt þeim hafi tekizt að ónýta. Af einstökum fréttum, sem borizt hafa frá hersvæðinu seinustu dagana má að öðru leyti ^efna: 30. f. m. orustu fýrir sunna.n Brandfort; Búar hrukku loks fyrir ofurefli Breta, sem þó misstu margt manna. 31. f. m. orusta í nánd við Mafeking. Englendingar undir forusti Plumers ofursta — sem kvað vera garpur mikill — lögðu á flótta. ' 5. þ. m. vann Methuen lávarður sigur við Boshof á Villebois-Mareud hershöfðingja er stýrði liði Búa. V-M., sem var frakkneskur að ætt og í hávegum hjá Búum, féll ásamt fleir- um. 54 af liði hans voru teknir höndum. Um sama leyti höfðu Búar náð ekki minna en 600 Englendingum á vald sitt við R e d d e r s - burg. Ennfremur er sagt, að Búar haídi enskri hersveit 1 kvíum við Wepener, austast 1 Or- aníurlki, og allra seinasta fregnin segir, að hörð orusta hafi staðið 7. þ. m. við Markartsfon- tein fyrir sunnan Brandfort, þar sem Bretar hafi misst 600 manna, er voru særðir eða drepnir, auk 900 manna, sem voru herteknir. En þessi fregn er kominn frá Búum og enn ekki stað- hæfð af hermálaráðaneytinu í London, sem ekk- ert þykist hafa frétt um þessar ófarir. Nýkominn til vígvallarins (Springfontein) er nú Rundle hershöfðingi með 8000 manna (8. herdeild) frá Englandi. Gatacre hershöfðingi er kvaddur hejm til Englands. I stað hans kemur annarhvor þeirra hershöfðingjanna Chermside eða Carew. G. hefur verið frámunalega óheppinn. Það var hann, sem beið ósigurinn mikla við Stormberg, sem áður er áminnst, og síðar spilaði hann her- sveit einni gálauslega í hendur Búum. Bretar virðast ætla að hætta frekari fram- sókn í Natal. Meiri hlutinn af liði Buller’s Verður nú sendur via Durban til Kap og þaðan Uorður eptir. Búar reyndust að standa fast þar sem heitir Biggarsberg. I orustu þeirri, sem Búar áttu við Breta ná- lægt Tabanchu, sem um var getið síðast (or- vsta þessi er og kennd við stað þann, er Horn- sPruit nefnist), er nú sagt, að manntjón Breta ^afi verið: 8 fallnir, 75 særðir, 352 herteknir. ®uar náðu þá og á vald sitt vatnsbóli því, sem ^ærinn Bloemfontein fær drykkjarvatn frá, og er Þaö auðvitað Roberts hinn mesti ógreiði. — For- ingi Búa í orustu þessari er nefndur Reich- m a n n, og halda menn, að það sé herforingi sá, er Bandamenn — eins og flestar aðrar þjóðir sendu til Afríku til þess að kynna sér hernaðar- aðferð Búa. Hann þykir hafa misskilið stöðu sína nokkuð óheppilega. 5000 hesta er sagt, að Bretar missi á mán- uði í stríðinu. Það kvað vera ’nryllilegt að sjá kvalir þessara veslings dýra. Hermönnum, sem særast, er bjargað og hjúkrað eptir föngum, en hestarnir liggja á vígvellinum beinbrotnir og sund- urtættir af sprengikúlunum opt dögum saman, þangað til dauðinn líknar þeim. Cronje hershöfðingi og eitthvað 1000 af mönnum hans eru nú kotnnir til St. Helena. Meðal þeirra, sem eptir eru, liggja margir veikir af ýmiskonar sjúkdómum og margir hafa dáið. Portúgalsmenn hafa gefið Bretum leyfi til að flytja hermenn á jámbrautinn frá Beira til Umtali. Lönd þessi lúta yfirráðum Porúgals- manna og þykja þeir þannig hafa dregið taum Breta gagnvart Búum. 4. þ. m. var prinsinum af Wales, krón- prins Englendinga, veitt banatilræði af 16 ára gömlum handiðnasvein Sipido að nafni. Þetta gerðist á járnbrautarstöðinni í Bryssel. Prins- inn var kominn með járnbrautarlestinni frá Cala- is og ætlaði til Köln, á leið frá Englandi til Kaupmannahafnar. Sipido stökk upp á vagnskör- ina rétt í því lestin var að fara og skaut með skammbyssu á prinsinn, þar sem hann sat í vagn- inum við hlið konu sinnar, dóttur Kristjáns kon- ungs IX, en hitti ekki. I sama vetfangi var hann gripinn og fékk þvl ekki meira að gert. Sipido kvaðst vera anarkisti; ensku blöðin kváðu tilræðið að kenna æsingum þeim, sem einkum í Belgíu hefðu átt sér stað gegn Bretum út af Afríkustríð- inu. Seinna hefur það frétzt, að tilræðið hefði enganveginn verið af slíkum rótum runnið, en væri að eins að skoða sem strákslegan glanna- skap. Sipido hafði veðjað við einhverja kunn- ingja sína um, að hann þyrði að skjóta á prins- inn, og átti að fá 5 franka (= 3 kr. 50 a.) fyrir afreksverk sitt. Það var óneitanlega væg þókn- un fyrir slíkt dirfskuverk. Meðal þeirra mörgu, sem vottuðu prinsinum gleði sína yfir þvt að hann slapp heill á hófi, var Kriiger, forseti í Transvaal, og dr. Leyds, sendiherra Búa hér í Norðurálfu. Otis, yfirhershöfðingi Bandamanna áEilips- eyjum, er nú kallaður heim; Bandamenn eru orðn- ir þreyttir á raupi hans. Mac-Arthur heitir eptirrennari hans. Dewey (frb. djúvi) admiráll, sigurvegarinn frá Manilla, hafði óskað að verða eptirmaður Mac-Kinley’s, sem forseti Bandarlkjanna. Yms blöð þar vestra snerust þá þegar á rnóti honum og níddu hann eins mikið og þau áður höfðu lofað hann; einkum voru það blöð »demokrata«, sem vilja koma Bryan til valda. En nú hefur D. að sögn verið svo skynsamur að snúa við og láta sér nægja þann orðstír, sem hann hefurget- ið sér sem hermaður. Stórfelldar rigningar og vatnavextir hafa vald- ið tjóni miklu í Texas. Þess er meðal annars getið, að jámbrautarlest á fleygifcrð steyptist í Coloradoána og fjöldi fólks drukknaði. Nýlega dáinn tyrkneski hershöfðinginn nafn- kunni Osmann Pascha (f. 1837), sá er varðí Plevna svo hraustlegaístríðinu við Rússa 1877—78. Þeir Falliéres, forseti öldungaráðsins, og Deschaud, forseti fulltrúaþings Frakka hafa fengið 300,000 franka til veizluhalda o. þ. L meðan á sýningunni stendur. Hinir svo kölluðu Bundja-svertingar í Kongóríkinu hafa gert uppreisn. Orsökin til þess kvað vera ill meðferð af hálfu Evrópumanna. Til þess að þrýsta svertingjum til vinnu, hafa hvítu mannvinirnir drepið þá hópum saman, þar á meðal konur og böm. Meðal illvirkjanna nefna blöðin Lothaire majór, sem er kunnur frá fyrri tíð. Ríkisþingi Dana enn ekki slitið og ráða- neytið nýja því enn ekki skipað. — »Kiwa«, sá. er skrifar um ísl. mál í Nationaltidende, fer nú fram á, að Islendingar fái sérstakan ráðgjafa. »Politiken« dróttar því að greinarhöfundi, að hann. vilji sjálfur verða ráðgjafi ! 8. þ. m. varð Kristján konungur IX. 82 ára. Sendiherra Breta í Belgrað W. E. Coschen er skipaður 1 sömu stöðu hér í K.höfn í staD Fane’s, er lézt í í. m. Reykjavík 27. apríl. Eptir enskum blöðum frá 14.—x8. þ. m. er engum verulegum fréttum við að bæta frá ófrið- arstöðvunum. Sagan um ósigur Breta við Mark- artsfontein 7. þ. m. virðist hafa verið Þ'ga- saga, því að þessara ófara er ekki getið í ensku blöðunum. Búar voru enn við Wepener. Hafði bardagi staðið þar í 4 daga samfleytt, en mannfall lítið af hvorum tveggjum (150 teknir til fanga og fallið at Breta liði). Ekki hefur Bret- um tekizt að losa Mafeking úr umsátri, en Búar skjóta sprengikúlum stöðugt á bæinn, og er setu- liðið tekið að örvænta um hjálp, og telja hana fjær, en nokkru sinni fyr. Hungrið er og fariíí að sverfa þar að liði Breta. — Búar hafa sent fulltrúa til Evrópu í friðarerindutn, og stigu þeir á land 1 Haag á Hollandi 16. þ. m., en ekki hefur sendinefnd þessi látið enn uppi, hvernig hún ætli að haga málaleitunum sínurn. Meðal enskra göfugmenna., er teknir hafa verið til fanga af Búum er Rosslyn lávarður, jarl að nafnbót. Hann var tekinn skanmit frá Bloemfontein 14. þ. m., og fluttur til Kroonstad, ásamt nokkrum. írlendingum, er handteknir voru með honum. — Georg White hershöfðingi kominn heirn til Eng- lands, og tekið þar með miklum fögnuði, sakir varnar hans í Ladysmith. En Gatacre mun ekki eiga jatn gleðilegri heimkomu að fagna, er hanr. kemur sviptur herforustunni fyrir yfirsjónir og ó- höpp þar syðra. Liggur við sjálft, að ensku blöðin vorkenni honum. Sýningin milka í París var opnuð 14. þ. m. með mikilli viðhöfn af Loubet forseta, er hélt langa ræðu og snjalla, og var lokið rniklu lofs- orði á hana. Svo mikil var viðhöfnin við at- höfn þessa, að útlendingar líktu París við Para- dís þennan dag. Hugsa Frakkar nú ekki um annað en raka að sér fé, meðan sýningin stend- ur yfir, og verður eflaust allt með kyrð ogspekt þar í landi þann tíma.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.